Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Golli Mark! Feiknastemning í Smáralind og allir fagna innilega. RÍKISÚTVARPIÐ sjónvarpaði Frakkaleiknum beint á breiðtjald í Smára- lind og þar var Páll Magnússon útvarpsstjóri mættur á fremsta bekk til að hvetja strákana okkar. Eins og sjá má létu viðbrögðin aldrei á sér standa þegar boltinn dansaði í franska markinu. Boltinn dansar í markinu Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Peking seth@mbl.is „ÞEGAR ég fékk blómvöndinn frá Ólafi Stefánssyni í leikslok þá brut- ust fleiri tár út en þau streymdu einnig þegar ég sá íslenska fánann fara á loft. Spánverjar fögnuðu gríð- arlega bronsverðlaunum sínum og við getum því verið afar stolt af þessum árangri,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra en hún var viðstödd úrslitaleik Íslendinga og Frakka á Ólympíuleikunum í Peking í gær. Þorgerður segir að árangur lands- liðsins eigi eftir að skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag. „Ég hef rætt við vini mína í Þýskalandi og Spáni og það eru flestir á þeirri skoðun að Ísland og Frakkland hafi verið með bestu liðin á þessu móti.“ Strákarnir eiga mikið inni „Það er ótrúlegt að vera með silfr- ið og þetta er einstakt afrek. Það verður aldrei sagt of oft. Við eigum að vera stolt en kannski er það ekki nógu stórt orð til þess að lýsa því hvernig mér líður. Strákarnir eiga mikið inni hjá okkur sem þjóð. Til skemmri tíma eru það tilfinningar og ástríða sem standa upp úr en til lengri tíma litið eru ofboðsleg verð- mæti sem felast í þessu silfri. Þá sér- staklega fyrir unga fólkið og börnin okkar. Skilaboðin sem liðið sendir til þeirra inni á vellinum og líka í við- tölum eftir leikina. Þetta er allt út- hugsað hjá þeim og það er ekki bara Ólafur Stefánsson sem er heimspek- ingur í þessu liði. Það eru fleiri. Þessi árangur mun skila okkur fleiri börnum og unglingum í íþróttir al- mennt á Íslandi. Það verður ekki bara handboltinn sem nýtur góðs af þessum árangri. Allar aðrar íþróttir munu eflast í kjölfarið á þessum ár- angri.“ „Við höfum á undanförnum árum lagt áherslu á að styrkja fjárhags- lega veika bletti í íþróttahreyfing- unni. Þá nefni ég rekstur sér- sambandanna sem er mjög þungur og erfiðari en á árum árum. Tíminn er dýrmætur í því samfélagi sem við lifum í núna. Fólk er ekki tilbúið að leggja á sig sömu sjálfboðaliðastörf- in og áður. Við í ríkisstjórninni höf- um aukið fjármagnið sem rennur til sérsambanda ÍSÍ og í ferðasjóð. Að mínu mati þarf að taka afrekssjóð- inn fastari tökum á næstu misserum og Handknattleikssamband Íslands þarf að sjálfsögðu að fá styrk í kjöl- far þessa árangurs. Þessi keppni kostar HSÍ líklega um 20 milljónir króna og íslenska þjóðin og ýmis fyrirtæki hafa stutt myndarlega við bakið á HSÍ meðan keppnin hefur staðið yfir. Ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Það var skammur tími til stefnu fyrir HSÍ að undirbúa þessa leika. Það var ekki vitað fyrr en í júní hvort handboltalandsliðið kæmist í gegnum undankeppnina. Þetta er sú íþrótt sem nær til þjóð- arinnar. Tilfinningar og átök sem höfða til okkar Íslendinga.“ Afar stolt af árangri liðsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Klapp Þorgerður Katrín og eiginmaður hennar Kristján Arason, formaður landsliðsnefndar HSÍ, sáu úrslitaleikinn.  Þorgerður Katrín lofar HSÍ fjárstuðningi  Árangurinn skilar fleiri börnum og unglingum í íþróttir Í HNOTSKURN »Þorgerður Katrín segir ár-angur handboltaliðsins skipta miklu máli fyrir ís- lenskt samfélag. »Árangurinn muni skila þvíað fleiri börn og unglingar fari í íþróttir. Allar íþrótta- greinar muni eflast. »Keppnin hafi kostað HSÍ20 milljónir. Margir hafi stutt samabndið og ríkis- stjórnin hyggist gera slíkt hið sama. 2 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRAMMISTAÐA liðsins á Ólymp- íuleikunum var alveg frábær, en mér fannst samt síðasti leikurinn bera keim af því að strákarnir hefðu ekki trú á því að þeir gætu sigrað Frakkana. En í heildina stóðu strákarnir sig virkilega vel,“ segir Geir Hallsteinsson hand- boltakempa og faðir Loga Geirs- sonar landsliðsmanns að loknum ÓL. „Byrjunin var mjög slæm hjá okkur á móti Frökkum og kannski hefði mátt athuga þann möguleika að breyta byrjunarliðinu. Þótt byrj- unarliðið hafi vissulega staðið sig vel, þá er dálítið skrítið að stilla upp sama byrjunarliðinu í hverjum leiknum á fætur öðrum.“ „Stóðu sig virki- lega vel í heildina“ Morgunblaðið/Golli Úrslitaleikur Geir og fjölskylda fylgjast íhugul með Frakkaleiknum í gær. ÍSLENSKU landsliðsstrákarnir áttu hvert bein í meirihluta þjóð- arinnar og vel það þegar viður- eignin við Frakka stóð sem hæst. Þeir sem fylgdust með leiknum á breiðtjöldum víða voru á valdi til- finninganna frá upphafi leiks til enda. Þegar íslenska liðið lenti und- ir voru ófá hugskeytin send og þess beðið í hljóði að hægt yrði að laga stöðuna. Morgunblaðið/Golli Á valdi tilfinninganna GRÍÐARLEGA góð stemmning var í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda fyrir úrslitaleik Frakka og Íslend- inga í gær, þar sem hinum sögulega leik var varpað upp á breiðtjald. Þótt íslensku strákarnir færu halloka gegn ofurefli Frakka, ætlaði allt vit- laust að verða þegar vel gekk og segja má með sanni að hjarta áhorf- enda hafi slegið í takt við hjarta leik- manna. Morgunblaðið/Golli Hvattir óspart áfram Ísland og Frakkland léku til úrslita í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.