Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Nýjar haustvörur Nemakortið gerir nemendum á framhalds- og háskólastigi kleift að ferðast endurgjaldslaust á umhverfisvænan og þægilegan hátt. Sæktu um Nemakort á www.strætó.is Nemendur með lögheimili í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Álftanesi eiga rétt á Nemakortinu skólaárið 2008-2009. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is RAFRÆN skilríki, sem m.a. er hægt að nota til innskráningar í heima- banka, til undirritunar ým- issa skjala og til að sækja um þjónustu sveitarfélaga og fyrirtækja, fara í al- menna dreifingu á næstu mánuðum. Þetta segir Bergsveinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri innleiðingar rafrænna skilríkja. Skilríkin eru samstarfsverkefni fjármálaráðuneytis fyrir hönd ríkisins og Auðkennis fyrir hönd banka og sparisjóða en þau hafa verið í þróun í nokkur ár. Skilríkin verða aðgengileg á debetkortum. Bergsveinn segir að um þessar mundir séu í gangi tækni- prófanir á skilríkjunum sem ljúka þarf áður en þau fara í almenna dreifingu. Innleiðing nýju skilríkjanna fer fram á endurnýjuðum debetkortum landsmanna. Þau eru tvenns konar, annars vegar til auð- kenningar og hins vegar til að nota til raf- rænnar undirritunar. Það skilríki er gefið út sem fullgilt skilríki og uppfyllir kröfur í lög- um og evrópusamþykktir um rafrænar undir- skriftir. Rafræn undirritun bindandi samninga „Með því skilríki getur fólk undirritað ýmsa bindandi pappíra,“ segir Bergsveinn. Auðkenningarskilríkið sé hugsað til þess að fólk geti skráð sig inn í heimabanka, á vefi borgar og sveitarfélaga, í skóla og víðar. Þetta þýðir að auðkennislyklar sem fólk hefur notað í heimabanka sína undanfarið heyra brátt sögunni til, en nýr búnaður kemur í staðinn. Til þess að geta skráð sig rafrænt í heimabankann þarf fólk annaðhvort að hafa kortalesara í tölvu sinni, eða verða sér úti um slíkan lesara til þess að tengja við tölvuna. Aðspurður um hvort hætta sé á að tækni sem þessi úreldist fljótt segir Bergsveinn erf- itt að segja til um það. „Örgjörvatæknin sem við notum núna er fremur ný af nálinni.“ Rætt hafi verið um að hugsanlega þurfi að endurskoða einhverja hluta kerfisins eftir nokkur ár, en strangar öryggiskröfur séu gerðar. Bæði Persónuvernd og Neytenda- stofa hafi fylgst með þróun skilríkjanna. Margir sem bíða eftir skilríkjunum Kortin hafa verið í tilraunanotkun undan- farið eitt og hálft ár. „Mörg sveitarfélög hafa tekið þátt í að prófa skilríkin. Skattyfirvöld nota þau, Tryggingstofnun er að koma þessu í gang hjá sér og þá má nefna að Neytenda- Rafræn skilríki senn tekin í gagnið stofa notar skilríkin,“ segir Bergsveinn. Ýmis fleiri sveitarfélög, stéttarfélög og trygginga- félög séu að undirbúa sig undir notkun raf- rænna skilríkja. „Þannig að það eru mjög margir sem bíða eftir þessu og verða tilbúnir þegar notkun skilríkjanna hefst,“ segir hann. Bergsveinn segir að í nokkrum Evrópuríkj- um sé þegar farið að nota rafræn skilríki. „Það er mjög mikilvægt að við förum eftir evrópusamþykktum og stöðlum þannig að skilríkin verði gild milli landamæra,“ segir hann. Bergsveinn bendir á að mikill sparnaður náist fram með rafrænum skilríkjum. Ekki aðeins sparist pappír, heldur einnig ferðalög og fleira. Fólk geti sinnt erindum á borð við umsóknir í leikskóla, samskipti við lánasjóði og fleiru með rafrænum hætti. Eina skilyrðið fyrir því að nota skilríkin er að hafa aðgang að netinu. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI á Hellu lauk í fyrrakvöld og hafði þá staðið síðan á föstudag. Hún var haldin í tilefni aldarafmælis Landbún- aðarsambands Suðurlands en það var stofnað 6. júlí 1908. Mikið var um dýrðir alla helgina og mæting fór fram úr björtustu vonum. Búist hafði verið við fimm til átta þúsund manns á hátíðina en í reynd létu allt að tólf þúsund manns sjá sig. Þó flestir hafi verið af íslensku bergi brotnir heim- sóttu sýninguna stór hópur grænlenskra bænda og einhverjir Danir kíktu við. Gestir voru á öll- um aldri, jafnt úr þéttbýli og dreifbýli hvaðan- æva af landinu. „Þetta gekk bara mjög vel, við erum afar sátt við sýninguna, hún gekk prýðilega og framar vonum,“ segir Jóhannes Símonarson fram- kvæmdastjóri Landbúnaðarsýningarinnar. Hann segir stemmninguna hafa verið mjög góða og gesti hafa verið hæstánægða. Inntur eftir hvort einhverjir atburðir hafi staðið upp úr nefnir Jóhannes að mikill áhugi hafi verið á kynningu á býflugnarækt og hun- angsvinnslu. Þá hafi hundasýningarnar tekist mjög vel og mikill spenningur verið fyrir bændaglímu Suðurlands. Einnig var keppt í kálfateymingu, dráttarvélaleikni og jurtagrein- ingu. Unnu flugeldakeppni Kvöldvökur sem fram fóru á föstudags- og laugardagskveld heppnuðust að sögn mjög vel. Þar komu fram Hundur í óskilum, Ingó og Veð- urguðirnir, Árni Johnsen alþingismaður og fleiri skemmtikraftar. Þá var leikþátturinn Gilitrutt sýndur og efnt til fjöldasöngs. Sýningunni lauk á Laugardagskveld með veg- legri flugeldasýningu sem Flugbjörgunarsveitin á Hellu stóð að. Um svipað leyti var flugeldum skotið upp frá Reykjavíkurhöfn í tilefni Menningarnætur og telur Jóhannes sýninguna á Hellu hafa veitt henni harða samkeppni. „Við unnum,“ segir hann og hlær. 12 þúsund mættu á landbúnaðarsýninguna Búskapur Hægt var að kynna sér búskaparhætti gamla tímans á landbúnaðarsýningunni. Steiking Tvö heil naut voru steikt ofan í gesti sýningarinnar og rann kjötið ljúflega niður. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson STJÓRN Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess í álykt- un sem samþykkt var á stjórnar- fundi flokksins á föstudag að ríkis- stjórnin gangi til samninga við ljósmæður. Verði það ekki gert muni innan skamms skapast neyð- arástand á fæðingardeildum lands- ins. Nú þegar stefni í óefni vegna fjölda uppsagna ljósmæðra sem óánægðar eru með kjör sín. Í ályktuninni eru orð stjórnar- sáttmála Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks um jöfnun launa kynjanna sögð innantóm. Ótrúlegt sé að kvennastéttir skuli ennþá þurfa að beita hörku til að fá vinnu sína metna til launa en ljósmæður eru eina stéttin á Íslandi sem aðeins er skipuð konum. Þá er ríkisstjórninni borið á brýn að virða þarfir fæðandi kvenna að vettugi. skulias@mbl.is VG vill að samið verði við ljósmæður NÝ námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun við Há- skólasetur Vestfjarða verður tekin til starfa 31. ágúst næstkomandi. Meistaranámið er þverfaglegt al- þjóðlegt nám sem ekki hefur verið í boði hérlendis fyrr. Námið er sett á fót í samvinnu við Háskól- ann á Akureyri sem hefur umsjón með innritun og útskrift nemenda jafnframt því að vera fræðilegur bakhjarl námsins. Kennarar eru bæði innlendir og erlendir sér- fræðingar á þeim sviðum sem námið tekur til. Formleg setningarathöfn fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 16 og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra opna námsleiðina formlega. Í tengslum við setningarathöfnina verður einnig blásið til málþings um sjálfbæra nýtingu íslenskra strandsvæða og hefst það klukkan 13. Nýtt meist- aranám í boði HAGSMUNARÁÐ íslenskra fram- haldsskólanema (HÍF) samþykkti stefnuyfirlýsingu sína fyrir skólaárið 2008-2009 á aðalfundi sínum á laug- ardag. Segir í stefnuyfirlýsingunni að HÍF grundvallist á þeirri hugsjón að hagsmunagæsla framhaldsskóla- nema þurfi ekki – og eigi ekki – að vera kostnaðarsöm til að skila ár- angri. Jafnframt grundvallist HÍF á virðingu fyrir sérkennum og sjálf- stæði hvers aðildarskóla fyrir sig. Þá mun HÍF fylgjast náið með breytingum á umhverfi framhalds- skólanema og bregðast við þegar hagsmunum þeirra er ógnað. Gæta hagsmuna nemenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.