Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Páll Beck fædd-ist á Framnesi við Reyðarfjörð 28. febrúar 1923. Hann lést á Droplaugar- stöðum 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þóra Konráðsdóttir Kemp húsfreyja og Þórólfur Beck skip- stjóri. Systkini Páls eru Konráð, Eirík- ur, Christian Nilson og Hulda hálfsystir samfeðra. Páll var yngstur sinna systkina. Páll gekk að eiga Guðnýju Lovísu Sigurðardóttur hinn 19. mars 1949. Börn þeirra eru: 1) Brynja, maki Sölvi Stefán Arnar- son, dætur þeirra a) Halldóra Björk, maki Jóhann Gunnarsson, börn þeirra Karen Björk og Brynjar Bjarki og b) Guðný Arna, maki Sigurður Rúnarsson, börn þeirra Stefán Elís og Arna Rut. 2) Axel Þór, dóttir hans Kolbrún María, maki Andri Svavarsson, dóttir þeirra Kristbjörg Sunna. 3) Sigurður, maki Hrefna Egils- dóttir, börn þeirra a) Elvar Þór Ósk- arsson, maki Anna Margrét Óskars- dóttir, sonur þeirra Egill Flóki, b) Erla Dögg, unnusti Fannar Örn Há- konarson, c) Íris Ósk og d) Berglind Björk. 4) Kristín Þóra, maki Rögnvaldur Stefán Cook, börn þeirra a) Hjalti Páll, maki Tinna Óðinsdóttir, synir þeirra Dagur Elías og Gabríel Máni, b) Unnur Ýr, c) Hafþór Ingi og d) Þóra María 5) Ríkarður, maki Elísabet Rafnsdóttir, synir þeirra Viktor Rafn og Jóhann Ingi. Útför Páls fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar við minnumst afa reikar hugurinn til sumarbústaðarins. Með því skemmtilegasta sem afi gerði var að fara upp í Kjós í sum- arbústaðinn. Og honum fannst sér- staklega gaman þegar afmælis- veisla ömmu var haldin uppi í bústað og öll fjölskyldan kom sam- an. Sterk minning okkar systk- inanna um afa er þegar við vorum lítil og komum í heimsókn, þá kom afi með bros á vör og bauð kandís í krukku sem hann kallaði alltaf sýslumannsbrjóstsykur. Þegar afi hitti okkur spurði hann oft „hvern- ig hefur hún vinkona mín það?“ og átti þá við Írisi Ósk systur okkar. Afi hafði gaman af tónlist og hafði sjálfur gaman af því að syngja. Svo notaði afi mikið danskar slett- ur og við skildum þá ekkert hvað hann var að segja. Afi hafði aldrei komið til útlanda og hafði ekki áhuga á utanlandsferðum, honum fannst að maður ætti að eyða pen- ingunum í eitthvað annað skyn- samlegra. Afi var búinn að vera veikur í rúmlega eitt og hálft ár. Nú hefur hann fengið frið frá veik- indum sínum. Elsku afi, þín verður sárt sakn- að, við kveðjum þig með ljóði: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín barnabörn Elvar, Erla og Berglind. Páll Beck ✝ HrafnhildurHannesdóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1942. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut sunnudaginn 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hann- es Einarsson fast- eignasali, f. 15.8. 1892, d. 16.4. 1980, og Guðbjörg R. Þor- leifsdóttir, f. 4.10. 1905, d. 27.10. 1956. Systkini Hrafnhildar eru Ingi- björg Þ., f. 16.8. 1933, og Einar, f. 16.4. 1937, d. 21.6. 1957. Hrafnhildur kynntist Þóri Hall- dórssyni, f. 1.4. 1937, þegar hún var fjórtán ára og hann nítján ára. Þau gengu í hjónaband hinn 31.12. 1965. Börn þeirra eru Rannveig, f. 28.3. 1964, sambýlis- maður Eiður Jó- hannsson, börn þeirra Hrafnhildur Jórunn, Jóhann og Þórir, og Hannes, f. 20.8. 1974, kvæntur Áslaugu S. Jóns- dóttur. Hrafnhildur var húsmóðir og starfaði um árabil við ýmis verslunarstörf. Hrafnhildur verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er mamma farin frá okkur og skilur eftir sig stórt skarð sem eng- inn getur fyllt. Hún var búin að berj- ast við krabbameinið á annað ár svo hetjulega. Nú er hún laus allra þrauta og líður betur á fallegum stað. Þær eru margar stundirnar sem við höfum átt saman, farið til útlanda í verslunarferðir, svona mæðgnaferðir eins og við kölluðum það. Þá var mik- ið skoðað og talað. Eins og þegar við fórum til Köben. það var yndisleg ferð, reyndar seinasta ferðin okkar saman. Þetta var fyrir jól og okkar tími eru jólin svo að þetta var æði. Hún þekkti Köben svo vel og ferðin var ógleymanleg. Mamma var mikill fagurkeri og átti marga fallega hluti sem hún hafði safnað í gegnum árin og ég lærði að meta og barnabörnin Hrafnhildur, Jóhann og Þórir líka eða eins og þau sögðu: Komum og sjáum jólin hjá Hrafnhildi ömmu, hún skreytir svo fallega. Þau eiga eftir að sakna ömmu sem var alltaf góð og glöð þegar þau komu í heimsókn. Oft sátum við sam- an í Huldulandinu og skoðuðum blöð með fallegum hlutum og spiluðum alls konar tónlist og stundum sung- um við með og tókum sporið og hlóg- um okkur svo máttlauar. Ég gæti tal- ið upp miklu meira sem hefur verið skemmtilegt að gera með henni en geymi það í minningunni. Við eigum eftir að sakna hennar óendanlega mikið en geymum hana í hjarta okkar alla ævi. Mestur er missir pabba, megi góður Guð styrkja hann. Rannveig. Í vor var Hrefna fárveik og á spít- ala. En hún hafði ákveðið að ekkert skyldi koma í veg fyrir að hún yrði viðstödd fermingu elsta barnabarns- ins, Hrafnhildar Jórunnar. Við höfð- um okkar efasemdir um að hún kæm- ist svo veik sem hún var. Í upphafi athafnar mætir Hrefna þótt hún þyrfti að vera í hjólastól með súrefn- iskútinn í seilingarfjarlægð. Hún sat athöfnina með reisn, stórglæsileg að venju, og fór síðan heim að hvíla sig svo hún gæti mætt í veisluna án hjálpartækja. Þeir sem ekki þekktu til gátu varla séð á Hrefnu hve sjúk- dómurinn var langt genginn. Hún lék á als oddi í fermingarveislunni og stoppaði manna lengst enda var hún gjarnan í essinu sínu innan um fólk. Myndin af Hrefnu á fermingardag- inn kemur oft upp í hugann undan- farið því hún sýnir vel skapgerð frænku minnar. Lífsgleði ásamt ómældri þrjósku og stolti hélt henni gangandi svo miklu lengur en læknar töldu líklegt. Þær misstu móður sína ungar, systurnar Ingibjörg mamma mín og Hrefna. Bróðir þeirra Einar drukkn- aði innan við tvítugt og eftir stóðu þær og afi minn, Hannes Einarsson. Hrefna, móðursystir mín, var áþreif- anlegur hluti af bernsku minni. Hún og hennar fjölskylda var nánasta fjöl- skyldan mín fyrir utan mömmu, pabba og móðurafa. Við bjuggum saman á æskuslóðum mömmu og Hrefnu á Óðinsgötunni og líf okkar var samofið. Þær voru ekkert alltaf sammála mamma og Hrefna enda ólíkar konur. En þær voru góðar systur og stóðu þétt saman þegar á reyndi í lífi þeirra beggja. Frænka mín var ákveðin kona og fór ekki í launkofa með skoðanir sín- ar. Hún var vinmörg en fjölskyldan hafði forgang. Tóti var hennar akkeri í lífinu og saman hafa þau staðið í lífs- ins ólgusjó í meira en hálfa öld. Frá því hún veiktist hefur Tóti reynst henni einstakur. Hann hefur staðið við hlið hennar sem klettur og með börnunum séð til þess að Hrefna gæti verið heima í veikindunum. Það var ánægjulegt að fylgjast með því síðustu árin þegar áhugamál þeirra Tóta og Hrefnu sameinuðust í trjáræktinni og ófáir stiklingarnir sem fóru í pott í Huldulandinu og urðu að trjám sem þau gróðursettu við fallega bústaðinn sinn. Það eru einmitt örfáar vikur síðan þau gáfu sjö ára stúlkunni minni fallegt reyni- tré sem þau vildu að hún gróðursetti og fylgdist með vaxa og dafna um ókomin ár. Frænka mín var selskapsdama fram í fingurgóma alveg frá því ég man eftir mér og fyrir nokkrum vik- um hélt hún sitt síðasta dömuboð. Þá bauð hún til sín konum í mat, konum sem hana langaði að hitta þótt hún væri orðin mjög veik. Mig grunar reyndar að þetta hafi verið kveðjuboð þótt hún hafi ekki talað um það þann- ig. Það var frábært að fylgjast með frænku minni þetta kvöld. Hún geisl- aði, búin að hafa sig til með aðstoð vinkonu og hvíla sig til að geta notið þessarar kvöldstundar í góðra vina hópi. Hún naut sín. Hún Hrefna hef- ur nefnilega alltaf verið aðalskvísan, svo elegant og smart. Þannig ætla ég að muna hana. Guð veri með ykkur elsku Tóti minn, Rannveig, Hannes og fjölskyldur og elsku mamman mín. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Hrafnhildur var sannkölluð Reykjavíkurmær. Fædd og uppalin á Óðinsgötunni sem var einn mikilvæg- asti hluti Reykjavíkur á sínum tíma. Hún var dóttir fyrsta fasteignasala höfuðborgarinnar, Hannesar Einars- sonar, sem var einn síðasti heiðurs- maður borgarinnar sem gekk dag- lega með harðkúluhatt. Hornið á Óðinsgötu og Freyjugötu var alla tíð miðpunktur tilverunnar og út frá horninu lágu allar götur og stígar heimsins í lífi Hrafnhildar. Þessi eld- hressa, skemmtilega og hlýja kona hefur nú yfirgefið þetta líf og haldið á slóðir forfeðra sinna, eftir harða bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem hafði betur í lokin. Við vorum svo lánsöm að kynnast Hrafnhildi fyrir nokkrum árum er dóttir okkar, Áslaug Svava, giftist Hannesi syni hennar. Strax við fyrstu kynni fundum við mikla vináttu og hlýju geisla út frá Hrafnhildi og Þóri eignmanni hennar, sem þróaðist í traustan vinskap og náin samskipti. Hrafnhildur var skemmtileg kona og hafði ætíð yndi af félagsskap við fólk. Hún var hláturmild og lífsgleðin end- urspeglaðist úr augum hennar. Fátt fannst henni skemmtilegra en að gefa gjafir og bjóða vinum til veislu. Ef hún sá fallega hluti þá keypti hún nokkur stykki til að gleðja vini og vandamenn. Heimili Hrafnhildar og Þóris ber þess merki að þar skiptir hver einasti hlutur máli og smekk- vísin leynir sér ekki. Þótt tíminn sem við áttum með henni hafi verið skammur þá mun hann aldrei gleymast, heldur varð- veitast í hjörtum okkar. Við kveðjum Hrafnhildi með þakklæti og djúpum söknuði nú þegar hún leggur í ferðina löngu til nýrra heimkynna. Við send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Þóris, Rannveigar, Hannesar og fjölskyldu þeirra. Megi sá sem öllu ræður varðveita minningu Hrafn- hildar Hannesdóttur. Áslaug og Jón Hákon. Ég kynntist Hrafnhildi eða Hrefnu eins og hún var kölluð í daglegu tali þegar ég var ungur strákur þegar hún bjó á Óðinsgötu 14 hér í Reykja- vík. Þá átti hún unga dóttur sem heit- ir Rannveig og stóð uppi í rúmi og neitaði að fara að sofa. Svo hitti ég hana Hrefnu þegar hún flutti í Hulduland 22 hér í borg, þá setti hún á stofn búð sem hét Bjargarbúð í Ing- ólfsstræti 6 og vann ég við að yfir- dekkja tölur og sjá um kaffið, seinna var á sama stað önnur búð sem hét Metró. Ég hef verið viðloðandi þessa fjöl- skyldu eftir að sonurinn kom í heim- inn, hann Hannes, við sátum oft og skemmtum okkur konunglega í eld- húsinu í Huldulandinu og skemmtum okkur vel. Við biðjum góðan guð að geyma hana og sendum manninum hennar, honum Tóta, og Rannveigu, Eiði, Hannesi og Áslaugu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristinn Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir. Kær vinkona mín, Hrefna, er nú farin frá okkur eftir hetjulega bar- áttu við löng og erfið veikindi. Hún var vinmörg og margir vinir og ætt- ingjar munu sakna hennar. Ég á margar ljúfar minningar frá heim- sóknum á hlýja og fallega heimilið hennar. Hvort sem ég kom á nóttu eða degi mætti mér hlýtt handtak og sönn vinátta. Hrefna var glaðlynd og sá alltaf hið spaugilega í hlutunum, svo oft var hlegið og slegið á létta strengi, en þess á milli veitti hún mér holl ráð þegar vanda bar að. Elsku Tóti, Rannveig, Eiður, Hannes, Áslaug og Imba og fjöl- skyldur. Ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur á sorgarstund og bið góðan Guð að varðveita ykkur og all- ar góðar minningar um Hrefnu. Að lokum þakka ég Hrefnu sam- fylgdina í yfir 40 ár. Hansína S. Gísladóttir. Hrefna eins og hún var venjulega kölluð er farin á annað tilverustig. Hún barðist lengi við vágestinn sem hafði á endanum vinninginn. Hún var hetja sem var ekki á því að gefast upp. Vinskapur okkar hefur staðið í fjörutíu ár. Það leið öllum vel í návist hennar. Hún var mikil heimiliskona, hún var eins og hvítur stormsveipur, allt fínt og fágað hjá henni. Og jólin hjá henni voru algert ævintýri. Hún var sannkallað jólabarn. Það var gott að fá hana í heimsókn ef maður vildi breyta til. Hún sá alltaf það sem bet- ur mátti fara. Það er mikill sjónar- sviptir að kærri vinkonu sem vildi öll- um vel. Þórir maður hennar og börnin gerðu það sem þau gátu til að létta henni lífið, einnig Ingibjörg systir hennar og fjölskylda. Ég votta þeim öllum samúð mína. Lifið heil. Björg Ísaksdóttir. Það var vitað að kveðjustund nálg- aðist en ekki svona fljótt. Dýrmætar minningar löngu liðinna ára rifjast upp. Hrefna eins og hún var alltaf kölluð var uppalin á Óðinsgötunni í Reykjavík og fór ung í sambúð með frænda mínum Þóri. Það var árið 1960 sem þau buðu mig velkomna á heimilið sitt vegna veikinda móður minnar. Fyrir litla óörugga 9 ára stúlku var það ómetanlegt að fá að til- heyra þessari fjölskyldu. Hannes fað- ir Hrefnu í húsinu fyrir neðan og leit oft eftir sínum og ósjaldan var mér boðið í mat til hans. Guðmundur og Imba systir Hrefnu á efri hæðinni og Lauga móðir Þóris í kjallaranum. Engin dyrabjalla notuð. Gestagangur var mikill, andrúmsloftið eins og í ítalskri bíómynd, hlátur og grátur, allir velkomnir, matur fyrir alla. Eld- húsið hennar Hrefnu með bláu amer- ísku húsgögnunum. Pylsur og Coka Cola var vinsælast þá. Hildur, Lallý, Hrefna Lú og Alda voru fastagestir og allar reyktu camel. Margir ballk- jólar, palíettur og pils saumuð og Imba kölluð niður til að gefa góð ráð. Hrefna var alltaf að fræða mig, t.d. um muninn á renessans- eða ró- kokkó-húsgögnum, um gæði og fág- un mávastellsins. Bing og Gröndal vörurnar, pússa silfrið og svo Kaup- mannahöfn þar var allt svo fallegt og ekta. Virðing hennar fyrir þessum hlutum sem hún hafði alist upp með og erft eftir foreldra sína sýndu mér aðra veröld. Oft hlógum við samt að þessu öllu og sérstaklega að minning- unni um það þegar við brunuðum í gegnum Siglufjörð og hún rak augun í mávastell úti í búðarglugga innan um hveiti og stígvél og þar voru sko gerð góð kaup. Hrefna mín var góður vinur enda vinamörg, stóð með sínum en var ekki allra. Hafði kynnst sorg- inni ung og átti svo auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún hafði mikinn áhuga á fólki og hvernig því vegnaði í lífinu. Þórir stóð alltaf álengdar og fylgdist grannt með, hann var öryggið hennar og vinur. Fjölskyldan á Óðinsgötunni stækkaði og þegar Rannveig og seinna Hannes bættust við var ráðist í húsbyggingu í Huldulandinu þar sem þau síðan bjuggu. Einnig var sumarbústaðurinn við Reynisvatn af- drep fjölskyldunnar í frístundum og gerðist Hrefna mikil áhugamann- eskja um trjárækt. Þann 19. ágúst 1994 var von á fyrsta barnabarninu hennar Hrefnu og það var mikil spenna í okkur þegar við hlupum upp stigann á fæðingardeildinni, í heim- inn var komin lítil stúlka, Hrefna orð- in amma á afmælisdeginum mínum. Þegar Hannes veiktist alvarlega af nýrnaveiki og allt hafði verið reynt var aldrei annað inni í myndinni hjá Hrefnu en að hún gæfi honum annað nýrað sitt. Segja má að hún hafi tvisv- ar gefið Hannesi líf. Hún og Þórir voru afar hreykin af börnunum sín- um og barnabörnunum sem öll kveðja núna með söknuði. Hugurinn er hjá þeim öllum og hjá Imbu, Boggu og fjölskyldu og vinunum öll- um sem sárt sakna. Ég þakka allan þann tíma sem ég fékk að njóta í félagsskap Hrefnu sem var mér frá upphafi sem minn nánasti aðstandandi. Guð geymi hana. Rósa Ólafsdóttir. Hrafnhildur Hannesdóttir Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín. Það var gaman að koma til þín bæði í Huldu- landið og sveitina að róla og vera í fótbolta og margt fleira. Svo gróðursettum við mörg tré saman sem eru orð- in rosa stór núna. Og grill- uðum góðan mat. Við munum alltaf elska þig. Jóhann og Þórir. Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú ert svo stór hluti af lífi mínu, ég mun aldrei gleyma þér og öllu sem við gerðum saman. Amma á alltaf eftir að eiga stóran stað í hjarta mínu. Hrafnhildur. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.