Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 23 Heilsa og lífstíll Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. ágúst. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 25. ágúst. Ásamt fullt af spennandi efni. Meðal efnis er: • Hreyfing og líkamsrækt. • Heildrænar heilsumeðferðir af ýmsu tagi. • Andleg iðkun. • Slökun og leiðir til þess að slaka á. • Ofnæmi og aðgerðir gegn því. • Heilsusamlegar uppskriftir. • Megrun - hver er skynsamlegasta leiðin. • Grænmetisfæði og annað fæði. • Mataræði barna - hvernig má bæta það. • Skaðsemi reykinga. • Góður svefn. • Fætur og skór. SAMFYLKINGIN var stofnuð til þess að bæta kjör íslenskra launþega. Hún var stofnuð til þess að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu, til þess að binda enda á rang- láta tekjuskiptingu og ójöfnuð. Flokkurinn stefndi að því að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og að mynda félagshyggju- stjórn til þess að koma þessum markmiðum sínum í framkvæmd. Þessi markmið flokksins komu skýrt fram í kosningunum 2003. Í þeim lagði Samfylkingin mikla áherslu á, að gerbreyta kvótakerf- inu og að beita fyrningarkerfi í því skyni. Flokkurinn taldi að kvóta- kerfið og það hvernig því hefði verið komið á hefði átt mjög stóran þátt í því að skapa þann ójöfnuð, sem væri í landinu. Samfylkingin lagði áfram áherslu á það í kosningunum 2007 að leiðrétta þyrfti tekjuskiptinguna en minntist ekki á kvótakerfið í því sambandi. Hins vegar lagði Sam- fylkingin því meiri áherslu á eflingu velferðarkerfisins. Segja má, að efl- ing velferðarkefisins og bætt kjör aldraðra og öryrkja hafi verið aðal- abaráttumál Samfylkingarinnar í kosningunum sl. ár. Í þessum kosningum barðist flokkurinn áfram fyrir stjórn fé- lagshyggjuflokkanna. Undirliggjandi var, að stjórnarandstaðan næði meirihluta. Það tókst ekki í kosning- unum og var þá lítið athugað með fé- lagshyggjustjórn. Ekki var t.d. kannað hvort unnt væri að mynda ríkisstjórn allra ann- arra flokka en Sjálfstæðisflokksins. Af einhverjum ástæðum var ekki eins inni í myndinni, að mynda stjórn, sem Framsókn ætti aðild að, eins og stjórn með aðild Sjálfstæð- isflokksins. Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum? Var ekki Samfylkingin stofnuð til þess að koma Sjálfstæð- isflokknum frá völdum? Eru leiðtog- ar Samfylkingarinnar eingöngu í stjórn til þess að fá að sitja í ráð- herrastólum? Eða eru það einhver stór baráttumál jafnaðarmanna, sem Samfylkingin getur komið fram í þessari stjórn? Varla er Samfylk- ingin eingöngu í þessari stjórn til þess að vinna að einhverri orkuút- rás? Þetta eru spurningar, sem koma upp í sambandi við þessa stjórnarsamvinnu. Sumir gamlir kratar rifja upp, að Alþýðuflokk- urinn átti gott stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn (viðreisnin) og sögðu, að unnt væri að endurtaka það. En þetta er ekki sambærilegt. Alþýðuflokkurinn var búinn að taka þátt í mörgum ríkisstjórnum, þegar hann myndaði ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn var búinn að mynda stjórn hinna vinnandi stétta og taka þátt í sam- steypustjórnum. Hann var búinn að sanna sig sem verkalýðs- og um- bótaflokkur, m.a. í ríkisstjórn. Sam- fylkingin átti hins vegar eftir að sanna sig sem slík. Hún hefði þurfti að fara fyrst í félagshyggjustjórn áður en hún færi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur stjórnarsamvinna Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks stað- ið í rúma 14 mánuði (29. júlí). Hverju hefur Samfylkingin komið fram? Það er ekki mikið. Sumir ráð- herrar flokksins eru að vísu ansi röskir og hafa afgreitt mál vel. Ég er t.d. ánægður með orkulög Öss- urar. En lítið fer fyrir stórum stefnumálum jafnaðarmanna. Lítum á velferðarmálin. Dregið hefur verið úr tekjutengingum vegna lífeyris aldraðra og öryrkja. Og skerðing tryggingabóta vegna tekna maka hefur verið afnumin. En leiðrétting á lífeyri aldraðra og öryrkja hefur ekki hafist. Í stjórnartíð Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks dróst lífeyrir aldraðra mikið aftur úr laun- um annarra þjóðfélagshópa. Sam- fylkingin boðaði í kosningunum að hún ætlaði að leiðrétta þetta. Sú leiðrétting hefur ekki byrjað þótt flokkurinn hafi setið þennan tíma í ríkisstjórn. Hins vegar hefur verið unnið ágætt starf í öðrum velferð- armálum svo sem í þágu barna og ungmenna, í þágu geðfatlaðra og fatlaðra. Í skattamálum miðar hægt. Gefin voru fyrirheit um verulega lækkun skatta einstaklinga. En þær ráðstaf- anir sem ákveðnar hafa verið munu hækka skattleysismörkin í 115-120 þús. á mánuði í áföngum á kjör- tímabilinu. Það er of lítið. Betur er gengið fram í því að lækka skatta fyrirtækja. Er hér fylgt sömu stefnu og í fyrri ríkisstjórn að láta það hafa forgang að lækka skatta fyrirtækja en að láta skattalækk- anir almennnings koma síðar. Hér hefur lítil sem engin stefnubreyting orðið. Ekkert hefur heldur verið gert í því stefnumáli Samfylking- arinnar að lækka skatt á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningunum sl. ár að sá skattur yrði lækkaður. Það er mikið ranglæti að skatt- leggja þennan ævisparnað lífeyr- isþega eins og hverjar aðrar at- vinnutekjur. Hin stóru stefnumál jafn- aðarmanna láta á sér standa í þess- ari ríkisstjórn. Samfylkingunni lá of mikið á að komast í stjórn, að hún gætti þess ekki að setja nægilega ströng skilyrði fyrir þátttöku í stjórninni. Þess vegna er eins og Samfylkingin verði að fara bón- arveg að Sjálfstæðisflokknum, þeg- ar hún vill leiðrétta kjör þeirra sem verst eru settir. Kjósendur láta ekki hvað sem er yfir sig ganga í þessum efnum. Kjósendur vilja framgang þeirra umbóta fyrir aldraða og ör- yrkja sem lofað var í kosningunum. Framtíð ríkisstjórnarinnar veltur á því að staðið verði við þessi loforð. Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn? Björgvin Guð- mundsson skrifar um málefni aldraðra og stöðu Samfylkingar »Kjósendur vilja framgang þeirra umbóta fyrir aldraða og öryrkja, sem lofað var í kosningunum. Framtíð ríkisstjórnarinnar velt- ur á því. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. NÝVERIÐ vakti Ingibjörg Hinriks- dóttir yfirlæknir Heyrnar- og talmeina- stöðvar athygli á að heyrnarskerðing í börnum væri greind alltof seint eða við um 5 ára aldur. Afleiðing- arnar fyrir börnin yrðu félagsleg vand- ræði og erfiðleikar í málþroska. Hún benti á að ef börn fengju heyrnartæki og/eða kuðungs- ígræðslu mætti fyrirbyggja nánast allan vanda þeirra í framtíðinni. Sjálf er ég heyrnarskert og hef ver- ið með heyrnartæki frá barnsaldri og þekki því vel heyrnarskerðingu og áhrif hennar af eigin reynslu. Ég tek undir með Ingibjörgu að það er mjög alvarlegt mál ef ekki tekst að greina heyrnarskerðingu fyrr en við 5 ára aldur. Fyrstu árin í lífi barns eru þau mikilvægustu fyrir máltöku þess og við heyrnarskerð- ingu er hún í alvarlegri hættu. Hindruð máltaka vegna heyrn- arskerðingar getur haft áhrif á allt líf barnsins og þroska þess í fram- tíðinni. Það leysir þó ekki allan vanda að börn fá heyrnartæki. Það að fá sér heyrnartæki/kuðungs- ígræðslu er ekki alveg það sama og að hafa fulla heyrn og er ekki hægt að bera t.d. saman við að fá gler- augu. Tækið magnar hljóð en það bætir ekki heyrn á tíðni sem er ekki til staðar. Heyrnin verður þannig aldrei fullkomin með tækj- um. Sama má segja um málþrosk- ann. Málþroskinn verður ekki jafn góður og hjá börnum sem hafa full- komna heyrn. Þó við fáum sér- kennslu hjá talkennara náum við ekki að bæta fullkomlega upp heyrnarskerðinguna. Einfaldlega vegna þess að við náum ekki öllum þeim upplýsingum sem eru í kring- um okkur svo sem nýyrðum, máls- háttum, orðtökum og ýmsum frös- um. Sérstaklega eru orðtök og málshættir erfiðir fyrir okkur. Við þurfum þrátt fyrir tækin eftir sem áður að nota aug- un til að bæta upp heyrnina í samskiptum við fólk, við þurfum að lesa af vörum, lesa í aðstæðurnar og jafnvel að giska. Það verður í mörgum tilvikum erfitt fyrir börnin að ná fé- lagslegum samskiptum við önnur börn í hóp þótt þau hafi heyrn- artæki af bestu gerð eða kuðungsígæðslu. Mörg heyrn- arskert börn kunna ekki leikina, sem eru í gangi, því þau ná ekki þeim reglum sem gilda í leiknum. Þau eyðileggja leikinn og heyrandi börn nenna ekki að leika við þau. Heyrnarskertu börnin verða líka fyrir því að sagt er um þau að þau séu frek bæði í leik og í sam- skiptum. Ástæðan er einfaldlega sú að samskiptareglur manna á milli eru ekki orðaðar, þær eru nokkuð sem við tileinkum okkur. Þegar um heyrnarskerðingu er að ræða fer barnið oft á mis við þessi fínlegu blæbrigði í samskiptunum. Við heyrum kannski ekki að það eru samskipti í gangi og grípum fram í fyrir þeim sem eru að tala. Við horfum á einn einstakling og sjáum að hann er ekki að hreyfa varirnar og höldum að við getum komist að. Sumum heyrnarskertum börnum gengur vel í skóla en það á ekki við öll. Í skólanum miðlar kennarinn upplýsingum til barnanna, einnig eru samskipti á milli barnanna í bekknum og frá börnum til kenn- ara. Sum heyrnarskert börn eru með hjálpartæki eins og FM– bún- að. Með honum geta þau heyrt allt sem kennarinn segir en þau heyra ekki í öðrum í bekknum. Þau hafa bara aðgang að einni rödd og ekki félagslegu samskiptunum. Ég man sjálf eftir þessu og aðrir heyrn- arskertir einstaklingar, sem ég þekki segja sömu sögu, að þeir hafi ekki náð öllu sem fram fór í skól- anum. Það krefst mikillar einbeit- ingar að reyna að ná öllu sem sagt er, maður pírir augun, spennir axlir og höfuðið er að springa af höf- uðverk. Við vöndumst á að „sætta okkur við að ná ekki öllu“. Um leið og við gerðum það eyðilögðum við sjálfsmynd okkar og sjálfsöryggi í skólanum. Við vorum óvirk innan hópsins. Sumir verða einfaldlega einmana og halda sig meðfram veggjum. Mörg heyrnarskert börn flosna upp úr skóla og gefast hrein- lega upp eftir skólaskyldu. Það er mikil vinna að fara í meira nám en það krefst vinnu og aga. Ástæðan fyrir að ég skrifa hér er að ég vil leggja áherslu á að leyfa eigi öllum heyrnarskertum börnum sem greinast í dag að verða tvítyngd með íslensku og íslenskt táknmál sem sín móðurmál. Táknmál ætti þannig að vera mál okkar heyrn- arskertra jafnt og heyrnarlausra. Við sem erum heyrnarskert erum það heppin að við getum tileinkað okkur tvö mál, það er íslensku og táknmál. Táknmálið auðveldar skólagöngu allra barna sem heyra illa en þau þurfa að kynnast því strax á máltökuskeiði. Innan tákn- málssamfélagsins eru engar hindr- anir við að læra reglur leiksins, samskiptareglurnar eða að ná öllu sem fram fer. Barnið á með því móti möguleika á að nota táknmáls- túlk við aðstæður sem það getur ekki náð raddmálinu. Þess vegna segi ég að allir heyrnarskertir eiga að læra og fá að kynnast sínu máli sem ætti að vera íslenskt táknmál og íslenska. Það er nauðsynlegt fyr- ir okkur að vera jafnvíg á bæði mál- in. Það gerir okkur miklu sterkari , sjálfsmyndina miklu betri og opnar okkur miklu fleiri möguleika. Heyrnarskerðing – Táknmál Margrét Gígja Þórðardóttir fjallar um heyrnarskerð- ingu barna »Mörg heyrnarskert börn flosna upp úr skóla og gefast hrein- lega upp eftir skóla- skyldu. Margrét Gígja Þórðardóttir Höfundur er kennslustjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.