Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnheiðurRagnarsdóttir Hafstað (f. Kvaran) fæddist í Reykjavík 23. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Droplaug- arstöðum við Snorrabraut í Reykjavík 9. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ragnar Ein- arsson Kvaran, f. 22. febrúar 1894, d. 24. ágúst 1939, og Þórunn Hannesdóttir Kvaran (f. Hafstein), f. 19. október 1895, d. 14. desember 1989. Systkini Ragnheiðar eru Einar, f. 1920, og Matthildur Bjornson, f. 1923, bæði búsett í Bandaríkjunum. Hálf- bróðir, samfeðra, var Ævar, f. 1916, d. 1994. Ragnheiður giftist 1944 Sigurði Hersteini Árnasyni Hafstað, f. 27. júlí 1916, d. 21. febrúar 2003. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Ingi- björg Kielland skrifstofustjóri, f. 1945, eiginmaður hennar er Jak- ob de Rytter Kielland, þau eru bú- sett í Noregi. Börn þeirra eru Hildur, Anne Lise, Kristen Jakob og Ragnar. 2) Ingibjörg kennslu- stjóri, f. 1947, búsett í Reykjavík, barnsfaðir hennar er Jón Guðni Kristjánsson. Dóttir þeirra er Þórunn. 3) Hildur skólastjóri, f. 1952, búsett í Reykjavík, fyrrver- andi eiginmaður hennar er Hauk- ur Arnþórsson. Þeirra dætur eru Ragnheiður og Þórkatla. 4) Ragn- ar tölvunarfræðingur, f. 1959, bú- settur í Reykjavík, eiginkona hans er Þórdís Úlfarsdóttir. Þeirra sonur er Völundur. 5) Sigríður kennari, f. 1961, búsett í Mosfells- sveit, fyrrverandi eiginmaður hennar er Gústav Þór Stolzen- wald. Þeirra börn eru Sigurður og Steinunn. 6) Árni svæfinga- læknir, f. 1961, búsettur í Eng- landi, eiginkona hans er Uloma Hafstað (f. Ijioma). Þeirra börn eru Kelechi Anna og Hannes Samuel. Barnabarnabörn Ragn- sér eiginlegt starf eftir að þau Sig- urður tóku saman, nema á árun- um frá 1951-1960. Þá ráku þau saman lögfræðistofu og fasteigna- sölu og hvíldi sá rekstur ekki síst á herðum hennar. Eiginkona sendi- fulltrúa Íslands erlendis hafði viðamiklu hlutverki að gegna. Ragnheiður hélt boð og matar- veislur og tók á móti gestum, hún sótti viðburði meðal Íslendinga er- lendis og opinbera viðburði á veg- um stjórnvalda sem fulltrúi þjóðar sinnar. Ragnheiður sinnti stóru heimili sem jafnframt var opið öll- um Íslendingum, bæði ferðamönn- um og þeim sem búsettir voru er- lendis og var gestrisni þeirra hjóna og lítillæti rómað, einkum gagnvart íslenskum stúdentum. Á nánast hverju kvöldi meðan þau Sigurður bjuggu erlendis hélt hún löndum sínum matarboð, oftast ótilteknum fjölda, sem kom með Sigurði frá sendiráðinu eða sótti þau hjónin heim með litlum fyr- irvara. Þau hjónin voru samstiga í hlutverki sínu í þágu þjóðarinnar. Þau voru oft athvarf einstaklinga sem leituðu ráða og margir leit- uðu sérstaklega til Ragnheiðar. Ragnheiður og Sigurður létu sig listir og menningu miklu varða. Þau voru í vinfengi við marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar og studdu þá í orði og verki, lásu yfir fyrir mörg skáld og hvöttu þau til dáða. Stjórnmál voru einnig eitt helsta áhugamál þeirra. Þau kynntust öllum helstu stjórnmálastefnum síðustu aldar og lifðu og hrærðust í átökum þeirra. Ragnheiður fylgdist vel með allt til síðasta dags. Hún hélt tengslum sínum við Vesturheim við og hún fylgdist með banda- rískum fjölmiðlum allt sitt líf, nú síðast einkum í sjónvarpi. Frá 1986 bjuggu þau hjónin í Vesturbænum í Reykjavík og nutu samvista við vini sína og afkom- endur. Þeim leið vel í Reykjavík samtímans og urðu þessi 22 ár lengsti samfelldi tími hennar á Ís- landi og lifði Sigurður að vera með henni í 17 ár, en hún bjó ein síðustu fimm árin. Útför Ragnheiðar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. heiðar eru átta og af- komendur 26 alls. Fjölskylda Ragn- heiðar fluttist til Winnipeg þegar hún var fjögurra ára. Ragnar starfaði þar sem prestur, en hann átti þar rætur. Heim komu þau 1933 og Ragnar varð fljót- lega virkur í menn- ingarlífi Reykjavík- ur, einkum í leiklist. Árið 1936 varð hann landkynnir hjá ferðamálayfirvöldum. Hann dó haustið 1939 og varð við það mikil breyting á högum fjölskyldunnar. Þá réð Þórunn sig til starfa hjá Hafnarskrifstofunni í Reykjavík og vann þar síðan. Ragnheiður varð stúdent frá MR 1938, þá tæp- lega 19 ára og hafði hún lesið 5. bekk utan skóla sumarið 1937. Á næstu árum starfaði hún fyrir Landsímann og studdi móður sína við rekstur heimilis og við skóla- göngu yngri systkina sinna. Þór- unn bjó í sambýli við eða hjá Ragnheiði og Sigurði í ellinni. Þau Sigurður stofnuðu heimili árið 1944, þá hafði hann nýlokið lög- og viðskiptafræðinámi og um haustið hóf hann störf hjá utanrík- isráðuneytinu og starfaði þar jafn- an síðan, sem sendiráðunautur, sendifulltrúi og loks sendiherra. Þau fluttust til Stokkhólms haust- ið 1945 þar sem Sigurður tók við stöðu og þaðan til Moskvu vorið 1947 og komu aftur til Stokk- hólms í upphafi árs 1951. Það ár fluttu þau heim þar sem Sigurður starfaði í utanríkisráðuneytinu og sem forsetaritari. Sumarið 1960 fluttust þau til Ósló, til Parísar 1965 og aftur til Moskvu haustið 1969. Þau fluttust til Ósló haustið 1974 og starfaði Sigurður þar þangað til hann fór á eftirlaun og þau komu alkomin heim sumarið 1986. Ævistarf hans varð með nokkr- um hætti einnig ævistarf Ragn- heiðar. Ragnheiður tók ekki að Það ríkir sorg og eftirsjá þegar fyrrverandi tengdamóðir mín, Ragnheiður Hafstað, yfirgefur sviðið. Hún fæddist eftir lok fyrri heims- styrjaldarinnar, ólst upp í menn- ingu millistríðsáranna og fagnaði sigri lýðræðisins og skynseminnar í Vestur-Evrópu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var af fyrstu kynslóð Íslendinga sem fylgdist í daglega lífinu með alþjóð- legum menningarviðburðum. Á þeim árum sáu Íslendingar allar helstu kvikmyndir, hið nýja list- form varð hluti af kynslóð hennar og hún var á milli Vivien Leigh og Elizabeth Taylor í aldri. En skáldin voru einnig stjörnur hennar tíma, þau tóku virkan þátt í þróun sam- félaga sinna. Einar afi hennar hafði verið orðaður við nóbelsverðlaunin. Á uppvaxtarárum Ragnheiðar þroskaðist líka leiklist á Íslandi, með þátttöku hennar nánustu, myndlist og tónlist og allt var þetta hluti af lífi hennar. Ragnheiður kynntist ástinni und- ir miðjan fimmta áratuginn og þau Sigurður Hafstað áttu eftir að vera ástfangin í marga áratugi, uns yfir lauk. Þau voru alltaf merkisberar ástar og fegurðar, þau voru sjálf glæsileg eins og Hollywood-leikar- ar og þau unnu fegurð menningar, lista og lífsins sjálfs. Þau voru sér- staklega vel lesin í bókmenntum og skáld og listamenn voru meðal helstu vina þeirra. Þau voru lífs- nautnafólk. Ragnheiður og Sigurð- ur voru íslenskir heimsborgarar og fulltrúar margra bestu gilda síð- ustu aldar. Meðal þeirra var virðing fyrir mönnunum og réttindum þeirra í hávegum höfð eftir að Evr- ópumenn höfðu tekist á við kyn- þáttahyggju og mismunun. Þau voru lítillát og umburðarlynd við samferðamenn sína og fóru ekki í manngreinarálit. Ragnheiður kynntist kommún- isma og uppreisnum. Hún kynntist stalínismanum í Moskvu um miðjan fimmta áratuginn og Brésnev-tíma- bilinu um 1970, sem var gullöld sov- étskipulagsins. Hún var í París vor- ið 1968 og íslensku stúdentarnir voru heimagangar hjá henni. Í Ósló gerðu íslenskir stúdentar uppreisn og héldu Sigurði manni hennar föngnum í sendiráði Íslands. Börn- in hennar og vinir þeirra, sem voru mikið á heimili hennar, áttu eftir að aðhyllast róttækni og kommún- isma, sem náði til alls hins vestræna heims eftir 1968 og stóð fram yfir 1980. Ragnheiður hóf sig yfir stóru hugmyndakerfin. Hún hafði ung kynnst spíritisma á heimili afa síns og hún var þess albúin að takast á við kommúnismann eða hvað annað þröngt hugmyndakerfi. Hjá Ragn- heiði voru það æðri gildi varðandi manninn sjálfan sem skiptu máli, skynsemi hans, vilji og sjálfræði. Hún nálgaðist viðmælendur sína af hlýhug og þó einkum með virðingu fyrir hverjum og einum. Ég mun minnast hennar þannig, við eldhúsborðið eða í stofunni, með café olé í skál milli handanna og það er kyrrt og bjart yfir samræðunni. Efinn hefur hopað, í lífinu eru margir valkostir, þá má vega og meta og við erum frjáls í vali okkar. Heiminum er stjórnað af skynsemi og velvilja og lífið er jafnvel gott. Ég þakka Ragnheiði fyrir hin góðu kynni og fyrir vinsemd hennar og traust til mín og ég votta börn- um hennar og öðrum aðstandend- um samúð mína. Haukur Arnþórsson. Það er dýrmætt að hafa átt þess kost að umgangast og þekkja Ragn- heiði „frænku mína“ Hafstað. Ég kynntist henni fyrst fyrir alvöru í Ósló á miðjum áttunda áratug síð- ustu aldar og vandist þar á að kalla hana frænku þó að samkvæmt ís- lenskri málvenju sé það ekki rétt. Maðurinn hennar Sigurður Hafstað eða Siggi frændi var móðurbróðir minn og hún því samkvæmt norskri málvenju frænka mín. Það var mjúk lending fyrir unga, óreynda sveitastúlkuna að fá að búa fyrsta árið í Osló undir verndar- væng þeirra hjóna á meðan tekist var á við nýtt tungumál, háskóla- nám og yfirhöfuð að vera fullorðin. Þá var ekki dónalegt að fá að njóta af reynslu- og viskubrunni þeirra, ekki síst Ragnheiðar. Hún hafði al- ist upp í Kanada, varð stúdent frá MR 1948 og kynntist Sigga frænda þar. Hann var mikill sjarmör, bóndasonur úr Skagafirði sem kunni að boxa en líka öll bestu ljóð- in sem samin hafa verið á íslensku. Þau fóru ung í utanríkisþjónustuna og kynntust framandi menningu og öðruvísi lífi en á Íslandi. En það var ekki bara lærdómsríkt að kynnast spennandi lífshlaupi Ragnheiðar heldur var það upplifun fyrir mig að umgangast náið fullorðna mann- eskju sem sýndi áhuga á því sem ég var að fást við og var uppörvandi og jákvæð. Þarna kynntist ég líka lífi fólks sem starfar í utanríkisþjón- ustunni og komst að því að það er ekki bara sælan ein. Sendiráðsfólk þarf stöðugt að vera á vaktinni, taka á móti alls konar fólki á heimili sínu og rífa sig upp úr einu landinu í annað á nokkurra ára fresti. Þetta líf er ekki síst krefjandi fyrir maka diplómatans sem hefur það hlut- verk að vera bakhjarlinn, reka heimilið og sinna börnunum. Það er meira en að segja það að ala önn fyrir sex börnum, aðlaga þau marg- sinnis nýju landi og koma þeim til manns og á sama tíma vera fyrir- myndar sendiráðsfrú. En þetta lék allt í höndunum á Ragnheiði. Ég sé hana ennþá fyrir mér taka fagnandi á móti gestum, spjalla í rólegheit- unum við þá inni í stofu, skreppa síðan fram í eldhús og fyrr en varir er dýrindis máltíð til reiðu í borð- stofunni. Hún var skipulögð og praktísk fram í fingurgóma. Oft hef ég hugsað hversu erfitt það hlýtur að hafa verið fyrir Ragn- heiði þegar yngstu börnin fluttu heim til Íslands, þá unglingar að aldri, á meðan þau hjónin stóðu vaktina saman síðustu árin í útlegð- inni í Noregi. En með góðri hjálp eldri dætranna og samstöðu fjöl- skyldunnar gekk þetta allt vel. Eft- ir að Siggi og Ragnheiður fluttu al- komin heim naut Ragnheiður þess út í ystu æsar að fá að vera með fólkinu sínu, börnum sem eru hvert öðru frábærara og barnabörnum sem bættust í hópinn. Ég hafði líka mikla ánægju af því að heimsækja hana á Aragötu, skiptast á fréttum af fjölskyldunum okkar, ræða um heimsmálin og bera saman bæk- urnar sem við vorum að lesa. Að leiðarlokum er ég bæði þakk- lát og stolt yfir því að hafa átt Ragnheiði frænku sem góða vin- konu og sálufélaga. Hennar verður sárt saknað á meðan minningin um gáfaða, víðsýna og góða konu með leiftrandi brosmildu augun sín mun lifa með okkur sem eftir stöndum. Steinunn Hjartardóttir. Heimili Ragnheiðar Kvaran og Sigurðar Hafstað í útlöndum var einhvers konar mótpóll heimilis míns á Tjörn. Heimilin líktust tveimur samlífisverum í náttúrunni sem lifa hvor annarri til hagsbóta, í því sem vísindin nefna symbíósa. Tvær barnmargar fjölskyldur. Við Tjörnungar vorum víst einhvers konar tenging þeirra við ættjörðina og sveitina, þau hjónin sendu börn sín til okkar til sumardvalar. Hús þeirra var okkur aftur tenging við umheiminn. Þaðan bárust fréttir, straumar og áhrif, svo að Ósló, Par- ís og Moskva komu blaðskellandi til okkar út á tún. Og húsið stóð okkur opið, og opnaði okkur dyr út í heim- inn. A.m.k. fimm af okkur systk- inunum bjuggu í húsi þeirra um lengri eða skemmri tíma. Heimilin tvö voru eins og Snæfellsjökull og Vesúvíus – með göngin á milli. Ragnheiður var gift Sigurði móð- urbróður mínum. Diplómatalíf þeirra bauð upp á margt spennandi en það var henni ekki alltaf auðvelt, heimilið þungt, börnin sex og fátt auðveldara diplómatabörnum en einangrast frá landi og þjóð og tvístrast án rótartengsla við upp- runa sinn. Seinasta útivist þeirra hjóna stóð hátt á þriðja áratug og þau tóku þann erfiða kost að senda yngri börnin heim á unglingsaldri. Sigurður frændi gat auk þess verið kenjóttur og konu sinni ekki alltaf auðveldur. En vegna einstakrar lip- urmennsku hennar var útkoman samt sú að hjónin voru fádæma samhent. Þau voru félagar svo hreinlega er erfitt að tala um annað þeirra án þess að nefna hitt um leið. Og fjölskyldan hélt saman gegnum þykkt og þunnt, við aðstæður sem voru allt annað en fjölskylduvænar. Ragnheiður og Sigurður voru stórhöfðingjar þó ekki söfnuðu þau auði. Hús þeirra var opið í óvenju bókstaflegri merkingu. Einkum var það athvarf Íslendingum á erlendri grund. Greiðasemin var ekki bund- in við frændsemina. Hjónin vildu allra manna götu greiða. Heimilið var segull sem dró að sér fólk. Ragnheiður hafði náðargáfu í mat- argerð og í stofu hennar ríkti fjör og frjálslegur andi. Hún tók á móti gestum með miklum elegans, tók fullan þátt í samræðum um fjöl- breytilegustu hugðarefni, svo sem samfélagsmál, bókmenntir og sögu. Svo brá hún sér litla stund fram í eldhús og innan skamms var dýrð- leg veisla komin á borð. Þetta var list. Ragnheiður var húsmóðir, sex barna móðir og eiginkona sendi- fulltrúans. Öll þessi erilsömu kven- hlutverk rækti hún með glæsibrag og yfirburðum. En hún var líka önnur kona. Kona með hugmyndir um aðra stöðu kvenna en þau hefð- bundnu hlutverk sem hún rækti svo glæsilega. Kona sem las bækur á nóttunni þegar aðrir voru sofnaðir. Kona með ákveðnar og framsækn- ar skoðanir sem hún lét óhikað í ljós. Sterk persóna sem hafði áhrif á þá sem kynntust henni. Hún lét sér annt um náungann, vildi bæta samfélagið, var réttsýn og hafði óbeit á öllu því sem rangt er og ljótt. Hún hafði skarpa greind og hjarta sem var heitt og umfram allt örlátt. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að fá að kynnast henni, njóta hins mikla örlætis og hollra áhrifa. Þórarinn Hjartarson. Þegar ég var að alast upp og reyndar löngu eftir það líka var allt- af einhver dýrðarljómi í kringum fjölskyldu Ragnheiðar og Sigurðar Hafstað eða Sigga frænda eins og hann var ævinlega kallaður. Hann vann í utanríkisþjónustunni og mestallan starfsaldur hans bjó fjöl- skyldan erlendis; fyrst í Stokk- hólmi, síðan í Moskvu á Stalínstím- anum, þá í Osló og París, síðan aftur í Moskvu á valdatíma Brés- néffs og að lokum aftur í Ósló. Það var því ekki að undra að slíkt líf væri spennandi í augum okkar hinna sem ólumst upp á Íslandi í þá daga og hleyptum ekki heimdrag- anum fyrr en um eða eftir tvítugt. Ragnheiður og Sigurður voru ís- lenskir heimsborgarar af bestu gerð. Þau voru ekki fólk sem lét sér nægja að hafa lágmarkssamskipti við heimamenn á hverjum stað, heldur kynntust þau fólki vel. Þau höfðu gaman af því að hafa annað fólk í kringum sig, gerðu sér far um að kunna skil á menningu og siðum á hverjum stað og eignuðust góða vini og kunningja í þeim löndum þar sem þau bjuggu. Tengslin við Ís- land og upprunann voru þó alltaf mjög sterk, sem sést ef til vill best á því að þótt börn þeirra hafi nánast alla sína skólagöngu verið erlendis og hafi þurft að læra mörg ólík tungumál, þá kunna þau samt betri íslensku en almennt gengur og ger- ist og settust reyndar flestöll að á Íslandi þegar þau uxu úr grasi. Ragnheiður var afar glæsileg kona á sínum yngri árum eins og hún átti kyn til, dótturdóttir Hann- esar Hafstein, en hún var ekki að- eins glæsileg heldur einnig frábær- lega greind og minnug. Hún virtist óskeikul varðandi það sem hún hafði lesið eða heyrt, mundi það bókstaflega allt saman. Ef mann greindi á við hana um eitthvert at- riði gat maður verið viss um að hún var sú sem hafði rétt fyrir sér. Hún var málamanneskja, óvenjulega vel lesin í íslenskum og erlendum bók- menntum og fylgdist auk þess ótrú- lega vel með stjórnmálum líðandi stundar og ég veit að þekking henn- ar á þessum málum skipti ekki litlu máli fyrir starf Sigurðar og þar með utanríkisþjónustu Íslands. Ragnheiður og Sigurður voru hvarvetna þekkt fyrir að aðstoða þá sem leituðu til þeirra í vandræðum sínum, og þeir voru margir sem til þeirra leituðu. Þeirra verður ævin- lega minnst fyrir fádæma gestrisni, heimili þeirra stóð öllum opið og ekki síst voru það íslenskir náms- menn erlendis sem nutu góðs af gestrisni þeirra. Einhverjum þætti það eflaust nóg starf að eignast og koma upp sex börnum, þótt ekki væri einnig stöðugur gestagangur, en í þeirra húsi var öllum gestum vel tekið. Ég tala fyrir munn margra þegar ég nú að loknu ævi- skeiði Ragnheiðar þakka fyrir mig. Ég mun ævinlega minnast hennar með virðingu og hlýju. Kolbeinn. Elsku Ragnheiður. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hefur sýnt mér allar þínar góðu hliðar. Allt það sem prýðir góða mann- eskju. Ást, þolinmæði, blíðu, hlýju, greind, glaðlyndi, gáfur, umburðar- lyndi, æðruleysi, gjafmildi, rausn- arskap, staðfestu, lífsskoðanir þín- ar, fróðleik þinn og þekkingu. Þú hefur kennt mér margt til að takast á við lífið. Megir þú hvíla sátt og ánægð með þitt ríka æviskeið. Þinn Jón Árnason. Ragnheiður Hafstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.