Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI STARFSEMI Þjóðræknis- félags Íslendinga hefur blómstr- að undanfarin misseri og segir Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, að staða félagsins sé mjög góð og framtíðin björt. Á undanförnum árum hefur vaxtarbroddurinn verið í Snorraverkefninu. „Ég fullyrði að verkefnið hefur skipt sköpum í endurnýjun á samskiptum milli Íslands og afkomenda landnem- anna í Vesturheimi,“ segir Al- mar. „Unga fólkið, sem lokið hefur verkefninu, hefur komið sem ferskur blær inn í starf þjóðræknisfélaga vestra og hér heima.“ Almar segir að félagið hafi lagt metnað í að bjóða upp á ferðir á slóðir íslensku innflytj- endanna í Vesturheimi til að al- menningur geti séð þær með eigin augum og hitt fólk af ís- lenskum ættum. „Þá viljum við einnig auka skipulagðar ferðir að vestan hingað heim í sam- vinnu við Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Menningarsamskipti ÞFÍ hefur lagt áherslu á menningarsamskipti og fylgt þannig eftir öflugu starfi að- alræðismannsskrifstofunnar í Winnipeg. Í því sambandi bend- ir Almar á að Óperukór Hafn- arfjarðar leggi upp í mikla ferð til Ontario í byrjun október og mikill áhugi sé á því að fá Björg- vin Halldórsson til að koma fram á árlegri tónlistarhátíð í Minot, Norður-Dakóta og víðar. steinthor@mbl.is Blómleg starfsemi og brú byggð Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, segir að Snorraverkefnið hafi skipt sköp- um í endurnýjun á samskiptum milli Íslands og afkomenda landnemanna í Vesturheimi Í HNOTSKURN » Ársþing Þjóðræknis-félags Íslendinga, ÞFÍ, verður haldið í tengslum við Akureyrarvöku 2008. Það verður í safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju og hefst klukkan 13 laugardaginn 30. ágúst. » Þingið er haldið á Ak-ureyri til þess að heiðra minningu forgöngumanna eins og Árna Bjarnarsonar. » ÞFÍ var endurvakið fyrir11 árum og síðan hefur ársþingið alltaf verið í Reykjavík. Morgunblaðið/Steinþór Gjöf Almar Grímsson færði fyrir skömmu Safni íslenskrar menningar- arfleifðar á Nýja-Íslandi söfnunarfé frá Íslandi til minningar um Stefan J. Stefanson og tók Tammy Axelsson, forstöðumaður safnsins, við því. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞESSI hópur var frábær og sum- arið æðislegt,“ segir Wanda And- erson, verkefnisstjóri Snorra vestur um verkefnið í Manitoba sumar. Í átta ár hefur hún staðið í stafni og skipulagt verkefnið og í átta sumur hafa viðbrögðin alltaf verið á sama veg: Æðislegt, frábært. Vinátta í þrjá áratugi Það er í þessu eins og öðru að ekk- ert gerist af sjálfu sér. Wanda hefur helgað sig þessu verkefni og það fer ekki á milli mála að það skiptir hana mjög miklu máli. „Vináttan sem skapast milli krakkanna og milli okk- ar og þeirra er aðalatriðið,“ segir hún og leggur mikla áherslu á orðið vin- átta. Í því sambandi rifjar hún upp að hún hafi kynnst Helgu Guðmunds- dóttur frá Íslandi í skóla á Gimli vet- urinn 1975 til 1976. Þær hafi strax orðið mjög góðar vinkonur og sú vin- átta hafi haldist alla tíð síðan. Hún hafi fyrst farið til Íslands 1979 til þess að heimsækja Helgu og þær hafi tekið hús hvor á annarri í þrjá áratugi. „Þessi vinátta er ástæða þess hvað Snorraverkefnið er mér kært.“ Snorra vestur verkefnið byrjaði sumarið 2001 með þátttöku tveggja stúlkna. Sumarið eftir tóku fjórar stúlkur þátt í verkefninu og fimm sumarið 2003. 2004 voru krakkarnir átta og fyrsti strákurinn var í hópn- um. Næstu sumur var þátttakan áfram takmörkuð við átta manns en auk þess fóru tvær stúlkur á sam- bærilegt námskeið í Ontario í fyrra. Í sumar voru strákar í meirihluta í fyrsta sinn, þrír á móti einni stúlku. „Íbúar á Nýja Íslandi hafa tekið verkefninu opnum örmum,“ segir Wanda og vísar til þess að auðvelt hafi verið að finna fjölskyldur til þess að taka á móti krökkunum og „ætt- leiða“ þá í nokkrar vikur eða til þess að vinna við þetta sex vikna verkefni á annan hátt. „Við erum almennt mjög hreykin af íslenska uppruna okkar og okkur finnst mjög gefandi að taka þátt í þessu verkefni,“ segir hún. Tímanum vel varið Wanda segir að það standi upp á sína kynslóð að taka við keflinu, við- halda og styrkja tengslin milli Kan- ada og Íslands. „Ég hef varið miklum tíma í Snorraverkefnið en þeim tíma hefur verið vel varið og hann hefur gefið mér mikið. Ég hef verið verk- efnisstjóri í átta ár og á þessum tíma hef ég kynnst ótrúlega góðum ís- lenskum ungmennum. Þessir ungu krakkar hafa náð að mynda sterk tengsl við íbúa í Nýja Íslandi og hald- ið áfram að styrkja þau að námskeið- inu loknu. Það besta við starfið er að vera hluti af þessari miklu vináttu.“ Morgunblaðið/Steinþór Góður hópur Þátttakendur í verkefninu í sumar tóku þátt í Íslendingadagshátíðinni á Gimli. Frá vinstri: Gunnar Örn Arnarson frá Hellissandi, Sindri Snær Þorsteinsson frá Höfn, Karlotta Helgadóttir frá Reykjavík, Snorri Elís Halldórsson frá Laugarvatni og Wanda Anderson. Vináttan skiptir mestu Wanda Anderson í Riverton hefur verið í góðu sambandi við íslenska skólasystur í rúma þrjá áratugi og hefur verið verkefnisstjóri Snorra vestur frá byrjun FJÖLMARGIR gestir frá Vestur- heimi verða á Þjóðræknisþinginu á Akureyri 30. ágúst. Sérstakir gestir að vestan eru Janis Johnson, öldungadeildar- þingmaður í Kanada, Peter Bjorn- son, menntamálaráðherra Manitoba, Gerald Farthing ráðuneytisstjóri, Tammy Axelsson, bæjarstjóri Gimli, aðalræðismannshjónin í Winnipeg, Þrúður Helgadóttir og Atli Ás- mundsson, dr. Jon Blondal Johnson, fjárfestir frá Vancouver, Wanda Anderson, verkefnisstjóri Snorra vestur, Ernest Stefanson lyfjafræð- ingur og kona hans Claire Gillis frá Gimli auk Magnusar Olafson, bónda í Norður-Dakóta. Þá verða 15 kan- adískir og bandarískir þátttakendur af íslenskum ættum í verkefninu Snorra plús á meðal gesta og Anna Blauveldt, sendiherra Kanada á Ís- landi, auk þess sem sveitarstjórn- armönnum og þingmönnum kjör- dæmisins hefur verið boðið. Á dagskrá þingsins verða meðal annars ávörp ráðherra, Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri, og Atla Ásmundssonar. Flutt verður minni Árna Bjarnar- sonar, sagt frá starfsemi Vestur- farasetursins á Hofsósi og greint frá 10 ára starfi Snorraverkefnisins. Listamenn á vegum núnanow Hljómlistarmennirnir Jaxon Hald- ane og Chris Saywell úr hljómsveit- inni DRangers (www.drangers.ca) eru báðir af íslenskum ættum í Mani- toba og koma til landsins í tengslum við þingið. Þeir spila á Hressó í Reykjavík og tvisvar á Akureyri. Freya Bjorg Olafson, dansari og myndlistarmaður frá Winnipeg, kemur líka fram á Akureyri og í Reykjavík, en þetta listafólk hefur m.a. tekið þátt í núnanow, listahátíð ungs fólks í Winnipeg, og kemur á hennar vegum að frumkvæði ræð- ismannsskrifstofunnar í Winnipeg. steinthor@mbl.is Ráðamenn og listamenn að vestan Morgunblaðið/Steinþór Þingkonur Janis Johnson og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra hittust á Íslendinga- dagshátíðinni á Gimli. „Þetta hefur verið stórt og mikið ævintýri,“ segir Gunnar Örn Arn- arson frá Hellissandi um Snorra vestur verkefnið í sumar. Að þessu sinni tóku fjögur ungmenni þátt í verkefninu í Manitoba; Gunnar, Sindri Snær Þorsteinsson frá Höfn í Horna- firði, Karlotta Helgadóttir frá Reykjavík og Snorri Elís Hall- dórsson. Gunnar Örn segir að föð- ursystir sín hafi bent sér á verk- efnið og hann sjái ekki eftir því að hafa sótt um. Verkefnið hafi samanstaðið af mjög fjölbreyttri dagskrá og því sé erfitt að draga eitthvað út úr. Fyrstu tvær vik- urnar hafi einkennst af stífri dag- skrá og miklum ferðalögum og það hafi verið mikil upplifun að heimsækja þinghúsið í Winnipeg. „Þetta er svakalega mikil lífs- reynsla,“ segir Gunnar Örn. Hann hafi bætt enskuna, kynnst frá- bæru fólki og eignast nýja fjöl- skyldu, en síðustu fjórar vikurnar bjó hann hjá Marie og Sveini Arn- björnssyni á Gimli. „Þetta er í einu orði sagt frábært.“ Stórt og mikið ævintýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.