Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 2008 15 ERLENT Tækifæri á Indlandi HEIMSÓKN VIÐSKIPTAFULLTRÚA VIÐ SENDIRÁÐ ÍSLANDS Á INDLANDI Borgartún 35 105 Reykjavík sími 511 4000 www.utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA • 8 1 5 9 7 Viðskiptatækifæri á Indlandi -fyrir ferða- og upplýsingatæknifyrirtæki. Miðvikudagurinn 27. ágúst. Kl. 08:15 – 09:30 í Borgartúni 35. Útflutningsráð heldur morgunverðarfund með Anshul Jain, viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Nýju Delí, og Jóhanni Kristjánssyni, athafnamanni. Fundurinn er ætlaður öllum sem vilja fræðast nánar um þennan nýja markað eða hafa hug á að stunda viðskipti þar. Þeir sem hafa hug á að skrá sig á kynninguna eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða í gegnum netfangið: utflutningsrad@utflutningsrad.is. Auk Indlands eru umdæmislönd sendiráðsins Bangladess, Indónesía, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal, Seychelleseyjar, Singapúr og Sri Lanka. Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is. FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞUNGT hljóð er í sauðfjárbændum og telja þeir framtíðarhorfur grein- arinnar slæmar. Þeir segja að hækk- un á afurðaverði sem sláturleyfishaf- ar boða nægi engan veginn til að vega upp hækkanir sem orðið hafa á til- kostnaði. Margir bændur munu hug- leiða að bregða búi ef ástandið batnar ekki. Sláturleyfishafar telja sig á hinn bóginn ekki hafa svigrúm til að hækka afurðaverð á lambakjöti. Hár vaxtakostnaður geri birgðahald ákaf- lega dýrt og eins muni markaðurinn ekki kyngja því að lambakjöt hækki langt umfram aðrar kjöttegundir. Þungt hljóð í bændum Sauðfjárbændur sem rætt var við bentu m.a. á að hækkunin á af- urðaverði dugi bara fyrir áburð- arhækkun í vor. Þá sé eftir hækkun á olíu, fjármagnskostnaði, verðbólgan o.fl. Þeir sögðu ástandið „skelfilegt“ og að bændur haldi að sér höndum við stækkun búa og framkvæmdir. Margir hugleiði að hætta sauð- fjárbúskap. Þeir hætti ekki í haust, enda búnir að heyja, en ef áburður hækkar enn frekar þá muni margir ákveða næsta vor að skera hjarðir sínar næsta haust. Ásmundur E. Daðason, bóndi á Lambeyrum í Dölum og formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu, var með 1.150–1.200 fjár á fóðrum í fyrravetur. Hann sagði að af- urðaverðið muni ráða því hvað hann setur mikið á í vetur. „Það er mjög þungt hljóð í mönnum og rekstr- arforsendur algjörlega brostnar hjá mjög mörgum. Ég held að menn verði að setjast yfir þetta dæmi og finna lausn ef ekki á illa að fara,“ sagði Ásmundur. Hann undrast að þróun af- urðaverðs kindakjöts hér skuli ekki vera í takt við það sem gerist í ná- grannalöndum. Hann segir að fari sem horfir verði minna borgað fyrir kindakjöt hér en í löndum í kringum okkur. Þá finnst honum að lítil sam- keppni ríki á milli sláturleyfishafa. Olíukostnaður hár Erlendur Ingvarsson tók við búi á Skarði í Landssveit árið 2004. Hann var með um 1.100 fjár á fóðrum í vet- ur. Erlendur segir að áburðarsalar telji að áburður geti hækkað um allt að 50%, frá verðinu á liðnum vetri. Hann sagði að olían sem hann notaði við heyskapinn í sumar hafi kostað jafn mikið og öll olíunotkun búsins í fyrra. Sindri Sigurjónsson, bóndi í Bakkakoti í Borgarbyggð og stjórn- armaður í LS, sagði það sérstakt í viðskiptum að framleiðendur og selj- endur þurfi að sætta sig við að kaup- andinn ákveði verð vörunnar, líkt og gildir í samskiptum sauðfjárbænda og sláturleyfishafa. „Það er búið að verja hundruðum milljóna í hagræðingu og úreldingu í þessari grein og kominn tími til að þessi fyrirtæki standi með bænd- unum. Flest þessara stóru sláturhúsa skiluðu góðri afkomu í fyrra,“ sagði Sindri. Hann er með 750 fjár á vetr- arfóðrum. Hann kveðst ætla að reyna að þrauka í von um betri tíð, þótt hann viti af mörgum bændum sem hugleiða að hætta. Kjartan Jónsson, bóndi á Dunki í Dalasýslu, er með 600–700 vetrar- fóðraðar kindur. Hann er búinn að heyja og ætlar ekki að skera hjörðina í haust en telur að hann hætti búskap ef ástandið batnar ekki. Kjartan benti á þann möguleika varðandi útflutn- ingsskylduna að fá skip til að flytja féð út á fæti, enda sé greitt gott verð fyrir lambakjöt í nágrannalöndum. „Þetta var gert á 19. öldinni og það hljóta að vera komin betri flutn- ingaskip í dag,“ sagði Kjartan. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu hefur boðað til fundar í Dalabúð á miðvikudaginn kemur til að ræða ástandið í sauðfjárbúskap. Þar mæta m.a. formaður Bændasamtakanna, formaður LS og eins fulltrúi slátur- leyfishafa. Meira greitt í nágrannalöndum Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri LS, skoðaði verð á lambakjöti í heilum skrokkum í nokkrum löndum í síðustu viku og er miðað við gengi krónunnar þá. Í Bandaríkjunum er annað gæða- matskerfi en hér og kjötið selt á upp- boðsmörkuðum. Þar kostaði lamba- kjöt 425 kr./kg á helstu mörkuðum samkvæmt vikusamantekt. Í Bret- landi er kjöt einnig selt á uppboðs- mörkuðum en notað sama gæðakerfi og hér. Samkvæmt vikusamantekt á breskum uppboðsmörkuðum kostaði kjöt í R3, sem er algengasti gæða- flokkurinn hér, 417 kr./kg. Í Dan- mörku var lambakjöt í R3 á 485 kr./ kg samkvæmt verðlista og skv. verð- lista Nordtura í Noregi kostaði lambakjöt í flokki R3 litlar 624 kr./kg. Útflutningsverð Norðlenska er 305 kr./kg og Fjallalambs 306 kr./kg. Sigurður taldi líklegt að þetta væri í fyrsta sinn sem verð á lambakjöti í þessum löndum er sambærilegt eða hærra en á Íslandi. Hagræðing hefur skilað sér Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa og framkvæmdastjóri SAH Afurða ehf., sagði alveg ljóst að hagræðing í slát- urhúsum hafi skilað sér til bænda. „Af afkomutölum sláturleyfishafa á síðustu árum sést að þeir eru ekki að taka hagræðinguna til sín,“ sagði Sig- urður. „Hlutur bænda í heild- söluverði lambakjöts hjá SAH Afurð- um hefur stækkað. Mér sýnist í dag að bændur fái um 66% af heild- söluverðinu en fyrir þremur árum var hlutur þeirra um eða undir 60%.“ Sigurður sagði dilkakjöt hafa hækkað langmest allra kjöttegunda til bænda síðustu 2–3 árin eða um ná- lægt 20%. Á sama tíma hafi nauta- kjötsverð til bænda hækkað um 11% og svínakjöts um 15–16%. Sauð- fjárbændur vilji nú fá 27% hækkun ofan á þetta. „Miðað við þá stöðu sem er á smá- sölumarkaði þar sem einn aðili er með 65% af markaðnum þá komum við ekki ekki 30% hækkun á einni kjöttegund út á markaðinn, allra síst þegar aðrar kjöttegundir standa í stað eða lækka í verði,“ sagði Sig- urður. Háir vextir hafa gríðarmikil áhrif á afkomu bæði bænda og afurðastöðva, að sögn Sigurðar. „Það að þurfa að slátra á skömmum tíma, gera fljótt upp við bændur og liggja svo með birgðirnar í 12–13 mánuði er dýrt. Vaxtakostnaðurinn af því er orðinn mjög þungur baggi og gerir í raun ókleift að greiða hærra afurðaverð.“ Sigurður sagði að þar til fyrir fá- einum árum hafi svonefnt vaxta- og geymslugjald staðið undir megninu af afurðalánavöxtum. Nú er þetta gjald að lækka og mun lækka um helming á gildistíma núverandi sauð- fjársamnings. Ef vextir fara ekki að lækka sé ljóst að hvorki afurðastöðv- ar né önnur fyrirtæki geti lifað það af. Bændur hugleiða að bregða búi  Vaxtakostnaður er að sliga sláturleyfishafa  Lambaskrokkar ódýrari hér en í nágrannalöndum Morgunblaðið/RAX Búi brugðið? Margir sauðfjárbændur hafa áhyggjur af möguleikum til framtíðar í greininni. Í HNOTSKURN »Margir sauðfjárbændurtelja framtíðarhorfur greinarinnar slæmar. »Ýmsir úr hópi þeirra munuhugleiða að bregða búi ef ástandið batnar ekki. »Sláturleyfishafar telja sigá hinn bóginn ekki hafa svigrúm til að hækka af- urðaverð á lambakjöti. »Hár vaxtakostnaður geribirgðahald ákaflega dýrt. AÐ minnsta kosti 68 manns létu líf- ið þegar farþegaþota af gerðinni Boeing 737 fórst tíu mínútum eftir flugtak í Bishkek, höfuðborg Kirg- isistans, að sögn heilbrigðisráðu- neytis landsins í gærkvöldi. Alls voru 90 í vélinni og 22 kom- ust lífs af en slösuðust allir. Sjö manna áhöfn vélarinnar lifði öll slysið af. Þotan var í eigu Itek Air, lítils flugfélags í Kirgisistan. Það er á meðal flugfélaga sem bannað er að fljúga til landa í Evrópusamband- inu vegna þess að þau uppfylla ekki öryggiskröfur. Samgönguráðherra landsins sagði að flugvélin hefði verið smíð- uð árið 1979. Ástand hennar hefði verið gott og hún farið í skoðun fyr- ir tveimur mánuðum. Ígor Tsjúdínov, forsætisráðherra Kirgisistans, sagði að loftþrýst- ingur hefði farið af vélinni skömmu eftir flugtak. Flugmennirnir sneru við og nauðlentu þotunni á akri skammt frá flugvellinum. Eldur blossaði upp í vélinni eftir að hún nauðlenti. Stjórnvöld segja að 51 útlend- ingur hafi verið í þotunni. Vitað er að a.m.k. 24 Kírgisar, fimm Íranar, einn Tyrki, þrír Kanadamenn, þrír Kasakar og einn Kínverji eru meðal hinna látnu. Ekki er vitað um þjóð- erni hinna. Tugir manna létu lífið þegar þota fórst í Kirgisistan BJÖRGUNARMENN hættu í gær leit að átta fjallgöngumönnum, sem saknað var á Mont Blanc eftir snjó- flóð, vegna versnandi veðurs og hættu á fleiri snjóflóðum. Innanríkisráðherra Frakklands, Michele Alliot-Marie, sagði eftir að hafa rætt við björgunarmenn að engar líkur væru á því að fjall- göngumennirnir fyndust á lífi. Fimm þeirra voru frá Austurríki en þrír frá Sviss. Fjallgöngumenn taldir af Leit Innanríkisráðherra Frakka (t.v.) ræðir við björgunarmenn. DÓTTIR Marg- aret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, segir í nýrri bók að móðir sín þjáist af elliglöpum og minnisleysi. Hún segir að elliglöp- in hafi byrjað að gera vart við sig fyrir átta árum þegar Thatcher var 74 ára. Hún hafi þá m.a. tekið að spyrja sömu spurn- inganna aftur og aftur, án þess að gera sér grein fyrir því. Blaðið Mail on Sunday birti í gær útdrátt úr bók dótturinnar, Carol Thatcher, þar sem þetta kemur fram. Thatcher er 83 ára og var for- sætisráðherra á árunum 1979-90. Sögð þjást af elliglöpum Margaret Thatcher ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.