Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 11
FYRSTU réttir haustsins hefjast um næstu helgi. Réttað verður í Baldurheimsrétt næsta sunnudag. Listi yfir fjár fyrir haustið 2008 er eftirfarandi. Fjárréttir haustið 2008 Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún., laugardag 6. sept. Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang., fimmtudag 25. sept. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf., sunnudag 14. sept. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing., sunnudag 31. ágúst. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr., sunnudag 14. sept. Fellsendarétt í Miðdölum, sunnudag 14. sept. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal., laugardag 20. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang., þriðjudag 16. sept. og sunnudag 21. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr., laugardag 13. sept. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft., föstudag 5. sept. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp), sunnudag 21. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal., sunnudag 21. sept. Glerárrétt við Akureyri, laugardag 20. sept. Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing., laugardag 6. sept. Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft., laugardag 13. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr., þriðjudag 16. sept. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang., sunnudag 14. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún., laugardag 13. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn., laugardag 20. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr., mánudag 15. sept. Hlíðarrétt í Bólstaðarhlhr. A.-Hún., sunnudag 7. sept. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing., sunnudag 31. ágúst. Holtsrétt í Fljótum, Skag., laugardag 13. sept. Hólmarétt í Hörðudal, sunnudag 27. sept. Hraðastaðarétt í Mosfellsdal, sunnudag 21. sept. Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, laugardag 6. sept. Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing., sunnudag 7. sept. Hreppsrétt í Skorradal, Borg., sunnudag 21. sept. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn., föstudag 12. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún., laugardag 6. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn., laugardag 20. sept. Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand., laugardag 20. sept. Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing., sunnudag 7. sept. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp., sunnudag 7. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal., laugardag 13. sept. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand., laugardag 20. sept. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós., sunnudag 21. sept. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn., miðvikudag 10. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði, sunnudag 7. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal., laugardag 6. sept. Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing., sunnudag 14. sept. Melarétt í Árneshreppi, Strand., laugardag 13. sept. Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl., laugardag 20. sept. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún., laugardag 6. sept. Múlarétt í Saurbæ, Dal., sunnudag 21. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudag 16. sept. Mælifellsrétt í Skagafirði, laugardag 6. sept. Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit, sunnudag 7. sept. Núparétt á Melasveit, Borg., sunnudag 21. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg., miðvikudag 17. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg., föstudag 19. sept. Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyf., laugardag 13. sept. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardag 20. sept. Reykjarétt í Ólafsfirði, laugardag 20. sept. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn., laugardag 13. sept. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg., laugardag 20. sept. Selflatarrétt í Grafningi, Árn., mánudag 22. sept. Selnesrétt á Skaga, Skag., laugardag 6. sept. Selvogsrétt í Selvogi, sunnudag 21. sept. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag., mánudag 15. sept. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft., laugardag 6. sept. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn., föstudag 12. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag., laugardag 6. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal., laugardag 20. sept. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand., laugardag 20. sept. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal., sunnudag 21. sept. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún., sunnudag 7. sept. Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf., föstudag 12. sept. Staðarrétt í Skagafirði., laugardag 6. sept. Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand., sunnudag 21. sept. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún., laugardag 6. sept. Svarthamarsrétt á Hvalfjstr., Borg., sunnudag 21. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr., mánudag 15. sept. Tungnaréttir í Biskupstungum, laugardag 13. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, sunnudag 7. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún., föstudag 5. sept. og laugardag 6. sept. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún., föstudag 5. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún., laugardag 6. sept. Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal, Eyf., laugardag 13. sept. Þórkötlustaðarétt í Grindavík, laugardag 20. sept. Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf., laugardaginn 13. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún., laugardag 13. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr., mánudag 15. sept. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf., mánudag 15. sept. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn., mánudag 22. sept. Nánari upplýsingar um réttir í Húnavatnssýslum og Skagafirði er að finna á www.skagafjordur.is og á Norðausturlandi á www.nordurland.is og www.eyjafjardarsveit.is. Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2008 Þórkötlustaðarétt í Grindavík, laugardag 20. sept. kl. 14. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, laugardag 20. sept. upp úr hádegi. Húsmúlarétt við Kolviðarhól, laugardag 20. sept. upp úr hádegi. Selvogsrétt í Selvogi, Árn., sunnudag 21. sept. kl. 9. Fossvallarétt við Lækjarbotna, sunnudag 21. sept. kl. 11. Hraðastaðarétt í Mosfellsdal, sunnudag 21. sept. um hádegi. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós, sunnudag 21. sept. um kl. 16. Selflatarrétt í Grafningi, mánudag 22. sept. kl. 9. Ölfusréttir í Ölfusi, mánudag 22. sept. kl. 14. Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 4. – 6. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haust- myrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Sam- kvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti. Fyrstu réttir hefjast um helgina MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Kristján Axelsson, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum, er fjallkóngur í Stafholtstungnaleitum á Holtavörðuheiði og svæðinu í kring. Hann segir leitina og réttirnar vera nokkuð stóra viðburði til sveita og að menn taki að þjálfa hesta sína til verksins nokkrum vikum áður. Hugur er í mönnum og vel hefur gengið að fá fólk í leitirnar en 57 manns fara í fyrstu leit, þar af 25 Tungnamenn. Þá munu sextán Þverhlíð- ingar og jafnmargir Hvítsíðingar taka þátt að sögn Kristjáns. Fólk á öllum aldri tekur þátt en menn verða löggildir leitarmenn við fermingu og má því reikna með að heilu fjölskyldurnar verði á hlaupum uppi um heiðar. Ekki veitir af mannskapnum því rollurnar eru þónokkrar. „Það smalast væntanlega um tuttugu þúsund fjár ef allt kem- ur,“ segir konungur fjallsins. „Það er alltaf gott veður, það er bara svona mis- jafnlega gott,“ segir Kristján reifur þegar hann er spurður hvort veðrið leiki stórt hlutverk í leit og réttum. Hann segir að smalafólkið láti það ekki á sig fá en óski þess eðlilega alltaf að vel viðri. Og skyldi engan undra enda ekkert grín að leita fjár upp til fjalla. skulias@mbl.is Alltaf gott veður í réttum  Flestar fjárréttir fara fram um miðjan september  Lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur fært rannsóknarteymi á Barnaspít- ala Hringsins 2,5 milljónir króna styrk til gerðar nýs meðferðarefnis fyrir of feit börn og fjölskyldur þeirra. Meðferðarúrræði fyrir of feit börn hafa verið fá og sundurleit hér á landi og brýn þörf er því á úrræð- um fyrir þau samkvæmt upplýs- ingum barnasviðs Landspítalans. Síðastliðin þrjú ár hefur staðið yfir þróun og rannsóknir á meðferð fyrir of feit börn og fjölskyldur þeirra á Barnaspítala Hringsins. Yfir 100 fjölskyldur hafa með góð- um árangri farið í gegnum nám- skeið sem gengið hafa undir nafn- inu Heilsuskólinn. Miklar vonir eru þess vegna bundnar við að hið nýja meðferðarefni, sem verður nú til fyrir tilstilli Thorvaldsensfélagsins, muni geta hjálpað fjölmörgum fjöl- skyldum á Íslandi í framtíðinni. Morgunblaðið/Valdís Thor Styrkur Sigríður Sigurbergsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, af- hendir Ragnari Bjarnasyni lækni styrkinn, ásamt Hrefnu Magnúsdóttur. Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra var einnig viðstaddur. Styrkja gerð meðferðar- efnis fyrir of feit börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.