Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 16
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á þingi Simbabve auðmýktu Robert Mugabe, forseta landsins, með því að gera hróp að honum og syngja þegar hann flutti ræðu í beinni sjónvarpsútsend- ingu við setningu þingsins í gær. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti á 28 ára valdatíma Mugabe sem honum er sýnd slík óvirðing þegar hann flytur ræðu. Mugabe, sem er 84 ára, komst til valda árið 1980 og hefur hingað til verið umvafinn jábræðrum þegar hann hefur ávarpað þingið. Flokkur hans, ZANU-PF, hafði alltaf bæði tögl og hagldir á þinginu þar til hann beið ósigur í þingkosningum 29. mars. Lýðræðishreyfingin (MDC), flokkur Morgans Tsvang- irais, fékk þá 100 þingsæti og ZANU-PF 99, en lítill klofnings- flokkur í stjórnarandstöðu fékk 10 sæti og einn þingmaður er óháður. „ZANU er rotinn flokkur,“ sungu stjórnarandstæðingarnir. Þeir sam- þykktu yfirlýsingu um að setning þingsins væri brot á samkomulagi sem leiddi til viðræðna um að Mugabe og Tsvangirai deildu með sér völdum. bogi@mbl.is Þingmenn auðmýktu Mugabe Robert Mugabe Hróp gerð að forsetanum á þinginu FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HÚN KOM ekki á óvart en olli engu að síður nokkrum usla ákvörðun Rússa um að verða við bón yfirvalda í Abkasíu og Suður-Ossetíu um að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði Georgíuhéraðanna. Dímítrí Medvedev Rússlands- forseti dró upp líkindi með átökun- um í Georgíu eftir upplausn Sovét- ríkjanna og atburðarásinni undan- farnar vikur, þegar hann skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar. „Niðurstaðan varð sú að þúsundir manna týndu lífi, tugir þúsunda urðu að flýja heimili sín […] Og það voru Rússar sem á þeim tíma komu í veg fyrir útrýmingu Abkasa og Osseta,“ sagði Medvedev, og rifjaði upp hvernig Zviad Gamsakhurdia, þáverandi Georgíuforseti, fyrirskip- aði árásir á borgirnar Sukhumi í Abkasíu og Tskhinvali í S-Ossetíu 1991. Má í þessu sambandi rifja upp að borgarastríðinu í Georgíu lauk á þann veg að héruðin lýstu yfir sjálf- stæði og komu í kjölfarið á fót sjálf- stjórn sem síðan hefur verið við lýði. Rússar eru einangraðir í afstöðu sinni til sjálfstæðis héraðanna og þvert á óskir þeirra um stuðning al- þjóðasamfélagsins hefur ákvörðun þeirra víða verið fordæmd. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst harma ákvörðun Rússa. „Abkasía og Suður-Ossetía eru innan hinna alþjóðlega viðurkenndu landamæra Georgíu og munu verða það áfram,“ sagði Rice, um leið og hún gagnrýndi Rússa fyrir að virða ekki skuldbindingar sínar. „Við óttumst stríð“ Bernard Kouchner, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði rússneskar hersveitir standa fyrir þjóðernis- hreinsunum í bænum Akhalgori í Suður-Ossetíu. „Við óttumst stríð en við viljum ekki efna til átaka,“ sagði Kouchner. Míkhaíl Saakashvili Georgíufor- seti brást æfur við stuðningsyfirlýs- ingunni og sagði Rússlandsher stefna að því að taka yfir hernaðar- lega mikilvæg svæði í nágrenni Tíblisi, höfuðborgar Georgíu. Varaði forsetinn Rússa við því að árásum á höfuðborgina yrði mætt af hörku, um leið og hann skoraði á vesturveldin að grípa til harðari að- gerða gegn Rússlandsher. Giga Bokeria, aðstoðarutanríkis- ráðherra Georgíu, tók dýpra í árinni og sagði yfirlýsinguna „ódulda inn- limun“ Rússa á héruðunum. Leiðtogar héraðanna tveggja fögnuðu hins vegar yfirlýsingu Medvedev forseta og lýstu henni sem sögulegum tíðindum. Það sjón- armið hefur heyrst í kjölfar átak- anna í Georgíu að vesturveldin beiti Rússa minni þrýstingi en ella sökum þess að þau þurfi á þeim að halda við úrlausn ýmissa brýnna mála, á borð við kjarnorkudeilu Írana og af- vopnunarmál almennt, svo ekki sé minnst á þörf margra evrópskra borga fyrir rússneskt gas. Nú eru hins vegar teikn á lofti um að átökin hafi þegar sett alvarlegt strik í samvinnuna við Rússa. Kjarnorkusamvinna í uppnámi Fyrirhugaður samningur Rússa og Bandaríkjamanna í kjarnorku- málum verður að öllum líkindum settur á ís, ásamt því sem líkur á inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskipta- stofnunina (WTO) hafa minnkað. Annað dæmi er að forsetaefnin John McCain og Barack Obama hafa lagt fram tillögur um margvís- lega samvinnu við Rússa, nái þeir kjöri til forseta í nóvember, stefnu- mótun sem öruggt er að verði tekin til endurmats næstu vikur og mán- uði. Samband Rússa og Atlantshafs- bandalagsins, NATO, er einnig stirt. Eitt skýrasta dæmið um þessa þróun er hótun Rússa um að loka fyrir vopnaflutningaleið til Afganist- ans um Rússland og Mið-Asíu, hjá- leið sem nýst hefur til að komast hjá óróanum við landamæri Pakistans. Hótunin er litin alvarlegum aug- um, enda hersveitir NATO í Afgan- istan háðar aðfluttum aðföngum, að því er segir í dagblaðinu The Times. Kuldinn í kjarnorkusamvinnu Rússa og Bandaríkjamanna gæti haft víðtækari áhrif, ekki síst í því ljósi að stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta nú að hætta niðurrifi kjarn- orkuvera sökum þess að Bandaríkin hafa ekki tekið landið af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkasamtök. Enn hitnar í kolunum Í HNOTSKURN »Rússar hafa litið á upp-setningu eldflaugavarnar- skjaldar í Póllandi sem ógn við öryggi landsins. »Þeir telja sig nú hafa feng-ið þann ótta staðfestan eft- ir að repúblikanar á Banda- ríkjaþingi notuðu átökin í Georgíu í röksemdafærslu sinni fyrir fjármögnun á upp- setningu skjaldarins. »Rússar eru einnig andvígirinngöngu Georgíu og Úkraínu í NATO. »Það vakti því athygli þeg-ar Viktor Jústsjenko, for- seti Úkraínu, notaði tækifærið á sunnudag, þegar sautján ár voru liðin frá sjálfstæðinu frá Sovétríkjunum, til að lýsa yfir samstöðu með Georgíustjórn.  Rússar viðurkenna sjálfstæði Georgíuhéraðanna Suður-Ossetíu og Abkasíu  Áhrifin af átökunum í Georgíu komin fram í samvinnu Rússa og Bandaríkjanna 16 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BRETLAND verður fjölmennasta ríki Evrópu utan Rússlands fyrir ár- ið 2060 vegna mikilla búferlaflutn- inga til landsins og fjölgunar barns- fæðinga, samkvæmt nýrri spá hagstofu Evrópusambandsins. Stofnunin spáir því að íbúum Bretlands fjölgi úr 61 milljón í 77 milljónir á næstu 50 árum. Gert er ráð fyrir því að íbúum Þýskalands fækki úr 82 milljónum í 71 milljón fyrir árið 2060. Frakkar verða þá einnig orðnir fjölmennari en Þjóðverjar. Gert er ráð fyrir því að Frakkland verði næstfjölmennasta ríkið utan Rúss- lands, með 72 milljónir íbúa. Stofnunin spáir einnig því að dauðsföll verði fleiri en barnsfæðing- ar í mörgum landanna eftir árið 2015 og hlutfall íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldist og verði um 30% af heild- aríbúatölu Evrópulandanna árið 2060. bogi@mbl.is Verða fleiri en Þjóðverjar LÖGREGLAN í Toronto í Kanada hefur handtekið einn af afkasta- mestu hjólhestaþjófum heims eft- ir að hafa fundið nær 3.000 reið- hjól sem hann er talinn hafa stolið. Maðurinn er eigandi verslunar sem selur notuð reiðhjól og var handtekinn eftir að lögreglan tók eftir því að reiðhjólaþjófnuðum hafði stórfjölgað í borginni. Óein- kennisklæddir lögreglumenn komu nokkrum hjólum fyrir við götur borgarinnar til að fylgjast með því hver stæli þeim. Kaup- maðurinn var þá staðinn að verki. Lögreglan fann síðan 2.865 stolin reiðhjól í versluninni. Stolin hjól fundust einnig í íbúðarhúsi hans og nokkrum bílskúrum sem hann hafði tekið á leigu. Um 15.000 hjólreiðamenn hafa farið í reiðhjólageymslur lögregl- unnar í von um að finna stolin hjól sín. bogi@mbl.is Stal 3.000 reiðhjólum ekki hægt að bera þau mál saman við Georgíu- héruðin, enda væri mjög ólíku saman að jafna. Tatarintsev ítrekaði jafnframt andstöðu Rússa við inngöngu Georgíu og Úkraínu í Atlantshafs- bandalagið, NATO, með þeim orðum að Georgíu- menn ættu ekki erindi í bandalagið. Eftir nokk- FROSTHÖRKURNAR í samskiptum Rússa og Vesturveldanna vegna átakanna í Georgíu munu ganga yfir á næstu mánuðum og samvinnan senn fara í sama horf, að sögn Victors I. Tatarintsevs, sendiherra Rússlands á Íslandi, sem kynnti sjón- armið Rússlandsstjórnar á blaðamannafundi sendiráðsins í Reykjavík í gær. Fyrir fundinn fór sendiherrann yfir stöðuna með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanrík- isráðherra og hvernig málið horfði við Rússum. Inntur eftir því hvort átökin hefðu spillt fyrir samvinnu Rússa við Vesturveldin sagði Tat- arintsev svo vera, hún væri í raun í biðstöðu. Rússlandsher yrði eins lengi og þörf krefði í Georgíu til að vernda öryggi óbreyttra borgara í Suður-Ossetíu og Abkasíu. Georgíustjórn hefði framið stríðsglæpi og rússneskir friðargæslulið- ar látið lífið þegar þeir reyndu að verja konur, börn og gamalmenni fyrir árásum Georgíuhers. Spurður hvort Rússar hygðust styðja sjálf- stæði Tétsníu og Kosovo í kjölfar yfirlýsingar Medvedevs forseta í gær sagði sendiherrann ur ár myndu Vesturveldin líta atburðina í Georgíu öðrum augum og sagan sýna fram á að Rússar hefðu brugðist rétt við með inngripi sínu. Hann fordæmdi jafnframt Míkhaíl Saakashvili Georgíuforseta, ákvörðun forsetans um að efna til átaka hefði verið dómgreindarlaus og kallað á skjót viðbrögð Rússlandshers, sem hefði af sið- ferðislegum ástæðum orðið að koma íbúum Suð- ur-Ossetíu og Abkasíu til hjálpar. Ólíklegt væri að Saakashvili hefði tekið sömu ákvörðun hefði hann ekki treyst á stuðning Bandaríkjastjórnar. Aðspurður hvað Rússar ættu við þegar þeir færu nú fram á endurskoðun samvinnu sinnar við NATO sagði sendiherrann að í slíkum sam- skiptum dygði ekki að hafa aðeins eigin hags- muni í huga í samvinnunni við hinn aðilann. Þau orð Giga Bokeria, aðstoðarutanríkis- ráðherra Georgíu, að stuðningsyfirlýsing Medvedevs jafngilti innlimun héraðanna í Rúss- land væru einkar óviðeigandi, enda um sjálfstæð héruð að ræða sem reyndu að vernda eigin þegna. Samskiptin senn í fyrra horf Morgunblaðið/hag Á fundinum Tatarintsev, sendiherra Rússlands. „LOKSINS hefur draumurinn ræst. Takk fyrir Rússland,“ sagði ónafn- greind kona með tárin í augunum í samtali við rússneska sjónvarpsstöð, er hún fagnaði viðurkenningu Rússa á sjálfstæði Abkasíu í Sukhumi, höfuðborg héraðsins, í gær. „Tilfinningarnar hellast yfir mig,“ sagði kennarinn Anina Kondrash, þar sem hún tók þátt í fögnuðinum. „Georgíumenn skildu ekki vandamál okkar. Þeir skildu ekki Abkasíu- menn.“ Gífurlegur fögnuður braust einnig út í Tskhinvali, höfuðborg Suður- Ossetíu, hleypt var af hríðskotabyssum og lá lyktin af byssupúðri víða í loftinu þar sem fáni héraðsins blakti við hún. AP Fögnuður Kona veifar fána Rússlands og fána aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu í Tskhinvali í gær til að fagna viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðsins. „Loksins hefur draumurinn ræst“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.