Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SJÖUNDU og síðustu tónleikar á vegum Tónlistarhátíðar unga fólksins við þokkalega aðsókn, að þessu sinni við óvænt hátt hlutfall roskinna kvenna. Helgi Jónsson, frumkvöðull TUF og tónfræðimagister frá Frei- burg, flutti fyrst stutt ávarp hvar fram kom að hátíðin myndi taka upp þráðinn að ári, og var það í samræmi við væntingar eftir vel heppnaða tón- leikaröð og að manni skilst líflegt námskeiðahald. Hvorugt söngvara dagsins var auð- kennt í tónleikaskrá með raddsviðs- heitum, en ekki veit ég betur en Auð- ur Gunnarsdóttir teljist enn sópran, þó að ríkuleg hljómfylling hennar gæti oft minnt á messósópran. Hins vegar kvað Gunnar Guðbjörnsson hafa nýlega verið að færast yfir í Wagnerskan Heldentenor. Virtist manni sem þau hamskipti væru ekki að fullu um garð gengin ef marka má hvað röddin í þjóðlagaleitum sex söngva flokki Beethovens, An die ferne Geliebte (1815) verkaði stund- um boldangsleg, enda hlutverka- umskiptin óneitanlega talsverð frá fyrrum heiðbjörtum lýrískum tenór. Þá voru sumar tempó- og styrkbreyt- ingar í hranalegri kanti, einstaka sinnum vottaði fyrir tónlafi, og slétt- tónabeitingin, er leitt gat hugann að fyrstu álíka tilþrifum Kristins Sig- mundssonar fyrir 15–20 árum, var ekki alltaf jafnsannfærandi brúuð við hefðbundinn fagursöng. Kraftinn skorti þó hvergi, allra sízt í Freisc- hütz-aríu Webers Durch die Wälder, og má vænta að Gunnari takist innan tíðar að færa allt saman í heilsteypt- ari mynd. Fyrsta viðfangsefni Auðar var flokkur Albans Berg, Sieben frühe Lieder (1908). Án þess að geta státað af náinni þekkingu á þessu síðróm- antíska æskuverki Schönbergnem- andans virtust mér lögin frekar keim- lík innbyrðis og lítt til fjölbreyttrar túlkunar fallin, enda þótt Auður færi vel með – einkum Nacht og hið stormasama Liebesode. Öðru máli gegndi um háinnblásnu söngva Si- beliusar, Den första kyssen og Svarta Rosa – svo maður tali ekki um toppn- úmer dagsins, hinn ævinlega óföln- andi Flickan kom ifrån sin älsknings möte sem Auður flutti af sannköll- uðum norrænum miðsumarsólarfuna við stílnæman undirleik Hovins. Hér fór lag sem greinilega hentaði fun- heitri flauelssópranröddinni fram í fingurgóma, enda voru undirtektir eftir því. Hæðin var sömuleiðis stór- glæsileg í Voi lo sapete úr Cavalleria Rusticana Mascagnis, þó tónlist Ítal- ans höfðaði ekki jafnsterkt til manns og ljóðaperlur hins finnska Orfeifs. Að því loknu sungu Gunnar og Auður saman Parigi, o cara dúett Verdis úr La Traviata, og sem auka- lag valsdúettinn kunna úr Kátu ekkju Lehárs; hvort tveggja frekar hægt, en af krafti. Pottþéttur píanóleikur hins rússneska Andrejs Hovins var hinn fylgnasti og oft skemmtilega kryddaður. Sem fyrr vantaði allar upplýsingar í tónleikaskrá um verkin, m.a.s. plás- sófrekan lágmarksfróðleik á við nöfn ljóðahöfunda og ár tónverka. Að því slepptu má óhætt segja að FUT hafi lokið fyrstu tónleikaröð sinni með glæsibrag, og gott til þess að vita að verði framhald á. Fun- heitur flauels- sópran TÓNLIST Salurinn Söngvaflokkar eftir Beethoven, Berg og Sibelius; óperuaríur eftir Weber, Mascagni og Verdi. Söngvarar: Gunnar Guðbjörnsson og Auður Gunnarsdóttir. Píanóundirleikur: Andrej Hovin. Sunnudaginn 17. ágúst kl. 16. Einsöngstónleikarbbbmn Ríkarður Ö. Pálsson VEGNA mikilla vinsælda verð- ur sýning Viggos Mortensens Skovbo í Ljósmyndasafni Reykjavíkur framlengd um eina viku, eða fram til sunnu- dagsins 7. september. Sýningin hefur staðið frá því 31. maí. Margir tengja eflaust nafn þessa listamanns fremur við leiklist en ljósmyndun en hann hefur notið mikillar velgengni sem kvikmyndaleikari og hlaut nýverið tilnefningu til hinna eftirsóttu Ósk- arsverðlauna. Viggo finnur sköpun sinni farveg í fleiri en einni listgrein og blandar þeim einnig gjarnan saman. Samnefnd bók er gefin út meðfram sýningunni. Ljósmyndun Skovbo framlengd vegna vinsælda Viggo Mortensen AFMÆLISHÁTÍÐ Norræna hússins stendur nú yfir og í kvöld snýst dagskráin um tíð- arandann í kringum 1998 þeg- ar orku- og umhverfismál voru ofarlega á baugi. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri, og rithöfundurinn Andri Snær Magnason flytja erindi og sænska fjöllistakonan Charlotte Engelkes flytur brot úr einleiknum Sweet. Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram og kynnir kvöldsins er Steinunn Jóhannesdóttir. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á létt- ar veitingar frá kl. 19.30, en dagskráin hefst klukkan átta. Fræði Rætt um orku og umhverfi Andri Snær Magnason TRÍÓ saxófónleikarans Sig- urðar Flosasonar heldur tvenna tónleika á Djasshátíð Reykjavíkur í kvöld og annað kvöld klukkan tíu á efri hæð Iðnó. Auk Sigurðar skipa tríóið danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman og gítarleik- arinn Jón Páll Bjarnason. Tríóið mun flytja valda djassstandarda sem tilheyra hinni sígildu amerísku söngbók djassbókmenntanna. Hvorir tveggja tónleikarnir verða teknir upp með mögulega útgáfu í huga. Einungis lágmarksmögnun verður til staðar og reynt að skapa nálægð og stofuandrúmsloft. For- sala er á midi.is. Tónlist Tríó Sigurðar Flosasonar í Iðnó Sigurður Flosason Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÍSLENSK danssköpun er í fyrirrúmi, og við verðum með sex frumsköpuð íslensk dansverk í vetur,“ segir Katrín Hall listrænn stjórnandi Ís- lenska dansflokksins, spurð um áherslurnar í vetrardagskrá flokksins. „Við sýnum átta verk, því við tökum upp aftur verkin tvö af sýningunni Dansandi frá því í febrúar, en hún gekk mjög vel og við þurftum að hætta sýningum fyrir fullu húsi vegna anna á sviðinu.“ Vetrarstarfið hefst með undirbúningi haustsýn- ingar í október með verkum fjögurra íslenskra danshöfunda, en þema sýningarinnar verður dú- ett, þar sem tveir dansarar dansa hvert verk. „Sumir hverjir hafa samið fyrir flokkinn áður með góðum árangri, eins og Lára Stefánsdóttir og Pet- er Anderson, sem ég kalla Íslending því hann hef- ur búið og starfað hér svo lengi og á íslenska fjöl- skyldu. Við fáum svo til liðs við okkur í fyrsta skipti Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Gunnlaug Egilsson sem kemur frá Konunglega sænska dansflokknum í Stokkhólmi.“ Katrín segir það spennandi verkefni fyrir dans- höfund með aðeins tvo dansara að vinna í svo miklu návígi og dansararnir verða virkari í sköp- unarferlinu. „Þá skapast meira návígi og flæði milli danshöfundar og dansara. Við höfum verið að einbeita okkur talsvert að hópverkefnum und- anfarið, og mér fannst kominn tími til að skapa þessa nánd þar sem aðeins tveir dansarar eru á sviðinu í einu.“ Að sögn Katrínar hangir fleira á spýtunni, því fámenna dansa er auðvelt að fara með víðar út í samfélagið. „Það verður léttara að fara til áhorfandans og nær honum.“ Vísir að verkaskrá með bestu dönsunum Dansandi kemur aftur á svið í nóvember, en verkin tvö í sýningunni eru Kvart eftir Jo Ström- gren og Endastöð eftir Alexander Ekman. „Þessi sýning fékk mikið lof, og Kvart vann til Grím- unnar sem besta dansverkið, Jo Strömgren fékk Grímuna sem besti danshöfundurinn, og dans- arinn okkar Emilía Gísladóttir fékk Grímuna sem besti dansarinn fyrir frammistöðu sína í verkinu.“ Katrín segir það að taka þessi verk upp aftur sé vísir að framtíðarsýn hennar um að flokkurinn eigi ákveðið repertoire eða safn dansa á verkaskrá sem hægt verði að dansa oftar. Febrúarsýning Dansflokksins verður sam- starfsverkefni að sögn Katrínar, en febrúar- sýningin er jafnan stærsta verkefni ársins hjá flokknum. „Þrír danshöfundar munu leiða sköp- unarferlið, Cameron Corbett einn af dönsurum hópsins, ég sjálf og Peter Andersson, og svo taka allir dansarar flokksins þátt í verkefninu. Hóp- urinn hefur gríðarmikla reynslu af fjölbreyttri vinnu með allskonar listamönnum, alþjóðlegum þekktum danshöfundum og hæfileikaríkum Ís- lendingum, og það framlag dansaranna verður ómetanlegt. Þetta verður einskonar kjötkveðju- hátíð íslenskrar danslistar og mikið fyrir augað.“ Bláa lónið verður vettvangur síðustu sýningar starfsárs ÍD með samstarfi við Ernu Ómarsdóttur danshöfund. „Erna skapar sinn heim í Bláa lóninu með dönsurunum, innblásin af staðnum sjálfum og umhverfi hans. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem dans er saminn fyrir þann stað, og gaman að semja dans fyrir annan vettvang en svið.“ Margt fleira verður á dagskrá ÍD í vetur, dans- námskeið fyrir stráka, Danssmiðja ÍD og áfram- haldandi sýningarferðalög til útlanda, meðal ann- ars til Noregs, þar sem listahátíðarverkið Ambra verður sýnt með norska Carte blanche-dans- hópnum og á Festival Les Boréalis í Caen í Frakklandi þar sem ÍD verður með tvær mismun- andi sýningar, alls fimm verk. „Íslenski dans- flokkurinn er orðinn mjög samheldinn og sterkur hópur, það hefur tekið tíma að byggja upp svo sterkan hóp, en í dag er það okkar styrkur.“ Sterkur og samheldinn hópur Íslenski dansflokkurinn leggur áherslu á íslenska danssköpun með sex nýjum verkum og stefnir að því að hafa bestu dansa hópsins á föstum dansverkalista sínum Dans „Hópurinn hefur gríðarmikla reynslu af fjölbreyttri vinnu með allskonar danshöfundum.“ Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is SNÆFELLSJÖKULL: Frásagnir, hugsanir og sýnir er nafn á mynd sem franski leikstjórinn Jean Michel Roux er að gera hérlendis núna í haust, en tökur munu fara fram í september. „Frásagnirnar eru sögur fólksins, hugsanirnar mínar eigin hugsanir og sýnirnar eru sýnir sem ég þarf að skapa til að sýna áhorfendum hvað fer í gegnum huga Íslendinga þegar þeir horfa á jökul- inn,“ segir Roux um titilinn, en honum kom mjög á óvart hve margir væru uppteknir af Snæfells- jökli. „Sumir eiga í mjög nánu sambandi við þetta fjall og tala nánast við það sem um manneskju væri að ræða en aðrir nota hann til þess að spá fyrir um veðrið,“ segir leikstjórinn sem kom á óvart að Jules Verne (höfundur Leyndardóma Snæfellsjökuls) væri nánast aldrei nefndur á nafn og frægð fjallsins virtist rista dýpra en svo. Mynd- inni lýsir hann sem ljóðrænni heimildarmynd og félagsfræðilegri rannsókn, en Roux leikstýrði áð- ur myndinni Rannsókn um huliðsheima, sem fjallaði um reynslu Íslendinga af dulrænum fyr- irbærum. Leitað að myndefni af Snæfellsjökli Hilmar Oddsson er framleiðandi myndarinnar, en Roux hafði áður rætt við Hilmar um jökulinn í kjölfar þess að fregnir bárust af því að geimverur væru á leið á jökulinn, en Hilmar tók á sínum tíma myndir af bið fjölda Íslendinga eftir þeirri heim- sókn, sem minna bar á en vonir höfðu staðið til. En Roux mun nota mikið af gömlu efni í myndina, kvikmyndaupptökur sem og ljósmyndir og kallar hann eftir efni til almennings. „Við höfum mikinn áhuga á alls kyns myndum og myndbands- upptökum úr fjölskyldusöfnum. Ég er ekki sér- staklega að leita að sérstaklega fagmannlegum myndum, hvort tveggja er forvitnilegt í mínum augum.“ Þeir sem luma á forvitnilegu efni um Snæfellsjökul geta haft samband við Roux í síma 841 7764 eða á netfanginu ho@ismennt.is. Jökull eða manneskja? Morgunblaðið/Kristinn Jöklarannsókn Roux tekur myndir af jökli. Roux gerir ljóðræna heimildarmynd um Snæfellsjökul Október Duo ÍD frumsýnir dúetta eftir fjóra af okkar fremstu danshöfundum. Nýja svið. Nóvember Dansandi snýr aftur. Stóra svið. Febrúar Dansveisla Allir dansarar ÍD undir stjórn þriggja danshöfunda. Stóra svið. Vorið Bláa lónið Erna Ómarsdóttir skapar dansverk fyrir ÍD. Nánar um Íslenska dansflokkinn á www.id.is Sýningar í vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.