Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 35 Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Skilaboðaskjóðan Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Lau 20/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Ástin er diskó - lífið er pönk Lau 30/8 kl. 20:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fös 19/9 kl. 20:00 Lau 20/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Engisprettur Fös 26/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Fim 9/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Kassinn Utan gátta Lau 11/10 frums. kl. 20:00 U Sun 12/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Kúlan Klókur ertu - Einar Áskell Lau 30/8 frums. kl. 15:00 U Sun 31/8 kl. 11:00 Ö Sun 31/8 kl. 12:30 Ö Sun 7/9 kl. 11:00 Sun 7/9 kl. 12:30 Sun 14/9 kl. 11:00 Sun 14/9 kl. 12:30 Brúðusýning fyrir börn Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl. 10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00 Fló á skinni (Stóra sviðið) Fös 5/9 frums. kl. 20:00 U Lau 6/9 kl. 19:00 U 2. kortasýn Sun 7/9 kl. 20:00 U 3. kortasýn Þri 9/9 aukas. kl. 20:00 U Mið 10/9 aukas. kl. 20:00 U Fös 12/9 kl. 19:00 U 4. kortasýn Lau 13/9 kl. 19:00 U 5. kortasýn Sun 14/9 ný aukas kl. 20:00 Fim 18/9 aukas.kl. 20:00 U Fös 19/9 kl. 19:00 U 6. kortasýn Lau 20/9 kl. 19:00 U 7. kortasýn Lau 20/9 kl. 22:30 Ö 8. kortasýn Fim 25/9 kl. 20:00 Ö 9. kortasýn Fös 26/9 kl. 19:00 U 10. kortasýn Lau 27/9 kl. 19:00 Ö 11. kortasýn Fim 2/10 kl. 20:00 Ö 12. kortasýn Fös 3/10 kl. 19:00 Ö 13. kortasýn Lau 4/10 kl. 19:00 Ö 14. kortasýn Ath! Takmarkaður sýningarfjöldi Gosi (Stóra sviðið) Sun 7/9 aukasýn kl. 14:00 Sun 14/9 aukasýn kl. 14:00 Sun 21/9 aukasýn kl. 14:00 Sun 28/9 aukasýn kl. 14:00 Síðustu aukasýningar Fýsn (Nýja sviðið) Fim 11/9 fors. kl. 20:00 U Fös 12/9 frums. kl. 20:00 U Lau 13/9 2. kort kl. 20:00 Ö Sun 14/9 3. kort kl. 20:00 Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00 Lau 20/9 5. kort kl. 20:00 Sun 21/9 6. kort kl. 20:00 Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Þri 7/10 fors. kl. 20:00 U Mið 8/10 fors. kl. 20:00 U Fim 9/10 fors. kl. 20:00 U Fös 10/10 frumsýn kl. 20:00 U Forsala hefst í sept. Tryggðu þér sæti í kortum! Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Óvitar (LA - Samkomuhúsið ) Lau 30/8 frums. kl. 20:00 Sun 31/8 kl. 18:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 15:00 Lau 13/9 kl. 20:00 Fjölskylduskemmtun Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fös 29/8 kl. 20:00 Ö Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Ö Lau 6/9 kl. 15:00 Ö Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 U Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Cavalleria Rusticana og Pagliacci Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö Sun 21/9 kl. 20:00 Fim 25/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Janis 27 Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö Fim 9/10 kl. 20:00 Lau 11/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00 Forsala miða hafin á www.opera.is! Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Duo (Litla svið) Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Fös 24/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Sun 26/10 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Sun 31/8 kl. 20:00 Ö Fim 4/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Sun 14/9 kl. 20:00 síðustu sýningar Með lækkandi sól snýr inni-púkinn í manni aftur meðtilheyrandi kröfur um af- þreyingu, hvort heldur hún flokkast til há- eða lágmenningar. Hvað ber hæst í byrjun vetrar í sjónvarpi, leik- húsi og bíói? Undirritaður ætlar í þessum pistli að gerast svo kræfur að meta stöðuna og velja það sem virðist bitastæðast. Allt út frá eigin smekk og vangaveltum, að sjálf- sögðu. Þeir sem horfa reglulega á sjón- varp hljóta að bíða spenntir eftir hlaðborði sjónvarpsstöðvanna í vet- ur. Þó hlýtur mest eftirvænting að ríkja um dagskrá Sjónvarpsins, í ljósi samnings um að leggja 200 til 300 milljónir í framleiðslu á íslensku, leiknu dagskrárefni á næstu þremur árum. Þáttaröðin Svartir englar klikkar varla. Handritið skrifar snill- ingurinn Sigurjón Kjartansson og leikstjórinn er einn sá besti á land- inu, Óskar Jónasson. Ég skal hundur heita ef þessir þættir verða slappir. Einnig verður spennandi að sjá hvernig Reyni Lyngdal tekst til í sakamálaþáttunum Hamarinn. Mikið óskaplega er ég feginn að Laugardagslögin eru komin í rusla- tunnuna hjá RÚV. Ragnhildur Stein- unn mun engu að síður snúa aftur í tónlistarmiðuðum laugardagsþætti með Samma í Jagúar og hætt við því að laugardagsleiðindin endurtaki sig. Annars er það merkilegt hversu tregir menn eru til að gefa nýju gamanefni séns í Sjónvarpinu. Spaugstofan snýr aftur, það er allt og sumt. Týpugrínið (Ragnar Reyk- ás og félagar) virðist lífseigt á Ís- landi, því miður. Það verður spenn- andi að sjá nýjan listamannaprófíl- þátt Þorsteins J., Káta maskína. Loksins verður myndlist sinnt í Sjón- varpinu. Gömul skaup verða líka sýnd (loksins, loksins) og sjálfsagt hægt að hlæja að þeim (a.m.k. að þróun íslensks skopskyns). Á Stöð 2 eru menn öflugir í gamanþáttagerð, ólíkt Sjónvarpinu. Þar er boðið upp á tvær nýjar gamanþáttaraðir, hvorki meira né minna: Ríkið og Dagvaktina. Stöð 2 tekur Sjónvarpið í nefið í gerð slíkra þátta. Því miður hef ég ekki efni á því að vera áskrifandi að Stöð 2, vildi gjarnan geta horft á þessa þætti. Þá verða nýir íslenskir þættir sýndir seinni hluta vetrar hjá stöðinni, lögfræðikrimminn Réttur (íslenskur lögfræði- krimmi?!) og rómantísk gamanþáttaröð, Ástríður, með Ilmi Kristjáns, Hilmi Snæ o.fl. Góðir leik- arar, góðir þættir? Á Skjáeinum eru fastir íslenskir liðir, leiðindin Innlit/útlit t.d. en von á nýjum þætti, Singing Bee, þar sem söngvarinn Jónsi heldur uppi stuð- inu. Þátturinn er að sjálfsögðu að er- lendri fyrirmynd líkt og Ertu skarp- ari en skólakrakki, Bachelorinn o.fl. Skjáreinn tekur enga sénsa að því er virðist, nýtir sér formúlur sem virk- að hafa erlendis. Þátturinn Singing Bee gæti orðið frábær fjölskyldu- skemmtun, gæti líka orðið óskaplega hallærislegur (sjá bandarísku útgáf- una á YouTube). Gordon Ramsay snýr svo aftur í Hell’s Kitchen, alltaf gaman að fylgjast með þeim kjaft- fora Breta.    Bíóhaustið geymir vissulegamargt safaríkt. Mest hlakka ég til að sjá nýju Bond-myndina, Quant- um of Solace, þar sem sú síðasta var skrambi góð. Áhugavert verður að sjá frumraun Valdísar Óskarsdóttur í leikstjórastólnum, Sveitabrúðkaup en hún hefur brillerað sem klippari. Nýjasta mynd Coen-bræðra, Burn After Reading, skartar stórstjörnum og vonandi að þeir verði í sama frá- bæra forminu og í No Country for Old Men. Þá er ný mynd væntanleg frá Óskari Jónassyni, Reykjavík – Rotterdam, glæpamynd með Baltasar Kormáki í aðalhlutverki. Ridley Scott færir okkur svo testó- sterónbombuna Body of Lies í nóv- ember, með Leonardo Di Caprio og Russell Crowe. Spurning um að fara að safna fyrir öllum bíómiðunum strax? Ekki má maður gleyma því aðfara í leikhús. Borgarleikhúsið byrjar árið með látum, fullt út úr dyrum í miðasölu og ljóst að töfra- maðurinn Magnús Geir hyggst endurtaka leikinn frá L.A., stórauka aðsókn að sýningum. Mig langar að sjá Fólkið í blokkinni, verk Ólafs Hauks Símonarsonar. Gauragang sá ég á sínum tíma í Þjóðleikhúsinu og vonandi er þessi söngleikur jafn- góður. Söngvaseið ætla ég hins veg- ar að forðast eins og heitan eldinn, ekki minn tebolli. Nýtt íslenskt verk, Útlendingar, tekur á stöðu útlend- inga á Íslandi og Íslendinga innan um útlendinga. Athyglisvert að sjá hvernig höfundar vinna úr þeim efnivið. Grínsnillingurinn Pétur Jóhann Sigfússon flytur einleik eftir Sigurjón Kjartansson, Sannleikann um lífið. Skyldumæting á það. Það sem virkar áhugaverðast á mig hjá Leikfélagi Akureyrar er ís- lensk útgáfa Gísla Rúnars Jónsson- ar af breska verkinu Grumpy Old Women, Fúlar á móti. Verkið var upphaflega unnið upp úr sjónvarps- þáttum BBC og með Eddu Björg- vins, Helgu Braga og Sigrúnu Eddu ætti þessi sýning að verða skotheld. Í gamla virkinu, Þjóðleikhúsinu, verður afrakstur vinnusmiðju ungra leikara á stórvirkinu Macbeth sýnt og það gæti orðið afar forvitnileg og góð sýning, enda magnað verk. Son- ur minn á öðru aldursári mun ef- laust æpa af gleði á Klókur ertu, Einar Áskell, brúðuleiksýningu í Kúlunni, enda þegar orðinn nokkur aðdáandi stráksins uppátækjasama. Kardemommubærinn verður settur upp og það er auðvitað skyldumæt- ing á hann! „Hvar er húfan mín? Hvar er hettan mín?“ Verk sem allir Íslendingar eiga að sjá a.m.k. einu sinni á ævinni. Annað virkar ekki mjög freistandi á mig í leikhús- unum, svona við fyrstu yfirferð, en það kann að breytast þegar líða tek- ur á veturinn. Gleðilegan vetur. helgisnaer@mbl.is Sjónræn veisla innipúkans » Annars er þaðmerkilegt hversu tregir menn eru til að gefa nýju gamanefni séns í Sjónvarpinu. Spaugstofan snýr aftur, það er allt og sumt. AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Coen-snilld? Brad Pitt í, að því er virðist, vondum málum í Burn After Reading, nýjustu mynd Coen-bræðra. Dagvaktin Grínþættir á Stöð 2. Sjónvarpið þarf að taka sig á í gerð inn- lendra gamanþátta. Spaugstofan er ágæt en gjarnan mætti hleypa nýjum að. Grallaraspói Brúðuútgáfan af Ein- ari Áskatli, hér við smíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.