Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 31 Miðborg Reykjavíkur tengir saman minningar margra kyn- slóða. Sumt af því fólki sem áður setti svip á borgina en er nú horfið yfir móðuna miklu kemur skýrt upp í hugann þegar gengið er þar um stræti og torg. Einn af þessum Reykvíkingum liðinnar aldar var Bjarni Guðmundsson og verk hans lifa í ýmsum söngtextum hans sem enn eru sungnir og orðnir að klassík. Þegar rölt er suður Lækjargötu blasa við á vinstri hönd Þjóðleikhúsið, Þjóðmenning- arhúsið, Stjórnarráðshúsið og Menntaskólinn og við Tjörnina Iðnó og húsin í brekkunni vestan Tjarnarinnar. Öll þessi hús tengj- ast Bjarna sem var blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins en jafn- framt þúsundþjalasmiður í menn- ingarlífinu. Ég sé hann enn í anda þar sem hann gengur út af skrifstofu sinni í Stjórnarráðshúsinu á leið heim til sín í Suðurgötu, virðulegur og smekklega klæddur eins og enskur lord – heimsborgari í höfuðborg dvergríkis við ysta haf, en samt ljúfur og alþýðlegur. Áran í kring- um hann er svo sterk að aðrir á leið hans falla í skuggann. Á dóm- Bjarni Guðmundsson kirkjuhorninu hittir hann séra Bjarna en handan Austurvallar koma þeir Páll Ísólfsson, Helgi Hjörvar og Þorsteinn Ö. Steph- ensen út úr Landssímahúsinu þar sem Ríkisútvarpið er með bæki- stöð. Viðbúið er að Bjarni eigi er- indi í anddyri Alþingishússins við Bjarna Benediktsson, yfirboðara sinn, en kannski lítur hann líka inn í Iðnó vegna söngtexta og þýð- ingar fyrir Leikfélag Reykjavíkur eða Herranótt Menntaskólans. Að kvöldi dags má vera að hann komi við í Sjálfstæðishúsinu til að möndla við gerð laga og texta, ásamt Emil Thoroddsen, Tómasi Guðmundssyni og Sigfúsi Hall- dórssyni fyrir eina af revíunum sem þar blómstra sem aldrei fyrr. Allir eru þessir menn snillingar en telja sig þó ekki yfir það hafna að semja gamanþætti og gamanvísur, enda orðlagðir húmoristar og hrókar alls fagnaðar. Af þessum mönnum er mér Bjarni minnisstæðastur þótt út á við væri hann ekki þekktastur þeirra – en því réð vafalaust sú hógværð og lítillæti sem voru með- al helstu lyndiseinkunna hans. Þegar minnst er á menn sem allt virðist leika í höndunum á, kemur mér Bjarni Guðmundsson í hug, enda var hann einhver fluggáf- aðasti og fjölfróðasti maður sinnar tíðar – einn af þeim sem mynduðu kjarnann í mannauði okkar litlu þjóðar. Ógleymanlegt er mér hvernig hann af hjálpfýsi og yfirlætisleysi snaraði fljótt og vel í hjáverkum fyrir mig gamanvísum á erlendar tungur til að flytja fyrir tigna er- lenda gesti. Smekklegt, óaðfinn- anlegt og vandað. Á aldarafmæli Bjarna í dag er mynd hans skínandi björt í huga mér þegar ég horfi til himsins til óravídda heimsins og tilverunnar og í hugann kemur alþekkt hend- ing úr einum af söngtextum hans: „Er stjörnur blika í bláum him- ingeimi / á bjarma þinna augna minna þær …“ Ómar Þ. Ragnarsson. Morgunblaðið/Ól. K. M. Bjarni Guðmundsson á leið heim til sín í Suðurgötu. ALDARMINNING Atvinnuauglýsingar Vantar yfirvélstjóra Vantar yfirvélstjóra á Arnarberg ÁR-150 sem gerir út á línu með beitningarvél frá Þorláks- höfn. Vélarstærð 478 kW (649 hö). Upplýsingar í síma 896-1276 (skipstjóri) eða 898-3285 (útgerð). Raðauglýsingar 569 1100 Ýmislegt Drengjakór Reykjavíkur Hallgrímskirkju auglýsir eftir áhugasömum og söngelskum drengjum á aldrinum 8-10 ára. Inntökupróf fara fram í Hallgrímskirkju mánudaginn 1. september kl. 17 - 19. Nánari upplýsingar á drengjakor.is eða í síma 896 4914. Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Atvinna óskast Sjókokkur Vanur kokkur á sjó óskar eftir góðu plássi hjá góðri útgerð. Meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Uppl. í síma 895 7151. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Íslenskur fjárhundur Einstaklega skapgóður og fallegur íslenskur hvolpur til sölu með ættbók frá HRFÍ og heilbrigðisskoðaður, til- búinn til afhendingar. Sími 894 1871. Hljóðfæri Píanó til sölu Euterpe píanó til sölu. Í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í síma 861 3121. Húsnæði í boði Flat on Geneva Lake 30sqm+balcony, summer & alpinpa- radise in Thonon, 30km from Geneva. http://thonon.blogdog.se, price 144.000 Euro. 3.5 hours by train to Paris or Milano. Tel.+46.8.205156 . 2 íbúðir / herbergi til leigu í 101 Rvk. 125 fm, 5 herbergja íbúð/skrif- stofa til leigu. Hin íbúðin er 80 fm, 3 herbergja íbúð. Líka með herbergi til leigu. Húsgögn fylgja. Uppl. í síma 587 2292 / 692 2991. Til leigu í Bjallavaði 1-3 110 Rvík Glæsileg 3ja herbergja íbúð til af- hendingar strax. Sérinngangur, bíl- geymsla og lyfta í húsinu. Langtíma- leigusamningur, sjá www.leigulidar.is eða 517-3440. Til leigu í Hafnarfirði Ný 105,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2 hæð. Glæsileg íbúð í alla staði. Þvottahús og geymsla inn í íbúð, bílastæði í bíla- kjallara. Sjá www.leigulidar.is - s: 517-3440 Stór íbúð í skiptum fyrir minni......? Til sölu glæsileg 5-6 herb uppgerð 145 m² penthouse + 24m² bílskýli við blindgötu,frábært útsýni,er í nágerni við Spöngina. Skipti óskast á minni eign sem má þarfnast lagfæringa eða á byggingar- stigi. Upplýs 893 7124 Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Skrifstofur - vinnustofur: Nokkur herbergi til leigu í snyrtilegu húsnæði í Hafnarfirði 20-40 m2. Sameiginleg kaffistofa og snyrtingar. Laust strax. Sími 898 7820. Sumarhús Glæsilegt sumarhús til leigu Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25 fm milliloft. Húsið er staðsett í Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur frá Laugarvatni. Heitur pottur. Upplýsingar í síma 841 0265. Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Sumarhús til leigu í Borgarfirði Nýr 8-10 manna sumarbústaður til leigu í Borgarfirði, nálægt Húsafelli. Heitur pottur og gönguleiðir í fallegu umhverfi. Útsýni frábært. Uppl. í síma 435-1394 og 864-1394. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Tungumál Spænka, enska, ítalska. Japanska, arabíska, kínverska. Franska, þýska, danska. Icelandic for foreigners, Islandzki dla polakow. www.lingva.is, s. 561-0315. Laugavegur 170. Óska eftir Óska eftir að kaupa! Notaða þvottavél og/eða þurrkara og notað gott rúm. Allt skoðað. Sími 844 1319. Viðskipti Skelltu þér á námskeið í netviðskiptum! Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk- ingu til að búa þér til góðar tekjur á netinu. Við kennum þér nákvæmlega hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com og kynntu þér málið. Þjónusta Móðuhreinsun glerja! Er komin móða eða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Ýmislegt Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Spangarlaus en þétt aðhald í CD skálum á kr. 2.950,- Spangarlaug, teygjanlegur og mjúkur í DE skálum á kr. 2.950,- Spangarlaus í BCD skálum á kr. 2.950,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Bílar Suzuki Vitara JLX-SE, 4x4, 1.6 l, árg. ´98, ek. 155 þús. km, 30" dekk. Nýir bremsuklossar, legur og stýris- endar. V. 295 þús. Sími 857 8613. Toyota árg. '95 ek. 173 þús. km Toyota Corolla 5 dyra. Skoðaður '09, smurður reglulega og gott viðhald. Skipt um tímareim í 120 þúsund km. Verð 120.000. Upplýsingar í síma: 822 3539. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Einkamál Stefnumót.is Kynntu þér vandaðan stefnumóta- og samskiptavef fyrir fólk sem gerir kröfur. Didda var einstaklega ljúf og óeigingjörn manneskja. Hún gaf ætíð af sínu til þeirra sem minna máttu sín og um árabil vann hún sjálfboðaliðavinnu fyrir Rauða krossinn. Alltaf mundi Didda eftir afmæl- um, fylgdist með afrekum og áföng- um og lagði mikið á sig til að gleðja aðra. Það ríkti ævinlega mikil eft- irvænting þegar opnaður var pakki frá þeim í Bauganesinu. Hvort sem það var afmælispakki eða jólapakki sem feðgarnir komu til skila með jólasveinahúfur á höfði. Fyrir litla stúlku hafði Didda yfir sér einhvern ævintýraljóma. Hún var glæsileg, gáfuð og fáguð kona, alltaf vel til höfð og smekklega klædd, fylgdist vel með og var óendanlega gjafmild og áhugasöm um það sem maður var að gera. Fyrir mér hélt Didda þess- um ljóma alla tíð. Það er með söknuði sem ég kveð Diddu frænku nú en jafnframt þakklæti fyrir það hvað hún var mér ætíð góð og fyrir þau góðu áhrif sem mér finnst hún hafa haft á mig þeg- ar ég var að vaxa úr grasi. Frænd- um mínum úr Skerjó þeim Snorra, Eggert og Gunnari og þeirra fjöl- skyldum vil ég votta samúð mína og bið góðan guð að styrkja þau og vaka yfir þeim alla tíð. Margrét H. Hauksdóttir (Maddý).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.