Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ • Við bjóðum Ólympíufarana velkomna heim • Við óskum silfurliðinu til hamingju • Við tökum þátt í fögnuði þjóðarinnar -og frestum skólasetningu um sólarhring! • Skólasetning fimmtudaginn 28. ágúst kl. 18- kemur þér við Sérblað um heilsu fylgir blaðinu í dag                    !  "        # $   " %&   '(  #   ) *     ++      , "  -  " # - -    !  "-     - -        !   -    +   # .      # /  +     -      (& 01 *  !"#$%## "& '(%# ") %* + ,- "& '%# "./ 0&#$%.1% Fasteignasalar leggja til makaskipti Nálastungur draga úr löngun í vímuefni Golfferðir hafa ekki selst eins grimmt í áraraðir Íslensk hljómsveit með Sirkus Agora Buff stjórnar laga- valinu í Singing Bee Hvað ætlar þú að lesa í dag? MÉR leið eins og ég væri að labba inn í stofuna hennar Bjarkar til að vera viðstaddur skírnarveislu þegar ég labbaði inn kirkjuskipið í Lang- holtskirkju. Það var stilla og helgi í lofti, samfara eftirvæntingu og gleði. Björk ákvað að ljúka eins og hálfs árs tónleikaferðalagi, ekki með flug- eldasýningu og uppsprengdri dramatík, heldur með innilegum og heimilislegum hætti. Skemmst er frá að segja að þessi hugmynd, sem kviknaði víst fyrir fáeinum dögum, skilaði tilætluðum árangri og útkom- an sérdeilis vel heppnaðir tónleikar. Wonderbrass-sveitin var ein á sviði í upphafi og lék upphafsstefið úr Selmasongs. Björk kom svo inn á svið og hóf, hálffeimnislega, að syngja lagið „Pneumonia“ af Volta. Það var sumpart tregi yfir, enda tón- leikarnir þeir hinstu sem Björk vinn- ur með núverandi teymi sínu. Sú stemning flaut yfir í næsta lag, „Um akkeri“, hinn magnaða óð hennar til heimalandsins. Blásturssveitin vék nú til hliðar og inn kom Jónas Sen. Settist hann við hábyggt kirkjuorgelið og hóf að leika afar víraða – og stórskemmti- lega – útgáfu af „Cover Me“ undir söng Bjarkar. Þvínæst vippaði hann sér yfir á sembal og við tók „My Juvenile“. Í þessum lögum var að finna gáska bæði og leikgleði og þetta fína einstigi á milli fallegrar andaktar og græskulauss flipps (eins og maður finnur fyrir þegar maður er að vinna síðasta vinnudag- inn sinn) gerði þessa tónleika. Schola Cantorum söng með í „Vökuró“ sem var viss hápunktur, flutningurinn hrífandi fallegur. Mark Bell sá svo um áhrifshljóð og takta í „Mouths Cradle“ og kórinn tók undir. Virkilega flott og gerði lagið jafnvel enn undurfurðulegra en það er. Það var nákvæmlega þessi útgangspunktur sem gerði tón- leikana svo svalandi. Lögin voru tog- uð og teygð, þeim ýtt út á nýjar brautir og með því var auðvitað eðli listamannsins undirstrikað. Nýsköp- un, tilraunir, mætti ég segja listrænt hugrekki er máttur og megin Bjark- ar. Öll hersingin, þ.e. Björk, Bell, Jónas, Wonderbrass og kór, renndi sér svo í „Oceania“ og var flutning- urinn stór og dramatískur. Sami hópur tókst síðan á við „Who Is It (Carry My Joy on the Left, Carry My Pain on the Right)“ eins og það heitir víst fullu nafni. „Helv. flott“ punktaði yðar einlægur niður hjá sér í Árvakursblokkina. Tónleikunum var lokið en einn ás var ennþá uppi í erminni. Í upp- klappinu sagði Björk frá því að nú ætlaði hún að flytja lag sem hún hefði ekki flutt í átta, tíu ár. Wonder- brass tók sér stöðu og smellurinn „It’s Oh So Quiet“ var fluttur með stórkostlegum bravúr. Björk fór á miklum kostum í söngnum og þetta óvænta innslag hreinasta snilld. Mér var undarlega innanbrjósts að tónleikum loknum. Ég var ekki búinn á því tilfinningalega eins og gjarnt er með viðlíka snillinga; ég var ekki heldur ör og æstur. Ég var einfaldlega sáttur, og það mjög. Ró- legur bæði og sæll og fannst eins og ég hefði tekið þátt í að búa til inni- lega og vel heppnaða stund – í stof- unni hennar Bjarkar. Hvað næst, hlýtur maður að spyrja? Eitthvað magnað, í öllu falli. Þessi einstaki listamaður hreinlega getur ekki gert neitt rangt eins og enskir segja, ástand sem hefur varað frá upphafi ferils. Ótrúlegt. Morgunblaðið/G.Rúnar Svo hljótt Í uppklappinu tók Wonderbrass sér stöðu „og smellurinn „It’s Oh So Quiet“ var fluttur með stórkostleg- um bravúr. Björk fór á miklum kostum í söngnum og þetta óvænta innslag hreinasta snilld.“ „Hér á ég heima …“ Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Langholtskirkja Lokatónleikar sautján mánaða tónleika- ferðalags Bjarkar Guðmundsdóttur um heiminn vegnaVolta. Ásamt söngkonunni komu fram Jónas Sen, Mark Bell, Wond- erbrass og Schola Cantorum. Þriðjudag- urinn 26. ágúst. Björk bbbbb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.