Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 43 Karlakórinn Fóstbræður vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir fyrir næsta starfsár (2008-2009) sem hefst 1. september nk. Þú þarft að hafa góða söngrödd og tónheyrn. Byrjendur fá þjálfun í raddbeitingu, samhljómi og að lesa/styðjast við nótur. Nánari upplýsingar veitir formaður Fóstbræðra Smári S. Sigurðsson í síma 8633247, netfang nsn@internet.is Fóstbræður er ein elsta tónlistarstofnun landsins og hefur starfað óslitið í hart nær hundrað ár. Kórinn hefur frá upphafi flutt metnaðarfull verkefni og sem dæmi komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í viðamiklum verkefnum. Fóstbræður hafa frumflutt ýmis stærri verk fyrir karlakóra og líka slegið á létta strengi t.d. sungið með Stuðmönnum og á sínum tíma voru 14 Fóstbræður mjög vinsælir. Fóstbræður hafa unnið til verðlauna í erlendum söngkeppnum og síðast hlaut kórinn gullverðlaun á tónlistarhátíð Musica Sacra í Pag. Í júlí sl. sungu Fóstbræður á sumarlistahátíð í Vilnius með hinni þekktu Christophers Chamber Orchestra við góðar undirtektir. Kórinn fer reglulega í söngferðir innanlands sem utan. Þá er hér tækifæri sem þú ættir að hugleiða. Langar þig til að syngja í karlakór sem hefur mikinn metnað? Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „BÖRN lenda í svo mörgu sem full- orðna fólkinu finnst erfitt að tala um. Þessi hugmynd er búin að vera með mér lengi því í sveitinni þar sem ég er fæddur og alinn og upp, í Reykholtsdal í Borgarfirði, var svolítið um það að börn væru send þangað í skóla, börn sem gátu ekki búið heima hjá sér og voru send í fóstur. Og fyrir svona sveitastráka eins og mig, sem alltaf hafa haft það gott, voru þessar sögur þess- ara nýju félaga manns með ólík- indum, maður náði ekki utan um þær fyrr en mörgum árum seinna,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson um barnaplötuna Sagan af Eyfa, sem er að vísu sögð bönnuð börn- um. „Á köflum er verið að fara svo- litlum silkihönskum um barnaefni nú til dags, börn hafa gaman af því sem er bannað börnum, eitthvað sem er ögrandi og spennandi.“ Guðmundur Ingi telur þó plötuna höfða jafnt til foreldranna líka. „Bæði börn og foreldrar, sem ég hef látið hlusta á plötuna, urðu mjög sátt, ég er að vona að það hafi tekist að hafa tvöfaldan boðskap, börnin skilja það sem þau eiga að skilja og foreldrarnir það sem þau eiga að skilja.“ Hér er heldur ekki fylgt þeim leiða sið sums barnaefnis að ein- falda allan orðaforða þannig að allt verði auðskilið. „Ég sé enga ástæðu til þess, ég hef svo gaman af börnum sem spyrja spurninga. Ég veit alveg að börn sem heyra þetta og skilja ekki allt, þau bara spyrja. Og það er þá lagt svolítið í hendurnar á foreldrunum hvort þeir vilji útskýra þetta.“ Ungur stórsöngvari Ég skil ekki neitt, er víst ekki nógu stór en mömmu þykir svo leitt að hún drýgði hór Gerði ég þér eitthvað pabbi? DNA? Hvað er það? Ég veit ekki, ég skil ekki. Þessar línur syngur Árni Bein- teinn Árnason sem leikur og syng- ur hlutverk Eyfa og það leynist engum sem hlustar að þarna er hörkusöngvari á ferð. „Við lékum saman í Annie í Austurbæ. Hann var ekkert að syngja þar en ég var einhvern tímann að segja mömmu hans frá því að mig vantaði strák til að syngja og þá sagði hún; „Talaðu við Árna Beintein. Af öllu því sem hann gerir þá syngur hann best.“ Svo hittumst við bara með gítarinn og spiluðum aðeins og hann var bara ráðinn á staðnum, það var ekkert flóknara en það,“ segir höf- undurinn um söngvarann sem nú er þrettán ára en var ellefu þegar þeir byrjuðu. Guðmundur Ingi segir það venjulega ekki vera börnin sem eru til vandræða, hins vegar glími mörg þeirra við foreldravandamál. En það er lán Eyfa að komast í sveitina til afa. Þar eru líka ömmur sem syngja mergjaðar þulur. Um börn sitja myrkraöfl, stela vilja hjörtum, vittu að þeirra eina vörn býr í brosum björtum „Þessi þula sprettur frá minni dásamlegu reynslu úr sveitinni af gömlum konum sem voru uppfullar af fróðleik um lífið og tilveruna,“ segir Guðmundur Ingi sem segist sveitamaður í húð og hár. „Ef ég gæti starfað við það sem ég starfa annars staðar en í Reykjavík myndi ég gera það,“ segir Guð- mundur Ingi og fer svo með langa romsu um landafræði Reykholts- dals: „Þar bjó langamma mín í næsta húsi, afabróðir minn á móti mér, svo amma og afi, svo bróðir hans pabba, mamma og pabbi efst, móðurbróðir minn þarna aðeins neðar og móðursystir mín og hin amma og afi sjö kílómetra í burtu. Ég fór bara á hesti á milli ef mér leiddist öðrum megin.“ Rosalega þakklátur fyrir uppeldið Nábýlið segir hann hafa verið forréttindi. „Sveitastörf eru þannig að börn geta snemma farið að hjálpa til, þannig að maður fær svo mikinn tíma með fullorðna fólkinu, maður er alltaf með í öllu. Það sem er að í þjóðfélaginu núna er að börn fá svo lítinn tíma með for- eldrum sínum því foreldrarnir eru svo rosalega uppteknir við að vinna. Þannig að ég er rosalega þakklátur fyrir mitt uppeldi.“ Platan er í raun leikrit út af fyrir sig – en er verkið á leiðinni á svið? „Ég myndi aldrei loka fyrir það en eins og er þá er það alveg nóg fyrir mig í bili að koma þessu á plötu. Þegar ég var lítill þá var þetta mitt leikhús, ég komst sjaldan í leikhús en ég átti allar barnaplötur og þeg- ar mamma mín fór með mig í fyrsta skipti í leikhús á Dýrin í Hálsa- skógi sat ég alveg gjörsamlega stjarfur en þegar ég var kominn út í bíl þá sagði ég; þetta var frábær plata,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram að rifja upp: „Þetta var mitt leikhús og ég elskaði svona plötur eins og Hrekkjusvín og Glám og Skrám, þar sem voru myndir á umslögunum og maður gat setið með umslagið og drukkn- að í því.“ Þegar hann sá börn upp- lifa það sama með Söguna af Eyfa þá var hringnum lokað. Hef gaman af börnum sem spyrja Morgunblaðið/Ómar Sanngjarnt uppeldi „Ef foreldrar koma börnum sínum skammlaust til manns þá eru foreldrar og börn kvitt. Það finnst mér sanngjarnt,“ segir Guðmundur Ingi í inngangsorðum sögubókarinnar sem fylgir plötunni. Guðmundur Ingi gefur út barnaplötu bannaða börnum með stórsveit sinni Samúel Jón Samúelsson Þórunn Lárusdóttir Bjarni Lárus Hall Selma Björnsdóttir Ólafur Darri Ólafsson Bubbi Morthens Árni Beinteinn Árnason Guðrún Ásmundsdóttir www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.