Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 13 FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is PETER Bjornson, menntamála- ráðherra Manitoba í Kanada, er í opinberri heimsókn í boði Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í þeim til- gangi að ræða frekari samskipti Íslands og Manitoba á sviði menntamála og eiga þau fund um málið í dag. Samskipti Íslands og Manitoba eru nú þegar nokkur á þessu sviði. Fyrir tæplega áratug var gerður nýr samstarfssamningur milli Manitoba-háskóla í Winnipeg og Háskóla Íslands, þar sem meðal annars var kveðið á um nemenda- og kennaraskipti og sameiginlegar ráðstefnur á 18 mánaða fresti, til skiptis í Winnipeg og Reykjavík, en sjötta samráðstefna fer fram í HÍ á morgun og föstudag. Auk þess hafa Háskólinn á Bifröst, Há- skólinn á Hólum og Landbúnaðar- háskóli Íslands á Hvanneyri gert samstarfsamninga við Manitoba- háskóla og samskipti hafa verið á milli skóla á Akureyri og Gimli að ónefndu Snorraverkefninu. Mikilvægi fjarkennslu Á fundinum verður meðal ann- ars rætt um hugsanleg nemenda- og starfsmannaskipti á sviði kennaramenntunar. Peter Bjorn- son segir ljóst að Manitoba geti lært ýmislegt af skipulagi mála á Íslandi og Manitoba geti líka miðl- að ýmsu til Íslands. „Við höfum til dæmis mikinn áhuga á að efla fjar- kennslu til að viðhalda smærri skólum og höfum hug á að kynna okkur stöðu þessara mála hérna,“ segir hann, en Gerald Farthing að- stoðarráðherra er einnig með í för. Peter Björnson tók við stöðu menntamálaráðherra Manitoba í nóvember 2003 og hefur enginn gegnt starfinu lengur en hann í hálfa öld. Hann segir að mennta- mál séu í öndvegi hjá stjórninni enda hafi Gary Doer forsætisráð- herra sagt að ekki væri hægt að vera með ábyrga efnahagsstefnu án ábyrgrar menntamálastefnu. Hvergi í Kanada hafi verið fjárfest meira í menntamálum en í Alberta og svo Manitoba og þeim fjölgaði stöðugt sem útskrifuðust úr skóla. Það ætti ekki aðeins við um menntaskólastúdenta heldur einn- ig háskólastúdenta. Í samanburði við önnur fylki væru nemendur í Manitoba í fimm efstu sætunum hvað árangur varðaði og Kanada hefði komið vel út úr Pisa- rannsóknum. Íslenska samfélagið sterkt Í Manitoba er 684 opinberir skólar. Peter Bjornson bendir á að margir þeirra eigi samskipti við er- lenda skóla án afskipta ráðuneyt- isins. Íslenska tengingin í fylkinu sé sterk og hann hafi tengst því umhverfi alla tíð. „Ég söng í ís- lenskum kór á Gimli, lærði ís- lensku fyrstu árin í barnaskóla, hef tekið þátt í Íslendingadeginum, starfi Þjóðræknisfélagsins, mætt á þorrablót og svo má lengi telja. Allt þetta stendur eins traustum fótum og fyrir 100 árum en helsti munurinn er að færri tala íslensku en áður.“ Einstök sýning á Akureyri Peter Bjornson opnar formlega sýninguna Portraits of the North í Amtsbókasafninu á Akureyri klukkan 17 á laugardag. Hug- myndin að sýningunni fæddist á fundi Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra og Eric Robinsons í Winnipeg vorið 2005 og er hún í boði Manitoba- stjórnar. Um er að ræða blýants- teikningar af fólki úr frum- byggjabyggðum Norður-Kanada eftir Gerald Kuehl. Þetta er í fyrsta sinn sem sýning úr Lista- safni Manitoba er sýnd á Íslandi og verður hún opin út september. Þetta er fyrsta heimsókn ráð- herrans til Íslands. „Gamall draumur er loks orðinn að veru- leika,“ segir hann og bætir við að tilfinningin á leiðinni hafi verið undarleg. „Það var undarleg til- finning að lenda hérna og ég tár- aðist. Það var mjög áhrifamikið að sigla með Íslendingi frá Halifax til Lockport árið 2000. Ég talaði ekki málið og ímyndaði mér að ég væri þræll fyrir 1.000 árum en það slær ekkert þetta út og ég er hreykinn af því að vera fulltrúi Kanada á Ís- landi.“ Morgunblaðið/Frikki Lentur Peter Bjornson og frú eru komin til Íslands án hluta farangurs. Ábyrg menntamálastefna málið Ráðherrar ræða samskipti Íslands og Manitoba Í HNOTSKURN » Peter er kvæntur Joanne Bjornson og eiga þau eina dóttur ogtvo syni. » Foreldrar hans eru Herdís Guðrún (Hedy) og Donald Bjorn-son, sem búa á Gimli og tala góða íslensku. » Foreldrar Donalds voru Árný Ragnhildur Sigurðardóttir, semvar af Meiðastaðaætt, og fór ein síns liðs frá Innra-Hólmi við Akranes vestur um haf 1913, þá 21 árs gömul, og Guðmundur Björnson, sem fæddist í Mountain í Norður-Dakóta 1888, en for- eldrar hans voru frá Marteinstungu í Þykkvabænum. » Ólöf Ingibjörg Lovísa Johnson, móðuramma Peters, fæddistvestra 1917, en var ættuð frá Fagranesi skammt frá Húsavík. Jónas Hermundur Jónsson, móðurafi hans, fæddist í Nýja Íslandi 1901, en Herdís Jónasdóttir, móðir hans, fæddist í Skagafirði 1880 og flutti til Kanada þremur árum síðar. Guðmundur Jónsson, mað- ur hennar, var fyrsta íslenska barnið sem fæddist á Heclueyju. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FORELDRARÁÐI Hvaleyrarskóla líst illa á að látið verði reyna á teng- ingu Reykjanesbrautar við Suður- braut. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem ráðið sendi frá sér í kjölfar íbúafundar um tengingu Suður- brautar í fyrradag. Þar segir einnig að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri lofi upp í ermina á sér þegar hann segir að tengingin verði fjarlægð ef spár um minni umferð rætast ekki. Eng- in trygging sé fyrir því að hann verði enn í embætti þegar þar að kemur. Í tilkynningunni er tillögu bæj- arstjóra um að settur verði á lagg- irnar samstarfshópur til að vinna að nánari útfærslu skipulagsins fagnað. Foreldraráðið sé tilbúið með fulltrúa og óskar eftir að hópurinn verði stofnaður hið fyrsta. „Brýnt að menn sjái reyndina“ Fundurinn lagðist vel í Lúðvík sem sagði hann hafa verið fróðlegan fyrir alla. Reifaðar hafi verið nið- urstöður athugana umferðarsér- fræðinga sem benda til þess að draga muni úr umferð og öryggi muni aukast þvert á ótta margra íbúa. Lúðvík stendur fast við að ef um- ferð eykst og öryggi rýrnar við göt- una muni tengingunni verða lokað. „Það er brýnt að menn sjái reyndina […] og láti reyna á þetta.“ Teng- ingin verður ekki því verði keypt að umferðaröryggi skerðist. Tilgangur- inn með framkvæmdinni sé að auka öryggið með því að dreifa umferð- inni um svæðið. Vilja ekki láta reyna á tengingu við Reykjanesbraut Í HNOTSKURN »Við Suðurbraut standatveir leikskólar auk Hval- eyrarskóla. Um 600 börn ganga í Hvaleyrarskóla. »Samkvæmt umferðarlík-ani mun bílum sem fara um Suðurbraut eftir tengingu við Reykjanesbraut fækka úr 1.100 í 600. » Meðal mótvægisaðgerðavið umferð um götuna eru hraðahindranir, 30 kílómetra hámarkshraði og þrengingar. Vel tekið í tillögu bæjarstjóra um samráðsvettvang JAXON Haldane og Chris Saywell úr Blue- grass-hljómsveitinni DRangers og ball- ettdansarinn Freya Bjorg Olafson skemmta í Reykjavík og á Akureyri næstu daga í tengslum við heimsókn menntamálaráðherra Manitoba. Kanadíska listafólkið er hér á vegum núna- now, sem stendur fyrir listasamskipti milli Ís- lands og Kanada með áherslu á unga lista- menn. Undanfarin tvö vor hefur núnanow haldið listahátíð í Winnipeg auk hátíðar í Calgary síðastliðið vor og hafa tugir íslenskra listamanna tekið þátt í hátíðunum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem kanadískir lista- menn af íslenskum ættum sækja Ísland heim til að skemmta á vegum núnanow. Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winni- peg, átti frumkvæðið að stofnun núnanow og er stjórnarformaður. Hann segir að það hafi þótt við hæfi að gera eitthvað í tengslum við Þjóðræknisþingið á Akureyri um næstu helgi, Akureyrarvöku, opinbera heimsókn Peters Bjornsons menntamálaráðherra Manitoba og heimsókn bæjarstjórans á Gimli. Strákarnir koma fram á Hressó í kvöld og sunnudags- kvöld, en þau verða öll í sviðsljósinu á Ak- ureyrarvöku á föstudag og laugardag. Skemmta í Reykjavík og á Akureyri Morgunblaðið/Ómar Stilla strengina Jaxon Haldane, Freya Bjorg Olafson og Chris Saywell mætt á svæðið. Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 Til leigu eru tvær efstu hæðirnar í glæsilegri nýbyggingu á frábærum stað við Glæsibæ. 6. hæð er 842,9 fermetrar 7. hæð er 584,8 fermetrar Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í síma 530-4200 eða í tölvupósti á netfanginu eyjolfur@iav.is Glæsileg nýbygging

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.