Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDAHÚSIN frumsýna í kvöld bæði mikla Hollywoodgam- anmynd og mynd um dansara sem gengur illa að fóta sig í hörðum heimi. Tropic Thunder Sannkallað stórskotalið grínleik- ara tekur þátt í gamanmyndinni Tropic Thunder sem frumsýnd er í kvöld. Ben Stiller, Jack Black, Ro- bert Downey Jr. og Nick Nolte fara með aðalhlutverkin í þessari stríðs- mynda- og Hollywoodádeilu. Segir myndin af stjörnuliði pjatt- aðra leikara sem sendir eru til Suð- austur-Asíu til að taka upp það sem á að vera stærsta og dýrasta stríðs- mynd fyrr og síðar. En áður en langt um líður breyt- ast kringumstæðurnar í frumskóg- inum og hetjurnar þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Ef leikararnir verða samir við sig má eiga von á góðum skammti af kvikindislegu gríni og sprelli en margir gagnrýnendur vestanhafs hafa skrifað mjög lofsamlega um myndina sem m.a. fær fullt hús stiga hjá San Francisco Chronicle og En- tertainment Weekly. Erlendir dómar Rolling Stone 88/100 Roger Ebert 88/100 Metacritic.com 71/100 LA Times 70/100 Make it Happen Þær virðast koma frá Hollywood í stríðum straumum þessa dagana, myndirnar um unglingsstúlkur sem þurfa að hafa mikið fyrir því að brjótast á toppinn í hörðum heimi danslistarinnar. Myndin Make it Happen verður frumsýnd í kvöld og segir af stelpunni Lauryn frá In- diana sem flyst til stórborgarinnar Chicago til að freista þess að komast inn í virtan dansskóla þar í borg. Henni gengur ekki sem skyldi í inntökuprófinu og eftir röð óhappa endar hún á því að finna sér vinnu í eggjandi danssýningu. Í gegnum dansinn þarf hún bæði að takast á við sjálfa sig og aðra og fyrr en varir sér hún dansinn og drauma sína í nýju ljósi. Erlendir dómar TimesOnline.co.uk 10/100 IMDB.com 50/100 The Independent 20/100 Grín og blóðsúthellingar í frumskóginum Vígreifir Tropic Thunder gerir bæði grín að kvikmyndaiðnaðinum og hern- aði. Brandon T. Jackson, Ben Stiller og Robert Downey Jr. FRUMSÝNINGAR» LAGAHÖFUNDURINN Kara DioGuardi mun í vetur bætast í fríðan flokk dómara í bandarísku sönghæfileikakeppninni Americ- an Idol. Kara, sem mun taka sæti við hlið Paulu Abdul, Randy Jackson og hins hispurs- lausa Simon Cowell, hefur samið smelli fyrir listamenn á borð við Kelly Clark- son, Christinu Aguilera, Gwen Stefani og Celine Dion. Í við- tölum kveðst Kara vera hvergi bangin og hefur hún einsett sér að vera hrein- skilin við bæði meðdómendur og keppendur. Kara birtist á skján- um í janúar, þegar útsendingar á 8. Idol-þáttaröðinni hefjast vestra, en hún byrjar strax á fimmtudag að dæma keppendur í inntökuprufum sem fram fara í Nýju-Jórvík. Kara DioGuardi Nýr dómari í American Idol / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. "ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN." -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS "EIN BESTA GRÍNMYNDIN Í LANGANTÍMA" -GUÐRÚN HELGA - RÚV VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! TROPIC THUNDER kl. 3:40 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP STAR WARS: CLONE WARS kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ GET SMART kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL GET SMART kl. 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL STAR WARS: CLONE WARS kl. 6:20D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 8:30 sýnd í sal 1 vegna eftirsp. B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.