Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞRÍR fellibyljir á þremur vikum hafa orðið að minnsta kosti 170 manns að aldurtila á Haítí og þús- undir landsmanna hafa flúið heim- kynni sín vegna ofsaveðursins. Síðasti fellibylurinn, Hanna, olli miklum flóðum og aurskriðum sem hafa kostað a.m.k. 61 mannslíf. Rene Preval, forseti Haítí, sagði að landið stæði frammi fyrir „mikl- um hörmungum“ vegna fellibylj- anna. Hann taldi að fellibylurinn Hanna gæti jafnvel reynst mann- skæðari en hitabeltislægðin Jeanne sem kostaði um 3.000 manns lífið ár- ið 2004. Hanna olli mestum usla í borginni Gonaives á norðurhluta Haítí þar sem hundruð húsa eyðilögðust. Fólk flúði upp á þök húsa og hrópaði á hjálp. Flóðvatnið var allt að tveggja metra djúpt í borginni. „Margir íbúanna hafa verið á þök- um húsa sinna í rúman sólarhring,“ sagði innanríkisráðherra Haítí, Paul Antoine Bien-Aime. „Þeir eru vatns- og matarlausir og við getum ekki hjálpað þeim.“ Vindhraði Hönnu var í gær um 31 metri á sekúndu, en það samsvarar ellefu vindstigum og ofsaveðri sam- kvæmt vindstigatöflu Veðurstofu Ís- lands. Gert var ráð fyrir að vind- hraðinn ykist að nýju þegar lægðin nálgaðist strönd Bandaríkjanna í dag og Hanna yrði þá aftur að felli- byl. Enn einn fellibylurinn, Ike, magn- aðist yfir Atlantshafi í gær og stefndi í átt að Bahamaeyjum. Hann var skilgreindur sem „mjög hættulegur“ og vindhraðinn var allt að 60 metrar á sekúndu. Veðurfræðingar sögðu of snemmt að spá um hvort hann myndi valda miklum usla á Bahamaeyjum, Haítí eða Kúbu. Mikil neyð á Haítí vegna hrinu fellibylja Hafa kostað a.m.k. 170 manns lífið á þremur vikum         << =09 0<      ! "   # $%& '       ! "#$$ % & $   $  &$'% $ !"" ( !"# $% & & '  ( " $ ) * ! ! ( *  * +, & -. !" $% ! / ! ) !0 *1'#! ! " !* %  " - 2 343 5 ! ) !$  & ) ! ) $  ! ) !$  3 6!! ) & - ! ) $  & ) * - 6!! ) 5 $(! 8 " ! +9 &!- :;<  1  16 !  Í HNOTSKURN » Fellibyljum fylgja oftmikil flóð og aurskriður á Haítí vegna skógareyðingar. » 77 manns létu lífið af völd-um fellibyljarins Gústavs og 40 vegna hitabeltislægðar- innar Fay áður en Hanna herj- aði á Haítí. FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is VARAFORSETAEFNI repúblik- ana, Sarah Palin, hefði ekki getað flutt jómfrúræðu sína við betri að- stæður en síðastliðið miðvikudags- kvöld. Hún var stjarna kvöldsins og troðfullur salur repúblikana hyllti hana með lófataki og hrópum og fagnaði henni jafnvel áður en hún steig á svið. Palin kynnti sig og fjölskyldu sína til sögunnar enda er Palin tiltölu- lega óþekkt stærð í bandarískum stjórnmálum og hefur val McCains á henni vakið blendnar tilfinningar meðal repúblikana. Palin þótti gagn- orð og háðsk í ræðu sinni og hún gerði lítið úr neikvæðri fjölmiðlaum- fjöllun undanfarinna daga sem beinst hefur að fjölskyldumálum hennar. Hún beindi spjótum sínum að Obama, frambjóðanda demó- krata, og þótti koma inn á flest þau mistök sem gerð hafa verið í kosn- ingabaráttu hans. Palin sagði reynsluleysi hans meira en sitt eigið og sakaði hann um tvískinnung í garð verkalýðsins. Ræða hennar þótti heldur inni- haldsrýr. Hún ræddi ekki um efna- hagslegar áherslur sínar, utanríkis- mál, efnahagsvanda landsins eða heilbrigðismál og afstaða hennar er því enn nokkuð óljós. Að mati margra fréttaskýrenda var ræða Palin á miðvikudagskvöld líklega auðveldasti hjallinn í kom- andi baráttu, vel undirbúið atriði með hjálp færustu stjórnmálaráð- gjafa Bandaríkjanna. Fram að kosningunum 4. nóvem- ber verður Palin hins vegar að koma fram fyrir ósannfærðan áheyrenda- hóp og sýna þekkingu sína m.a. á efnahags- og stjórnmálum. Sameiginleg barátta McCains og Palin á að hefjast strax á morgun er þau hefja för um ríki þar sem stór hluti kjósenda er enn óákveðinn, Michigan, Ohio og Pennsylvaníu. Í þessum ríkjum verða og vilja repú- blikanar ná meirihluta atkvæða. Kvenkjósendur umsetnir Baráttan um atkvæði kvenna hef- ur verið í forgrunni í kosningabar- áttunni í ár. Í undanförnum kosn- ingum hafa demókratar haft dyggari stuðning kvenkjósenda og eftir að Hillary Clinton heltist úr lestinni hefur Barack Obama lagt sig fram um að ná til kvenna. Nýlegar Gallup-kannanir hafa sýnt að Obama nýtur meiri hylli kvenna en McCain. En forskot hans, sem var um 16% í sumar, hafði þó minnkað töluvert í lok ágúst. Val McCains á varaforsetaefni þykir skerpa baráttuna um hylli kvenkjósenda allverulega. Það er von ráðgjafa McCains að Palin muni að einhverju leyti höfða til stuðn- ingsmanna Hillary Clinton. Könnun CBS frá því á miðviku- dag sýndi að 60% kjósenda töldu sig ekki vita nægilega mikið um Palin til að geta myndað sér skoðun á henni. Hvort ræða hennar hefur breytt einhverju þar um kemur í ljós. AP Varaforsetaefnið Sarah Palin var umkringd fagnandi flokksfélögum sínum er hún flutti sína fyrstu ræðu sem varaforsetaefni repúblikanaflokksins. Stenst Palin væntingar? Erfiðasti hluti kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum er framundan og óvíst hvernig varaforsetaefni repúblikana mun hitta í mark hjá óákveðnum kjósendum DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, kvaðst í gær vera fullviss um að Georgía gengi í Atlantshafs- bandalagið þrátt fyrir andstöðu Rússa. Cheney er á ferð um grannríki Rússlands til að fullvissa þau um að þau geti reitt sig á stuðning Banda- ríkjastjórnar. Hann fór til Úkraínu í gær frá Georgíu þar sem hann for- dæmdi „ólögmæta tilraun“ Rússa til að breyta landamærum Georgíu. „Georgía verður í bandalagi okk- ar,“ sagði Cheney við hlið Mikhaíls Saakashvilis, forseta landsins. Rússar hafa sagt að stuðningur Bandaríkjanna við her Georgíu hafi orðið til þess að Georgíumenn reyndu að ná aftur yfirráðum yfir Suður-Ossetíu með hervaldi 7. ágúst. bogi@mbl.is „Georgía verður í NATO“ ALRÍKISDÓMSTÓLL í Washington dæmdi í gær Jack Abramoff, þekkt- an hagsmunavörð, í fjögurra ára fangelsi fyrir að gefa þingmönnum og embættismönnum Bandaríkja- stjórnar dýrar gjafir fyrir pólitíska greiða. Abramoff var í nánum tengslum við forystumenn repú- blikana. Talið er að allt að 20 þing- menn hafi þegið fé eða aðrar gjafir frá honum og málið er talið hafa stuðlað að ósigri repúblikana í þingkosningum árið 2006. Áður var hann dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik sem tengdust kaupum hans á spilavíti. bogi@mbl.is Abramoff í fangelsi Sarah Palin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert grein fyrir því í ræðu sinni hvað hún muni taka sér fyrir hendur sem varafor- seti. Það sé grundvallaratriði fyrir svo lítt þekkta manneskju að sýna hvernig hún muni falla inn í mynd- ina, sérstaklega þegar hár aldur Johns McCains sé hafður í huga. Joe Biden, varaforsetaefni demókrata, lofaði í gær frammi- stöðu Palin. Hann sagði hana þó hafa slegið feilnótu með því að ræða ekki lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar. Að sögn Bidens var hann „dol- fallinn yfir því sem hann heyrði, en líka yfir því sem var látið ósagt“. Hvernig varaforseti verður Palin? DANI, sem starfaði fyrir leyniþjón- ustu Búlgaríu, er grunaður um morðið á búlgarska andófsmann- inum Georgi Markov í London árið 1978. Markov hafði flúið til Bretlands og var myrtur þar sem hann beið eftir strætisvagni í London. Talið er að tilræðismaðurinn hafi skotið eitr- aðri og agnarsmárri pílu í lærið á honum úr regnhlíf sem hann hélt á. Búlgarska dagblaðið Dvevnik segir að fundist hafi leyniskjöl þar sem fram komi að Francesco Gull- ino, Dani af ítölskum ættum, hafi framið morðið. bogi@mbl.is Myrti Dani Markov?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.