Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is EF FJÁRHÆÐIR bóta til þeirra vistmanna sem urðu fyrir ofbeldi af ýmsum toga á meðferðarheimilum eru bornar saman við þær sem dæmdar eru börnum og ungmennum sem hafa þurft að sæta langvarandi kynferðislegu ofbeldi má sjá að þær fyrrnefndu eru nokkru hærri. Miðað er við að greiða út 69.500 kr. fyrir hvert miskastig, sbr. 4. gr. skaða- bótalaga, og er það að undirlagi álits Torfa Magnússonar, sérfræðings í taugalækningum, og Tómasar Zoëga, sérfræðings í geðlækningum. Við gerð frumvarpsins, sem ekki er lokið, var leitað til Torfa og Tómasar og þeir beðnir að leggja mat á líkleg- ar geðrænar afleiðingar með tilliti til þess sem fram kemur í skýrslum fyr- ir Breiðavíkurnefndinni svonefndu. Lögðu þeir m.a. til stigakerfið sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Sveitarfélögin gripu til aðgerða Í greinargerð með drögunum er m.a. vikið að greiðslu sanngirnisbóta í Noregi en þar er löng hefð fyrir slík- um greiðslum. Sérstaklega er gerð grein fyrir kortlagningu á vanrækslu við eftirlit og illa meðferð á barna- verndarstofnunum í Noregi á ár- unum 1945-1982. Sérstök nefnd á vegum Stórþings- ins gerði tillögu um að hámarks- bætur yrðu 300 þúsund norskar kr., sem gera um 4,5 milljónir íslenskra kr. Tillagan var samþykkt á þinginu um mitt ár 2005. Eftir að skýrslan hafði verið gefin út ákváðu nokkur sveitarfélög, þar sem upplýst var um illa meðferð og ofbeldi á heimilum, að greiða hærri bætur. Þannig ákvað Björgvin að greiða allt að 11 milljónir íslenskra kr. og tillögur um sömu upphæð komu fram í Þrándheimi. Þessar bætur komu aukalega til vistmanna, óháð því hversu mikið þeir fengu í gegnum bótakerfi Stór- þingsins. Litið til dómaframkvæmdar Líkt og vikið var að í upphafi eru sanngirnisbæturnar samkvæmt drögunum hærri en tíðkast í kynferð- isbrotamálum hér á landi. Dæmi úr dómaframkvæmd staðfesta þá full- yrðingu, en raunar má einnig líta til þess að bætur hafa verið að hækka í kynferðisbrotamálum. Í ágúst sl. dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur karlmann til að greiða fósturdóttur sinni á táningsaldri 2,5 milljónir króna vegna kynferðisbrota. Í þeim dæmum, sem tiltekin eru í drögunum og eru úr dómasafni Hæstaréttar, er t.a.m. karlmaður dæmdur til að greiða dóttur sinni tvær milljónir kr. vegna kynferð- islegrar misnotkunar um tveggja ára skeið. Tveir Litháar voru dæmdir til að greiða konu 1,2 milljónir kr. fyrir nauðgun og ungur piltur dæmdur til að greiða stúlku á svipuðu reki 1,5 milljónir kr. fyrir nauðgun. Að sama skapi var fjölmiðlafyr- irtæki á síðasta ári dæmt til að greiða sálfræðingi eina milljón króna í miskabætur vegna ítrekaðra aðdrótt- ana um misgjörðir hans í starfi. Og Bubbi Morthens fékk dæmdar 700 þúsund krónur þegar fyrirsögn með villandi texta birtist á forsíðu viku- rits. Í drögunum er vakin sérstök at- hygli á því að sá sem krefst sanngirn- isbóta þurfi einungis að leiða líkur að því að hann hafi hlotið varanlegt tjón og að það hafi verið vegna þeirra at- riða sem tíunduð eru í töflunni hér við hlið. Nauðsynlegt er að létta hefð- bundnum sönnunarkröfum af þeim sem krefjast bóta bæði af tilfinninga- legum ástæðum en einnig vegna þess hversu langur tími er liðinn. „Ekki eru gerðar ríkar kröfur til sönnunar um alvarleika afleiðinga, enda hlýtur það að vera háð miklum vafa eftir svo langan tíma,“ segir í drögunum. Bæturnar hærri í Noregi Morgunblaðið/Ómar Skýrslan kynnt Nefndin rannsakar nú fleiri heimili, f.v.: dr. Ragnheiður Bjarnadóttir dósent, Róbert R. Spanó pró- fessor, dr. Jón Friðrik Sigurðsson dósent og Þuríður B. Sigurjónsdóttir, lögfræðingur og ritari nefndarinnar Vistmenn meðferðarheimila í Noregi sem sættu illri meðferð fengu að hámarki 4,5 milljónir króna Hæstu miskabætur sem greiddar hafa verið í kynferðisbrotamáli hér á landi eru 2,5 milljónir króna Í HNOTSKURN »Beitt er sömu aðferðum ogí 4. gr. skaðabótalaga en þó er ekki um varanlegan skaða að ræða, heldur sann- girnisbætur. »Skaðabætur eru tekju-skattsskyldar. »Dómnefndin yrði skipuðlögfræðingi, geðlækni og sálfræðingi. »Úrskurður um sanngirn-isbætur verður skriflegur. +,         ! !"  ! #  $ , %      &# "!# !"# !# ", '# !  !( #    &# # !"# !# $ #, % '# ! ! ! ) !   &# # !"# !# $,  '# ! ! ! ) !   * !   &# # !# !"# !# $ %,  '# ! ! ) ! ! # * !   &# # !# !"# !# best „Það er auðvitað að fá alltaf Vildarpunkta þegar maður notar kortið sitt, bæði heima og erlendis.“ www.americanexpress.iser útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 1 5 4 1 Tvöfaldi r Vildarpu nktar í septem ber Gildir af allri velt u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.