Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 29
✝ Jóna Sigrún Sig-urjónsdóttir Jörgensen var fædd á Norðfirði 21. októ- ber 1921. Hún lést að morgni föstu- dagsins 29. ágúst á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað. Hún var dóttir hjónanna Petrúnar Bjargar Gísladóttir, f. á Nesi í Norðfirði, f. 9.4. 1892, d. 6.10. 1964 og Sigurjóns Guðnasonar, f. á Hvannastóði á Borgarfirði 6.10. 1888 og, d. 2.3. 1924. Alsystkini Sigrúnar voru 8, þau eru í ald- ursröð, Gísli Ingibergur, f. 1910, d. 1911, Helga Guðný, f. 1911, d. 1940, Gíslína Ingibjörg, f. 1913, d. 2001, Ólöf Jóhanna, f. 1914, d. 1935, Oddný, f. 1916, d. 1986, Jón Emil, f. 1917, d. 1938, Friðrik, f. 1919, er nú einn á lífi, Ásta Mar- grét, f. 1922, d. 2002 og hálfsystk- ini sammæðra Ester Svan Jóns- dóttir, f. 1925, d. 1997, Haukur, f. 1928, deyr kornungur og Ingi Ant- on Jónsson, f. 1931, d. 1985. Sigrún missir föður sinn á þriðja ári og var fóstruð og alin upp hjá frænd- fólki sínu á Kvíabóli á Norðfirði, Haraldi Brynjólfssyni, Þóreyju Jónsdóttir og dætrum þeirra. Þrátt fyrir að fjölskyldan hafi sundrast að hluta við fráfall Sigurjóna var þó stutt á milli þeirra flestra á Norðfirði og héldu systkinin ætíð góðu sambandi. Þá var ætíð mikið og gott samband við fólkið á Kvía- bóli en þar eignaðist Sigrún aðra stóra fjölskyldu. Kært var með ir Haraldur Þór Guðmundsson, f. 1995 (Guðmundar Hauks Þórs- sona), Arnór Sölvi, f. 2004, þá ala þau upp son Harðar, Guðmund. d) Matthías, f. 1980 sambýliskona Hafrún Ósk Pálsdóttir, sonur þeirra Emil Páll, f. 2004. 3) Petrún Ingibjörg Jörgensen maki Friðjón Skúlason, börn þeirra a) Björn Gunnar Karlsson, f. 1966 ( uppeld- issonur), sambýliskona Íris Hulda Jónsdóttir börn þeirra Rakel Sara, f. 1991, og Róbert Smári, f. 1993, b) Eyrún Ósk, f. 1974, sambýlismaður Þórir Marrov, börn þeirra Daníel Ísak Þrastarson, f. 1996 (Rúnars Þrastar Steingrímssonar), og Frið- jón Andri, f. 1999 þá ala þau upp dóttir Þóris, Nínu. c) Eva Björk, f. 1975, maki Karl Friðriksson, dóttir Bryndís Ýr Guðmundsdóttir (Guð- mundar Gústafssonar), börn Karls er Kristófer, Sandra og Friðrik. d) Andrés Viðar, f. 1977, maki Eva Lind Jónsdóttir, börn þeirra Telma Lind, f. 2003, og Viktor Ernir, f. 2006, e) Sveinn Ómar, f. 1987, sam- býliskona Anna Jóhannesdóttir. 4) Jenný Sigrún Jörgensen, f. 1961, maki Jóhann Tryggvason, börn þeirra a) Stefán Jóhann, f. 1980, í sambúð með Ernu Bjarklind Jóns- dóttir, dóttir óskírð Stefánsdóttir (f. 1. 9. 2008), b) Karl Friðrik Jörg- ensen, f. 1986 í sambúð með Mette Dalby, c) Bjartur Þór, f. 1994, og d) Lilja Tekla, f. 1995. Sigrún og Karl byggðu sér hús við Sverristún í Neskaupstað og bjuggu þar lengst af, Sigrún starf- aði víða eftir að börnin uxu úr grasi, mest við matseld á hótelinu í Egilsbúð, í eldhúsi Fjórðungs- sjúkrahússins og í eldhúsi leikskól- ans með Gíslínu systur sinni. Síð- asta árið hefur hún dvalið á hjúkrunardeild fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað. Útför Sigrúnar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. henni og því fólki öllu, og leit hún á syni Gillu á Kvíabóli, þá Eyþór og Gylfa Ein- assyni, sem bræður sína. Sigrún giftist 16.8. 1941 Karli Friðriki Jörgensen, f. á Seyð- isfirði 29.10. 1914, d. 5.5. 1984. Hann var sonur hjónanna Jón- ínu Soffíu Björgúlfs- dóttur, f. á Þernunesi við Fáskrúðsfjörð 13.8. 1889, d. 6.9. 1966 og Róberts Jóhannesar Jörg- ensen, f. á Seyðisfirði 25.2. 1887, d. 21.1. 1916. Sigrún og Karl áttu fjögur börn: 1) Jón Róbert Jörg- ensen, f. 1943, maki María Hjálm- arsdóttir, börn þeirra eru a) Jón- ína, f. 1966, maki Aðalsteinn Þórðarson, börn þeirra Steinunn Lilja, f. 1989, og Róbert Steinar, f. 1996. b) Sigurveig, f. 1968 sam- býlismaður Gunnar Stefán Lars- son, börn þeirra Eydís Elva, f. 1996, Hekla, f. 1999, og Ýr, f. 2001. c) Karl Rúnar, f. 1973 maki Þor- björg Ólöf Jónsdóttir, börn þeirra María Rún, f. 1998, og Hlynur, f. 2002. 2) Haraldur Þórir Jörgensen, f. 1946, maki Matthildur Sig- ursveinsdóttir, börn þeirra a) Þór- ey, f. 1968, maki Einar Sigurðsson, börn þeirra Elísabet, f. 1998, Matt- hildur, f. 2001, og Helena, f. 2006. b) Þráinn, f. 1971, maki Jóna Harpa Viggósdóttir, börn þeirra Sigursveinn Aron f, 1994, Bára Kristín, f. 2000, og Arna Rut, f. 2002. c) Sigrún, f. 1975, sambýlis- maður Hörður Guðmundsson, syn- Það er með virðingu sem ég kveð tengdamóður mína Sigrúnu Jörg- ensen sem lést föstudaginn 29. ágúst. Það er vart hægt að minnast Sigrúnar í nokkrum orðum öðruvísi en að minnast Kalla Jör um leið. Ég var sextán ára þegar ég flutti til þeirra, sem kærasti heimasæt- unnar, ekki veit ég hvernig það lagðist í þau, en aldrei fann ég ann- að en að ég væri velkominn. Ég tel mig lánsaman að hafa notið hand- leiðslu þeirra síðustu unglingsárin og hef vonandi tileinkað mér ein- hverja af mörgum góðum kostum þeirra. Þau voru samheldin hjón sem ávallt tóku málstað þeirra sem minna máttu sín, og voru fyrst til að rétta hjálparhönd þar sem hana vantaði, hvort sem það var innan fjölskyldu eða til vandalausra. Sigrún var stálminnug og ákaf- lega skemmtileg kona, æringi ef svo bar undir og gat komið fólki á óvart með hnyttnum tilsvörum og sprelli. Hún var líka öðrum um- hyggjusamari þegar það átti við og hjá henni var gott að þiggja ráð og stuðning. Sigrún fylgdist ákaflega vel með öllu á Norðfirði og víðar, hvort sem það voru aflabrögð eða hvernig vinir og ættingjar höfðu það, hvernig gengi að byggja, eða hverjir voru að kaups sér hús o.s.fr. Sigrún var ekki sú dugleg- asta að fara í heimsóknir þó átti hún stóran vinahóp enda var heim- ili þeirra á Sverristúninu vel stað- sett fyrir marga sem áttu bæjar- leið, það var gott að tylla sér í eldhúsið hjá henni og fá kaffisopa og alltaf var eitthvað til með kaffinu. Sigrún laðaði að sér fólk, fyrir henni voru allir jafnir. Hún mætti hverjum og einum sem jafningi og af virðingu, það fundu þeir sem minna máttu sín. Hún dæmdi engan og talaði aldr- ei illa um nokkurn mann. Hún var börnum sínum og barnabörnum ákaflega góð og hún þurfti að vita hvar allir voru og mörg voru símtölin til að vita það. Einkum seinni árin, enda barna- börnin orðin 16, og langömmubörn- in 24. Sigrún var mikil handavinnu- kona og nutu barnabörnin og lang- ömmubörnin þess sem og margir aðrir. Aldrei féll henni verk úr hendi, hún sat með sína handa- vinnu fram á síðasta dag því alltaf voru einhver verkefni. Þó Sigrún hafi ekki ferðast mikið var hún dugleg að fara og heim- sækja fólkið sitt í Reykjavík, þá fóru þau hjónin nokkuð víða síð- ustu árin sem hann lifði, en hann tók bílpróf og keypti sér bíl sextug- ur að aldri. Þó henni fyndist mikill þvæling- ur á okkur yngra fólkinu og lét okkur heyra það, þá vildi hún vita um ferðir okkar og upplifanir. Ég held að hún hafi notið þess að upp- lifa ferðir í gegnum okkur og þurfa ekki að fara sjálf. Nú erum við Bjartur Þór dótt- ursonur hennar í einni ferðinni og kvöldið fyrir andlát sitt vildi hún vita um okkar ferðaáætlanir. Það er skrítin tilfinning að vera ekki við útför þína, Sigrún mín, og eins að vera ekki við hlið barna þinna og afkomenda á þessum erfiðu tím- um, en við Bjartur vitum að þau standa saman eins og jafnan þegar á bjátar, og hin börnin mín og systkini Bjarts halda utan um mömmu sína. Við sendum ykkur öllum okkar bestu og innilegustu kveðjur héðan frá Noregi. Megi guð styrkja ykkur og vernda. Jóhann og Bjartur Þór. Allt mitt líf hef ég haft Sigrún ömmu til að fylgjast með hvað ég var að brasa. Hún vissi alltaf hvað ég var að gera og lét oft heyra í sér, sama hvar ég var niður komin í heiminum. Þá fékk ég fréttir af allri fjölskyldunni, hún var svona eins og upplýsingamiðstöð fjöl- skyldunnar. Ég var alltaf glaður ef amma sagði að fyrra bragði að ég væri fínn um hárið, eða að ég hefði lagt af, því þá meinti hún það. Ef hún var ekki ánægð með hárið á mér þá fann hún góða klippingu í blaði og sýndi mér. Þegar við bræður vorum yngri vorum við mikið hjá ömmu og var þá margt brallað, við spiluðum handbolta á ganginum hjá henni, með garnhnykil í plastpoka, og amma kippti sér ekki upp við það enda spilað hún sjálf handbolta á yngri árum. Ég spilaði stundum við ömmu, og man eftir að hafa einu sinni reynt að svindla, það sá hún fljótt og þá var gefið aftur. Ég fór til ömmu daginn sem hún veiktist og það var erfitt þar sem hún var mjög máttfarin og talaði lágt. Mér leist ekki á hvernig hún var og þegar ég hélt í höndina á henni þá reyndi hún að kreista og sagði „Svona svona vinur“, hún sá hvernig mér leið og skipi um um- ræðuefni, spurði hvort nýi bíllinn minn væri algjör drusla. Þó þetta væri erfið stund þá er ég glaður að hafa átt hana með ömmu, ég fór svo til hennar aftur kvöldið eftir, en þá var hún betri og vonaði ég að hún jafnaði sig eins og venjulega. Svo var þó ekki. Því kveð ég þig, elsku amma, með söknuði. Þinn Karl Friðrik Jörgensen í Sverristúni. Nú er elskuleg Sigrún amma dá- in og upp í huga minn koma ótal minningar. Sem barn hugsaði ég oft að ég ætti bestu ömmu í heimi og það hugsa ég enn. Það var alltaf svo gott að koma til þín, elsku amma. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki kíkt við hjá þér. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég sat sem krakki og prjónaði eða saumaði út með þér og afa og bruddi sykurmola sem ég fékk að dýfa í kaffi. Mér finnst líka eins og það hafi verið í gær sem ég hljóp útí Neskjör fyrir þig eða „stalst“ í mat til þín þegar það var eitthvað „vont“ að borða heima. Síðustu ár fannst mér einstak- lega gaman að koma í heimsókn til þín með dætur mínar og sjá hvað það gladdi þig mikið. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eyða smá tíma með þér í sumar. Það var svo gott að sitja í rólegheitum og spjalla við þig. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér með nærveru þinni. Þú varst alltaf hress, brosandi og með húmorinn í lagi og svoleiðis fólki er gaman að vera með. Þín er sárt saknað. Þín ömmustelpa, Þórey. Elsku, elsku amma Þú veist ekki hve sárt við sökn- um þín, það verður aldrei eins að koma austur því þú ert ekki lengur þar. Gleði og einstakur húmor ein- kenndi þig. Við vorum alltaf vel- komin til þín og þú tókstu á móti okkur með brosi, koss og knúsi í eldhúskróknum og hvort sem við gistum aðeins eina nótt, gerðum tjaldbúðir úti í garði eða nóttin varð að þrem árum. Við munum alltaf minnast góðu og skemmti- legu stundanna með þér og nýta okkur allt sem þú kenndir okkur. Ástar- og saknaðarkveðjur. Eyrún, Þórir og börn, Eva Björk, Karl og börn, Andres, Eva Lind og börn og Sveinn Ómar. Nú er farinn einn af föstu punkt- unum í tilverunni. Það er hún Sigrún amma eins og við kölluðum hana. Amma þú varst alltaf eins síðan við fórum að muna eftir okkur og viljum við hér skrifa nokkur orð til að minnast þín. Við frændurnir dvöldum mikið hjá þér í æsku og komum oft hin síðari ár. Það var alltaf gott að koma til þín. Alltaf eitthvað í búrinu til að narta í og alltaf varst þú með verk- efni fyrir okkur eins og að fara í Melabúðina, skera rabarbara, tína rifsber, slá eða raka garðinn, skola húsið að utan og auðvitað sækja jólatréð góða upp á háaloft þegar jólin nálguðust. Þess á milli gátum við spjallað við þig um allt mögu- legt eða leikið okkur í fótbolta í garðinum, ferðirnar í gegnum runnana og niður Kvíabólsstíginn á harðaspretti á eftir boltanum eru okkur minnisstæðar. Ferðirnar í Melabúðina eru það einnig og alltaf keyptum við það sama. Einn pott af mjólk, tvo pakka af Winston light, og annað slagið stóð líka kaffi og molasykur á tossamiðanum góða sem ávallt fylgdi með. Síðan kom hið svokallaða kína- kálstímabil, þar sem þú borðaðir kínakál í stórum stíl og tókum við þó nokkuð af kínakáli með í hverri ferð. Lína í Melabúðinni þurfti að auka innkaup á því til muna eftir að við byrjuðum að kaupa það á hverjum degi fyrir þig. Þú varst mikill húmoristi, hafðir alltaf gaman af bullinu í okkur fé- lögum og varst fljót að grípa setn- ingar á lofti og gantast í okkur ekki síður en við í þér. Þú gast einnig verið hraðlygin ef það hentaði þér. Þegar ég kvaddi þig eftir stutta heimsókn daginn áður en þú fórst frá okkur með orðunum „við sjáumst svo í september amma mín“ þá svaraðir þú „við skulum vona það“. Þetta svar líktist þér ekki, og það sat í mér þegar ég labbaði út af sjúkrahúsinu og það sem eftir var dags. Ég átti samt ekki von á að þetta yrðu okkar síð- ustu orðaskipti en ég er innilega þakklátur fyrir að hafa haft mögu- leika á að heimsækja þig og þann tíma sem við áttum saman í sumar. Upp úr standa ferðirnar þegar ég sótti þig í mat eða skutlaði þér til baka. Þú varst svo ánægð að vera að fara í mat upp á Blómsturvelli, hljópst af stað, stundum án göngu- grindarinnar, og sakaðir mig um að reyna að eyðileggja hjá þér hár- greiðsluna með því að keyra með alla glugga opna. Við hlógum mikið á þessum augnablikum. Barnabörnin hafa einnig átt margar góðar stundir með þér, og það hryggir okkur að nýfædda prinsessan nái ekki að kynnast þér í eigin persónu og að þú hafir ekki náð að hitta hana. Einnig er annað langömmubarn á leiðinni í nóvem- ber sem nær heldur ekki að kynn- ast þér, en þau munu bæði heyra sögur af þér og sjá myndir sem munu halda minningu þinni lifandi um mörg ókomin ár. Við vitum að þú ert nú á góðum stað og eflaust hrókur alls fagnaðar eins og þér einni er lagið. Þín verður saknað af okkur öll- um sem vorum í kringum þig. Þín verður minnst sem höfðingja. Saknað sem hetju. Og elskuð af öllu hjarta eins og sannri ömmu sæmir. Saknaðarkveðjur, Stefán Jóhann, Erna, litla prinsessan, Matthías, Haf- rún Ósk og Emil Páll. Nokkur orð um konu sem erfitt er að kveðja. Litrík, hreinskilin og skemmtileg. Mér og fjölskyldu minni ávallt góð. Perla á meðal steina og nú skærasta stjarnan á himninum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þessi erindi segja allt sem flýgur gegnum huga mér nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, elsku Sigrún mín. Lífið verður öðruvísi án þín. Að leiðarlokum þakka ég og fjöl- skylda mín fyrir samfylgdina og við sendum börnum og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg Guðnadóttir og fjölskylda. Sigrún Sigurjónsdóttir Jörgensen MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 29 Elsku besta amma. Nú ertu farin frá mér og það er sárt en mikið á ég margar góðar minningar með þér. Frá árunum sem ég bjó hjá þér minnist ég þín sem vinkonu og ömmu sem kenndi mér svo margt um líf- ið og allt og það var svo gott að vera hjá þér, elsku amma. Takk fyrir allt. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þín Eyrún. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.