Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 9. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
266. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
Leikhúsin
í landinu >> 37
MENNING
BLÁEYGÐI HÖFÐ-
INGINN ER ALLUR
DAGLEGTLÍF
Bergþóra Njála
í Bangkok í bítið
ÍÞRÓTTIR
Heimir Guðjónsson, þjálfari Ís-
landsmeistara FH í knattspyrnu,
segir að ekkert lið sé í betra formi.
FH tryggði sér meistaratitilinn á
dramatískan hátt í lokaumferð
Landsbankadeildar karla.
Það skiptir máli að
toppa á réttum tíma
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu þarf að fara í tvo umspils-
leiki í lok október þar sem leikið er
um sæti á EM. Líklegir andstæð-
ingar þar eru Tékkar, Írar eða
Skotar.
Leikið við Tékka,
Íra eða Skota?
Nokkrir reyndir knattspyrnumenn
leggja skóna á hilluna að loknu Ís-
landsmótinu í ár. Pétur Hafliði
Marteinsson er meðal þeirra sem
reikna með því að þetta sé sitt síð-
asta keppnistímabil.
Reynsluboltar leggja
skóna á hilluna
Landsvirkjun er að undirbúa
fjórar virkjanir í Þjórsá og
Tungnaá. Þrjár rennslisvirkjanir
eru í byggð og ein virkjun á hálend-
inu. Sagt er frá þessum virkjunar-
kostum í öðrum hluta yfirferðar um
helstu virkjunarkosti landsins, í
máli og myndum.
Landsvirkjun hyggst hefja aftur
byggingu Búðarhálsvirkjunar. » 12
Fjórar virkjanir í Þjórsá
og Tungnaá undirbúnar
Þjófur braust nýlega inn í sjoppu
í þýsku borginni Kamen og stal síg-
arettum og áfengi fyrir 4.300 evr-
ur, um 60.000 krónur. Nokkrum
dögum síðar fann starfsfólkið um-
slag með 400 evrum og miða. „Af-
sakið, er að bæta fyrir laugardags-
kvöldið!“ kjon@mbl.is
Þjófur með skerta
sómatilfinningu
Varaforsetaefni repúblikana,
Sarah Palin, talaði þvert gegn
stefnu Johns McCains er hún ræddi
við kjósanda í Philadelphiu. Sagði
hún að senda yrði bandaríska her-
menn inn í Pakistan ef annað dygði
ekki til að stöðva talíbana í að laum-
ast inn í Afganistan.
McCain, sem segir rangt að ræða
opinskátt um slíkar hugmyndir,
varði Palin í gær og sagði þau sam-
mála um að hagsmunir Bandaríkj-
anna yrðu ávallt í fyrirrúmi. „Ég
held ekki að Bandaríkjamenn álíti
almennt að um ákveðna stefnu-
yfirlýsingu hafi verið að ræða hjá
Palin ríkisstjóra“. » 18
Palin ósammála John
McCain um Pakistan?
SJÁLFSTÆÐ skoðun fer fram í
Landsbankanum annars vegar og
Straumi fjárfestingarbanka hins
vegar um hvort bankarnir standi
sterkar saman en hvor í sínu lagi.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er að vænta tilkynn-
ingar um niðurstöðuna í þessari
viku.
Formlegar viðræður eru ekki
hafnar. Meðal annars þarf að leita
álits stórra lánveitenda bankanna á
samrunanum og fá grænt ljós hjá
þeim. Þá kom fram í fréttum Stöðv-
ar 2 í gærkvöldi að niðurstöðu láns-
hæfismatsfyrirtækja sé að vænta á
næstu dögum. Miklu máli skiptir
hver lánshæfiseinkunn sameinaðs
félags verður, til dæmis þegar sótt
er um lánafyrirgreiðslu í seðla-
bönkum gegn veði í bankabréfum.
Samruni Landsbankans og
Straums yrði til að styrkja eigin-
fjárgrunn, sem skiptir miklu máli
nú í lausafjárkreppunni. Björgólfur
Guðmundsson og Björgólfur Thor
Björgólfsson eru stórir hluthafar í
báðum bönkunum.
Nýlega tilkynntu Glitnir og Byr
sparisjóður um samrunaviðræður.
Þá er Kaupþing að taka SPRON og
Sparisjóð Mýrasýslu yfir og VBS
og Saga Capital eru einnig að ræða
samruna. bjorgvin@mbl.is
Sameining í pípunum
Eftir Björgvin Guðmundsson og
Silju Björk Huldudóttur
VIÐRÆÐUR bankastjórnar
Seðlabankans við æðstu yfirmenn
viðskiptabankanna þriggja í gær
snerust um hvort Seðlabankinn
ætti að setja eigið fé inn í bank-
ana, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. Vildi Seðlabankinn
þannig styrkja eiginfjárgrunn
þeirra á meðan þeir sigla í gegn-
um fjármálakreppuna.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins var ekki tekið sérlega
vel í þessa hugmynd. Íslenska
banka vanti ekki tilfinnanlega eig-
ið fé heldur greiðara aðgengi að
lausafé. Er þá helst mælst til þess
að Seðlabankinn veiti bönkunum
aðgang að erlendum gjaldeyri. Er
í því samhengi bent á aðgerðir
annarra seðlabanka, sem veiti
bönkum lánafyrirgreiðslu í er-
lendri mynt. Hugmyndir um slíkt
hafa ekki gengið hér á landi og
verið slegnar út af borðinu í
Seðlabankanum samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Telja sér-
fræðingar að lítið flæði af gjald-
eyri á markaðnum eigi sinn þátt í
að krónan hefur veikst. Það vanti
aðgang að gjaldeyri til að smyrja
gangverk fjármálakerfisins.
Í síðustu viku var tilkynnt um
að Seðlabanki Íslands væri ekki
aðili að samningi bandaríska
seðlabankans og seðlabanka Dan-
merkur, Svíþjóðar og Noregs um
aðgengi í dollurum. Í gær mátti
heyra að margir óttuðust um af-
drif krónunnar í dag og næstu
daga ef engar jákvæðar fréttir
berast. Er jafnvel talað um að það
muni hafa afdrifaríkar afleiðingar
fyrir fjölmarga einstaklinga og
fyrirtæki ef krónan lækkar enn
meira.
Vilja efla bankana
Fundir um aðgerðir í efnahagsmálum
stóðu fram á nótt í Seðlabankanum
Morgunblaðið/Golli
Farnir Davíð Oddsson ekur á brott frá Seðlabankanum með þeim Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen eftir stíf fundahöld í gærkvöldi.
MEÐAL þeirra sem mættu á fundinn í Seðlabankanum í gærkvöldi voru
Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórn-
arformaður bankans, og Gestur Jónsson lögmaður. Einnig mættu for-
ystumenn stjórnarandstöðunnar, þ. á m. Guðni Ágústsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. Fyrr um
kvöldið hafði forsætisráðherra fundað með Kjartani Gunnarssyni sem situr
í stjórn Landsbankans. Fundahöld stóðu yfir í allan gærdag og komu m.a.
bankastjórar Kaupþings á fund í forsætisráðuneytið.
Morgunblaðið/Golli
Mættir Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Þorsteinn Már Baldvinsson voru
meðal þeirra sem voru boðaðir á fund í Seðlabankanum í gærkvöldi.
Hersing boðuð í bankann