Morgunblaðið - 29.09.2008, Side 4
4 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru
borg. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel Corinthia Towers sem er glæsilegt fimm stjörnu
hótel. Bjóðum einnig frábær sértilboð á þriggja nátta helgarferð 2. október. Haustið í Prag
er einstakt og frábært að heimsækja borgina. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og
njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. aðeins
fá herbergi í boði á þessum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Prag
Frábær helgarferð eða 5 nátta lúxusferð!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
frá kr. 49.990
2. eða 5. október
Verð kr. 49.990
***** - 5 nátta lúxusferð
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morg-
unverði í 5 nætur á Hotel Corinthia Towers *****
með morgunmat. Sértilboð 5.-10. okt.
Verð kr. 49.990
- 3 nátta helgarferð
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morg-
unverði í 3 nætur á Hotel Ilf *** með morgunmat.
Sértilboð 2.-5. okt. Aukalega m.v. gistingu á Hotel
Pyramida **** kr. 5.000. Aukalega m.v. gistingu á
Holiday Inn Congress **** kr. 10.000.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
BJÖRN Bjarnason dómsmála-
ráðherra segir, í skriflegu svari til
Morgunblaðsins, að markmið starfs-
fólks ráðuneytisins sé að haga sam-
bandi við stofnanir ráðuneytisins á
þann veg að ekki sé ástæða til að
kvarta undan sleifarlagi eða athafna-
leysi. Hann ræður af máli Jóhanns R.
Benediktssonar, fráfarandi lög-
reglustjóra á Suðurnesjum, að hann
sætti sig almennt illa við þá sem hafa
yfir honum lögbundið afskiptavald.
Björn segir um lausn á fjárhagsvanda
lögreglustjóraembættisins að hann
geri skiptingu ráðuneytisins á milli
þriggja ráðuneyta að skilyrði fyrir til-
lögum um auknar fjárveitingar.
Jóhann R. Benediktsson gagnrýnir
dómsmálaráðuneytið og ráðherra
harðlega, meðal annars í viðtali við
Morgunblaðið í gær. Hann ræðir um
alvarlegan samskiptavanda við ráðu-
neytið og segir að barátta sín við það
sem hann telur ómálefnalega máls-
meðferð ráðherra og ráðuneytis hafa
dregið mátt úr lögreglunni. Dóms-
málaráðherra tilkynnti Jóhanni fyrr í
mánuðinum að ákveðið hefði verið að
auglýsa stöðu hans lausa til umsókn-
ar en skipað er í embættið til fimm
ára í senn.
Björn Bjarnason kannast ekki við
þessa lýsingu Jóhanns á samskiptum
hans við ráðuneytið. Hann segir með-
al annars um þetta í skriflegu svari til
Morgunblaðsins. „Allir, sem við mig
hafa samband eða ráðuneytið, fá
skjót viðbrögð. Að sjálfsögðu eru ekki
allar tillögur samþykktar en mark-
mið okkar í ráðuneytinu er að haga
sambandi við stofnanir ráðuneytisins
á þann veg, að ekki sé ástæða til að
kvarta undan sleifarlagi eða athafna-
leysi. Ráðuneytið er vel mannað,
metnaðarfullu starfsfólki, og hið
sama er að segja um embætti rík-
islögreglustjóra, en það virðist Jó-
hanni sérstakur þyrnir í augum. Af
máli hans má ráða, að hann sætti sig
því miður almennt illa við þá, sem
hafa yfir honum eitthvert lögbundið
afskiptavald.
Ég hef ávallt svarað Jóhanni hafi
hann sent mér orðsendingar og ávallt
tekið því vel, hafi hann óskað eftir
fundi með mér. Hann var til dæmis
meðal fyrstu gesta á heimili mínu,
eftir að ég kom af sjúkrahúsi í apríl
2007 og ræddum við þá lengi um per-
sónulega hagi hans og framtíð emb-
ættisins. Hafi barátta Jóhanns við
mig dregið úr krafti hans við að
stjórna embætti sínu, get ég ekki
annað en harmað, að hann hafi valið
sér það hlutskipti. – Varla er unnt að
kenna mér um það?“
Óvenjulegar kveðjur
Jóhann fer í viðtalinu þungum orð-
um um það sem hann nefnir tómlæti
ríkislögreglustjóra og segir að hann
hafi unnið gegn lögreglustjóranum á
Suðurnesjum og hamast í sér. Har-
aldur Johannessen ríkislögreglustjóri
birti stutta yfirlýsingu af þessu tilefni
í gær en vildi ekki svara gagnrýninni
að öðru leyti.
„Óvenjulegt er að lögregluforingi
kveðji samstarfsmenn sína til margra
ára með stóryrðum og hrakspám eða
líki lögreglustarfi við sandkassaleik,“
segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra.
„Skipulagsbreytingar hafa reynt á
hæfni og getu yfirmanna og hafa þeir
sýnt festu og áræði til að ná settum
markmiðum. Um þetta hefur verið
samstaða meðal allra lögreglustjóra.
Einn úr hópnum kýs nú að fara aðra
leið. Það er hans val,“ segir ríkislög-
reglustjóri og lætur þess getið, um
leið og hann óskar Jóhanni velfarn-
aðar á nýjum vettvangi, að hann telji
að kveðja hans sé lögreglustjóra ekki
samboðin.
Jóhann segir frá því í Morgun-
blaðinu að hann hafi í byrjun ágúst
fengið bréf frá ráðuneytinu þar sem
hann var, án skýringa, sviptur um-
boði til að sitja í stjórnarnefnd
Landamærastofnunar Evrópu,
FRONTEX. Björn segir í svari sínu
þegar hann er spurður um þetta að
ákvarðanir um setu manna í nefndum
séu iðulega teknar á þann veg, að
þeim sé tilkynnt það bréflega. „Ég
hef ekki kynnst því áður, að það sé
talið ámælisvert, að senda mönnum
bréf með tilkynningu um það efni.“
Björn segist hafa ákveðið að flytja
þetta verkefni inn í ráðuneytið og nú
sitji lögfræðingur þar í stjórnar-
nefndinni. „Og hef ég fengið skýrslu
frá honum en það er nýmæli fyrir
mig,“ bætir Björn við.
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu
um helgina nefnir Björn að breyt-
ingar hafi orðið á launakjörum lög-
reglustjórans á Suðurnesjum eftir að
sýslumannsembættið á Keflavík-
urflugvelli var lagt niður vorið 2008.
Björn segir í svari til Morgunblaðsins
að laun Jóhanns hafi lækkað við
þessa breytingu og Jóhann mælst til
þess við ráðuneytið að það beitti sér
gagnvart kjararáði í hans þágu.
„Ráðuneytið hefur sent erindi þess
efnis til kjararáðs, ef ég veit rétt. Nið-
urstaðan er óviss og ég tel, að af hálfu
ráðuneytisins sé best að eyða þessari
óvissu í eitt skipti fyrir öll og auglýsa
embættið til að ráðningarkjör lög-
reglustjórans séu skýr og augljós,“
segir hann.
Stjórnsýsluábyrgð skýrð
Það verður kynnt í síðasta lagi á
morgun hvernig forystu embættisins
verður háttað næstu þrjá mánuði en
auglýst verður eftir nýjum lög-
reglustjóra og skipað í embættið frá
1. janúar næstkomandi.
Spurður að því hvort tillögum frá-
farandi lögreglustjóra um fækkun
starfsfólks verði hrint í framkvæmd
eða hvernig séð verði til þess að end-
ar nái saman segir dómsmálaráð-
herra í svari í tölvupósti að ekki sé
unnt að taka á fjárhagsvanda emb-
ættisins til frambúðar án þess að
stjórnsýsluábyrgðin sé skýr. Sam-
hliða þeim uppskiptum á embættinu
milli þriggja ráðuneyta sem hann hef-
ur lagt áherslu á þurfi að fara ofan í
fjárhagsvandann og taka á honum.
„Ég hef sett það sem skilyrði fyrir til-
lögum frá mér um auknar fjárveit-
ingar, að þessi leið sé farin,“ segir
Björn Bjarnason.
Uppskipting er skilyrði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sameining Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri, Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri kynntu samein-
aða lögreglu á Suðurnesjum við athöfn í lögreglustöðinni í Keflavík í byrjun
árs 2007. Jafnframt staðfesti ráðherra skipurit lögreglunnar.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ræður af ummælum Jóhanns R. Benediktssonar um ráðuneytið og
ríkislögreglustjóra að hann sætti sig almennt illa við þá sem hafa yfir honum lögbundið afskiptavald
Í HNOTSKURN
»Lögreglan á Suðurnesjumvarð til 2007 með samein-
ingu lögreglunnar í Keflavík
og lögreglunnar á Keflavíkur-
flugvelli.
»Jóhann R. Benediktsson,sýslumaður á Keflavíkur-
flugvelli, varð lögreglustjóri
sameiginlegs liðs.
»Er dómsmálaráðherra til-kynnti Jóhanni að emb-
ættið yrði auglýst nú, ákvað
hann að sækja ekki um og ósk-
aði eftir að láta af störfum.
Lögreglustjórafélag Íslands lýsir
yfir eindregnum og óskoruðum
stuðningi við dómsmálaráðherra
og starfsmenn dómsmálaráðu-
neytis, segir í yfirlýsingu sem
stjórn félagsins sendi frá sér í
gær.
Í stjórn Lögreglustjórafélags
Íslands eru Kjartan Þorkelsson
sýslumaður og lögreglustjóri á
Hvolsvelli, en hann er formaður
félagsins, Ólafur K. Ólafsson
sýslumaður og lögreglustjóri í
Stykkishólmi, varaformaður,
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður og lögreglustjóri á Sel-
fossi, ritari, Sigríður B. Guðjóns-
dóttir vararíkislögreglustjóri,
gjaldkeri, og Lárus Bjarnason,
sýslumaður og lögreglustjóri á
Seyðisfirði en hann er með-
stjórnandi.
„Björn Bjarnason hefur eflt og
styrkt lögregluna og rétt-
arvörslukerfið í embættistíð
sinni og átt gott og náið sam-
starf við lögreglustjóra landsins.
Sama gildir um starfsmenn
ráðuneytisins, sem hafa af ósér-
hlífni lagt sig fram um að að-
stoða stofnanirnar í smáu sem
stóru. Á sama hátt hefur emb-
ætti ríkislögreglustjóra verið
boðið og búið þegar einstök lög-
reglustjóraembætti hafa þurft á
aðstoð að halda í hvaða formi
sem er. Lögreglustjórafélagið
harmar því þær illskeyttu og
persónulegu árásir sem ráðherra
og einstakir starfsmenn lög-
reglukerfisins hafa þurft að
sæta og kallar þess í stað á
málefnalegar umræður um starf-
semi lögreglunnar og skipulag
hennar,“ segir í yfirlýsingu Lög-
reglustjórafélags Íslands.
Lögreglustjórar styðja dómsmálaráðherra
LÆKNAR hvetja til þjóðarátaks til
að draga úr tóbaksnotkun. Í ályktun
aðalfundar þeirra er stungið upp á
því að eftir tíu ár verði tóbak ein-
ungis afgreitt gegn lyfseðli í apóteki.
Aðalfundur Læknafélags Íslands
vekur í ályktun athygli á því að hér á
landi geisar faraldur sem rekja má
til reykinga og dregur hundruð
manna til dauða á ári hverju. Fund-
urinn hvetur til þjóðarátaks til að
draga úr tóbaksnotkun á 15 árum.
Fundurinn leggur til að efnt verði
til sérstaks tóbaksvarnaþings þar
sem samhæfðar verði aðgerðir gegn
faraldrinum og er stjórn Lækna-
félags Íslands falið að boða til fyrsta
þingsins. Settar eru fram ýmsar til-
lögur til að ræða á þinginu.
Vakin er athygli á því að fækkun
bráðra hjartaþræðinga eftir laga-
setningu sem takmarkar óbeinar
reykingar sýni að verulegs ávinn-
ings megi vænta af aðgerðum til að
draga úr tóbaksnotkun.
Til að draga úr fjölda þeirra sem
hefja reykingar er lagt til að hækka
aldur þeirra sem kaupa mega eða
selja tóbak í 20 ár. Sala á tóbaki í
matvörubúðum verði stöðvuð strax,
síðar í sjoppum og á bensínstöðvum.
Innan fimm ára verði tóbaki ein-
göngu dreift í sérstökum tóbaks-
verslunum. Að tíu árum liðnum verði
svo tóbak einungis afgreitt gegn lyf-
seðli í apóteki og skilyrði þess að
læknar skrifi út slíkan lyfseðil verði
að sjúklingur hafi sjúkdómsgrein-
inguna tóbaksfíkn og að ákveðin
meðferðarúrræði hafi verið reynd og
brugðist.
Lagt er til að útsöluverð á tóbaki
verði hækkað, til dæmis um 10% á
ári, og forvarnafræðsla í skólum
efld.
Jafnframt eru lagðar fram hug-
myndir um það hvernig megi að-
stoða þá sem ánetjast hafa tóbaki og
geta ekki hætt, meðal annars með
bættum meðferðarúrræðum og inn-
lögnum á sjúkrastofnanir.
Tóbak verði aðeins
afgreitt gegn lyfseðli
Læknafélag Íslands hvetur til þjóðarátaks gegn tóbaksnotkun
Morgunblaðið/Ómar
Fíkn Læknar vilja aðstöðu til tób-
aksmeðferðar á sjúkrastofnunum.