Morgunblaðið - 29.09.2008, Side 10
10 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Misheppnuð markaðsvæðing?var fyrirsögn á fréttaskýr-
ingu Björns Jóhanns Björnssonar
hér í Morgunblaðinu á laugar-
dag, þar sem fjallað var um
hversu fáir orkunotendur hafa
skipt um orkusala frá því að ný
lög tóku gildi á raforkumark-
aðnum.
Sennilegahefði verið
með öllu óhætt
að sleppa spurn-
ingarmerkinu í
fyrirsögninni,
því af þeim upp-
lýsingum að
dæma, sem fram
komu í fréttaskýringunni, virðist
markaðsvæðingin misheppnuð
með öllu.
Innan við 1% af öllum notendumnýtti sér heimildina til þess að
skipta á síðasta ári, enda kemur
fram að fjárhagslegur ávinn-
ingur notenda af því að skipta er
svo lítill, að hann er augsýnilega
ekki fyrirhafnarinnar virði eða í
besta falli 2 til 3 þúsund krónur
fyrir venjulegt heimili.
Sigfús Þórir Guðlaugsson, raf-veitustjóri hjá Rafveitu Reyð-
arfjarðar, telur vandann vera
frekar litla samkeppni í heild-
sölu. Þar séu fáir stórir aðilar á
markaðnum og þyrftu að vera
fleiri.
Og Henný Hinz, hagfræðingurhjá Verðlagseftirliti ASÍ,
spyr réttilega hvers vegna eng-
inn söluaðili á þessum markaði
hafi séð sér hag í því að lækka
verðið þannig að það klárlega
borgi sig fyrir fólk að flytja við-
skipti sín. „Vilja raforkusalar
ekki nýja viðskiptavini?“ spyr
Henný.
Er það nema von að menn veltiþví fyrir sér hvort samkeppni
sé bara stundum af hinu góða?!
STAKSTEINAR
Samkeppni góð, stundum!
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
""#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$ $ $
$ $ $ $
$
$
$
$
$$
*$BC
!"! #! $
!
!%"!&'! !
!
*!
$$B *!
% &
'"!
"&"!
(
)! *)
<2
<! <2
<! <2
%(!'
"+
# ,"- ).
CD$ -
<
() *! !
+ ,!"!%! $!
*
! "!%- !" "!+
( *!.
! *! /
$!
0
1
! &
!2' ! 62
*!+ )
1!"! 1!
!%!!"
,!"!!
. *&!3 /0 " ")11 )!" "2) )"+
#
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
FORSVARSMENN Landsvirkjunar
og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
í Reykjavík (RIFF) undirrituðu í
gær samstarfssamning þar sem
Landsvirkjun tekur að sér að
verða sérstakur styrktaraðili sér-
viðburðar hátíðarinnar sem ber yf-
irskriftina: Hátíð um allt land.
Samstarfið felur það í sér að
kvikmyndahátíðin fer á flakk um
landið og verður bíógestum á Ak-
ureyri, Ísafirði, Seyðisfirði og Sel-
fossi gefinn kostur á að sjá valdar
myndir af hátíðinni.
Hrönn Marinósdóttir, fram-
kvæmdastjóri RIFF segir mjög já-
kvætt að geta fært hátíðina út fyr-
ir borgarmörkin og til landsmanna
víða um landið. Þó áður hafi verið
sýndar myndir kvikmyndahátíð-
arinnar úti á landsbyggðinni hafi
það ekki verið gert á svona mörg-
um stöðum eins og nú verði gert.
,,Þetta er vonandi samstarf sem
hægt er að efla á hverju ári,“ seg-
ir hún.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík hófst síðastliðinn
fimmtudag og stendur til 5. októ-
ber. Þetta er í fimmta sinn sem há-
tíðin er haldin og fer hún vaxandi
ár hvert. Á heimasíðu hátíð-
arinnar, www.riff.is, er hægt að
lesa sér til um myndirnar sem
sýndar verða og höfunda þeirra.
omfr@mbl.is
RIFF á flakk um landið með valdar myndir
Landsvirkjun styrkir sýningar mynda
á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni
Ánægð Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, og Hrönn
Marinósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF, við undirskrift samningsins.
Eftir Birnu G. Konráðsdóttur
Borgarfjörður | Í rigningunni sem
dunið hefur yfir menn og málleys-
ingja undanfarna daga eru kannski
missjafnlega mörg úrræði til að
koma sér undan vætunni. Þessi
heimaalningur, sem varð á vegi
blaðamanns, var ekkert í vandræðum
með hlutina. Hann tók sig út úr
kindahópnum og tók sér stöðu uppi á
tröppum á bænum, undir þakskegg-
inu. Þar rigndi ekki eins mikið og úti
á víðáttunni. Ekki var fögnuður hús-
ráðenda eins mikill enda sést að
lambið hefur ekki haft fyrir því að
hverfa afsíðis til að gera stykki sín.
Bændur í sumum hlutum Borg-
arbyggðar neyddust til að fresta leit-
um um helgina vegna vatnsaga. Séð
verður til hvernig veður skipast í lofti
eftir viku.
Gífurlegar rigningar hafa verið í
Borgarfirði, sem víðar á landinu,
undanfarna daga. Mikið vatn er í öll-
um lækjum og ám og illfært yfir,
bæði mönnum og skepnum. Gil eru
yfirfull af vatni og getur beinlínis
verið lífshættulegt að lenda þar ofan
í. Þar sem svo háttar til að þarf að
fara yfir ár eða gil til að koma fé til
byggða er ekki fýsilegt að fara í leitir.
Ljósmynd/Birna G. Konráðsdóttir
Skjól Heimaalningurinn gerði sig heimakominn við dyrnar í leit að skjóli.
Lambið leitaði skjóls
undan rigningunni
Grímsey | Sóknarprestur Grímseyinga, séra Magnús
Gunnarsson á Dalvík, lét sig ekki muna um að sigla í
sex klukkustundir með nýju ferjunni í Grímsey, Sæ-
fara, fram og til baka, til að halda barnamessu í Mið-
garðakirkju sem stóð í 45 mínútur.
Þetta var ljúf hádegisstund og full mæting hjá
Grímseyjarbörnum. Þau hlustuðu áhugasöm þegar
séra Magnús fræddi þau og sungu af innlifun þegar
hann settist við orgelið og lék ýmsa barnakirkju-
söngva. Það er alltaf mikil tilbreyting fyrir börnin í
Grímsey þegar þau fá tækifæri til að sækja barna-
messu.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sex tíma á sjó fyrir barnamessu
ELDUR kom upp í 18 tonna báti á
Húnaflóa klukkan hálffimm á
laugardag. Þrír menn voru um
borð í bátnum.
Björgunarskipið Húnabjörg á
Skagaströnd var kallað út og sjálf-
boðaliðar í björgunarsveitum á
Hvammstanga og Drangsnesi voru
í viðbragðsstöðu. Mönnunum sem
voru um borð tókst að slökkva
eldinn og Húnabjörg tók hann því
næst í tog til hafnar. Að sögn lög-
reglunnar á Blönduósi slasaðist
enginn.
Björgunarskip Skipið Húnabjörg
frá Björgunarsveit Skagastrandar.
Eldur í báti
á Húnaflóa