Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 16
daglegtlíf
Morgunblaðið/Bergþóra Njála
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Brosandi andlit, alúðlegtviðmót og einstök þjón-ustulund innfæddra mæt-ir hvarvetna erlendum
gestum sem skolar á strendur Taí-
lands. Fáfróður hallast maður að
því að þar eigi heimspeki Búdda
hlut að máli – í öllu falli nær þessi
hlýja alla leið að hjartarótum freð-
ins ferðamanns frá Íslandi.
Og það er líka hlýtt hið ytra í
Taílandi, enda staðsett í miðju hita-
beltinu. Um þessar mundir er rign-
ingartímabilið í algleymingi og hita-
stigið yfir daginn 30-35°C.
Rigningarnar láta þó helst á sér
kræla í formi stuttra úrhellisskúra,
tvisvar, þrisvar sinnum yfir daginn,
sem einfalt er að standa af sér und-
ir skjóli þakskeggs eða sólhlífar.
Höfuðborgin Bangkok kemur fyr-
ir sjónir sem undarleg blanda aust-
urs og vesturs. Í verslunum við og á
gangstéttum bjóða sölumenn fram
varning sinn, s.s. tilbúinn mat sem
heimamenn kaupa gjarnan á næsta
götuhorni, vatn í flöskum sem eng-
inn getur verið án, blómafestar og
ýmiskonar smávörur. Á hverju
horni má svo komast í hefðbundið
taílenskt nudd fyrir smáaura.
Seven-Eleven-verslanir sem alls
staðar ber fyrir augu stinga nokkuð
í stúf við þessa götumynd sem og
fleiri vestræn merki sem fordóma-
fullur Íslendingur tengir lítt við as-
ískt götulíf.
Á hinn bóginn gera stórar, loft-
kældar verslunarmiðstöðvar á borð
við MBK, Siam og Emporium sig
gildandi í borgarmyndinni. Ferða-
maður sem ranglar þangað inn gæti
allt eins verið kominn í eitthvert af
stórmollunum í Bandaríkjunum – í
öllu falli eru vörumerkin þau sömu,
hvort heldur er í fatnaði (Guess,
Levi’s, Karen Millen o.fl.) eða í raf-
tækjum (Sony, Mac o.fl.) Sömu
merki má reyndar oftast finna á
næturmörkuðunum sem opnir eru
til miðnættis fyrir lítið fé (ekki
gleyma að prútta) en kaupandinn
getur þá aðeins verið viss um eitt –
að um ódýrar eftirlíkingar sé að
ræða.
Evrópsk höll með asísku þaki
Að fara til Bangkok án þess að
skoða höllina (Grand Palace) og
Wat Pra Kaew-hofið (Temple of the
Emerald Buddha) sem Rama I
kóngur lét byggja 1782 jafnast á við
að fara til Egyptalands og láta hjá
líða að heimsækja pýramídana.
Höllin og hofið eru með sanni mið-
punktur trúariðkunar í Taílandi og
eins og títt er um slíkar byggingar
eru hofið og höllin ríkulega skreytt
með gulli, glitrandi steinum, skraut-
legum útskurði og litríkum fresk-
um.
Hallar- og hofsvæðið er 210 þús-
und fermetrar að stærð en á því er
að finna nokkrar trúarlegar og kon-
unglegar byggingar sem hafa mis-
munandi hlutverk. Þannig er sjálft
búddalíkneskið, sem hofið dregur
nafn sitt af, varðveitt í einni bygg-
ingunni og í öðru eru helgustu rit
taílenskra búddista. Hér og þar má
reka augun í styttur og líkneski af
fílum og öðrum goðsagnarverum og
einhverjar þeirra virðast vera gest-
ir á þessu litríka svæði, s.s. kín-
verskir drekar, ljón og stríðsmenn.
Leiðsögumaðurinn upplýsir að
þetta sé haft þarna fyrir fjölmarga
kínverska innflytjendur í Taílandi.
Svipaða málamiðlun má finna í
byggingarstíl margra hallarbygg-
inganna. Þegar þær voru byggðar
var Rama kóngur undir áhrifum frá
Evrópu og fyrirskipaði að höllin
yrði byggð í stíl við helstu glæsi-
byggingar kollega hans á Vest-
urlöndum. Arkitektar hans sann-
færðu hann þó um að ekki væri rétt
að kasta taílenskri byggingarhefð
fyrir róða sisvona svo útkoman varð
evrópskar byggingar með hefð-
bundnum taílenskum þökum.
Fleiri fræg hof eru vel þess virði
að heimsækja, s.s. Wat Po og Wat
Arun, sem bæði eru í göngu-
Kraumandi blanda
austurs og vesturs
Menning Við Erawan-skrínið safnast saman fjöldi manns og þessar stúlkur
taka sporið fyrir gesti að hindúasið við undirleik lifandi tónlistar.
Trúarmiðja Wat Pra Kaew-hofið, sem í raun er á sömu lóð og aðalhöllin Bang-
kok. Þetta 210 þúsund fermetra svæði hefur gríðarmikið aðdráttarafl fyrir
ferðamenn en á því eru nokkrar trúarlegar og konunglegar byggingar.
Það er varla annað hægt en að gjalda líku líkt og brosa til heimamanna þegar
ferðast er um Taíland. Landið býr yfir undarlegum andstæðum austurs og vesturs
sem kristallast einna best í iðandi stórborginni Bangkok.
Fyrir óreynda ferðamenn í Bang-
kok er einfaldast og tiltölulega
ódýrt að taka leigubíla til að koma
sér milli staða. Innfæddir leggja
áherslu á að maður samþykki ekki
annað en að bílstjórinn setji öku-
mælinn í gang en reynslan sýnir
að þá er hætta á að hann leggi á
sig og farþegana ýmiskonar
krókaleiðir til að drýgja tekjurnar.
Best gæti því verið að semja um
verðið fyrirfram, þótt ljóst sé að
það verði nokkru hærra en heima-
menn þurfa að gjalda.
Önnur samgönguleið, sem allir
ættu að prófa einu sinni a.m.k., er
tuktuk, vélknúnir þríhjóla aksturs-
vagnar sem taka tvo til fjóra far-
þega. Semja þarf fyrirfram um
verð sem oftast er á bilinu 30-50
baht, eða um 70-120 krónur. At-
hugið þó að ökumenn þessara far-
artækja aka margir hverjir heldur
glæfralega auk þess sem Bang-
kokmengunin getur orðið yf-
irþyrmandi í opnum vagninum.
Engu að síður er ein slík ferð
nauðsynleg og skemmtileg viðbót
í reynslubankann.
Fljótlegast og tiltölulega ein-
föld leið er svo Himnalest
(Skytrain) þeirra Bangkokbúa,
lest sem í stað þess að vera neð-
anjarðar hefur verið byggð á braut
ofan við borgina. Sem stendur er
búið að leggja tvær línur fyrir
lestina en sú þriðja ku vera í
smíðum.
Tuktuk, taxi eða himnalestin
Vilji menn komast í snertingu við
daglegt líf heimafólks er óhætt að
mæla með því að þeir vakni ein-
hvern daginn rétt fyrir sólarupp-
rás eða um kl. sex og rölti út á
götu. Á hverjum morgni ganga
búddamunkar um stræti borg-
arinnar með fat eða skál í hendi og
taka á móti matargjöfum og blóm-
um frá almenningi. Matnum deila
þeir svo með þeim félögum sínum í
klaustrinu sem eiga ekki heim-
angengt að morgni vegna elli eða
krankleika.
Taílenskir búddamunkar borða
fasta fæðu aðeins einu sinni á dag,
fyrir hádegi, en eftir hádegi mega
þeir eingöngu drekka vökva.
Þetta gera þeir til að læra að
„halda aftur að áfergju sinni“ eins
og einn leiðsögumaðurinn orðaði
það. Og vegna skírlífisheita munk-
anna verða konur að forðast í
lengstu lög að snerta þá, jafnvel
fyrir slysni. Munkurinn getur þá
lent í vandræðum gagnvart fé-
lögum sínum í klaustrinu og þurft
að svara fyrir atvikið.
Eftir að búið er að færa munk-
unum gjafir er tilvalið að rölta um
göturnar og fylgjast með morg-
unverkum sölumannanna sem eru
að koma varningi sínum fyrir, sjá
heimamenn gæða sér á rjúkandi
heitum morgunmat við gangstétt-
irnar og halda svo út í einhvern al-
menningsgarða Bangkokborgar.
Þá nýta innfæddir sér morguns-
árið til ýmiskonar líkams- og hug-
arræktar s.s. hugleiðslu eða taí
chi-æfinga og blaðamaður gat
ekki betur séð en að hópur eldri
borgara æfði einhvers konar müll-
ersæfingar af kappi, þegar hann
átti leið hjá.
Einn stærsti og þekktasti garð-
urinn er Lumpini-garðurinn í mið-
borginni en fleiri garðar eru hér
og þar um borgina svo auðvelt ætti
að vera að finna einhvern sem er í
grennd við hótelið sem gist er á.
Bangkok í býtið
Dagrenning Á morgnana færir
fólk munkunum matargjafir.
Himnabarinn Þeir sem fara á barinn á 63. hæð State Tower-byggingarinnar
fá einstaka „glamúr“-upplifun um leið og þeir njóta útsýnis yfir borgina.
|mánudagur|29. 9. 2008| mbl.is