Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 17
595 10 00
www.heimsferdir.is www.vivacuba.se • www.cubatravel.cu
Vörður Tveir gullskreyttir stríðs-
menn varða jafnan innganga við
byggingar á hofsvæðinu.
fjarlægð frá hallarsvæðinu við ána.
Hindúar eiga einnig sín trúar-
svæði í Bangkok þótt í minnihluta
séu í borginni. Eitt frægasta lík-
neski þeirra, Erawan-helgiskrínið,
er staðsett á torgi í grennd við
helstu verslunarmiðstöðva-
samstæðu borgarinnar. Þegar
blaðamann bar þar að var mikill
hópur fólks þar staddur, sumir
ferðamenn í sömu erindagjörðum
og hann en aðrir að iðka trú sína
með því að brenna reykelsi og
leggja blóm framan við skrínið.
Sigling um Chaophraya-ána sem
liggur í gegnum borgina er góð leið
til að fá mynd af Bangkok. Ým-
iskonar bátar sigla þar fram og aft-
ur sem hluti af samgöngukerfi
borgarinnar og því einfaldlega hægt
að taka sér far með einum slíkum
til að komast á milli staða. Eins má
kaupa sér skemmtisiglingu fram og
tilbaka eftir ánni og á sumum bát-
unum er boðið upp á margréttaðan
kvöldverð meðan á siglingunni
stendur.
Þeim sem óska eftir annars konar
sjónarhorni á sama svæði má benda
á Sirocco Skybar, sem er á 63. hæð
State Tower, við ána. Þar uppi, við
ljósum prýddan bar undir berum
himni og lifandi djasstónlist í eyr-
um, má dreypa á kokteilum að
kvöldlagi með stórfenglegt útsýni
yfir borgina. Ógleymanlegt fyrir þá
sem reyna.
þyrfti nú ekki að fara eftir þessum
útivistarreglum og börnin hans ekki
heldur. Í dag líta foreldrar á þetta
sem sjálfsagðan hlut,“ segir Eiður.
Á árum áður hafi lögreglan þurft að
hafa afskipti af mörgum börnum en
nú séu þetta kannski fjögur börn á
kvöldi í yfir 20 þúsund manna
hverfi. Ásdís segir foreldrum ekki
heimilt að lengja útivistartímann:
„En þau mega stytta hann,“ segir
hún. „Þetta er ekki útivistar-
skylda!“ botnar samstarfsfélagi
hennar. „Þú þarft ekki að vera úti
til tólf.“
Halda börnum frá afbrotum
Foreldrar eru að
sögn Ásdísar al-
mennt ánægðir
með öll af-
skipti lög-
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Útivistarreglurnar erubundnar í barnavernd-arlög. Þetta er til aðvernda börn, eins og ég
segi alltaf við krakkana, ekki til að
vera vond eða leiðinleg við þau,“
segir Ásdís Haraldsdóttir við blaða-
mann sem er staddur á forvarn-
ardeild í lögreglustöðinni á Hverf-
isgötu en Ásdís er svæðis-
lögreglumaður í Laugardal og
Háaleiti. Undir orð hennar tekur
Eiður H. Eiðsson, lögreglufulltrúi
svæðisstöðvar I og forvarna: „Regl-
urnar eru ekki í hegning-
arlögum heldur í barna-
verndarlögum.“
Þau vinna að mál-
efnum barna og ung-
menna og meðal verk-
efna er að framfylgja
útivistarreglum.
Ávinninginn segja
þau ótvíræðan og
margvíslegan. Einna
mikilvægast sé að
börn forðist hættuna
því tölur sýni að
börn brjóti helst af
sér þegar útivist-
artími er liðinn og
eins séu meiri líkur á
að hættulegt fólk sé á
ferli á kvöldin. Þau
sleppi auk þess við
skrekkinn þar sem þau
séu oft orðin þreytt eftir
langan dag og bregðist því
seinna við ef eitthvað kemur
upp á. Nægur svefn sé þeim
líka mikilvægur fyrir næsta
skóladag.
„Þegar það er farið
að skyggja á kvöldin er það ekkert
umhverfi fyrir börnin að vera úti.
Það eru færri á ferli sem fylgjast
með barninu og kannski fleiri ein-
staklingar sem eru t.d. undir áhrif-
um. Það er bara hættulegt umhverfi
fyrir börn seint um kvöld eða á
nóttunni,“ segir Ásdís. Sem svæð-
islögreglumaður hefur hún eftirlit
með sínu hverfi og á samskipti við
ýmsa þar, m.a. í heimsóknum í
skóla.
Síðustu tvö árin hefur forvarn-
ardeildin einnig sent út kynning-
arbréf um reglurnar til foreldra
grunnskólabarna og hafa þessi
áminningarbréf mælst vel fyrir.
„Ég hef fengið þakkarbréf frá for-
eldrum,“ upplýsir Eiður léttur í
lund. Hann hefur gegnt ýmsum
störfum innan lögreglunnar en hann
segir forvarnarstarfið það þakklát-
asta og í þeirra deild ríki jákvæðið.
Eiður segir árangurinn af starfi
deildarinnar gríðarlegan. Mikil
breyting hafi orðið í þessi þrettán
ár sem hann hefur starfað við þetta.
„Ef maður kom á fund um þessi mál
fyrir 13-15 árum stóð alltaf einhver
upp og gortaði sig af því að hann
reglunnar, einhverjir hafi reyndar
kvartað undan því að útivistartím-
inn sé of langur á sumrin. Þau Eið-
ur viðurkenna að þau séu í nokkru
uppeldishlutverki en minna þó á að
forvarnir byrji alltaf heimafyrir.
Lykilatriði sé að foreldrarnir standi
saman. „Það er svo erfitt fyrir mig
sem foreldri ef þú leyfir þínum
börnum að vera úti. Ef allir virða
þær er mjög auðvelt að fara eftir
þeim,“ segir Eiður.
Besta mælikvarðann á starf sitt
og forvarnargildið segja þau að inn-
an útivistarrammans haldist börn
einnig frá afbrotum. „Tölfræðin
sýnir að afbrot barna og ungmenna
eru langflest eftir að útivistartíma
þeirra á að ljúka,“ segir Eiður og
bætir við að þau sjái auðvitað dökku
hliðarnar, þau hitti aftur og aftur
sömu krakkana úti á kvöldin og
komi mörgum á réttan kjöl. Ein-
staklega gefandi sé að hitta skjól-
stæðinga sína, sem þau nefna svo, í
góðum málum.
Sírenuvæl berst inn í lögreglu-
stöðina eins og til að minna á að það
sé hættulegt „þarna úti“. Er það
svo? Þau eru sammála um að frétta-
flutningur gefi dökka mynd af mál-
um en vakning hafi orðið á meðal
foreldra um mikilvægi þess að virða
útivistartímann. Svo séu börn ein-
faldlega góð.
Hættulegt umhverfi á kvöldin
Samvinna „Við erum að
passa ykkur – og okkur
er ekki sama,“ eru
skilaboðin sem Ásdís
Haraldsdóttir og Eið-
ur H. Eiðsson senda
til barna.
Morgunblaðið/Arnaldur
Barnauppeldi Reglur um útivistartíma gilda ekki bara fyrir minnstu krílin og er ávinningurinn af því að fylgja þeim eftir ótvíræður.
Löggan er að leita! kvisaðist út um hverfin í
„gamladaga“ og göturnar tæmdust. Nú er öldin
önnur og fá börn á ferli eftir að útivistartíma lýkur,
að sögn lögreglunnar.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hverjar eru útivistarreglurnar?
Samkvæmt barnaverndarlögum
mega börn, 12 ára og yngri, ekki vera
á almannafæri eftir kl. 20 nema í
fylgd með fullorðnum. Börn 13-16 ára
skulu ekki vera á almannafæri eftir kl.
22, enda séu þau ekki á heimferð frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu. Frá 1. maí til 1.
september lengist útivistartími barna
um tvær klukkustundir. Aldurs-
takmark miðað við fæðingarár en ekki
fæðingardag.
Hvernig er reglunum framfylgt?
Lögreglan hefur eftirlit með útivist-
artímum alla daga og keyrir börn
heim ef reglur eru brotnar. Forvarn-
ardeild lögreglunnar sér líka um svo-
kallaðar athvarfsvaktir, í samvinnu við
íþrótta- og tómstundasvið Reykjavík-
urborgar (ÍTR) og þjónustu-
miðstöðvar. Þá keyra fulltrúar lögregl-
unnar um hverfin og ef upp kemst um
brot á útivistartíma eða ölvun á ung-
mennum eru krakkarnir teknir í at-
hvarf og foreldrar látnir sækja þá. For-
eldrar fá að ræða við fulltrúa ÍTR og
þjónustumiðstöðva og fá bækling í
hendur þar sem þeir fræðast t.d. um
hvert þeir geta leitað ef þeir eru í
vandræðum.
Mikið aðhald er líka í eftirliti for-
eldra sem nefnt er foreldrarölt. Að
sögn lögreglumannanna eflir það
samkennd með foreldrum og þeir sjá
hverfið sitt í nýju ljósi.
Eigum við að bregðast við?
Hinn almenni borgari á ekki að hafa
afskipti af börnum sem brjóta útivist-
arreglur, nema þeim sé hætta búin.
S&S