Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 25
fallegt heimili með góðu útsýni yfir
sjóinn sem var mjög mikilvægt fyrir
afa. Eins nutu þau góðrar þjónustu
og liðsinnis starfsfólksins þar.
Ég vil kveðja elsku ömmu með
þessum orðum og þakka henni fyrir
að hafa fengið að njóta nærveru
hennar í gegnum lífið.
Bjarni Ómar Ragnarsson.
Ég átti tregafull spor er ég kom og
kvaddi þig, amma mín, þegar símtal
hafði borist um að komið væri að
leiðarlokum. Kallið er komið og
langri lífsgöngu lokið hjá þér, elsku
amma mín. Anítu minni þótti líka
leitt að þú værir orðin of heilsulítil til
að geta komið í brúðkaupið þeirra
Ödda, sem var þann 8. ágúst sl.
Í huga mér streyma fram yndis-
legar minningar, því vart var hægt
að hugsa sér meiri höfðingja heim að
sækja. Heimili ykkar Óla afa, hvort
sem var á Laugateignum eða á
Brúnavegi stóð okkur alltaf opið og
samgangur mikill innan fjölskyld-
unnar. Ófáar veislurnar voru haldn-
ar hjá ykkur og margir samankomn-
ir flesta tyllidaga því sterk voru
fjölskyldutengslin, sbr. jólaböll ætt-
arinnar í slysavarnahúsinu ofl.
Þið áttuð einstaklega fallegt heim-
ili og þegar ég var lítil hugsaði ég oft
að svona fallegt vildi ég að mitt
heimili yrði seinna meir.
Þau gerðust ekki flottari jólaboð-
in, þorraveislurnar eða hvaða við-
burður sem til stóð hjá ykkur, enda
hlaðborð af krásum og höfðinglega
tekið á móti öllum sem litu inn.
Amma var líka svo mikill fagur-
keri. Sama hvort það var innan
veggja heimilisins, í garðinum, bú-
staðnum eða í einstakri handlagni
við listsköpun. Bera því vitni mörg
falleg verk sem hún hefur m.a.
saumað út eða málað.
Þið afi fluttuð svo að Hrafnistu í
Hafnarfirði árið 1986, þar sem þið
bjugguð jafn fallega um ykkur á 5.
hæðinni, með útsýni út á sjóinn og í
átt að Garðahverfinu. Afa
hefur nú þótt vænt um það, því
hann gat næstum séð út að Hausa-
stöðum til æskuheimilis síns og Ólu
og Valla fóstursystkina sinna. Afi
lést svo árið 1989
sem var ömmu mjög þungbært.
En sama hvar var, þá skapaði hún
sér alltaf einstaklega fallegt og hlýtt
umhverfi, sem notalegt var heim að
sækja.
Um tíma naut ég þess að fá að búa
hjá afa og ömmu í kjallaranum á
Brúnavegi, og verður ekki með orð-
um lýst öllum hugljúfu minningun-
um sem streyma fram í hugann.
Amma var alltaf fín og vel til höfð
hvar sem hún var eða fór. Hún
stappaði stálinu í 17 ára unglinginn,
sagði mér að hugsa einhvern tímann
um sjálfa mig, kaupa mér kápu eða
eitthvað í stað þess að hugsa alltaf
um aðra fyrst.
Með einskærri virðingu og sökn-
uði vil ég og fjölskylda mín þakka
þér allar yndislegu stundirnar sem
við höfum átt með þér. Við vitum að
afi, Bjössi frændi og mamma og allir
Guðs englar taka vel á móti þér.
Minning þín mun alltaf lifa í hjörtum
okkar. Að lokum litla ljóðið mitt til
þín úr ljóðabókinni minni Ég man
þig.
Í örmum afa og ömmu,
var gott að vera til.
Í heimahögum mömmu,
fann umhyggju og yl.
Það er svo margt að þakka,
þó orðin skorti þá.
Í þessum litla pakka,
vil reyna ef ég má.
Með einlægum samúðarkveðjum
til ykkar, elsku Sigga, Gerður og
fjölskyldan öll. Elsku amma, góða
ferð, og takk fyrir allt
Þín.
Elín Birna, Ómar og Valgeir.
Aníta, Örnólfur, Bjarki Dagur
og Ómar Örn.
Elsku besta amma mín var alltaf
falleg innst sem yst. Ég minnist
hennar með stolti, virðingu og hlýju.
Var hún mikill forkur, var stjórnandi
á stórum vinnustað. Vann ég nokkur
sumur undir hennar leiðsögn. Hafði
hún einstaklega gott lag á að virkja
alla á jákvæðan hátt. Það var alltaf
jafn skemmtilegt og gaman að koma
til afa og ömmu; ekki fáar minning-
ar. Þau bjuggu sér einstaklega fal-
legt heimili með miklum myndar-
skap. þar var aldrei í kot vísað þó
marga munna væri að seðja. Er þau
fluttu á Hrafnistu varð engin breyt-
ing á, alltaf vorum við jafn velkomin
og tekið frábærlega á móti mér og
minni fjölskyldu. Vil ég að lokum
kveðja góða konu með ljóðum úr
gamalli ljóðabók sem hún gaf mér.
Blessuð sé þín góða minning,
elsku amma mín.
Öll mín liðin ævistig
eru í veður fokin.
Sá er hingað sendi mig,
sér um ferðalokin
(Eggert Norðdahl frá Hólmi.)
Lífið er ekki leikur,
lífið er alvörumál.
Lundin og viljinn er veikur,
viðkvæm og hverflynd er sál.
Lífið er sumar og söngur
og sólskin á æskunnar stund.
Sá vegur er vandfarinn, þröngur,
sem veitir oss himneska grund.
Lífið er upphaf, þess endir
í óljósri dagsbirtu sést.
Lofðung sá, lífið oss sendir,
leiðir og stjórnar oss best.
Lífsandi mannanna lifir,
þótt líkaminn falli í gröf.
Lífið það undrar sig yfir
eilífri kærleikans gjöf.
(Guðlaug Ásmundsson frá Lyngum.)
Hildur Lind Árnadóttir.
Okkur langar að
minnast elskulegrar
ömmu okkar, hennar
ömmu Siggu, sem andaðist 17. sept-
ember sl. Þó svo að okkur hafi verið
ljóst hvert stefndi þá er erfitt að
horfast í augu við það að amma sé
nú horfin yfir móðuna miklu.
Amma Sigga var einstök kona.
Hún var nákvæm, eftirtektarsöm,
hjartahlý, listræn, frásagnarglöð og
mikill húmoristi. Þegar við systk-
inin vorum yngri var fátt eins
skemmtilegt og að fara í heimsókn
Sigríður Ingibjörg
Kristinsdóttir
✝ Sigríður Ingi-björg Krist-
insdóttir fæddist á
Hofi í Vatnsdal 24.
apríl 1925. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Grund 17.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 24.
september.
til ömmu Siggu í
Reykjavík. Við feng-
um þá að kíkja með
henni í vinnuna, feng-
um kók og hraunbita,
sem hún átti ætíð til,
og síðast en ekki síst
fengum við að heyra
ævintýrið um Smjör-
bítil og Gullintanna
sem hún sagði okkur í
óteljandi skipti, og við
fengum aldrei nóg af.
Í seinni tíð eru það
listaverkin hennar,
frásagnir af fortíðinni
og skiptibókamarkaður hennar og
okkar systranna á bókum úr Rauðu
seríunni sem standa upp úr, ásamt
þeim góðu og skemmtilegu stund-
um sem við áttum svo oft með henni
á Minna-Mosfelli.
Amma Sigga hafði mikinn áhuga
á ljóðum eins og ríkt er í ættinni og
gerði sjálf fallegar vísur sem hún
sendi okkur oft í afmælis- og jóla-
kortum. Okkur finnst nú eiga vel
við lokaerindið úr ljóði sem föður-
amma hennar og nafna, Sigríður
Hjálmarsdóttir frá Haugsnesi, orti
til sonar síns fyrir 100 árum:
Ljúfust höndin lausnarans
líkni öndu þinni,
leystri af böndum líkamans
lífsins strönd svo finni.
Minning ömmu Siggu mun alltaf
lifa í hjörtum okkar og við kveðjum
hana með þakklæti og söknuði.
Hanna Lilja, Sigríður Þóra og
Sigurður Már.
Þegar Valur frændi minn hringdi
til mín um hádegið á þriðjudaginn
og tilkynnti mér andlát móður sinn-
ar, brá mér mjög, ég hafði einhvern
veginn ekki gert mér í hugarlund að
komið væri að leiðarlokum hjá
henni Siggu móðursystur. Hún var
alltaf svo kát og lifandi, þó heilsan
hefði verið æði misjöfn í marga ára-
tugi.
Mínar fyrstu minningar um
Siggu eru úr pínulitlu húsi á Soga-
bletti 19 í Sogamýri sem síðar varð
Rauðagerði og nú er númer 79. Þau
Þorvaldur höfðu keypt þetta litla
hús og komu sér fyrir með tvö smá-
börn, byggðu síðan eitt herbergi við
þetta litla hús, eignuðust þriðja
barnið en svo barði ógæfan að dyr-
um og Eyjólfur, miðbarnið lést. Þau
hófu svo að byggja nýtt og stórt hús
á lóðinni sem fylgdi húsinu og flutt-
ust í það og með árunum fæddust
þeim tvö börn til viðbótar.
Er komið var að því að yngsti
sonurinn fermdist, lést Valdi (Þor-
valdur) úr krabbameini og því var
drengurinn fermdur viku síðar en
upphaflega var ákveðið. Sigga var
ákaflega myndarleg húsmóðir og
ævinlega er gesti bar að garði var
eins og hún væri göldrótt, alls kyns
kræsingar voru á borð bornar, eins
og fyrir galdra. Hún var ekki síður
myndarleg við alls konar sauma-
skap, sama hvort það var fatasaum-
ur eða fínasti útsaumur, allt lék í
höndunum á henni.
Það var alltaf mjög gott að koma
til Siggu ef mann vantaði góð ráð
við saumaskap, kökubakstur eða
eldamennsku. Ég minnist þess er
móðir mín lést að Sigga hringdi til
mín og spurði, hvort ekki ætti að
vera kaffi eftir útförina, bauðst svo
til að hjálpa mér við að útbúa með-
læti, bæði kökur og smurt brauð.
Ég þáði auðvitað aðstoðina með
þökkum og einnig er haldið var upp
á áttræðisafmæli föður míns. Sigga
dró ekki af sér við að hjálpa mér í
því og er ég viss um að fáir hafa
haft jafnyndislegan, mér liggur við
að segja kennara og ég hafði við
það.
Aldrei mátti tala um að gera eitt-
hvað fyrir hana í staðinn, við syst-
urnar Eva og ég fengum þó að
bjóða henni út í bæ í mat og nutum
við þeirra samvista og kaffisins
heima á Kópavogsbraut hjá mér í
botn. Fyrir fimm árum var Sigga í
orlofsdvöl með Reykjavíkurkonum
á sama tíma og ég var með Kópa-
vogskonum og orti hún þá afskap-
lega skemmtilegan brag um dvölina
og okkur konurnar sem hún flutti
sjálf í hljóðnemann á sviðinu og
höfðum við allar mjög gaman af.
Nú er hún Sigga farin í ferðina
miklu og veit ég að Valdi og Eyjólf-
ur taka á móti henni, ásamt svo
mörgum öðrum ástvinum sem farn-
ir eru og að henni líður örugglega
vel. Ég mun sakna hennar og verð-
ur örugglega oft hugsað til hennar,
við bakstur, kökuskreytingar eða
sauma- og prjónaskap, hún gaf mér
svo mikið.
Ég bið Guð að hugga syni henn-
ar, þá Sölva, Val, Þorvald og Hauk
og þeirra fjölskyldur. Minningin um
góða og ástríka móður, tengdamóð-
ur, ömmu, systur og frænku mun
lifa með okkur öllum um ókomin ár.
Birna Árnadóttir.
Kæri afi og langafi,
takk fyrir allt og allt.
Við munum sakna
þín en eins og Soffía
Líf segir: „Nú er sko orðið gaman
hjá guði“.
Ó, þú borgin mín björt,
kemur blóðinu ört
til að renna sem forðum það fékk.
Þá var leiftur í lýð,
eitt logandi stríð
yfir landið í eldinum gekk.
Nú er fjörið mitt frá
og mín fljóthuga þrá.
Ég er gamall og genginn úr lið.
Enginn glaumur og glans,
get ei fengið mér dans
og græt, er ég geng við þín hlið.
Hér við dönsuðum dátt,
hér var drukkið í sátt,
einnig elskað – og í orustur sótt.
Nú er hlátur í höll,
einnig hávaði og köll,
því að draugarnir dansa í nótt.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Sértu göfga gæddur þeim
að gleðja hrakta, smáða,
þú munt för í himin heim
hafa rósum stráða.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Kveðja,
Freyja og Soffía Líf.
Mig langar að minnast afa míns
með nokkrum orðum. Hann var ein-
stök og litrík persóna. Ævi hans var
mjög fjölbreytt, hann var vinamarg-
ur og hafði einstaka sýn á mörgum
hlutum. Afi var leiðbeinandi og
kennari í eðli sínu og var óspar á að
leiðbeina okkur sem í kringum hann
vorum. Hann notaði hvert tækifæri
til að kenna manni eitthvað. Algengt
var þegar maður hitti hann að hann
legði fyrir mann nokkrar gátur.
Flestar æskuminningarnar um
afa tengjast því að vera að gera eitt-
hvað með afa, þar sem hann var að
leiðbeina mér eða kenna mér eitt-
hvað gagnlegt. Ég minnist þess að
vera á skautum með afa, skíðum,
hestbaki, ferðalagi, að veiða, að
Sveinn Kjartan
Sveinsson
✝ Sveinn KjartanSveinsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
júní 1924. Hann lést
á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 11. septem-
ber síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Langholtskirkju 18.
september.
leysa verkefni (svara
stærðfræðigátum!).
Já hann var atorku-
samur hann afi, vildi
vera á ferðinni og að
gera eitthvað. Hann
hafði ótrúlega þolin-
mæði við að kenna
manni nýja hluti og
það var honum mjög
mikilvægt að maður
næði þeim hundr-
aðprósent. Mér fannst
þessar leiðbeiningar
og gátur ekki alltaf
mjög skemmtilegar
en kunni þeim mun betur að meta
þær þegar ég fór að eldast. Þá fór
ég að sjá að þetta var gert í góðum
tilgangi til þess að undirbúa mann
betur undir lífið sem framundan
var.
Síðar eru minningarnar tengdar
lærdómi um lífið og tilveruna. Hann
hafði áhuga á fólki og var forvitinn
um líðan og velferð fólks. Hann tal-
aði um jafna virðingu til allra og bar
hann mikla virðingu fyrir utan-
garðsfólki og minni máttar og lagði
ríka áherslu á það að slíkir væru
ekki minni persónur en aðrir. Hann
hafði mikinn áhuga fyrir allri list og
þá helst listamanninum og skoðaði
list með einstöku hugarfari. Að fara
á listasýningu með afa var einstök
upplifun, lærdómsrík og eftirminni-
leg reynsla.
Þau amma voru einstaklega óeig-
ingjörn á eigur sínar, alltaf var það
meira en sjálfsagt að fá lánaðan bíl-
inn, sumarbústaðinn, pening og
nánast hvað sem var. Húmorinn var
aldrei langt undan hjá afa og rættist
það sem hann sagði svo oft að húm-
orinn væri auðæfi sem aldrei yrðu
frá manni tekin. Hélt hann sínum
húmor allt til dauðadags. Gat hann
verið meinfyndinn án þess að segja
brandara! Hann var orðsnjall sögu-
maður og þótti gaman að segja
manni sögur af fólki eða stöðum.
Ákveðinn skuggi lá yfir lífi hans hin
seinustu ár, tengdur veikindum
hans, ætla ég ekki að minnast þess
né fjalla um hér. Ég er ánægð með
að hafa átt hann fyrir afa og að hann
skyldi hafa verið hluti af lífi mínu.
Hann hefur gefið mér svo mikið í
gegnum tíðina sem er svo dýrmætt
og einstakt. Gefið mér færni og
þekkingu sem hefur gert líf mitt
auðveldara og innihaldsríkara og
verð ég honum ævinlega þakklát
fyrir það. Hann var ástríkur og ein-
lægur maður sem ekki skammaðist
sín fyrir að gráta. Hann var fyrr á
tímum sterkur og vílaði ekki fyrir
sér að standa upp fyrir öðrum og
leggja eitthvað á sig til að létta öðr-
um lífið. Hann vildi vera réttlátur.
Ég hef ekki kynnst neinni mann-
eskju sem kemst í hálfkvisti við
hann nema ef vera skyldi hún amma
mín, lífsförunautur hans, hún gefur
honum lítið eftir í mikilfengleik.
Votta ég henni samúð mína og öllum
þeim sem sakna hans á þessari
stundu.
Inga Valborg Ólafsdóttir.
Þegar sá höfðingi Sveinn Kjartan
Sveinsson kveður þennan heim get
ég ekki annað en minnst hans með
þakklæti. Sveinn Kjartan og Inga
Valborg voru eðalvinir foreldra
minna og reyndust fjölskyldu minni
manna best þegar í harðbakka sló.
Er við bræður vorum að komast á
unglingsár útvegaði Sveinn í Völ-
undi, eins og hann var svo gjarnan
nefndur, okkur sumarvinnu í timbr-
inu. Það var bæði ánægjulegur og
lærdómsríkur tími. Að kynnast öll-
um gömlu körlunum, sem bæði voru
hafsjór af fróðleik og skemmtisög-
um, var dýrmæt reynsla fyrir
óharðnaða unglinga.
Þá minnist ég allra gæðastund-
anna hjá gestrisnu fjölskyldunni í
Sigluvogi og fjölmörgu reiðtúranna,
að og frá Sveinsstöðum, sem Sveinn
og Inga Valborg buðu okkur bræðr-
um að njóta af stakri reisn sinni.
Minning um góðan mann lifir.
Megi góður Guð vera með ykkur,
Inga Valborg, börn og fjölskylda
Sveins, og veita ykkur þann styrk
sem þarf.
Ólafur Hjálmarsson.
Þegar ég hugsa um Svein gamla
upplifi ég bara ást og þakklæti í
hjarta mínu. Það eru nú 26 ár liðin
síðan Sveinn, kaupsýslumaður og
heiðursmaður mikill, opnaði heimili
sitt fyrir þýskum ferðamanni með
bakpoka, gítar og hár niður á bak.
Upp frá þessu hef ég átt heima á
Íslandi. Sveinn kynnti fyrir mér
land og þjóð, uppfyllti drauma mína
um að fá að kynnast íslenska hest-
inum og kom fram við mig eins og
sinn eigin son.
Sveinn fór með kvæði fyrir mig á
íslensku og ég skildi ekki eitt ein-
asta orð. En samt hlustaði ég heill-
aður, því það er gott að leggja við
hlustir þegar fróður maður tekur til
máls.
Sveinn fékk mikið hláturskast
þegar ég kom inn eitt sinn og trufl-
aði bridgeklúbbinn hans og spurði:
„Having Fun?“ Og hann gafst aldrei
upp á að leiðrétta klaufalegar til-
raunir mínar til að tala íslensku.
Ég kveð hér mikinn mann með
stórt hjarta og sál, sem skilur okkur
eftir sannfærð um það að eingöngu
líkami hans er kominn að enda-
mörkum.
Mikið var ég heppinn að fá að
kynnast Sveini K. Sveinssyni.
Bernd Ogrodnik.