Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásthildur Guð-rún Gísladóttir Königseder fæddist í Reykjavík 23. júlí 1943. Hún lést á heimili sínu úr hjartaáfalli 13. sept- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gísla Hanssonar, f. 22.7. 1900, d. 30.5. 1948, og Guðrúnar Þórð- ardóttur, f. 25.2. 1903, d. 14.7. 1963. Ásthildur var yngst fjögurra systkina. Hin eru Þórð- ur, f. 24.1. 1929, d. 18.9. 1980, Þóra, f. 22.8. 1932, og Auður, f. 15.11. 1934. Fyrri eiginmaður Ásthildar var Ólafur Franz Mixa. Börn þeirra eru tvö: 1) Már Wolfgang Mixa, f. 6.2. 1965, kvæntur Kristínu Lofts- dóttur, f. 28.10. 1968. Börn þeirra eru Mímir, f. 26.1. 2003, og tvíbur- arnir Alexía og Sól, f. 24.1. 2006. 2) Halla Guðrún Mixa, f. 27.7. 1968. Seinni eiginmaður Ásthild- ar var Jörg Hermann Königseder og bjuggu þau í Austurríki. Þau eignuðust eitt barn, Jörg Albert Königseder, f. 2.3. 1978, í sambúð með Mirijam Wolfgruber. Sambýlismaður hennar til margra ára var Steinar Guð- mundsson. Síðasta ár ævi sinnar var hún í sambúð með Sigurði Kjartani Brynjólfssyni, sem lést skömmu á undan henni. Á yngri árum starfaði Ásthildur við ýmis skrifstofu- störf, meðal annars hjá RARIK, lækna- stofum og dagblað- inu Mynd sem var útgefið í nokkra mánuði. Var mynd af Ásthildi á forsíðu fyrsta tölublaðs þess, enda var hún glæsileg kona. Á seinni árum vann hún lengi við af- greiðslustörf og rekstur verslunar hjá Rauða krossi Íslands, aðallega á Land- spítalanum, en einnig við mat- reiðslu í mötuneytum og sem að- stoðarmanneskja á tannlækna- stofu. Eldamennska var líf og yndi Ásthildar, og var hún þekkt fyrir hana. Sú náðargjöf sem hún fékk í tengslum við hana var einstök og skipti þá litlu máli hvort um væri að ræða kökur, salöt eða aðra rétti. Það er ekki ofsögum sagt að hún hafi verið frumkvöðull hér á landi í tengslum við pastarétti, enda fylgdist hún vel með erlend- um straumum í matreiðslu. Hún átti heilan bókaskáp af kokkabók- um víðsvegar að úr heiminum. Hún var örlát og mikil selskaps- manneskja. Ásthildur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mamma, það hefur verið svo undarlegt að hugsa til þín og ævi þinnar síðustu daga. Þú varst í senn svo gefandi manneskja en á sama tíma erfið í samskiptum, blanda sem gerði það að verkum að oft varst þú sjálfri þér verst. Í veski þínu dugði ekki færri en þrjár myndir af barnabörnum þín- um sem þú varst svo stolt af, sér- staklega „gullmolanum“ þínum honum Mími. Því miður fékkst þú þó of fá tækifæri til að hitta þau síðustu árin þar sem veikleikar þín- ir voru þér um megn. Það að þú hafir verið búin að samþykkja með- ferð til að takast á við vanda þinn og þitt síðasta verk hafi verið að pakka niður til að hefja nýtt líf er aftur á móti ljós í því myrkri sem tengist fráfalli þínu. Allir þínir vinir og vandamenn fá sjálfsagt fráhvarfseinkenni næstu vikurnar, engar hringingar, engin óleysanleg vandamál sem þó þarf að leysa úr. Ég vona að Guð ekki aðeins geymi þig heldur geti leyst úr vandamálum þínum. Nú þegar stormsveipurinn sem ávallt umlukti þig hefur horfið og öllu á botninn hvolft er sú tregafulla staðreynd að það sem fyrst og fremst stendur eftir er að ég sakna þín og elska þig. Már Wolfgang Mixa. Elsku mamma mín. Mér fannst svo sárt að vita af þér í svo mikilli sorg þegar Sigurður Kjartan féll frá 2. september. Ég grét með þér yfir hafið. Nú græt ég fyrir sjálfa mig. Þú varst búin að gera plön fyrir framtíðina og byrjuð að fram- kvæma þau þegar þú féllst frá svona skyndilega. Líkaminn hafði gefist upp fyrir áganginum í lífsins ólgusjó. Þú hefur átt litríka ævi, það er ekki hægt að segja annað. Þú hefur búið í Svíþjóð, Kanada og í Aust- urríki en ég held að þér hafi liðið best á klakanum þó hugurinn hafi oft leitað annað, eins og til dæmis þegar þú prufaðir að búa á Spáni en komst svo aftur heim eftir stutta dvöl þar. Þú ferðaðist víða og sást mikið af heiminum. Þér fannst sérstaklega gaman að finna ný eða sjaldgæf krydd á mörkuðum úti í heimi. Það færði þér bókstaf- lega krydd í tilveruna, því þú eld- aðir með hjartanu og varst þekkt fyrir eldamennsku þína bæði hér á landi og í vinahópi þínum erlendis. Við hlógum oft að því að þegar þú uppgötvaðir heilsurétti og fórst að elda þá, kallaðir þú þá alltaf ekki bara holla, heldur „nautholla“, og ég spurði hvaðan þetta naut hafi eiginlega komið, og þú sagðir að þú hefðir „lesið það í bók“. Hláturinn þinn var mikill, og það fór ekki á milli mála þegar þú varst stödd í samkvæmi, það heyrðist í þér. Og þú hafðir góðan húmor. Fyrst þeg- ar ég fékk fréttirnar agalegu reyndi ég að muna eftir því hvernig röddin þín hljómaði. Þú elskaðir börnin þín og barna- börnin mikið. Á Spáni lærðir þú að prjóna litla sokka sem þú gerðir handa Mími. Ég veit að þú varst mjög stolt móðir og amma, þú sagðir það oft. Okkar samband var oft stormasamt og erfitt þó svo að þú hafir átt svo margar frábærar hliðar. Ég mun aldrei vita það fyrir víst en ég held að þú hafir aldrei náð þér eftir það að verða foreldra- laus 19 ára þegar mamma þín dó, eftir að hafa nánast alist upp pabbalaus þar sem pabbi þinn dó þegar þú varst bara 5 ára. Þú sagð- ir meira að segja einu sinni eitt- hvað um það, en ég held að þú hafir aldrei treyst þér til að takast á við þá sorg eða marga aðra hluti. Þú varst oft lítil í þér og leið, og það tók á sig mismunandi myndir. Ég vona að nú sért þú búin að finna þinn innri frið og gleði. Í síð- asta símtali okkar sagði ég við þig að ég mundi óska mér einmitt þessa fyrir þig. Eins og er finnst mér ekkert slá á sorgina. Þetta er svo endanlegt. Aldan hnígi til að mæta þér, vindurinn sé í bak þér, sólin vermi andlit þitt, regnið falli milt að jörðu. Og allt til þess að við sjáumst á ný, varðveiti þig Guð í örmum sínum. (Írsk blessun.) Guð geymi þig, blessi og varð- veiti. Þín Halla. Elsku mamma. Ég veit ekki hvað ég á eftir að segja sem ég hef ekki áður sagt. Ég veit ekki hvort ég á að fagna því eða ekki. Ég sá þig í dag og fyrst þá vissi ég að þú væri farin. Svona virkilega. Þú varst alltaf svo lífsglöð og sagðir mér í fyrsta sinn í ár að þú héldir alltaf að þú væri ódauðleg. Kannski var ég farinn að halda hið sama. Ég er líka mjög feginn því að þú hafðir lífsgleðina með þér síð- ustu vikurnar áður en þú lést. Við höfðum plön um að hittast um jólin og eyða aðventunni á austurrísku vísu. Þú ætlaðir að hitta Ulli vin- konu þína sem hlakkaði mikið til og þú vissir um margt annað gott sem hefur gerst hjá Mirijam og mér síð- ustu mánuði. Þetta fyllir mig sorg því við höfðum enn svo margt ógert saman, í senn er það mikil huggun að þú varst ekki án tilgangs í lífinu eins og þér leið eftir að Kjartan fór frá þér fyrir ekki svo löngu. Þessi seinustu samtöl sem við áttum í síma eru mér mjög kær og ég er svo feginn að hafa átt þau. Ég vil kveðja þig í bili með þeim orðum að við erum mörg sem söknum þín og að við munum heimsækja þig reglulega. Tengdadóttir þín og sonur, Mirijam og Jörg Albert. Mig langar með nokkrum orðum til að minnast tengdamóður minn- ar, Ásthildar. Ásthildur var flókinn persónu- leiki og gat verið erfið þeim sem henni þótti vænt um. En það var líka auðvelt að þykja vænt um hana því hún var örlát og gefandi. Hún var glæsileg kona, alltaf óaðfinn- anleg í klæðaburði og átti salinn hvert sem hún kom. Mér er minn- isstætt þegar Mímir sonur okkar var skírður og hún bauðst til að baka tertu sem við þáðum með þökkum. Hún kom stormandi inn með stóra tertu á þremur hæðum og hvítan stóran rósavönd. Tertan var túrkisblá eins og úr ævintýri og hún skreytti hana með hvítum ró- saknúppum. Tertan stóð upp úr á skírnarborðinu vegna litarins en einnig vegna glæsileikans sem Ást- hildur hafði gætt hana. Eftir á sé ég að hún endurspeglar á margan hátt Ásthildi sjálfa, þetta sambland af sterkum litum, fágun og glæsi- leika. Hún bakaði síðar brúðkaups- tertuna okkar Mássa, Sachertertu, með aðstoð Höllu dóttur sinnar, og afmælistertuna fyrir Mími. Þegar ég kynntist Ásthildi var hún í sambandi við Steinar og frá þeim tíma á ég mínar bestu minn- ingar um hana enda var hún við mun betri heilsu en síðar meir. Við áttum margar góðar stundir á heimili þeirra þar sem við vorum alltaf velkomin. Ég man þegar við vorum í sumarbústað fyrir löngu. Hún og Steinar komu eitt kvöldið og hún var með sveppi sem hún hafði tínt úti í náttúrunni og mat- reiddi af mikilli list. Matur sem hún bjó til var eins og frá veitingastöð- um í heimsklassa. Mér er sérstak- lega minnisstætt eitt sinn þegar hún bauð okkur í mat og Mássi sagði mér að hún hefði spurt hvort okkur þætti ákveðinn matur góður. Ég sagði honum að segja já, þrátt fyrir að mér þætti þetta alls ekki gott, því að hún virtist geta búið til góðan mat úr öllu. Og það gekk auðvitað eftir. Hún var einnig einstaklega stolt af Mími litla og stelpunum sínum Alexíu og Sól. Hún tengdist Mími alveg sérstökum böndum, enda var hann fyrsta barnabarnið hennar og vegna heilsu sinnar hafði hún fleiri tækifæri til að tengjast honum. Hún gat endalaust dáðst að honum og gefið honum gjafir. Ég man svipinn á andliti hennar þegar Már rétti henni hann í fyrsta sinn á spít- alanum. Ég man líka þegar hún kom með systrum sínum í heim- sókn til okkar og stoltið í augum hennar þegar hún horfði á hann liggja í rúminu sínu. Ég sé hana fyrir mér sýna þeim hann og setja á hann litlu bláu vettlingana sem hún kom með. Þetta eru góðar minningar og það er svo sárt að vita að hún sé núna farin frá okkur. Maður heldur alltaf að lífið bjóði upp á endalaus tækifæri. Það er margt sem mig langaði lengi að segja við tengdamóður mína og vildi nú óska að ég hefði látið verða af. Mig langaði að segja henni að ég saknaði tímans þegar hún var heil heilsu og var stærri hluti af lífi okkar, hversu mikils virði það var mér að hún og sonur hennar ættu í góðu sambandi, að hún væri alltaf hluti af fjölskyldunni minni, líka þegar hún var ekki nálæg. Ég vona að seinna og annars staðar, elsku Ásthildur, fái ég tækifæri til að segja þér þessa hluti. Kristín Loftsdóttir. Það var rigningarsuddi, ekki sást til Esjunnar. En það létti til þegar móttökunefndin birtist á bryggj- unni, tvær mér nákomnar og ljós- hærður stelpuhnokki, sem hoppaði og skoppaði. Hún minnti mig á fiðr- ildi í vorham. Okkur hjónunum var gefinn kostur á að búa undir sama þaki og Ásthildur um þriggja ára skeið. Kynntist ég þar með hennar við- kvæmustu unglingsárum. Hún var búin að missa föður sinn á barns- aldri, sem hafði eðlilega áhrif í hennar uppvexti. Henni var fylgt í ballett og ég er ekki frá því að sú kennsla hafi mótað meðfæddan hæfileika hennar í líflegri fram- komu í mannlegum samskiptum. Bróðir Ásthildar hitti finnskan strák í Reykjavík og bauð honum gistingu heima hjá þeim. Skipa- ferðir voru ekki á hverjum degi í þá daga. Finnski sendiherrann hafði samband við mig nokkrum áratug- um síðar og sagði að ritstjóri Hels- ingin Sanomat vildi vita um Ást- hildi og samskipti hennar við rithöfundinn Pentti Saarikoski heitinn. Ásthildur kæmi fram í sumum bóka hans. Mun ritstjórinn hafa unnið að æviágripi Penttis. Ég gat ekki orðið að miklu liðsinni, samskipti þeirra voru á milli stúlkubarns og pilts sem síðar minntist hrifningar sinnar á Ást- hildi þegar hann var orðinn skáld. Ásthildur var sigld eins og sagt var. Ég tók eftir því að Austurrík- isárin höfðu svolítið mótað hennar hugarfar. Hún var lagin við að mat- reiða eftir evrópskri matarhefð ef svo vildi til og veitti vel. Hún gleymdi samt aldrei súrmatnum að heiman. Kjamminn og lundabagg- inn var á borðum ef þannig stóð á. Trúmál Ásthildar fóru framhjá mér. Hún var í meðallagi messu- sækin. En hún var mikill kirkju- unnandi þó. Á ferðalögum sínum heimsótti hún kirkjur víða, kannski hefur hún skynjað frið og ró í þeim. Hugsanlega hefur hún verið að leita að einhverju. Undir listaverk- um og yfirþyrmandi skreytingum verður maður hljóður. Við erum misvel búin að takast á við framtíðina. Við mætum á leið okkar hólum og hæðum, enda leið- inlegt til lengdar að ganga sífellt á jafnsléttu. Ég er viss um að hún er búin að finna sinn eigin birtugjafa, stjörnu sem mun beina geislum sín- um á veg hennar nánustu á þeirra lífsleið. Þakka samfylgdina. Lauri mágur. Mig langar að minnast ástkærr- ar móðursystur minnar. Ásthildur var litla systir móður minnar og nokkurn veginn mitt á milli okkar mæðgna í aldri. Fyrsta minning mín um hana var þegar hún og Emma vinkona hennar, þá tæplega tvítugar, voru á leið út á lífið, báðar vel til hafðar með uppsett hár. Minningin tengist glæsilegu útliti þeirra og tilstandinu í kringum það. Þær vildu líta sem best út og leituðu ráða hjá Guðrúnu ömmu. Ég var aðeins um sex ára og horfði á þær full aðdáunar og skildi ekki þetta fát yfir útlitinu því þær voru svo flottar. Amma leysti vandann með því að lána Ásthildi armband með grænum og hvítum semelíu- steinum sem hún festi í hárið á henni. Þar með var hún orðin eins og drottning og allar götur síðan sá ég hana þannig; fallegu og vel til- höfðu konuna sem allir dáðust að. Hún gerði heiðarlega tilraun til að hafa jákvæð áhrif á mitt útlit, en þá var ég orðin menntaskólastelpa í slitnum gallabuxum, lopapeysu og trampskóm og ekki beinlínis mót- tækileg fyrir góð ráð um augn- farða. En ráðin komu sér vel síðar. Ásthildur var félagslynd og mannblendin, enda var hún vin- mörg. Hún gaf frá sér jákvæða orku sem kom fólki í gott skap. Hún var oftast hrókur alls fagn- aðar og ég minnist fjölskylduboða sem gjörbreyttust í skemmtileg- ustu veislur bara við það eitt að hún mætti á svæðið. Hún var orð- heppin, vel máli farin og sagði sög- ur með leikrænum tilþrifum. Svo var hún listakokkur og tertubakari mikill. Fáir komast með tærnar þar sem hún hafði hælana í þeim efn- um. Ég man hve notalegt það var að vera í návist hennar. Og hve þær systur Auður móðir mín, Þóra og Ásthildur áttu margar glaðar stundir saman. Hvað þær gátu hlegið og skemmt sér. Öll söknum við þessara gömlu góðu daga. Móðursystir mín var svo lánsöm að eignast þrjú yndisleg börn sem öll hafa spjarað sig vel í lífinu. Ég vil votta þeim, systrum hennar og öðrum vandamönnum og vinum samúð mína. Blessuð sé minning þín, Ásthildur mín. Hannele. Þegar mér var tilkynnt hið óvænta andlát Ásthildar leitaði hugurinn ósjálfrátt marga tugi aft- ur í tímann eða til ársins 1973. Þá kynntumst við Ásthildur við svolít- ið sérstakar aðstæður sem áttu eft- ir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Við, ásamt fleiri konum, stóðum fyrir mótmælum fyrir framan al- þingishúsið út af síhækkandi verði á landbúnaðarvörum því á þeim tíma drukku börn mjólk en ekki gosdrykki eins og nú tíðkast. Þetta voru fjölmennustu mótmæli sem hafa verið fyrir framan alþingis- húsið. Þau kynni sem ég hafði af Ást- hildi voru mjög góð. Hún var alltaf elskuleg, hjartahlý og glaðvær, en mjög tilfinninganæm, líkust brot- hættu gleri. Hennar veikleiki var hve erfitt hún átti með að höndla lífið. Víða liggja þræðir og hvern hefði grunað þá að systurdóttir Ásthild- ar ætti eftir að verða tengdadóttir mín og þar af leiðandi frétti ég af og til af Ásthildi blessaðri þótt leið- ir okkar hafi ekki legið oft saman hin síðari ár. Blessuð sé minning hennar. Elsku Ásthildur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Kristín Karlsdóttir. Ásthildur G.G. Königseder ✝ útför eiginkonu minnar móður dóttur og systur, SALBJARGAR ÓSKARSDÓTTUR, Hagamel 30, Reykjavík, verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 3. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög og stofnanir. Sverrir Harðarson, Arnheiður Gróa Björnsdóttir, Kristrún Sverrisdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Hanna Óskarsdóttir, Hörður Óskarsson, Bryndís Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.