Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 27
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR ÓSKARS JÚLÍUSSONAR
bílamálarameistara,
áður til heimilis að
Holtagerði 52,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð fyrir góða umönnun.
Guð geymi ykkur öll.
Esther Árnadóttir,
Valdimar Karl Guðmundsson, Rebekka M. Sigurðardóttir,
Árdís Guðmundsdóttir Brekkan, Einar Brekkan,
Elín Rósa Guðmundsdóttir, Jón Rafn Valdimarsson,
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Eyjólfur Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
GUNNLAUG F. OLSEN,
Kirkjuvegi 14,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn
25. september.
Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtu-
daginn 2. október kl. 14.00.
Jón Kr. Olsen,
Júlía S. Olsen,
Helga R. Taylor, Jessie W. Taylor,
Henry Olsen,
Rut Olsen, Ingólfur Halldórsson,
Gunnlaug Olsen, Hólmar Gunnlaugsson,
Jóna Kr. Olsen,
Helgi Olsen,
Kristján Helgi, Emelía Rut, Ásthildur Eva
og aðrir afkomendur.
✝ Hjördís Óladótt-ir fæddist á
Akureyri 26. des-
ember 1922. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri að
kvöldi 20. septem-
ber síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Óli Pétur
Kristjánsson póst-
meistari á Akur-
eyri, f. 28.9. 1895, d.
11.10. 1989, og
Jósefína Lilja Páls-
dóttir, f. 2.12. 1897, d. 21.6. 1975.
Hjördís átti tvö systkin, eldri
bróður, Sigurð, f. 30.9. 1918, d.
6.11. 1996, og yngri systur, Eddu,
sem lést ársgömul.
Hjördís giftist 2. júní 1945
Jóhanni G. Guðmundssyni, póst-
meistara og síðar stöðvarstjóra
Pósts og síma á Akureyri, f. 25.11.
1917, d. 11.3. 1980. Afkomendur
Hjördísar og Jóhanns eru: 1) Óli
G., f. 13.12. 1945, maki Lilja Sig-
urðardóttir, f. 28.3. 1949. Börn
þeirra eru: a) Örn, f. 11.7. 1971,
2007. b) Sigríður, f. 24.6. 1976. c)
Jóhann, f. 7.1. 1980, í sambúð með
Þórhildi Björnsdóttur, f. 10.1.
1983. Dóttir þeirra er Edda
Júlíana, f. 14.6. 2008. 3) Örn, f.
5.11. 1953, maki Þórunn Anna
Haraldsdóttir, f. 21.10. 1958. Börn
Arnar og Þórunnar eru a) Lilja, f.
24.1. 1977, b) Arna, f. 12.4. 1983, í
sambúð með Arnari Þór Sigur-
steinssyni, f. 6.8. 1980. Sonur
þeirra er Örn Kató, f. 14.12. 2005.
c) Óli Þór, f. 8.8. 1991. 4) Emilía, f.
25.5. 1957, maki Eiður Guð-
mundsson, f. 6.10. 1954. Börn
Emilíu og Eiðs eru a) Óli, f. 4.10.
1982, í sambúð með Ingibjörgu
Viðarsdóttur, f. 12.10. 1983. Son-
ur Ingibjargar er Birkir Snær, f.
1.9. 2005. b) Edda, f. 18.4. 1986, í
sambúð með Halldóri Svavari Sig-
urðssyni, f. 23.10. 1982. Dóttir
þeirra er Emilía, f. 6.1. 2008.
Hjördís hóf ung að árum störf
hjá Landsímanum á Akureyri,
sem talsímavörður og síðar varð-
stjóri. Hjá Landsímanum starfaði
hún þar til hún lét af störfum
vegna aldurs. Sl. ár hefur hún
dvalið á Dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Hlíð, Akureyri.
Útför Hjördísar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
maki Christina Nil-
sen, f. 21.1. 1973.
Börn þeirra eru Sig-
urd, f. 25.3. 2003,
Freja, f. 6.11. 2004,
og Anna, f. 16.3.
2007. b) Sigurður, f.
5.2. 1973, í sambúð
með Áshildi Hlín
Valtýsdóttur, f. 20.4.
1979. Synir þeirra
eru Viktor, f. 20.5.
2005, og Anton, f.
22.3. 2007. c) Hjör-
dís, f. 28.9. 1974,
maki Björn Leifur
Þórisson, f. 8.1. 1969. Synir þeirra
eru Ólafur Hrafn, f. 23.11. 1997,
Þórir Örn, f. 29.3. 2006, og
Jóhann Valur, f. 3.3. 2008. d)
Hrefna, f. 9.12. 1977, maki Sverr-
ir Gestsson, f. 30.4. 1971. Börn
þeirra eru Salka, f. 9.1. 2005, og
Sólon, f. 30.11. 2007. 2) Edda, f.
17.2. 1948, maki Þórhallur S.
Bjarnason, f. 17.9. 1950. Börn
Eddu og Þórhalls eru: a) Hjördís,
f. 15.6. 1974, maki Edgardo
Parraquez Solar, f. 20.12. 1975.
Dóttir þeirra er Klara, f. 31.8.
Tengdamóðir mín og vinkona
Hjördís Óladóttir er öll eftir 85 ára
farsælt líf.
Er mér barst fregnin um andlát
hennar var ég stödd ásamt bónda
mínum á Ítalíu. Hálfur máni var á
himni sem bátur, og ljóskross upp-
lýstur í hlíðum Valpolicella, táknræn
mynd trúar um eilíft líf.
Við Hjördís höfum gengið götuna
saman í góð fjörutíu ár og aldrei
borið skugga á samskipti okkar á
vegferð þeirri. Hún var mér sem
móðir. Betri og skilningsríkari
tengdamóður og vinkonu er vart
hægt að hugsa sér. Hún var skaprík
en réttsýn, klettur sem hægt var að
treysta er eitthvað bjátaði á.
Ævikvöld hennar var erfitt nú síð-
ustu misserin, heilsan brostin, elli-
kerling hafði náð yfirhöndinni. Mér
var ljóst að hún þráði að ganga á vit
feðra sinna, andlátið var kyrrlátt.
Já, nú er hvíldin loks fengin og ég
þakka samfylgdina.
Guð blessi Hjördísi á ókunnum
lendum.
Lilja Sigurðardóttir.
Ég man fyrstu kynni okkar Hjör-
dísar Óladóttur eins og það hefði
gerst í gær. Það var einn laugardag-
seftirmiðdag í október fyrir tæpum
aldarfjórðungi að ég knúði dyra í
Engimýri 12. Ég hafði mælt mér
mót við Emilíu dóttur hennar sem
ætlaði að vera hjá mömmu sinni í
sláturgerð. Ég hafði fengið mér
hjartastyrkjandi til að losa mig við
feimnina og var því góðglaður og
nokkuð frakkur þegar ég kynnti
mig, spurði eftir Emilíu og sagðist
vera kominn til að aðstoða við slát-
urgerðina. Emilía var ekki komin en
Hjördís bauð mig velkominn. Þar
sem flest störf við sláturgerðina
voru þegar skipuð var ég settur í að
pikka keppina. Ég fann prjón númer
4 og pikkaði rösklega. Ekki veit ég
hve marga keppi ég eyðilagði áður
en ég fékk að lokum réttan prjón.
Eftir nokkra stund bauðst Hjördís
til að aka mér heim til Emilíu sem
ég þáði. Hjördís var laus við alla for-
dóma og þó henni hafi örugglega
þótt vafi leika á að þarna færi efni-
legur tengdasonur þá hefur hún tal-
ið að ég ætti lögmætt erindi við dótt-
ur hennar.
Þessar móttökur tengdamóður
minnar og hvernig hún afgreiddi
málið gerði þessa heimsókn að
mesta gæfuspori lífs míns, en frá
þessum degi hafa leiðir okkar Emil-
íu legið saman
Emilía og Hjördís voru mjög nán-
ar og miklar vinkonur og barna-
börnin voru Hjördísi mjög kær,
þannig að samskipti okkar tengda-
mömmu urðu strax mikil. Hún leit
við hjá okkur á hverjum degi og eftir
að við fluttum búferlum til Dan-
merkur þá kom hún í heimsókn til
okkar einu sinni til tvisvar á ári og
dvaldi hjá okkur mánuð í senn.
Tengdamamma var mjög dugleg og
áræðin kona og ég minnist þess að
þegar hún kom til okkar í Dan-
mörku í fyrsta sinn þá keypti hún
sér hjól og hjólaði með Emmu um
alla borg. Hún hafði ekki hjólað
lengi og var ekki alveg örugg, en
sást ekki fyrir og hjólaði að lokum í
ófæru og datt illa. Þetta fór þó betur
en á horfðist enda var hún hraust og
vel á sig komin á þeim tíma, vön að
hreyfa sig mikið.
Þó tengdamamma væri fordóma-
laus þá hafði hún sterkar skoðanir á
ýmsum málefnum og fór ekkert dult
með. Skoðanir okkar fóru ekki alltaf
saman en ég minnist þess þó ekki að
það hafi nokkurn tíma kastast í
kekki milli okkar eða borið skugga á
okkar samskipti.
Síðustu árin, meðan heilsan leyfði,
kom tengdamamma reglulega til
okkar í kvöldmat um helgar. Oft
settumst við inn í stofu fyrir matinn
og ég skenkti henni koníak. Hún
hresstist verulega við koníakið og
við ræddum ættfræði og gamla tíma.
Elsku tengdamamma, þakka þér
fyrir allt sem þú gafst mér.
Eiður.
Amma Hjö eins og hún var svo oft
kölluð af okkur systkinunum var
einstök manneskja. Hún var sjálf-
stæð og vildi sjá um sig sjálf, allt
fram á síðasta dag gat hún pirrað sig
yfir því að fá ekki að keyra Toyotuna
sína lengur. Amma hugsaði vel um
fjölskylduna sína, fylgdist vel með
því sem allir voru að gera og mundi
alltaf alla afmælisdaga, þrátt fyrir
að ömmubörn og langömmubörn
væru orðin ansi mörg.
Amma var fastagetur í sundlaug
Akureyrar og þannig hélt hún sér í
flottu formi nánast alla tíð, þegar
barnabörnin voru að keppa á skíðum
setti amma það ekki fyrir sig að
„hlaupa“ upp Hlíðarfjall til þess að
hvetja þau til dáða.
Amma var tignarleg, jákvæð og
glæsilega kona sem lifði lífinu lif-
andi, hún kenndi manni að maður
getur allt sem maður ætlar sér.
Okkur þykkir vænt um að hafa
fengið að alast upp í kringum mann-
eskju eins og ömmu.
Takk elsku amma.
Lilja, Arna og Óli Þór.
Að gista hjá ömmu í Engimýrinni
er það sem kemur fyrst upp í hug-
ann þegar við rifjum upp minningar
um hana. Ég svaf við hliðina á
ömmu, Tinna fékk auðvitað að gista
á milli og Óli á bedda til fóta. Amma
passaði að við færum með bænirnar
og gerði allt til að barnabörnunum
liði sem best, eins og hún gerði alla
tíð. Á morgnana voru alltaf til
nokkrar gerðir af morgunkorni áður
en haldið var í sund eða í Kjarna-
skóg að ganga. Bílferðirnar reyndar
í líkingu við hasarmynd en við kom-
umst alltaf á leiðarenda. Það var
hins vegar einstaklega friðsælt
heima hjá ömmu og því alltaf gaman
að heimsækja hana. Hún sýndi öllu
sem við gerðum áhuga og Engimýr-
in var yndislegur staður að heim-
sækja – alltaf nóg til af nammi, kök-
um og öðrum veitingum og síðan var
hægt að steinrotast á sófanum svo
klukkustundum skipti.
Hún eyddi stórum hluta ævinnar í
sundi og í Kjarnaskógi – helst með
viljasterkan hund í eftirdragi. Í
sundinu stakk hún sér alltaf út í
laugina með tilheyrandi hvelli og fór
þetta venjulega ekki framhjá nein-
um. Ótrúleg seigla í gömlu sem við
afkomendurnir tölum mikið um og
dáumst að. Það eru ótalmargar
minningar sem við sitjum með eftir
að amma er farin. Hún var glæsileg
kona og það var aldrei leiðinlegt að
fá að kíkja á gömlu flíkurnar henn-
ar. Hún var virðuleg og hörkudug-
leg alveg fram á síðasta dag. Það er
ekki langt síðan við hlustuðum á við-
stöðulausa afmælisræðu sem virtist
þaulæfð og kom öllum að óvörum.
Við erum þakklát fyrir þær ótal-
mörgu stundir sem við áttum með
ömmu og þær eru dýrmætar minn-
ingarnar um hana. Við teljum okkur
heppin ef við höfum erft helming
dugnaðarins og þrautseigjunnar
sem amma sýndi.
Síðustu stundirnar okkar í sumar
voru yndislegar amma mín. Þegar
ég og mamma vorum að syngja fyrir
Emilíu og þú byrjaðir að syngja með
eins og ekkert væri auðveldara. Þú
komst okkur svo á óvart enda orðin
þreytt og lúin. Ég mun alltaf hugsa
til þín þegar ég syng þessi lög fyrir
Emilíu. Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur og kennt í gegnum æv-
ina. Þú varst amma, fyrirmynd og
góður vinur.
Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá.
Þú ein getur læknað mín hjartasár.
Í kvöld er ég sigli á sænum
í svala ljúfa blænum,
æ, komdu þá svo blíð á brá
út í bátinn mér einum hjá.
(Höf. ók.)
Elsku amma, Skål i stuen.
Óli og Edda.
Þegar við hugsum um framtíðina
og hvernig okkur langar til að eldast
þá hugsum við til ömmu Hjö. Hún
sat sko ekki heima og lét sér leiðast.
Hver dagur var fullur af skemmti-
legum verkefnum. Hún fór í göngu-
ferðir með hundunum sínum sem
voru ofdekraðir af eigandanum,
fóðraðir með súkkulaðirúsínum og
kjötbeini af læri. Hún fór í sund á
hverjum degi og var fræg fyrir
stunguna í laugina sem endaði með
miklum skelli. Hún fór daglega í
heimsóknir til barnanna sinna og
barnabarna og þegar maður kom í
heimsókn átti hún alltaf eitthvað
gott til að bjóða.
Stundirnar í Engimýrinni eru
okkur ógleymanlegar. Þar fengum
við systkinin að gera nánast hvað
sem er. Ekki var mikið verið að
setja reglur í leikjunum og því var
alltaf mikið fjör. Gamlárskvöldin í
Engimýrinni eru okkur einnig afar
minnisstæð. Þar var alltaf mikið
sprengt og söfnuðum við frænd-
systkinin í brennu sem kveikt var í
úti á götu.
Við munum minnast ömmu Hjö
sem dugnaðarforks sem gafst aldrei
upp og lifði lífinu til fullnustu. Hún
hugsaði vel um sitt fólk og með
henni áttum við heilan helling af
skemmtilegum stundum. Þetta er-
indi Hávamála á því dálítið vel við
ömmu Hjö þar sem talað er um að
menn eigi að njóta lífsins og vera
vígdjarfir þar til kallið kemur sem
allir verða að hlýða.
Þagalt og hugalt
skyldi þjóðans barn
og vígdjarft vera.
Glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.
(úr Hávamálum)
Hjördís, Sigríður og Jóhann.
Elsku amma, um leið og haustar
og náttúran skiptir litum kveðjum
við þig með söknuði. Nokkur
minningabrot og ljúfar línur til þín
munu aldrei geta lýst því nógu vel
hversu heppin við vorum að eiga þig
að. Þú varst ekki bara amma Hjör-
dís. Þú varst svo miklu meira.
Góðar og skemmtilegar minning-
ar hrannast upp þegar við hugsum
til baka. Dýrmætar minningar. Ein-
staklega fallegt heimili í Engimýri.
Allar samverustundirnar. Bústaðar-
ferðirnar í Vaglaskóg. Sundferðirn-
ar á Stórutjarnir. Göngutúrarnir.
Hundarnir og bílarnir. Umhyggjan
og áhugasemin. Festan og ákveðnin
og stórt skap sem sumir kölluðu
ljúfa frekju. Húmorinn. Amma, þú
varst svo skemmtileg. Manstu hvað
okkur þótti skondið að heyra þig
syngja með Kim Larsen og að sjá
hvernig þú dillaðir þér lúmskt með
en taktfast þó? Og ekki vantaði uppá
hreiminn danska. Jólin. Já! Jólin
hófust svo sannarlega ekki fyrr en
við komum öll til þín í hina árlegu
laufabrauðsgerð þar sem þú stóðst
við stóra appelsínugula steikingar-
pottinn. Um leið og steikingarilminn
lagði um húsið þá fyrst máttu bjöll-
urnar hringja inn jólin.
Glæsileg varstu, elsku amma.
Ávallt vel til fara og teinrétt í baki
með þitt hlýlega glettnislega blik til
augnanna. Sterk varstu sem klettur
og sjálfstæð. Nærvera þín var ein-
stök. Þú barst fjölskylduna mjög
fyrir brjósti og eins og þú veist þá
tengdumst við systkinin Engimýr-
inni þinni sterkum böndum. Heim-
ilið þitt var okkar. Okkur leið svo vel
hjá þér. Stundirnar og spjallið, sötr-
ið og smjattið við eldhúsborðið þitt
gleymist seint. Þú kunnir svo sann-
arlega að dekra við okkur og alla þá
sem leið áttu hjá. Þú varst svo mikill
sælkeri og auðvitað geymum við, að
þínum hætti, suðusúkkulaðið inni í
ísskáp með kaldri mjólkinni, við
setjum líka púðursykurinn undir
skyrið svo hann bráðni og spörum
ekki rjómann.
Við erum viss um að þú sért núna
lukkuleg með afa okkar Jóhanni.
Sennilega eruð þið í bíltúr á rauðri
Toyotu, nýkomin úr sundi eða
göngu. Hver veit nema Patti sitji í
aftursætinu, sæll en geltandi.
Elsku amma, innilegar þakkir fyr-
ir að vera alltaf til staðar fyrir okkur
öll.
Ástar og saknaðarkveðja.
Þín barnabörn
Örn, Sigurður,
Hjördís og Hrefna.
Þegar ég kynntist Jóa fyrir 10 ár-
um komst ég fljótt í kynni við ömmu
Hjö og urðum við strax góðar vin-
konur. Jóa fannst stundum nóg um
þegar amma Hjö spurði eftir mér í
stað hans. Alltaf þótti mér gaman að
hitta Hjördísi hvort sem það var í
sundlauginni, Bandagerði, Engi-
mýrinni, Lindarsíðunni eða svo und-
ir restina á elliheimilinu. Við áttum
margar góðar stundir þar sem við
spjölluðum um lífið og tilveruna.
Mér fannst Hjördís alltaf svo já-
kvæð og skemmtileg og dugleg að
finna sér eitthvað að gera. Ég er
þakklát fyrir þær stundir sem ég
átti með henni. Blessuð veri minning
Hjördísar, vinkonu minnar og
tengdaömmu.
Þórhildur Björnsdóttir.
Hjördís Óladóttir