Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Jóhann A. Kristjánsson
LOKAUMFERÐ Íslandsmeistara-
mótsins í rallakstri var ekin á laug-
ardaginn á Reykjanesi og réðust þar
úrslitin í Íslandsmeistaramótinu en
nokkrir keppendur áttu möguleika á
titlinum. Baráttan um titilinn hefur
verið mjög jöfn og spennandi í sum-
ar.
Sigurður Bragi Guðmundsson og
Ísak Guðjónsson á Mitsubishi Lan-
cer Evo 7 stóðu best að vígi fyrir
lokaumferðina en þeir höfðu 3 1⁄2
stiga forskota á Pétur S. Pétursson
og Heimi S. Jónsson á Mitsubishi
Lancer Evo 6. Pétur og Heimir
höfðu allt að vinna og engu að tapa
svo að þeir stóðu bíl sinn flatan allar
sérleiðir rallsins og tókst með því að
sigra í rallinu en það dugði þeim
ekki til að ná titlinum. Til að svo
hefði mátt verða þurfti einhver ann-
ar keppandi einnig að verða á undan
Sigurði Braga og Ísak. En Sigurður
Bragi og Ísak óku af miklu öryggi,
tóku engar óþarfa áhættur og lögðu
megináherslu á að ljúka keppninni.
Þeir náðu öðru sætinu á eftir Pétri
og Heimi og tryggðu sér með því tit-
ilinn með 1 1⁄2 stigs mun.
Óku langhraðast
„Okkur tókst það sem við ætluð-
um að gera,“ sagði Pétur Pétursson í
lok keppninnar. „En það var leitt að
Jón Bjarni og Borgar skyldu hafa
dottið út því okkur vantaði einhvern
til að vera á milli okkar og Sigurðar
Braga og Ísaks, til að við næðum Ís-
landsmeistaratitlinum. Og Jón
Bjarni og Borgar voru líklegastir til
að geta gert það. Við náðum því 2.
sæti í Íslandsmeistarakeppninni og
það er bara mjög fínt á fyrsta ári í
Grúppu N. Við erum bara í skýj-
unum. Við vissum af fullt af pollum
og vatni á leiðunum í dag svo við út-
bjuggum snorkel á bílinn. Tókum
loftið innan úr bíl og ókum fulla ferð
yfir alla polla. Við tókum 20 sek. af
Sigurði Braga og Ísak á fyrstu leið.
Víð drápum reyndar á bílnum við
fyrsta rásmarkið og töpuðum þar
einhverjum 10 sekúndum. Þá kom
grimmdin upp í okkur og við tókum
samt 20 sek af þeim þannig að það
var mjög gott. Við vorum einnig
búnir að taka tíma af Jóni Bjarna og
Borgari á miðju Djúpavatni áður en
þeir duttu út þannig að við vorum í
góðum málum. Í seinni ferðinni tók-
um við 16 sekúndur af Sigurði Braga
og Ísak þannig að við vorum öruggir
með fyrsta sætið.“
Stórsigur fyrir okkur
Sigurður Bragi og Ísak Guðjóns-
son voru mjög sáttir við 2. sætið í
keppninni. „Þetta var stórsigur fyrir
okkur,“ sagði Sigurður Bragi. „Okk-
ur var nákvæmlega sama hvar við
lentum, bara að við myndum ekki
tapa meira en þremur og hálfu stigi
til Péturs og Heimis. Við töpuðum
tveimur stigum til þeirra í dag þann-
ig að Íslandsmeistaratitillinn er í
höfn hjá okkur sem er náttúrulega
það sem allt snýst um. Rallið í dag
var ágætt en mér leist ekkert á það
fyrirfram vegna þess að þessar leiðir
eru nánast þær einu sem Pétur og
Heimir hafa unnið okkur á. Okkar
bíll hentar mjög illa fyrir Djúpavatn-
ið. Í annan stað reynir þetta mikið á
líkamann og í þriðja lagi var mikið af
pollum sem er alltaf ákveðin áhætta.
Þetta er svolítil rússnesk rúlletta.
Við ákváðum strax að gefa eftir,
taka enga sénsa og höfðum þetta í
hendi okkar allan tímann.Að ná titl-
inum er mjög ánægjulegt fyrir mig
vegna þess að aðstæður mínar eru
þannig núna að ég þarf að taka mér
alla vega tveggja ára frí. Það er því
mjög gaman að enda þetta svona.
Þetta er búið að vera skemmtilegt
sumar og mjög krefjandi. Menn eru
sammála því að aldrei hafi jafn
margir, jafn góðir bílar og jafnir
ökumenn barist um Íslandsmeist-
aratitilinn. Og að standa uppi sem
Íslandsmeistari eftir þannig keppn-
issumar er alveg frábært. Það verð-
ur huggun harmi gegn þegar maður
þarf að hætta að þetta skyldi hafa
endað svona,“ sagði Sigurður Bragi.
Jeppa- og einsdrifsflokkar
Hilmar B. Þráinsson og Kristinn
V. Sveinsson á Jeep Grand Chero-
kee sigruðu í jeppaflokki haustralls-
ins en í einsdrifsflokki sigruðu Ólaf-
ur Ingi Ólafsson og Sigurður
Ragnar Guðmundsson á Toyota Co-
rolla. Það eru hins vegar Guðmund-
ur S. Sigurðsson og Ingimar Lofts-
son á Mitsubishi Pajero Dakar sem
hampa Íslandsmeistartitlinum í
jeppaflokki og í 1600 og 2000 flokki
eru Ólafur og Sigurður Íslands-
meistarar.
Sigurður Bragi og Ísak
Íslandsmeistarar í ralli
Allt lagt í sölurnar Pétur S. Pétursson og Heimir S. Jónsson lögðu allt í söl-
urnar til að freista þess að ná Íslandsmeistaratitlinum en frábær akstur
þeirra dugði þó ekki til þar sem engum öðrum keppanda tókst að verða á
undan Sigurð Braga og Ísak.
Með öryggið í fyrirrúmi Sigurður Bragi og Ísak lögðu ofuráherslu á örugg-
an akstur og að klára rallið, en eins og sjá má hér óku þeir þó greitt um
Djúpavatnsleið.
Þvers og kruss Ólafur Ingi Ólafsson og Sigurður Ragnar
Guðmundsson, Íslandsmeistararnir í einsdrifsflokkum,
missa Toyota Corolla-bíl sinn þversum á Djúpavatni.
Jeppi á fjalli Guðmundur S. Sigurðsson og Ingimar Loftsson á Mitsubishi
Pajero Dakar, en þeir urðu Íslandsmeistarar í jeppaflokki
Ljósmynd/JAK
Sigursælir Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guð-
jónsson Íslandsmeistararnir í ralli 2008.
MINNINGAR
Tengdamæður eru oft meðal
mestu örlagavalda í lífi hvers og eins,
ekki síst hjá okkur strákunum. Ég
þekki reyndar ekki annað en góð
áhrif tengdamæðra, en að eiga Stínu
fyrir tengdamömmu var mikil lukka.
Að fá ókunnan skólastrák úr fjar-
lægri sveit óvænt inn á gafl hefur
vafalaust talsvert aukið álagið á hús-
móðurina, sem þó var ærið fyrir. En
Stína tók „innrásinni“ af sinni al-
kunnu þolinmæði, þannig að allt
gekk vel og ævilangar tengdir mynd-
uðust, með tilheyrandi vináttu- og
trúnaðarböndum.
Stína ólst upp við kröpp kjör og líf
hennar var á ýmsan hátt óvenju erf-
itt. Hún hlaut hlutskipti sjómanns-
konunnar og það er ekki alltaf öf-
undsvert, eins og hún fékk svo
sannarlega að vita af. En með ótrú-
legri þrautseigju tókst henni, með
Styrmi, að byggja upp fallegt heimili
í Langholtinu. Svo þegar hann kom
alfarinn í land áttu þau mörg góð ár
saman og það þrátt fyrir veikindi
beggja þegar leið á.
Fyrir mig var Stína alltaf til stað-
Kristín Margrét
Sigurðardóttir
✝ Kristín MargrétSigurðardóttir
fæddist á Sjávar-
bakka í Arnarnes-
hreppi 23. nóvem-
ber 1929. Hún
andaðist á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri aðfaranótt 5.
september síðastlið-
ins og fór útför
hennar fram frá
Höfðakapellu á
Akureyri 12. sept-
ember.
ar, hvort sem það var á
mestu gleðistundun-
um, þegar sorgin var
dýpst eða á öðrum
tímum. Hún gerði allt
það sem hún framast
gat fyrir aðra, og
örugglega stundum
talsvert meira en það.
Sjálfsagt er ég einn af
þeim sem ætluðust til
of mikils af henni,
e.t.v. af því að hún gaf
færi á því.
Það segir e.t.v. mest
um Stínu hversu fá-
gætlega vel hún tók á móti Torfhildi
þegar hún kom til skjalanna. Vegna
einstakrar hlýju og vináttu varð
heimili þeirra Styrmis einn af okkar
helstu viðkomustöðum á ferðum
okkar þegar við bjuggum annars
staðar. Börnunum okkar leið alltaf
einstaklega vel hjá ömmu og afa í
Langholtinu og fyrir það erum við ei-
líflega þakklát.
Nú eru kaffisoparnir, sögurnar,
ættfræðin, gistingarnar og faðmlög-
in í Langholtinu liðin tíð. Það eru
stærri tímamót en virðast kann í
fljótu bragði í lífi okkar sem vorum
þar svo mikið. Ég á a.m.k. erfitt með
að átta mig á að þannig sé komið. En
ekki má sköpum renna, Stína var
farin að heilsu og þrotin að kröftum
og átti því hvíldina svo sannarlega
skilið.
Við Torfhildur og börnin þökkum
Stínu hennar miklu gæsku og
greiðasemi alla tíð í okkar garð.
Megi æðruleysi hennar, ræktarsemi
og trúnaðartraust vera öðrum gott
fordæmi. Við vottum öllum aðstand-
endum okkar innilegustu samúð.
Guðmundur Sigvaldason.
Elsku besta amma
mín.
Þú hefur nú kvatt
þennan jarðneska
heim og fengið hvíldina þína sem þú
áttir svo fyllilega skilið. Þín er sárt
saknað um leið og ég fyllist gleði yfir
því að nú sértu loksins komin á stað-
inn þar sem þú átt að geta fundið eig-
inmann þinn á ný. Það er rosalega
erfitt að lýsa þér með orðum, orð sem
eiga við þig og eru nógu sterk yfir þig
eru einfaldlega ekki til. Þú varst
kjarnakona í orðsins fyllstu merk-
ingu, kona sem barðist í gegnum
gríðarlega erfitt líf og þú barst ávallt
höfuðið hátt þrátt fyrir alla erfiðleik-
ana. Þú tókst mig upp á arma þína er
ég var lítill drengur og ólst mig upp
ásamt móður minni, betra uppeldi
getur enginn maður hugsað sér.
Á Skarðsbrautinni var sko margt
brallað og mér er einstaklega minn-
isstætt hvað „Brummi“ átti stóran
þátt í lífi okkar. Lítill gulur bíll sem
ég sat á og ýtti mér áfram, ekki veru-
lega flókið leiktæki en það svínvirk-
aði. Þú skapaðir heilan heim fyrir
mig með hugmyndum þínum, síma-
stóllinn var bensínstöðin, eldhúsið
var sjoppan og svo mætti lengi telja.
Tímunum saman brunaði ég um
íbúðina og alltaf tókst þú uppátækj-
um mínum með stóískri ró. Þú og
þínar snilldarhugmyndir sköpuðu
margar fallegar stundir hjá okkur.
Þegar ég hugsa til baka minnist ég
þess einnig að eina dimma vetrar-
stund leiddist mér alveg óhóflega.
Guðrún Jóna
Jónsdóttir
✝ Guðrún JónaJónsdóttir fædd-
ist á Öndverðarnesi
13. febrúar 1925.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Höfða 5.
september síðastlið-
inn og var jarð-
sungin frá Akra-
neskirkju 15.
september.
Ég leitaði að sjálf-
sögðu til þín með það í
huga að þú myndir
finna verðugt verkefni
fyrir mig; það hafðirðu
svo sannarlega. Þú
stakkst upp á því að ég
myndi mála hvíta
Lamborghini-bílinn
sem ég átti. Bleikt
naglalakk sem var að
verða ónýtt var notuð
sem málning og þarna
sat ég við hliðina á þér
við kringlótta sófa-
borðið í heilar tvær
vikur upp á hvert einasta kveld og
málaði eins og enginn væri morgun-
dagurinn. Það heyrðist ekki múkk í
mér í heilar tvær vikur, þvílík snilld-
arhugmynd hjá þér!
Þú varst gríðarlega hörð í horn að
taka og ég man þegar ég átti við
vörtuvandamál á hendinni að stríða.
Það var búið að prófa ýmislegt, fryst-
ingar og alls kyns smyrsli en ekkert
virkaði. Á endanum gafst þú upp,
settist niður með mér og gafst mér
tvo úrslitakosti. Annaðhvort myndir
þú klippa móðurvörtuna af með
skærum eða ég myndi bíta hana af.
Ég finn enn fyrir hræðslunni við að
bíta í vörtuna, en ég vildi það frekar
en að láta klippa hana af. Ég gerði
sem lagt var fyrir mig og beit vört-
una af og enn þann dag í dag er ég al-
gerlega laus við vörtur.
Það sem ég á þér að þakka er
endalaust og ég kem aldrei til með að
geta borgað þér það til baka að fullu.
Eitt skaltu samt muna elsku besta
amma mín, ég elska þig af öllu
hjarta. Ég veit að þú finnur það
þarna uppi og ég veit einnig að þú
munt passa mig það sem eftir lifir
ævi minni. Með það í huga er ég al-
gerlega óhræddur við að takast á við
lífið, þú verður mér ávallt í hjarta og
kemur alltaf til með að vaka yfir mér.
Ég treysti á það.
Ragnar Mar Sigrúnarson.