Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 32
Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sofið í vörninni. Norður ♠ÁKG876 ♥108 ♦107 ♣D42 Vestur Austur ♠D4 ♠10953 ♥K764 ♥32 ♦ÁK6 ♦DG832 ♣9763 ♣ÁG Suður ♠2 ♥ÁDG95 ♦954 ♣K1085 Suður spilar 2♠. Keppendur í butler-tvímenningi BR sl. þriðjudag sýndu almennt þá hógværð að spila bút í spaða og taka þar átta slagi. Meira er ekki að hafa og raunar minna ef sagnhafi gætir sín ekki. Á tveimur borð- um varð suður sagnhafi í 2♠ eftir multi- opnun norðurs á 2♦ og „leitandi“ 2♠- svar suðurs. Vestur hitti á góða vörn með því að taka ♦ÁK og spila þriðja tíglinum. Það blasir ekki við, en sagnhafi verður helst að taka strax á ♠ÁK. En það gerðist ekki. Báðir sagnhafar svínuðu fyrst í hjarta. Vestur drap og spilaði laufi. Nú er sviðið sett fyrir skemmtilega brellu. Austur verður að taka á ♣Á og spila tígli, sem vestur trompar með drottningu. Við það uppfærist sjötti varnarslagurinn á tromp. En nei, báðir austurspilarar sváfu værum blundi og létu ♣G í slaginn. Synd og skömm. 32 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Sudoku dagbók Í dag er mánudagur 29. september, 273. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Þegar illa gengur og snögg áföll ríðayfir reynir Víkverji oft að finna sökudólga. Hann sér enga ástæðu til að tileinka sér sanngirni þegar þannig stendur á. Þess vegna nýtur hann þess í botn þegar ráðist er harkalega á Seðlabank- ann fyrir að grípa ekki til réttra ráð- stafana. Þessir menn eiga skilyrðis- laust að stöðva strax fall krónunnar sem virðist ætla að gera meirihluta okkar að öreigum. Víkverji skilur ekki þessa menn. Þeir fá endalaust ráð um það hvað beri að gera en virðast ekki hlusta og eru á góðu kaupi við þetta sinnuleysi. x x x Að vísu ber ráðgjöfunum, klárumhagfræðingum úti í bæ og úti í heimi, alls ekki saman, frekar en sér- fræðingum yfirleitt. Stundum eru þeir gersamlega á öndverðum meiði. Einn vill fara í vestur, annar í austur, sá þriðji vill ekki fara nokkurn skapaðan hlut. En það er ekki Víkverja að kenna að lífið er flókið. Hann veit hins vegar að það skortir illa fagmenn í Seðlabank- ann, ekki bara einhverja fagmenn heldur fagmenn með rétta skoðun. Þó ekki skoðun Víkverja sem breytist dag frá degi eins og lesendur vita; Víkverji er vindhani. En þar sem fagmenn ráða, t.d. í Seðlabanka Bandaríkjanna, er allt í góðu gengi. Það sjá allir. x x x Annars er Víkverji í alvöru á því aðbest sé núna að temja sér nokk- urt kæruleysi. Ef hann á ekki lengur fyrir afborgunum af skuldum við bank- ann er það auðvitað slæmt. En gjald- þrot er ekki heimsendir. Nú er mjög í tísku að segja fólki að taka til í fjármál- unum, minnka útgjöldin og greiða nið- ur skuldir. Þetta er allt gott og blessað en hæfilegt kæruleysi er líka ómiss- andi. Auðvitað verður að tryggja að allir fái nóg að borða og húsaskjól á Íslandi. En við hljótum mörg að geta hert sult- arólina þegar kemur að ýmsu sem ein- hvern tíma hefði verið kallað ótrúlegur munaður. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lætur undan, 4 leyfi, 7 hreinsum, 8 kvendýrið, 9 lamdi, 11 framkvæma, 13 svara, 14 glaður, 15 verkfæris, 17 væna, 20 bókstafur, 22 klagar, 23 sárar, 24 gerði rólegan, 25 líf- færið. Lóðrétt | 1 djúp rödd, 2 óframfærni maðurinn, 3 raddar, 4 borg, 5 dáin, 6 snjóa, 10 messing, 12 keyra, 13 óhljóð, 15 bol- lok, 16 höggva smátt, 18 trylltar, 19 ákveð, 20 hrelli, 21 heiti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 galsafull, 8 ástar, 9 loðin, 10 ill, 11 annar, 13 afann, 15 flakk, 18 fræða, 21 afl, 22 ragan, 23 Óðinn, 24 gamansaga. Lóðrétt: 2 aftan, 3 sárir, 4 fella, 5 leðja, 6 fána, 7 unun, 12 ask, 14 fár, 15 ferð, 16 angra, 17 kanna, 18 flóns, 19 æfing, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O–O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O–O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 Bg7 16. d5 Hc8 17. Be3 c6 18. c4 Rb6 19. Hb1 Dc7 20. dxc6 Bxc6 21. Bxb6 Dxb6 22. Dxd6 Hcd8 23. Db4 Bf8 24. Dc3 Bc5 25. He2 b4 26. De1 Kg7 27. Hd1 Hxd1 28. Dxd1 Hd8 29. Dc1 Rd7 30. Dg5 f6 31. Dg4 Kf7 32. Hd2 Rf8 33. Hxd8 Dxd8 34. Re1 Re6 35. Rd3 Be7 36. Dd1 Dd4 37. Rc1 Db6 38. Rf1 Bc5 39. Rd3 Bd4 40. De1 a5 41. Rg3 Kg7 42. Bd1 Bc3 43. De2 Db7 44. Dg4 Dd7 45. Be2 Kf7 46. h4 h5 47. Df3 Ke7 48. De3 Dd4 49. Dh6 Bxe4 50. Dh7+ Kd6 Staðan kom upp á heimsmeist- aramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Nalchik í Rússlandi. Kínverska undra- barnið Yifan Hou (2557) hafði hvítt gegn Humpy Koneru (2622) frá Ind- landi. 51. c5+! Rxc5 (51… Kc6 52. Rxe4 Dxe4 53. Bf3) 52. Rxc5 Kd5 og svartur gafst upp um leið. Hvítur á leik. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Afbrýðisemi kennir þér. Sá sem þú öfundar er mjög líkur þér, en hefur slegið í gegn á sviði sem þú veist þú gætir líka brillerað á. Láttu þetta hvetja þig til að taka jákvætt skref. (20. apríl - 20. maí)  Naut Áætlunin fýkur út í veður og vind og það er gott. Þú verður hissa og fyllist anda- gift við að líta gamalt vandamál nýjum augum. Vertu hvatvís og opinn fyrir því óvænta. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Settu fálmarana út. Þú þafnast meiri upplýsinga um það sem er að gerast hjá fólkinu í kringum þig. Þú verður sam- úðarfyllri eftir að þú færð fréttirnar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þig grunar að þú sért að verða eftir á á einhvern hátt. Sannleikurinn er að það er ekkert „á eftir“ og „á undan“, bara þar sem þú ert nú, það er góður staður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Óánægður með vinnuna? Gamall vin- ur hefur samband, fær þig til að hlæja og kemur þér í betra skap. Svo er bara að halda því við með trimmi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur ekki tíma til að eyða í hluti sem þú ert óviss um. Taktu ákvarðanir fljótt, án þess að hika. Haltu þig við það sem þú þekkir og vertu stoltur af því. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nýttu tækifærið til að víkka sjóndeild- arhringinn. Hvort sem það er dagsferð, nýtt áhugamál eða andleg upplífgun muntu finna nýjan eldmóð innra með þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú syndir meðal hákarlanna núna, og þar áttu reyndar heima – enda ertu einn af þeim. Þú ert jafn gráðugur í velgengni og hinir í kringum þig. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Viðurkenndu hversu vel þú hef- ur unnið og afrekað miklu. Hvernig væri að veita þér verðlaunin sem þú lofaðir þér? Það er mikilvægt að standa við það. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Satt er að það þarf bara einn lít- inn hlut sem ekki gengur upp til að setja þig út af laginu. Gríptu til andlegra tóla til að róa þig; möntru eða öndunaræfinga. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú og vinnufélagarnir hafið ólík- ar hugmyndir um hvað er árangursríkur vinnudagur. Þú leiðir hópinn og leggur áherslu á það sem klárar verkin. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Vinur hefur hangið í þér undanfarið í gegnum símtöl, og þér finnst þú þurfa frið. Ekki halda að vinurinn brotni saman við það að missa af þínum ráðum. Stjörnuspá Holiday Mathis 29. september 1966 Tómas Jónsson metsölubók, skáldsaga Guðbergs Bergs- sonar, kom út. „Það leynir sér hvergi í þessari bók að höf- undurinn er listamaður,“ sagði í ritdómi í Morg- unblaðinu. 29. september 1974 Auður Eir Vilhjálmsdóttir tók prestvígslu, fyrst íslenskra kvenna. Hún vígðist til Stað- arprestakalls í Súgandafirði. 29. september 1980 Flugvél lenti á Reykjavík- urflugvelli eftir sex stunda flug frá Færeyjum. Alla leið- ina stóð þýskur maður á þaki vélarinnar. Hann var að reyna að setja heimsmet. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Ísak Óli Borgarsson, Birta María Borgarsdóttir og Edda Emelía Arn- arsdóttir héldu tombólu og sölu á dóti í Húsahverfi og við Sundlaug Grafarvogs. Þau söfnuðu 1.104 kr. sem þau færðu Rauða krossinum. Hlutavelta BJÖRGVIN Magnússon, fyrrverandi skólastjóri heimavistarskólans á Jaðri við Heiðmörk, fagnar stórafmæli í dag er hann verður 85 ára. Í samtali við Morgunblaðið segist hann lítið gera með það afmæli og tekur fram að sér finnist í raun miklu meira um vert að í ár fagni hann 70 ára skátaaf- mæli. „Það er svo gott að vera innan um unga fólk- ið Það er bæði gefandi og skemmtilegt og á örugg- lega stóran þátt í því að halda mér svona unglegum,“ segir Björgvin, sem sjálfur hóf skáta- starfið þegar hann var aðeins fjórtán ára. Björgvin var um áratugaskeið staðarhaldari, skjólastjóri og stjórnandi margra foringjanámskeiða að Úlfljótsvatni. Hann var lengi vel einn helsti forsvarsmaður Gilwell-þjálfunar á Ís- landi sem er alþjóðlegt þjálfarakerfi sem Baden Powell stofnaði til strax á upphafsárum skátahreyfingarinnar á síðustu öld. Spurður um eftirminnileg afmæli nefnir Björgvin strax ferðalag til Spánar þegar hann fagnaði 50 ára afmælinu. „Hins vegar finnst mér aðalafmælið hafa verið þegar ég varð áttræður, því þá kom allt fólkið mitt heim til mín og hélt upp á daginn með mér.“ Spurður hvað hann ætli að gera á sjálfan afmælisdaginn segist Björgvin ekki hafa áformað neitt sérstakt í dag, en tekur jafnharðan fram að í raun hafi hann tekið smá forskot á sæluna því í gær héldu skátar Björgvini kaffisamsæti á Úlfljótsvatni. silja@mbl.is Björgvin Magnússon skátaforingi 85 ára Starfið heldur mér ungum 1 8 6 6 9 3 1 7 3 8 5 9 9 6 8 5 3 2 9 7 1 9 7 3 7 6 8 5 1 6 7 2 4 8 2 Frumstig Miðstig 4 7 5 8 1 3 7 5 8 8 6 4 1 5 9 6 5 6 7 3 5 9 3 4 1 1 7 5 9 3 Efstastig Lausn síðustu Sudoku. 1 6 4 8 7 3 2 5 9 2 7 5 4 6 9 1 8 3 8 3 9 1 2 5 6 4 7 9 5 8 6 4 7 3 2 1 4 2 3 5 9 1 8 7 6 6 1 7 3 8 2 5 9 4 3 4 2 7 5 6 9 1 8 7 9 6 2 1 8 4 3 5 5 8 1 9 3 4 7 6 2 9 7 1 2 8 6 3 5 4 6 4 8 1 3 5 7 2 9 3 2 5 9 4 7 1 6 8 7 5 3 4 1 2 9 8 6 8 6 2 3 5 9 4 1 7 4 1 9 6 7 8 5 3 2 1 3 6 8 9 4 2 7 5 2 9 7 5 6 1 8 4 3 5 8 4 7 2 3 6 9 1 4 9 2 7 8 1 6 5 3 8 3 6 9 5 4 7 1 2 5 7 1 6 2 3 8 9 4 7 2 3 1 4 8 5 6 9 9 4 8 2 6 5 1 3 7 6 1 5 3 9 7 2 4 8 1 5 9 4 7 2 3 8 6 2 8 4 5 3 6 9 7 1 3 6 7 8 1 9 4 2 5 1 3 2 4 4 9 6 7 1 5 2 3 5 8 4 9 6 2 5 8 6 9 1 2 8 5 2 4 1 3 ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is Skúli Magn- ússon garð- yrkjubóndi í Hveratúni í Biskupstungum er níræður í dag. Afmælisbarnið verður að heim- an. 90 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.