Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 35 VINNUVÉLAR Glæsilegt sérblað um vinnuvélar, jeppa, atvinnubíla, fjölskyldubíla o.fl. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 3. október. Meðal efnis er: • Vinnuvélar, það nýjasta á markaðnum. • Atvinnubílar. • Fjölskyldubílar. • Pallbílar. • Jeppar. • Fjórhjól. • Verkstæði fyrir vinnuvélar. • Varahlutir. • Græjur í bílana. • Vinnulyftur og fleira. • Dekk. • Vinnufatnaður fyrir veturinn. • Hreyfing og slökun gegn daglegu álagi og áreiti. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. september. GÓÐIR kammertónleikar byggjast á gífurlegri nákvæmni í samspili. Hver og einn hljóðfæraleikari verð- ur líka að spila af öryggi og svo þarf túlkunin að grundvallast á þekkingu og innsæi. Bestu kammertónleik- arnir eru yfirleitt afrakstur langrar samvinnu. Nú veit ég ekki hversu Bellarti tríóið, sem hélt tónleika í Kamm- ermúsíkklúbbnum á sunnudags- kvöldið, hefur starfað lengi saman. Hópurinn samanstendur af Chihiro Inda fiðluleikara, Pawel Panasiuk sellóleikara og Agnieszka Panasiuk píanóleikara og það stóð ekkert um þau í tónleikaskránni. Google segir mér þó að að þau Pawel og Agn- ieszka hafi verið búsett hér á landi í næstum áratug og að þetta séu frá- leitt fyrstu tónleikar hópsins. Engu að síður var nokkur stirð- leikabragur á tríói í d-moll op. 32 eft- ir Anton Arensky (1861–1961). Það var helst fiðluleikarinn sem skilaði sínu hlutverki með sóma, en hljómur sellósins var á köflum ekki nægilega fókuseraður. Píanóleikinn skorti auk þess stundum skýrleika, sérstaklega í hinum hraða öðrum kafla. Og heild- arhljóminn vantaði almennt fágun, þremenningarnir léku aldrei eins og einn maður. Svipaða sögu er að segja um tríó frá árinu 1986 eftir japanska tón- skáldið Minoru Miki. Þetta er hug- myndaríkt verk með mörgum þráð- um sem mynda litríkan tónaljóðavef, en hann skilaði sér aldrei almenni- lega á tónleikunum. Til þess var heildaráferð leiksins ekki nógu vönduð. Og Erkihertogatríóið eftir Beethoven komst aldrei á flug, þótt vissulega hafi margt fallegt borið fyrir eyru. Hægi þátturinn byrjaði t.d. vel, það var draumkennd fegurð yfir leiknum, en svo misstu hljóð- færaleikararnir sig út í ótrúlega taugaveiklun sem eyðilagði stemn- inguna. Og það var engin stígandi í hinum æsilega lokakafla. Nú má kannski segja að leikgleði hópsins, sem var auðfundin, hafi vegið upp á móti misfellunum í flutn- ingnum. Málið er bara að kamm- ertónlist er viðkvæmt listform og ekki þarf mikið til að bjaga það. Mis- fellur fara fljótt að trufla áheyrand- ann og þær voru einfaldlega of margar hér. Takmörkuð skemmtun TÓNLIST Bústaðarkirkja Bellarti-tríóið lék tónsmíðar eftir Arensky, Miki og Beethoven. Sunnudag- ur 21. september. Kammermúsíkklúbburinn bmnnn Jónas Sen GÆÐAPLÁNETAN X heitir sýn- ing Kristins Más Pálmasonar í Dalí galleríi á sex olíumálverkum á birkikrossvið. X er staðsetning plánetunnar en að sama skapi hið óskilgreinda X myndheimsins. Og þegar komið er að óskilgreindum myndheimi er ástæðulaust að greina hann, held- ur ber að nota fantasíuna, innsæið, tilfinninguna og allt það. Symmetrísk bygging myndanna er inngangur okkar að myndheim- inum líkt og stjörnuhlið (Stargate – sbr. samnefnda kvikmynd og framhaldsþætti). Maður bara horf- ir og þegar táknmyndir hliðsins falla saman í huganum sogast maður inn í ormaholu og inn í óskilgreindan heim Xins. Þar get- ur maður svo vafrað um að vild. Ég er ekki frá því að þetta sé yfirgefinn heimur, mun frekar en óbyggður, og ef ekki væri fyrir einn ryðgaðan róbóta sem tínir upp rusl og staflar því í skipulögð form, eins og til að leita að fegurð- inni í efnislegri óreiðu, væru gæð- in ekki eins mikil og raun ber vitni. Ég sá reyndar ekki róbótann sjálfan í verkunum. Ég fann bara fyrir honum líkt og Disney- og Pixar-vörumerkjunum, því þótt verk Kristins séu gróf, massíf og skemmd með slitnum streng aftur til eftirstríðsmálverksins, þá er hann óneitanlega tryggur fulltrúi skrípó-abstraktlistar samtímans. Ryðgaður róbóti Jón B.K. Ransu MYNDLIST Dalí gallerí – Akureyri Opið föstudaga og laugardaga frá 14-17. Sýningu lýkur 5. október. Aðgangur ókeypis. Kristinn Már Pálmason bbbmn Gæðaplánetan X Eitt verkanna. „UNAÐSLEGUR forleikur sem endar á háu nótunum“. Þannig hljómar auglýsing sem oft er að finna í tónleikaskrám Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Og það átti að nokkru við um tónleika Sinfóníunnar á föstudagskvöldið. Forleikurinn, fyrsta verkið, var unaðslegt. En ég veit ekki hvort háu nóturnar stóðust væntingar. Í þessu tilviki voru háu nóturnar eftir Atla Heimi Sveinsson. Þær báru heitið Ísrapp og voru lokaatriði kvöldsins. Ég man þegar ég heyrði verkið fyrst, það sló svo sannarlega í gegn. Að heyra sinfóníuhljómsveit rappa á hljóðfæri sín og syngja vit- leysu – „I love you and you love me“ – ekkert var fyndnara en það! Ég man líka eftir rappi Atla í útfærslu fyrir karlakór, fluttri af Fóst- bræðrum. Undir lokin tóku kór- félagar nokkur dansspor, og maður hló og hló. Því miður hefur Ísrapp ekki elst vel. Núna er það bara gamall brand- ari og er ekkert fyndið lengur. Og þar sem tónlistin sjálf er ekki sérlega merkileg er verkið bara svipur hjá sjón. Það er tómahljóð í hröðu, síend- urteknu hendingunum og kraftmikil stígandin í tónlistinni er tilgangslaus. Ísrapp var vissulega frábær nýjung í tónlistarflóruna á sínum tíma, en verkið á varla heima á sinfóníutón- leikum í dag (kannski mun það þó slá í gegn í Japan, en þangað er Sin- fónían að fara). Forleikurinn var hinsvegar frá- bær. Tónleikarnir hófust á dulúðugu verki eftir Áskel Másson sem ber heitið Rún. Það einkennist af löngum hljómum, ýmist kyrrum eða á hreyf- ingu, dökkum eða ljósum. Ofan á hef- ur Áskell lagt misstóra fleka allskyns tónbrigða, hendinga og stefja sem segja ótalmargt. Litríkur leikur hljómsveitarinnar kom þessum magnaða skáldskap fullkomlega til skila. Ég veit hinsvegar ekki með Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson. Jú, Ari Vilhjálmsson fiðluleikari lék einleik og gerði það meistaralega. En tón- listin, sem er fyrsta verk Hafliða eft- ir að hann gerðist tónsmiður fyrir al- vöru, líður fyrir skort á andstæðum. Það vantar dramatískt mótvægi við flestar meginhugmyndirnar sem tón- smíðin byggist á; fyrir vikið er hún leiðinlega þráhyggjukennd og þreyt- andi áheyrnar. Hafliði hefur samið betri verk en þetta. Annað á tónleikunum kom ágæt- lega út. Þrjú óhlutræn málverk eftir Jón Leifs voru verulega skemmtileg, þótt hornablásturinn í upphafi hafi ekki verið hreinn. Og hin frjálslega tónsmíð Þorkels Sigurbjörnssonar, Kólumbína, var frábærlega flutt af einleikaranum, Hallgerði Ólafs- dóttur flautuleikara, en leið örlítið fyrir ónákvæman strengjaleik. Ennfremur var gaman að heyra hina heillandi ballettónlist Jórunnar Viðar, Eld. Hún hefði samt getað verið enn áhrifameiri undir kröftugri hljómsveitarstjórn. Petri Sakari, sem stóð við stjórnvölinn, er fagmað- ur fram í fingurgóma, en hann mætti stundum alveg vera líflegri. Hvar var neistaflugið í tónlistinni? Nei, það var ekki mikill hiti í þessari tónlist. Og samt er músík Jórunnar svo fal- leg. En hún þarf að vera túlkuð af ástríðu. Sakari má þó eiga það að verk Ás- kels og myndirnar eftir Jón Leifs voru magnaðar undir stjórn hans. Og sjálf hugmyndin að tónleikunum, að flytja nokkur öndvegisverk íslenskra tónbókmennta, er frábær. Auðvitað er ekki nóg að frumflytja íslenska tónlist og láta hana svo gleymast. Við eigum sígild verk, og þau eiga skilið að heyrast miklu oftar. Svona tón- leikar mættu vel vera fleiri. Skáldskapur sem á að heyrast Morgunblaðið/G. Rúnar Einleikararnir Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir. TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands lék íslenska tónlist undir stjórn Petri Sakari. Einleik- arar: Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Ari Vilhjálmsson fiðluleikari. Föstu- dagur 26. september. Sinfóníutónleikar bbbnn Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.