Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 29.09.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 39 Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Sýnd kl. 6 M Y N D O G H L J Ó Ð -S.V., MBL Troddu þessu í pípuna og reyktu það! Troddu þessu í pípuna og reyktu það! -T.S.K., 24 STUNDIR „ÁN EFA BESTA MYND APATOW-HÓPSINSTIL ÞESSA.“ - H.J., MBL „Í HÓPI BESTU GAMANMYNDA ÁRSINS.“ -L.I.B.,TOPP5.IS/FBL „... LANGFYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LENGRITÍMA...“ - DÓRI DNA, DV -T.S.K., 24 STUNDIR - H.J., MBL -L.I.B.,TOPP5.IS/FBL - DÓRI DNA, DV FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER LUKKU LÁKI ER MÆTTUR AFTUR Í SKEMMTILEGRI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA LUKKU LÁKI ER MÆTTUR AFTUR Í SKEMMTILEGRI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG 2 VIKUR Á TOPPNUM! HÖRKU HASAR Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Pineapple Express kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D B.i. 16 ára Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Mirrors kl. 10:30 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 3:45 LEYFÐ Lukku Láki kl. 4 LEYFD -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:15 - H.J., MBL -T.S.K., 24 STUNDIR SÝND Í SMÁRABÍÓI eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI GRÍSKI kvikmyndagerðarmað- urinn Costa-Gavras hlaut heið- ursverðlaun Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík að þessu sinni, en verðlaunin hlýtur hann fyr- ir ævistarf í þágu kvikmyndalist- arinnar. Það var forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem af- henti Costa-Gavras verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Það var þriðja mynd Costa- Gavras, Z, sem færði honum heims- frægð árið 1967. Myndin er lauslega dulbúin frásögn af atburðum í Grikklandi í kjölfar morðsins á Gregoris Lambarkis, stjórnmálafor- ingja grískra demókrata. Í kjölfar Z gerði Costa-Gavras alræðisstjórnir í löndum eins og Tékkóslóvakíu og Úrúgvæ að yrkisefni sínu en þreytti svo frumraun sína upp á enska tungu með Missing árið 1982. Fyrir hana fékk hann Óskarsverðlaun fyr- ir besta handrit, sem hann deildi með Donald Stewart. Í myndinni af- hjúpar hann sannleikann um af- skipti bandarískra yfirvalda í Suð- ur-Ameríku. Síðan þá hafa yfirvöld um víða veröld mörg hver haldið áfram að troða á mannréttindum og Costa-Gavras hefur haldið áfram að afhjúpa syndir þeirra á meðan svo alltof margir þegja, að því er fram kemur í tilkynningu frá RIFF. Þrjár myndir eftir Costa-Gavras eru sýndar á hátíðinni. Morgunblaðið/Golli Forsetinn heiðrar pólitískan leikstjóra www.riff.is Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík INDVERJAR framleiða kynstur af kvikmyndum, léttar dans- og söngvamyndir þeirra eru víðfrægar, kenndar við „Bollywood“, og hefur rekið á fjörur hátíðagesta í gegnum árin. Valu er hinsvegar gamanmynd um dýraeftirlitsmann sem er beðinn að koma böndum á tuddann Valu sem gert hefur óskunda í þorpinu Kusavde. Eftirlitsmaðurinn mætir á svæðið ásamt syni sínum sem er áhuga-kvikmyndagerðamaður og ætlar að festa viðureignina á filmu. Það virðist mikið fásinni ríkja í sveitaþorpinu, allt fer á annan end- ann þegar fréttist að til standi að taka kvikmynd í bænum. Allir vilja vera með, punta sig upp og reyna að vera gáfulegir. Tuddinn er hins- vegar hið mesta gæðablóð og ekki gott að sjá hvað það er sem hefur gert hann svona válegan í augum þorpsbúa. Skondin sýn inn í menningarheim, gjörólíkan okkar, þar sem reynt er að leiða fram í dagsljósið einkenni indverskra sveitamanna, daglegt líf þeirra, ástir, amstur og gleðistundir. Sem gluggi til að gægjast í gegnum um stund á framandi mannlíf og siði, er Valu forvitnileg tilbreyting. Tuddi í tilvistarkreppu Sæbjörn Valdimarsson Sýnd í Norræna húsinu í dag kl. 17.30 og 2.10. kl. 15 og í Iðnó á morgun kl. 13.30. Villti tarfurinn „Skondin sýn inn í menningarheim, gjörólíkan okkar …“ Villti tarfurinn/Valu Leikstjóri: Umesh Vinayak Kulkarni. Að- alleikarar: Atul Kulkan, Bharati Achrek- ar, Mohan Agashe. 120 mín. Indland 2008.  „DANSARI, leikkona, söngkona, fullkominn listamaður“, á þessa leið eru ummæli frægs leikstjóra sem hefur unnið með Ernu Ómarsdóttir, viðfangsefni Ásthildar Kjart- ansdóttir í heimildarmynd sem er óvenjulega einlæg. Ástæðan er framar öðru frjálslegt fas og heilindi listamannsins, óhefðbundin sviðs- framkoma þar sem hún beitir óspart öllum líkamshlutum og öllum þeim hæfileikum sem henni eru gefnir. Röddin er veigamikið tjáning- armeðal líkt og svipbrigðin, geiflur og geggjaðar hreyfingar sem iða af lífi og krafti. Á sviðinu stormar af henni eins og fellibyl þar sem allt getur gerst. Erna fann það fljótlega að hefðbundin dansspor og hreyf- ingar voru ekki það form sem hent- aði henni sem listamanni. Þegar hún sá nútímadanssýningu á Listahátíð í Reykjavík, var leitinni lokið. Erna komst í skóla sem hefur mótað marga óvenju sjálfstæða listamenn í nútímadansi og fengið í framhaldinu að vinna með og verða einn af fremstu listamönnum á sínu sviði. Dansinn hefur leitt hana vítt um heiminn og fært henni frægð og frama. Erna segist vera bæði feimin og frökk og hún virkjar þessi öfl á sviðinu, þar sem hún flytur gjarnan eigin verk og texta. Sýningaranar endurspegla óhefta tjáningarþörf, gott ef hrollvekjan blundar ekki ein- hvers staðar undir niðri. Einhvern tíma hefði Erna verið kölluð kyn- legur kvistur, sem hún er í jákvæð- ustu merkingu; í hugum margra hið besta hól á tímum þegar listamenn sem aðrir keppast við að falla sem best í kramið. Fim og feimin frekjudolla Tjáningarþörf Erna beitir óspart öllum líkamshlutum sínum. Þetta kalla ég dans/That’s What I Call Dance Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Ást- hildur Kjartansdóttir. Fram koma Erna Ómarsdóttir, ofl. 55 mín. Ísland 2008. bbbbn Sæbjörn Valdimarsson Sýnd í Iðnó 29.09, 04.10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.