Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.09.2008, Qupperneq 44
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Fundað fram á nótt  Helstu forystumenn ríkisstjórn- arinnar auk seðlabankastjóra áttu í gærkvöldi fundi með lykilmönnum úr bankageiranum og fulltrúum stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Fundirnir fóru fram í Stjórn- arráðinu og í Seðlabankanum og lauk um miðnætti. » Forsíða Tóbak gegn lyfseðli  Samþykkt var ályktun á aðalfundi Læknafélags Íslands í gær um þjóð- arátak gegn tóbaksnotkun. Í henni er stungið upp á því að eftir tíu ár verði tóbak einungis afgreitt gegn lyfseðli í apóteki. Er sagt að hér á landi sé faraldur sem rekja megi til reykinga og dragi hundruð manna til dauða á hverju ári. » 4 Bókasafn til sölu  Bókasafn Böðvars Kvaran hefur verið auglýst til sölu. Að sögn Einars B. Kvaran, sonar Böðvars, gera af- komendur Böðvars sér vonir um að hægt verði að selja safnið sem eina heild. Spurður af hverju verið sé að selja safnið segir Einar þetta skyn- samlegasta kostinn í stöðunni. „Enginn einn afkomandi hefur tök á því að taka allt safnið að sér og þá fannst okkur hreinlegast að selja þetta,“ segir Einar. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Samkeppni góð, stundum! Forystugreinar: Þungt hljóð Unglingar og vímuefni Ljósvakinn: Mamma mia! UMRÆÐAN» Þakkarávarp! Babú, það brennur í kauphöllunum Geta eða getuleysi í skipulagsmálum Eiga læknar að fara í verkfall? Rólegur fasteignamarkaður Að sporna við innbrotum Fræsöfnun að hausti Loftslagsmál á vitrænum grunni FASTEIGNIR» Heitast 10 °C | Kaldast 4 °C  N og NA 3-10 m/s. Skýjað og dálítil rign- ing eða súld n- og a- lands, léttir víða til annars staðar. » 10 Ásgeir Ingvarsson tekur fyrir leikinn Warhammer Online sem hann segir nörda um allan heim hafa beðið eftir. » 41 TÖLVULEIKIR» Stríðshamar er mættur TÓNLIST» Bjork, Brain Police og Esja á Amsterdam. » 38 Coen-bræður eru á heimavelli í nýjustu mynd sinni, Burn After Reading, að mati Sæbjörns Valdimarssonar. » 37 KVIKMYNDIR» Komnir á heimaslóðir FÓLK» Clooney vill kærustuna sína aftur. » 37 FÓLK» Flugan flaug suðandi um borg og bý. » 36 Menning VEÐUR» 1. Alvarlega slasaður eftir bílslys 2. Þrjú fundust látin í Danmörku 3. Sjúkdómur veldur blindu í 3 daga 4. Stóryrði og hrakspár Jóhanns … Stoppleikhópurinn Bólu- Hjálmar Eftir Atla Vigfússon Reykjahverfi | „Það er mikill munur að geta sviðið með kósangasi og mér finnst alltaf gaman að svíða á haustin. Áður voru notuð kol í smiðju og físibelgur til þess að blása í eldinn. Þetta var mikið verk enda var þá sviðið miklu meira magn en í dag.“ Þetta segir Guðný J. Buch á Einarsstöðum í Reykja- hverfi sem er byrjuð í haustmatn- um og var að svíða hausa og lappir í vikunni. Hún segist hafa vanist því frá barnæsku að nýta sem best allt það sem kemur af kindunum en nú séu breyttir tímar og eftir að hún varð ein í heimili hafi hún ekki eins mikil not fyrir allt það sem til fell- ur. Áður fyrr var margt í heimili á Einarsstöðum og búið stórt en nú býr Guðný með nokkrar kindur og er dugleg að nýta það sem til fell- ur. Hún segir að sviðalappir séu góður matur sem var oft á borðum fyrr á árum á heimilinu. Reikna þurfti með 4–5 löppum á mann í hverja máltíð. Sviðalappir voru borðaðar heitar með kartöflum og rófum en síðan kaldar ef eitthvað varð afgangs. Þá voru þær súrs- aðar og borðaðar með graut og einnig var gerð úr þeim svokölluð sviðasulta sem mörgum þykir góð. Það var brytjað í sviðasultuna en á Einarsstöðum var einnig gerður sviðaostur úr löppum og hausum en þá var skorið af beinunum og allt hakkað saman og sett í bakka með svolitlu soði og síðan skorið í bita og súrsað. Sviðalappirnar voru einnig súrsaðar heilar en þá var leggurinn tekinn en ekki hin bein- in. Magálar af geldám og hrútum Guðný segist auðvitað ekki nota mikið sjálf af sviðalöppum í dag en hún segist hafa ánægju af því að gefa vinum sínum í matinn því margt fólk sækist eftir þessum mat sem fæst óvíða í stórmörkuðum. Frá flestum sláturhúsunum má ekki taka lappir heim vegna sjúk- dómavarna og líklega er Fjalla- lamb á Kópaskeri eina sláturhúsið sem sendir sviðafætur á markað. Hausana sem hún svíður nýtir hún sjálf að mestu og geymir til vetrarins, m.a. til þess að hafa með sér á þorrablót sveitarinnar. Og nú er hún að undirbúa reykhúsið en hún reykir bóga, læri og magála, auk þess sem hún brytjar hálsæðar og þindar í sperðla. Magálana vill hún hafa af geldám og hrútum því þá eru slögin nægilega feit svo að magálarnir verða matarmeiri. „Auðvitað er ég oft að brasa í þessu ein en það er ljómandi gott þegar einhver kemur eins og vin- kona mín á Húsavík, hún Anna Val- geirsdóttir, sem er öllu vön, en hún aðstoðar mig stundum við að svíða og hefur bara gaman af því.“ Þetta segir Guðný J. Buch á Ein- arsstöðum og henni finnst lömbin vera væn í haust enda sumarið mjög veðragott. Reikna þarf með 4–5 sviðalöppum á mann Morgunblaðið/Atli Vigfússon Björg í bú Guðný á Einarsstöðum (t.h.) að svíða ásamt Önnu Valgeirsdóttur. „Mikill munur að geta sviðið með kósangasi“ Í HNOTSKURN » Allraheilagramessa heitirlíka öðru nafni, þ.e. sviða- messa, og var þá almennur siður að minnsta kosti á Norð- ur- og Vesturlandi að hafa svið til miðdegismatar og þótti myndarlegra að skammta vel. Jafnan voru þau soðin daginn áður og skömmtuð köld. » Sviðalappir má borðaheitar með kartöflum og rófum. Líka er hægt að súrsa þær og borða með graut. Svona rétt til þess að gleðja land- ann hækkuðu olíufélögin eldsneyt- isverð umtalsvert í síðustu viku. Al- gengt verð á bensínlítranum er 169,70 krónur og 186,60 krónur lítrinn af dísil. Fyrir þá sem hugsa um aurinn er um að gera að skipta við Orkuna en þar er ódýrasta eldsneytið að finna, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Kostar lítrinn af bensíni 166 krónur í Grafarvogi, Hafnarfirði, Akureyri og Selfossi en heldur meira á öðrum stöðum hjá félaginu. Lítrinn af dísilolíu er á 183 krón- ur á sömu stöðum hjá Orkunni. Fyr- ir þá sem vilja fylgjast með hvar hagstæðast er að kaupa eldsneyti á hverjum tíma er bent á vefsíðuna www.gsmbensin.is. guna@mbl.is Auratal HJARTAVERND stóð í gær fyrir hlaupi í Kópavogi í tilefni af al- þjóðlega hjartadeginum. Hlauparar gátu valið um að hlaupa 3, 5 eða 10 kílómetra. Þátttaka í almenningshlaupum hefur aukist undanfarin ár og Ís- lendingar unnið glæsileg afrek á hlaupabrautinni. Í gær hlupu 76 Ís- lendingar í Berlínarmaraþoninu og Jóhann Karlsson sló Íslandsmet í flokki karla 60 ára og eldri. Þá fjölgar sífellt í hópi of- urhlaupara, en í ár hafa ellefu gengið í Félag íslenskra 100- kílómetrahlaupara. Félagið er fjög- urra ára, en félagsmenn eru nú 26. Einn þeirra, Gunnlaugur Júl- íusson, hljóp um helgina 246 kíló- metra viðstöðulaust í Spartathlon- hlaupinu í Grikklandi, þar sem hlaupið er milli Aþenu og Spörtu. Hann hafnaði í 74. sæti af 154 sem luku hlaupinu. | 9 Morgunblaðið/Golli Hlaupið á alþjóðlegum hjartadegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.