Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Hvert getur almenningur leitað til að fá upplýsingar um stöð- una á fjármálamarkaði? Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að opna upplýsingamiðstöð fyrir almenn- ing, fyrirtæki og fjölmiðla, innanlands sem utan, vegna þeirra erfiðleika sem nú ríkja í íslensku fjármálalífi. Miðstöð- inni er ætlað að taka á móti fyr- irspurnum í síma eða með tölvupósti sem beint er til íslenskra stjórnvalda, samkvæmt því sem fram kemur í til- kynningu frá utanríkisráðuneytinu. Hægt er að ná sambandi við upplýs- ingamiðstöðina í síma 545 8950 eða í grænu símanúmeri 800 1190 milli 8 og 22 alla virka daga. Einnig er hægt að beina fyrirspurnum til miðstöðv- arinnar í tölvupósti á netfangið: mid- stod@mfa.is. Hvenær verða gjaldeyrisskipta- samningar við Norðurlöndin virkj- aðir? Það gerðist í gær. Seðlabankinn virkj- aði gjaldmiðlaskiptasamninga, að fjár- hæð 400 milljónir evra, 60 milljarða króna.Var þar um að ræða gjaldmiðla- skiptasamninga sem gerðir voru við seðlabanka Danmerkur og Noregs, og nemur hvor 200 milljónum evra. Að- eins er því búið að virkja hluta samn- inganna. Hvenær voru þessi samningar gerð- ir og hvaða upphæðir eru í spilinu? Seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur gerðu í maí tvíhliða gjald- miðlaskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljörðum evra. Átti ekki aðeins að virkja þessa samninga í neyð? Jú, Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við fréttavef Morgunblaðsins í síðustu viku, að það hefði verið stefn- an, að umræddir samningar yrðu ekki virkjaðir nema upp kæmi neyðarþörf fyrir gjaldeyri. Sú staða er nú komin upp. Hvað með lánið frá Rússunum? „Það er ekkert sem liggur fyrir. Það verður kannski eitthvað skýrara [í dag],“ sagði Sigurður Sturla Pálsson, formaður sendinefndar frá Íslandi sem nú er í Moskvu. Hann sagði að góður andi hefði verið í viðræðunum í dag en endurtók að ekkert lægi enn fyrir um upphæð mögulegs láns eða tímasetn- ingu. Hver verða áhrif bankakreppunnar á fasteignamarkaðinn? Eins og staðan er núna er erfitt að segja til um það með nokkurri vissu meðan utanríkisviðskipti og gjaldeyr- ismarkaður eru í óvissu. Á spýtunni hangir hver kaupmáttur verði, atvinnu- stig og byggingarkostnaður. »12 Verða myntkörfulánin fryst? Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til Fjármálaeft- irlitsins, f.h. skilanefndar Glitnis hf. og Kaupþings hf., og til stjórna Nýja Landsbankans hf. og Nýja Glitnis hf., að frystar verði afborganir skuldara á myntkörfulánum, sérstaklega vegna húsnæðislána, þar til ró kemst á gjald- eyrismarkaðinn. Einnig er þeim til- mælum beint til sömu aðila að fólki í greiðsluerfiðleikum verði boðin sömu úrræði og fyrir hendi eru hjá Íbúða- lánasjóði vegna greiðsluerfiðleika. Auk þess er óskum beint til annarra fjár- málafyrirtækja að veita sömu fyr- irgreiðslu. Hvenær greiðist úr fyrir náms- mönnum með millifærslur? Á því hafa verið miklir erfiðleikar en best gengið með millifærslur af reikn- ingum í Nýja Landsbankanum. Það hefur þó farið mikið eftir löndum, hef- ur til dæmis gengið betur í Danmörku en Englandi. Nú er vonast til að greiðslumiðlun fyrir viðskiptamenn Glitnis og Kaupþings verði virk er nýj- ar stofnanir hafa tekið við starfsemi þeirra, jafnvel í þessari viku. Lesendur geta sent Morg- unblaðinu spurningar sem brenna á þeim vegna aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu og leitast verður við að svara þeim. Spurningar má senda á netfangið frett@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Þau sem erfa munu landið Barnamyndirnar sem skýlt hafa brunarústum húsanna við Lækjargötu eru farnar að láta á sjá. Í gær var enn ekki búið að opna peningamark- aðssjóðina og engin svör fengust hjá stjórnvöldum um hvenær þess mætti vænta. Kauphöllin var op- in í gær og var gengi bank- anna þriggja skráð núll. Miklir hnökrar eru enn á gjaldeyrisviðskiptum og heildsalar uggandi. S&S Morgunblaðið/Árni Sæberg Í bið Ekki er ljóst hvenær fast- eignamarkaðurinn rís aftur. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ ákvað í gær að taka viðskipti með bréf í Landsbankanum föstudaginn 3. október sl., rétt áður en bankinn fór í þrot, til athugunar. Ekki fékkst uppgefið hjá eftirlitinu nákvæmlega að hverju athugun þess beinist. Veittu lán rétt fyrir þrot Fimmtudaginn 2. október voru heildarviðskipti með hlutabréf í Landsbankanum 5,1 milljarður króna og föstudaginn 3. október 11,3 milljarðar króna, samkvæmt dagsyfirliti frá Kauphöllinni. Fjár- málaeftirlitið tók yfir stjórn bank- ans mánudaginn 6. október. Landsbankinn veitti Imon ehf., eignarhaldsfélagi í eigu Magnúsar Ármann, lán til þess að kaupa stór- an hlut í bankanum sjálfum þremur dögum áður en Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn bankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Lánið var tryggt m.a. með veðum í til- teknum hlutabréfum, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Hlutabréfin sem sett voru að veði voru þó ekki í hinum stóru bönkunum, Kaupþingi og Glitni. Imon fjórði stærsti hluthafinn Á nýjum hluthafalista Lands- bankans er Imon ehf. orðinn fjórði stærsti hluthafi bankans með 4% hlut. Var þessi hlutur keyptur föstudaginn 3. október. Á hlut- hafalista bankans í lok dags 2. októ- ber var bankinn sjálfur skráður fyr- ir 5,9% hlut en 4,8% í lok dags daginn eftir. Á sama tíma veðjaði stjórn Glitn- is gegn bréfum í Landsbankanum og seldi þau öll, 0,8% hlut, og Líf- eyrissjóður verslunarmanna minnk- aði hlut sinn um 0,6%. Útibú Lands- bankans í Lúxemborg stækkaði hlut sinn í bankanum um 1,7%, en skýr- ingin á því eru kaup erlendra fjár- festa í gegnum útibúið. Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um meint óeðlileg við- skipti með hlutabréf í Landsbank- anum dagana áður en bankinn fór í þrot. Stærstu hluthafar bankans seldu þó ekki bréf sín í bankanum á þessum tíma, eins og meðfylgjandi tafla hér til hliðar sýnir. Keypti stóran hlut í LÍ rétt fyrir þrot FME rannsakar viðskipti með hlutabréf í Landsbankanum                       !   "  # $% "  & '(! )   &  %)($* '+*  ( ,   % * -  !   &   .),  / %  0  ,   ! !$ % %                                       ! 12   & "   .  "  & '(! )   &  %)($* '+*  ( ,   % * -   !   &   .),  !$ % %                         Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SKILABOÐIN voru skýr. Þeir eru tilbúnir að hjálpa af fullum þunga,“ sagði Sigmundur G. Sigurgeirsson, ráðgjafi Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra. Hann sat fundi Árna með John Lipsky, aðalaðstoðar- framkvæmdastjóra alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (IMF), og Murilo Portu- gal aðstoðarframkvæmdastjóra í gær. „Árni fór yfir stöðuna með þeim og sagði hvernig honum litist á,“ sagði Sigmundur. Fulltrúar IMF lýstu einnig sinni afstöðu, sem var fremur almenns eðlis, því þá vantaði fyllri tölulegar upplýsingar um skuldastöðu Íslands. Eins voru reif- aðar almennt hugmyndir um hvern- ig taka mætti á vanda Íslands. Sigmundur sagði ekki hægt að nefna neina stærðargráðu á hugs- anlegri hjálp IMF við Ísland á þessu stigi. Hún myndi miðast við þörfina og skuldastöðuna. „Við þurfum að styrkja gjaldeyrisforðann og fá pen- inga til að reka bankana,“ sagði Sig- mundur. Starfsmenn IMF og íslenskir embættismenn vinna nú að því að greina skuldastöðuna. Hér á landi er einnig unnið að áætlun um aðgerðir sem hægt verður að kynna fyrir IMF. Sendinefnd sjóðsins hefur ver- ið hér á landi til að afla upplýsinga um stöðu mála. Talað var um að hún myndi skila skýrslu sinni um miðja vikuna en nú er talið að skýrslan tefjist fram í lok þessarar viku. Sigmundur sagði viðræðurnar hafa verið á þeim nótum að sjóð- urinn væri tilbúinn til að koma hér að málum en íslensk stjórnvöld hefðu ekki lagt fram formlega beiðni um aðstoð IMF. Yrði hún lögð fram tækju við samningaviðræður. „Þeir eru ekki að fara að lána okk- ur ef þeir trúa ekki á að aðgerðirnar gangi upp,“ sagði Sigmundur. Framkvæmdaáætlun sem Ísland leggur fram þarf því að vera þannig að IMF telji að við getum snúið mál- unum okkur í hag. IMF vill aðstoða Reuters Stjórar John Lipsky (t.v.), aðalaðstoðarframkvæmdastjóri IMF, ásamt Dom- inique Strauss-Kahn framkvæmdastjóra á ársfundi sjóðsins í Washington. Fjármálaráðherra fundaði í gær með hátt settum emb- ættismönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington „Það er ekkert sem liggur fyrir. Það verður kannski eitthvað skýr- ara á morgun, ég veit það samt ekki,“ sagði Sigurður Sturla Páls- son í gær. Hann er formaður sendi- nefndar sem nú er í Moskvu að ræða um lán frá Rússum. Góður andi var í viðræðunum en ekkert lá fyrir um upphæð mögulegs láns eða tímasetningu. Auk Sigurðar Sturlu eru í sendi- nefndinni þau Steinar Þór Sveins- son, Daníel Svavarsson, Tanya Zharov og Sigurður Ingólfsson. Sendiherra Íslands í Moskvu, Benedikt Ásgeirsson, er nefndinni til aðstoðar, samkvæmt frétt á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Viðræðunum verður haldið áfram í dag. Góður andi í viðræðum í Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.