Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 21 Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. Ámánudag voru hundrað ár lið-in frá fæðingu Steins Steinars. Vart gefst betra tilefni til að rifja upp nokkrar af vísum skáldsins. Eftir hann má lesa á vísnavef Skag- firðinga: Bragaföngin burtu sett botn í söng minn sleginn. Situr löngum sorgum mett sál mín öngu fegin. Frá því segir í Leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal að í frægri „herferð“ til Sovétríkjanna hafi Steinn verið orðinn leiður á að vera leiddur um eins og hundur í bandi og fundist Moskva orðin þrúgandi. Þá orti hann kunna vísu: Ráfa ég um og rolast hjá rauðum erkifjanda. Hvenær munt þú, sál mín, sjá, sóldýrð Vesturlanda. Og Steinn orti um Spán: Ýtar detta oft á túr ei þótt fréttist heima. Hér eru fínar hefðarfrúr. Hér eru kettir breima. Kunn er staka Steins úr Hlíðar- Jóns rímum, sem eflaust hefur get- ið af sér margt hjónabandið: Fellur ofan fjúk og snær flest vill dofa ljá mér. Myrk er stofan, mannlaus bær, má ég sofa hjá þér? Björn Ingólfsson á Grenivík yrkir um Stein: Sá orðstír ætla eg standi á okkar smáða landi sem orðsins beitta brandi er byggður klár og hreinn. Þótt dómsdagsklukkur drynji og daprar þjóðir stynji og heimsins turnar hrynji þú heldur velli, Steinn. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Þú heldur velli, Steinn Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur Ég hef alla tíð haft áhugaá að byggja upp sjúkra-húsið. Við erum hér útiá hálfgerðu skeri og verðum að hafa góða aðstöðu til að geta sinnt fólki ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum. Hann hefur stutt Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja myndarlega. Stóð fyrir söfnun meðal útgerðarmanna á síðasta ári og gaf sjálfur stórgjöf fyrir skömmu. Útgerðarmennirnir gáfu, ásamt Kvenfélaginu Líkn, tækjabúnað að verðmæti 25 milljónir króna til Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja á síðasta ári. „Ég fór af stað með söfnun og leitaði til útgerðarmanna og nær allir tóku mér vel,“ segir Bjarni. Hann lét ekki þar við sitja því nýlega af- henti hann Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 30 sjúkrúm sem hann og fjölskylda hans gefa til minningar um Dóru Guðlaugs- dóttir, eiginkonu Bjarna og ætt- móður fjölskyldunnar sem lést á síðasta ári. Andvirðið er um 13 milljónir króna. „Ég kynntist starfsfólkinu vel þegar hún Dóra mín lá á sjúkra- húsinu og það á allt gott skilið. Rúmin eru öll rafdrifin og auð- velda starfsfólkinu vinnuna.“ Yngdist upp í Póllandi - Þú telur ekki eftir þér að gefa til sjúkrahússins? „Nei, mér líður mjög vel með það. Ég hef eignast allt mitt hér og vil láta byggðarlagið njóta þess. Þetta kom með uppeldinu. Mamma og pabbi sendu mig oft með lúðu eða annan fisk til fólks sem þau vissu að hafði úr litlu að spila,“ segir Bjarni og honum finnst náungakærleikur vera á undanhaldi. Bjarni talar af reynslu og man tímana tvenna enda er hann kominn á áttræðisaldur. Hann lít- ur hins vegar út eins og unglamb enda nýkominn úr hressingarferð til Póllands. „Ég er nýkominn úr ferð sem Jónína Benediktsdóttir skipulagði til Póllands. Ég er eins og nýr maður og fólkið sem var með mér í ferðinni tók eftir því. „Þegar þú komst varst þú eins og gam- almenni frá suðurströndinni en nú ertu eins og 24 ára táningur,“ sagði fólkið. Við vorum átján í ferðinni og dvöldum úti í hálfan mánuð. Ég er allt annar maður og hvet alla til að fara í þessar ferðir sem gefa mikla heilsubót. Það er farið í göngutúra og uppistaðan í fæðunni er grænmeti og ég get sagt þér að þrátt fyrir það er maður aldrei svangur. Jónína Benediktsdóttir á allt gott skilið. Hún er merkileg kona og keyrir þetta allt áfram,“ segir Bjarni og hefur í nógu að snúast því það er orðið fært með flugi og Bjarni þarf að koma fjögurra ára dótt- ursyni sínum til Reykjavíkur. „Það er verst að allir krakkarnir mín- ir utan einn eru fluttir frá Eyjum. Hákon Ingi hefur verið í fóstri hjá mér í viku en nú er hann á leið heim aft- ur. Við misstum af fluginu í gær,“ segir Bjarni og lítur á Hákon Inga og það ríkir greinilega jöfnuður og vinátta á milli þeirra félaga. „Krakkarnir vilja endilega vera hjá mér en nú er eldri bróðir hans kominn í skóla og getur bara verið hér á sumrin. Við Hákon Ingi fór- um rúnt um bæinn í gær til að at- huga með hús sem hann getur keypt þegar hann verður stór. Hann ætlar að búa hérna,“ segir Bjarni sem hefur ekki aðeins kom- ið að útgerð heldur hefur hann líka verið frístundabóndi með meiru. „Hef eignast allt mitt hér og vil að aðrir njóti“ Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, styður vel við sjúkrahúsið í heimabæ sínum. „Ég kynntist starfsfólkinu vel þegar hún Dóra mín lá á sjúkrahúsinu og það á allt gott skilið,“ segir Bjarni. Morgunblaðið/Sigurgeir Rúmin afhent Drífa Kristjánsdóttir, formaður Líknar, Bjarni, Gunnar, Kolbrún Tryggvadóttir hjúkrunarfræð- ingur, Gyða Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Gyða sagði nýju rúmin létta starfsfólki vinnuna og stofnunin væri orðin eftirsóknarverður vinnustaður fyrir fólk í heilbrigðisþjónustu, þökk sé tækjabúnaði sem Bjarni og aðrir hefðu haft forgöngu um að kaupa. „Þegar þú komst varst þú eins og gamalmenni frá suðurströndinni en nú ertu eins og 24 ára táningur,“ sagði fólkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.