Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI VANDRÆÐALEGT er að stjórnar- flokkarnir skuli ekki geta komið sér saman um vatnalögin, sagði Val- gerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Gildistöku laganna verður frestað fram til ársins 2010 en þau voru samþykkt á Alþingi eftir miklar deil- ur árið 2006. Þáverandi stjórnarand- staða stóð harðlega gegn lögunum og töluðu sumir um einkavæðingu á vatni. Sátt náðist um að fresta gild- istöku laganna meðan nefnd færi yf- ir hvernig þau samræmdust öðrum lagaákvæðum. Hún hefur nú skilað af sér því áliti sínu að fresta beri gildistökunni og láta aðra nefnd endurskoða lögin. Valgerður, sem var iðnaðarráð- herra árið 2006, sagði á þingi í gær að hefði vatn einhvern tímann verið einkavætt hefði það verið árið 1923 þegar núgildandi lög voru sam- þykkt. Stóra spurningin væri hvort þjóðnýta ætti vatnið eða virða eign- arréttinn. „Niðurstaða nefndarinnar er engin önnur en sú að fresta mál- inu,“ sagði Valgerður og bætti við að hún tryði því varla að niðurstaða næðist þar sem samfylkingarfólk hefði látið svo stór orð falla í um- ræðunni á sínum tíma. Valgerður ein ósammála Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagðist sammála Valgerði um að ekki væri ástæða til að breyta réttarstöðu landeigenda. Hins vegar væri full- komlega sjálfsagt að einfalda stjórn- sýslu vatnamála og skýra betur út réttindi almennings gagnvart vatni bærust kröfur um það úr samfélag- inu. Stjórnarflokkarnir væru sam- mála um það. „Og ef einhver er ósammála því er það háttvirtur þingmaður Valgerður Sverr- isdóttir,“ sagði Sigurður Kári og bætti við að hún væri þá ósammála fulltrúa síns flokks í nefndinni. Morgunblaðið/Þorkell Vatn veld- ur deilum Hegningarlagafrum- varp lagt fram að nýju Dómsmálaráð- herra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á al- mennum hegn- ingarlögum sem snýr að upptöku eigna, hryðjuverk- um, mansali og peningaþvætti. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en fékkst ekki afgreitt og kemur nú óbreytt aft- ur til þingsins. Vinstri græn stóðu gegn frumvarpinu í fyrra og höfðu m.a. áhyggjur af að ákvæði í því kynnu að takmarka borgaraleg rétt- indi fólks. Fulltrúar annarra flokka í allsherjarnefnd stóðu með frumvarp- inu en engu að síður kom það aldrei til annarrar umræðu. Réttindi barna tryggð Ágúst Ólafur Ágústsson, Sam- fylkingu, hefur lagt fram þings- ályktunartillögu ásamt ellefu flokkssystkinum sínum þess efnis að samningur Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins verði lögfestur hér á landi. Ísland skrifaði undir sáttmálann árið 1990, ári eftir að hann var samþykktur, en til að hægt sé að beita honum fyrir ís- lenskum rétti þarf að lögfesta hann. Þingið ráði Kristinn H. Gunn- arsson og sjö þingmenn Fram- sóknar, VG og Samfylkingar hafa lagt fram frumvarp um að Alþingi kjósi rík- isendurskoðanda í stað þess að for- sætisnefnd Al- þingis ráði hann. Þá myndi sama fyrirkomulag gilda og um umboðsmann Alþingis. Flutn- ingsmenn benda á að forseti Alþing- is hafi úrskurðarvald í forsætisnefnd ef ágreiningur rís og þess vegna ráði vilji hans eins ef svo ber undir. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag og þá mun forsætisráðherra flytja Al- þingi munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. Þingmenn fá svo tækifæri til að bregðast við. halla@mbl.is Björn Bjarnason Ágúst Ólafur Ágústsson Kristinn H. Gunnarsson ÞETTA HELST … RÓLEGT yfirbragð hefur verið yfir Alþingi það sem af er vikunni, eins og þingmenn séu að jafna sig á látum síð- ustu viku. Össur Skarphéðinsson og Kjartan Ólafsson brostu þó sínu blíðasta þegar þeir tókust í hendur í þingsal í gær en ekki fylgir sögunni hvað þeir handsöluðu. Ellert B. Schram fylgdist alvarlegur með. Ætla má að kapp færist í menn í dag þegar forsætisráðherra flytur Alþingi munnlega skýrslu um stöðu banka- kerfisins. Undanfarið hafa þau mál lítið verið rædd í þinginu og stjórnarandstaðan krafist þess að fá tækifæri til að ræða málin í þaula. Stuttir fyrirspurnatímar nægðu ekki til þess að mati þingmanna. halla@mbl.is Staða bankakerfisins verður rædd á Alþingi í dag Morgunblaðið/Ómar Sælir og blessaðir á þingi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FORSVARSMENN Landsbankans verða að svara fyrir þær ákvarðanir sínar að hafa haldið áfram að stofna reikninga í útibúum erlendis þrátt fyrir athugasemdir Fjármálaeftir- litsins um að ekki væri búið um hnút- ana með fullnægjandi hætti. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í gær og taldi ljóst að gera þyrfti úttekt á því sem aflaga fór og leiddi til hrunsins í efnahagslífinu. Taldi Árni Páll við- skiptanefnd Alþingis eiga að sinna því hlutverki á opnum nefndarfund- um þannig að allar upplýsingar væru uppi á borðum. „Ég vil undirstrika það að maður hlýtur að staðnæmast við hina siðferðilegu ábyrgð, rekstr- arlegu ábyrgð og hina refsiréttar- legu ábyrgð forsvarsmanna Lands- bankans sem héldu áfram að stofna til skuldbindinga eftir að fyrir lágu athugasemdir Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Árni Páll og þeir þingmenn sem til máls tóku voru sammála um að fara þyrfti gaumgæfilega yfir að- dragandann að bankakreppunni. Strangari reglur mögulegar? „Við þær aðstæður sem uppi eru núna er ljóst að eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis og við verðum að horfast í augu við það,“ sagði Sig- urður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og velti því upp hvort mögulegt væri að setja strang- ari reglur, m.a. um tryggingar á út- lánum íslenskra banka erlendis, án þess að það bryti í bága við EES- samninginn þannig að ábyrgðin yrði fyrirtækjanna sjálfra en ekki ís- lenskra skattgreiðenda. Forsvarsmenn Lands- banka verða að svara Eitthvað mikið fór úrskeiðis, segir Sigurður Kári FRÉTTIR GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðingur breytti for- mála og eftirmála bókar sinnar um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, til samræmis við nýj- ustu atburði í efnahagsmálum þjóðarinnar áður en prentun bókarinnar hófst. Titill bókarinnar er Saga af forseta og kemur út hjá Forlaginu fyrir jól. Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri For- lagsins, segir að bókin hafi verið í forvinnslu í prentsmiðju þegar höfundur breytti henni. Í breyttum for- og eftirmála er fjallað um Glitni og gerð grein fyrir breytingum sem orðið hafa á síð- ustu vikum. „En það var ekki hreyft við stafkrók í bókinni,“ bendir Jóhann Páll á og segir það al- rangt að bókin hafi verið afturkölluð úr prent- smiðju. Í bókinni koma fram ýmsar nýjar upplýsingar, meðal annars um samskipti Ólafs Ragnars og Davíðs Oddssonar sem hafi verið verri en fólk gerði sér grein fyrir en um það vitna meðal annars áður óbirt bréf sem fóru þeim í milli. Guðjón Friðriksson segir að sér hafi þótt viss- ara að skrifa bæði nýjan for- og eftirmála í ljósi at- burða að undanförnu en forsetinn hafi ekki óskað eftir breytingum á því sem eftir honum væri haft. Guðjón byggir bókina á viðtölum við Ólaf Ragnar, samferðamenn hans, stjórnmálamenn og fræði- menn. Hann segist ekki líta á sig sem málsvara Ólafs Ragnars. Verði lesendur að meta það fyrir sig hvort forsetinn hafi gengið of langt í stuðningi sínum við íslensku útrásina. Breytti formála og eftirmála  Guðjón Friðriksson, höfundur ævisögu forseta Íslands, segir að forsetinn hafi ekki óskað eftir breytingum  Efnahagshrunið á Íslandi knúði höfund til að endurrita for- og eftirmála sögunnar Í HNOTSKURN »Ólafur Ragnar Grímssonvar fyrst kjörinn forseti Ís- lands árið 1996 og er hans fjórða kjörtímabil nýhafið. »Árið 1973 var hann skip-aður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmála- fræði. »Hann settist fyrst á Al-þingi 1974 sem varaþing- maður og á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Morgunblaðið/mbl.is Forsetasaga Guðjón Friðriksson segist ekki vera málsvari forsetans og leggur málið í dóm lesenda. Forsetabók afturkölluð www.mbl.is/mm/frettir mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.