Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 20
Biblíumatur í Neskirkju Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hverjar eru matarhefðir Biblíunnar? Næstu fimmtudagshádegi verður í Neskirkju eldaður biblíumatur og matarmenningin kynnt. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Ólafía Björnsdóttir elda. Fimmtudaginn 16. október, verður kjúklingaréttur Maríu í Nasaret. Kynning hefst kl. 12. Allir fá svo uppskriftina. Biblían þjónar lífinu, hinu líkamlega líka. Svo er auðvitað aukabónus að þessi heilsumatur er bragðgóður! Allir velkomnir. Neskirkja.is daglegtlíf Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Við vorum bara orðin þreyttá því að skilja ekki hvaðvar í gangi. Atburðir síð-ustu viku voru svo hraðir að það hefur verið erfitt fyrir okkur að fá yfirsýn og þess vegna ákváðum við að halda málfund til að hjálpa nemendum við það,“ segir Helga Margrét Beck, gjaldkeri Nemenda- félags Menntaskólans við Hamrahlíð (NFMH). Nemendur skólans söfnuðust saman í hátíðarsalnum í hádeginu í gær þegar tekin var pása frá hefð- bundinni kennslu til að fara yfir þá atburði sem snúið hafa íslensku þjóðfélagi á annan endann síðustu vikuna. Áður hafði nemendum gefist færi á að senda nemendafélaginu spurningar um fjármálaástandið og var Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, feng- inn til að svara þeim eftir bestu getu og fara yfir stöðuna á mannamáli. Getum við eitthvað gert? Margar spurningar brenna á vörum menntskælinga og fengu þeir útrás fyrir einhverjar þeirra þegar opnað var fyrir umræður, m.a. hvað þyrfti að gera til að koma í veg fyrir að sagan endurtæki sig, hvað Rús- salánið raunverulega þýddi og hvort við sem einstaklingar gætum gert eitthvað til að ástandið batnaði hrað- ar. Einn nemandi sem tók til máls velti því upp hvort efast mætti um gæði háskólanáms í ljósi þess hversu mistæk fjármálaráðgjöf bankanna til almennings hefur verið. Öðrum lék forvitni á að vita hverjir færu á endanum verst út úr kreppunni, lág- launafólk, meðalmaðurinn eða aðrir? Áhyggjur af framtíðinni Talað hefur verið um að búast megi við brottflutningi ungs fólks frá landinu á næstu árum sem muni leita betri kjara annars staðar eða kjósa að snúa ekki heim aftur að námi loknu verði ekkert að gert. Skiljanlega er framtíðin mennta- skólanemum hugleikin og velta þeir margir fyrir sér hvaða kjör muni bíða þeirra eftir útskrift. „Margir hér eru á leið í há- skólanám, jafnvel til útlanda, og þetta mun hafa áhrif á okkur hvað varðar húsnæði, námslánin og allt saman,“ segir Helga við blaðamann eftir fundinn. Félagi hennar úr stjórn NFMH, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson forseti, bætir við að tölur um atvinnuleysi valdi nem- endum líka áhyggjum. Námsmenn séu flestir í hlutastarfi og ekki ólík- legt að þeir verði fyrstir látnir fjúka. „Ef þetta heldur svona áfram fer Kringlan á hausinn og þá missir hálfur MH vinnuna. Það eru margir sem vinna með skóla og þetta hefur áhrif á okkur öll.“ Nú þegar er orðið tvísýnt um ut- anlandsferðir margra nemenda við skólann. Þ.á m. var hætt við náms- ferð til Barcelona sem átti að vera hluti af spænskuáfanga í MH. Þá þurfti 14 manna hópur sem útskrif- ast nú um jólin að aflýsa útskrift- arferð til Dóminíska lýðveldisins og að sama skapi er hætt við að Hamra- hlíðarkórinn komist ekki í áætlaða söngferð til Frakklands þar sem óvíst er um stöðu fyrirtækja sem ætluðu að styrkja ferðina. Kristinn og Helga nefna líka byggingu tón- listarhúss, listaháskóla og fleiri verkefni sem tvísýnt sé um og hafi áhrif á alla í samfélaginu. Kristinn segir að NFMH hafi talið málþingið vænlegra til árangurs en að rjúka til mótmæla, „þegar fólk veit ekki hverju, hverjum og hvernig það á að mótmæla. Það er ekki hægt að mótmæla gjaldþroti“. Hann bendir á að sagt hafi verið að nið- ursveiflan gæti varað næstu fimm árin, eða fram að því þegar nýstúd- entar nú muni flestir útskrifast úr háskólanámi. „Það eru mjög margir í þjóðfélag- inu núna sem örvænta, sem sjá bara svart og vita ekki hvað þeir geta gert,“ segir Helga. „Okkur langar að fólkið geti séð ljósið við enda gang- anna.“ Kreppan kemur okkur öllum við Morgunblaðið/Frikki Áhyggjufull Kreppan brennur á menntaskólanemum eins og öllum öðrum og fjölmenntu MH-ingar í hátíðarsalinn til að ræða málin, enda fróðleiksfúst fólk. Með atburðum liðinnar viku hefur almenningur gert sér æ betur grein fyr- ir því að fjármálakrepp- an kemur öllum við, hvort sem það eru áhættufjárfestar eða venjulegir mennta- skólanemar. Una Sig- hvatsdóttir ræddi krepp- una með MH-ingum. Morgunblaðið/Frikki Stjórnin Kristinn Árni Lár Hróbjartsson og Helga Margrét Beck úr stjórn NFMH vildu með málþinginu hjálpa menntskælingum að skilja gang mála. ÞEIR Andri Freyr Þórðarson og Pétur Már Sigurjónsson, báðir nemendur á lokaári, eru ánægðir með málfundinn. „Þetta var mjög upplýsandi og gott framtak hjá nemendafélaginu. Mér fannst ég heyra hluti sem ég hafði ekki heyrt fyrr,“ segir Pétur. „Þetta er allt búið að gerast svo hratt, nýjar fréttir á hverjum degi, svo maður gat ekki áttað sig al- mennilega á þessu í samhengi,“ bætir Andri við. Meðal MH-inga er vaxandi meðvitund um áhrif efna- hagsvandans að sögn strákanna og mikið talað um „helvítis kreppuna“ á göngum skólans. Þeir eru sam- mála um að þótt menntaskólanem- ar verði kannski ekki verst úti eins og er þá hafi samt flestir áhyggjur af kreppunni, ekki síst atvinnu- ástandinu og hvernig muni ganga að fá vinnu eftir útskrift. Margir endurskoði nú eflaust framtíð- arplönin. „Ég ætlaði að reyna að ferðast eitthvað eftir útskrift, áður en ég færi í háskóla,“ segir Pétur. „En það getur verið að ég hætti við það núna og fari bara beint í fram- haldsnám.“ „Helvítis kreppan“ tíðrædd Morgunblaðið/Frikki REKTOR Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarna- son, ávarpaði nemendur sína áður en málþingið hófst. Hann minnti m.a. á að með- an önnur verðmæti töpuðust sköpuðu nemendur sér sjálfir eigin verðmæti dag hvern. „Sú innistæða sem maður eignast hjá sjálfum sér með menntuninni er miklu traust- ari en nokkur bankainn- istæða,“ sagði Lárus. Hann las að lokum fyrir nemendur ljóð eftir Stein Steinarr, með sterkri skírskotun í íslenskt samfélag. Að sigra heiminn Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vit- laust gefið. Menntun ofar öllu |miðvikudagur|15. 10. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.