Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hó, hó, hó, nú fá allir bara skatt í hollenskan tréskó. VEÐUR Skýrsla Willems Buiter og AnneSibert um ástæðurnar fyrir efnahagsvanda Íslands, sem unnin var fyrir Landsbankann, var til um- fjöllunar í fréttum Ríkissjónvarps- ins í gærkvöldi.     Buiter segir fráþví í net- færslu á vefsíðu Financial Times 9. október undir fyrirsögninni „Gjaldþrot ís- lensku bankanna – lærdómur af margboðuðu andláti“ að skýrslan hafi verið send Lands- bankanum í apríl á þessu ári og síð- an hafi Sibert og hann kynnt hana í uppfærðri mynd 11. júlí fyrir hag- fræðingum frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu og úr aka- demíunni. Viðmælendur þeirra hafi talið að efni skýrslunnar væri of viðkvæmt til að það yrði gert op- inbert og því samþykktu höfund- arnir að setja hana ekki í umferð.     Og hver var niðurstaða skýrsl-unnar, sem var of viðkvæm til að koma fyrir sjónir almennings? Að íslenskt hagkerfi væri of smátt fyrir umfang bankageirans. Ef Íslendingar ætluðu að halda bönkunum yrðu þeir að ganga í ESB og taka upp evru, ef Íslend- ingar ætluðu að halda í krónuna yrðu þeir að losa sig við hina al- þjóðlegu bankastarfsemi.     Þessi niðurstaða hefði ekki komiðneinum á óvart. Þau voru hvorki fyrst né síðust til að átta sig á að bankageirinn væri orðinn ís- lensku hagkerfi ofviða.     Það eina sem kemur á óvart er aðekki skyldi brugðist við ábend- ingum þeirra og annarra, bæði á Ís- landi og utan, um hættuna.     Eða kannski kemur það ekkert áóvart. STAKSTEINAR Willem Buiter Margboðað andlát SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -           "## $#  $             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( ! ! ! ! % %    &''&# &#       &''&          :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $    $! !$ $! $! $ $ $!  $   $ $! $    $ $!$                          *$BC                  !  "  #$  *! $$ B *! ()*#  #)#    + <2 <! <2 <! <2 ( *'&#, '" -#. & '/ D!-            /    %# &  '   (      )    *')   <7  ++(  )   #    & ,    &- + (     )   !  .   <   / ) .      )   #$   !0   1-  -    01&& ## 22 '& ##3   #, '" Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að opna útibú frá leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti um næstu áramót. Verður það hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og verður í litlu timburhúsi í skógarrjóðri, sem nefn- ist Björnslundur. Gert er ráð fyrir 20 aukaplássum vegna útideildarinnar og munu fjór- ar deildir leikskólans skiptast á um að dvelja í skógarhúsinu í eina viku í mánuði allan ársins hring. Þar verð- ur lögð áhersla á sem mesta útiveru og börnin munu fá tækifæri til að vera í beinum tengslum við náttúr- una. Vonast er til, að leikskólastarfið í Björnslundi muni efla umhverf- isvitund barnanna og opna nýjar leiðir í leikskólastarfinu. Útideild við leikskólann Rauðhól Lögð verður áhersla á sem mesta útiveru STARFSMENN Faxaflóa- hafna voru í síðustu viku viðstaddir reynslusigl- ingu Jötuns, hins nýja dráttarbáts, sem verið er að ljúka smíði á hjá Damen í Hollandi, en sú stöð hefur smíðað alla báta Faxaflóahafna. Gekk reynslusiglingin eins og best verður á kosið. Jötunn leysir af hólmi gamla Jötun sem var seldur til Þorlákshafnar. Kaupverð nýja Jötuns er um 250 milljónir króna. Gísli Gíslason hafn- arstjóri segir að með til- komu Jötuns ráði Faxaflóhafnir yfir fjórum dráttarbátum. Öflugastur er Magni með 40 tonna togkraft, síðan kemur Jötunn með 27 tonna togkraft, Leynir með 14 tonna togkraft og Þjótur er minnstur, með 6 tonna togkraft. Gísli segir mikilvægt að ráða yfir öflugum dráttarbátum því sífellt stærri skip komi hingað til hafnar. Skemmtiferðaskipin séu allt að 120 þúsund tonn að stærð og súrálsskipin, sem koma til Grundartanga, séu 60-80 þúsund tonn að stærð. Þá sinna dráttarbátarnir einnig verkefnum í Straumsvík og Helguvík. Gísli segir að Magni og Jötunn muni í sameiningu ráða vel við stærstu skip, sem hingað koma. Jötni verður siglt til Íslands á næstu dögum og tekur siglingin viku, ef vel gengur. Skipstjórar á Jötni verða Smári Guðnason og Marteinn Ein- arsson. sisi@mbl.is Jötunn Reynslusigling nýja bátsins í Hollandi í síðustu viku gekk eins og í sögu. Ljósmynd/Faxaflóahafnir Nýr dráttarbátur í reynslusiglingu NÝLOKIÐ er fundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins þar sem fjallað var um ástand nytjastofna í Norð- austur-Atlantshafi ásamt tillögum ráðgjafar- nefndar um nýtingu þriggja fiskstofna. Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar í 1.643 þúsund lestir á næsta ári. Þetta er aukning upp á ríflega 8% frá síðustu ráðgjöf ráðsins. Kvóti Íslands í síldarstofninum fer við þetta úr 220 þús- undum lesta í rúmlega 238 þúsund lestir. Tillögur ráðsins varðandi kolmunna gera hins vegar ráð fyrir samdrætti og að leyft verði að veiða 384 þúsund lestir árið 2009, enda sé stofninn nýttur umfram afrakstursgetu. Á þessu ári er áætlað að veiddar verði 1.200 þúsund lestir. Aflinn var um og yfir 2 milljónir lesta árlega árin 2003-06. Lagt er til að heildarafli makríls verði á bilinu 443- 578 þúsund lestir á næsta ári, en aflinn í ár er áætl- aður um 600 þúsund lestir. Um tillögurnar verður fjallað á fundi strand- ríkja í næstu viku og á ársfundi Norðaustur-Atl- antshafs fiskveiðinefndarinnar innan skamms. Veiðar úr þessum stofnum eru alþjóðlegar og hefur Hafrannsóknastofnunin komið að mati á stærð og veiðiþoli þeirra með virkri þátttöku í vinnunefndum Alþjóðahafrannsóknaráðsins og komið þannig að mótun þessarar ráðgjafar, segir á heimasíðu Hafrannsóknarstofnunar. sisi@mbl.is Leggja til auknar síldveiðar Í HNOTSKURN »Stærð hrygningarstofns norsk-íslenskuvorgotssíldarinnar er metin um 12 milljónir lesta. Hann hefur ekki verið met- inn svona stór síðan fyrir hrun hans. »Kolmunnastofninn hefur minnkaðvegna lélegrar nýliðunar. Hann er metinn um 3,5 milljónir lesta, en var 7 milljónir lesta. Hrygningarstofn makríls er metinn 2,8 milljónir lesta og hefur far- ið stækkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.