Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa ÞETTA HELST ... ● ÞRÁTT fyrir loforð um annað er enn eng- in hreyfing komin á gjaldeyrismarkaði og staða krónunnar er jafnveik og áður. Nokkrir þröskuldar standa í veginum fyrir því að markaðir geti tekið við sér á ný, að sögn viðmælenda Morg- unblaðsins. Erlendir bankar vilja engin við- skipti eiga við þrotabú Glitnis og Kaupþings og er ekki við því að bú- ast að markaðir liðkist fyrr en nýir bankar hafa tekið til starfa. Þá þarf að taka á gjaldeyrisskorti í landinu áður en markaður með krón- ur verður virkur á ný. Verður sá vandi líklega ekki leystur nema með lán- töku, annaðhvort frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum eða Rússlandi, eins og áður hefur verið greint frá. Þriðji þröskuldurinn er sagður sá að íslenska fjármálakerfið, þar með talinn Seðlabanki Íslands, hefur tap- að stórum hluta þess trausts, sem erlendir fjárfestar og bankar báru til þess. Morgunblaðið hefur áður greint frá viðræðum við bandaríska bankann JP Morgan um að hann ábyrgist viðskipti með íslenskar krónur. Aðkoma hans er sögð nauð- synleg vegna þess að erlendir aðilar beri ekki nægilegt traust til íslenskra aðila. bjarni@mbl.is Krónumarkaðir enn freðnir sem fyrr Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur camilla@mbl.is Sala erlendra eigna bankanna er nú í höndum skilanefnda. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið samið við yfirvöld í öllum lönd- um þar sem Kaupþing var með starf- semi, nema Þýskalandi, um greiðslu innlána. Einnig hefur verið samið við bæði bresk og hollensk stjórnvöld um lán til greiðslu innlána Icesave- bankanna. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sagt að mögulega falli ekki kostnaður á rík- issjóð vegna þessa, eignir verði seld- ar sem mæti kostnaðinum. Því skiptir það sköpum að gott verð fáist fyrir eignir bankanna sem eru dreifðar um allan heim. Í Noregi er búið að selja dóttur- félög bæði Kaupþings og Glitnis. Þá keyptu stjórnendur Glitnis í Finn- landi bankann í gær. Bankastjóri FIH í Danmörku hef- ur talað um að bankinn verði seldur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Af starfsemi Landsbankans er- lendis er hlutur bankans í Merrion í Írlandi seldur. Sölu bankans á er- lendri starfsemi til Straums fjárfest- ingarbanka á dögunum var rift vegna yfirtöku ríkisins á Lands- bankanum. Sala eigna stutt á veg komin       (?0"! 'G!CC! 1H IJ C!! 1H "A!"! "G!1H (G?A!1 H H!16KG C LM 1NG?0<G ,N!1H !< A<GG "C. '.11!1H % &&5 @ 5   >7 (  C)9 ,  & 69 >. 0  ' &% /7 !% H  " !1H 67 5 &%   ' "%  ( " % & ' )%   *%    + , % -./#, %    0    12 # % !,%  ! ,%  ' ( 2 4 "5   * 6% 4 "5    Sala eignanna í höndum skilanefnda  Söluverðmæti gengur upp í skuldir N6M 7 N6M ' #$ %% &  &$'   N6M / 8 (M $ $ #( &  &'(   H O P  1Q # % $ (( )( )#$   'A ? H!M * # * ' $ &# & (   N6M . N6M 1 %( (*# )((* &    ● PEPSI tilkynnti í gær að segja yrði upp 3.300 starfsmönnum hjá fyr- irtækinu, eða tæpum tveimur pró- sentum starfsmanna. Samkvæmt frétt Reuters féllu hlutabréf í PepsiCo um tíu prósent í gær þegar kom í ljós að töluvert þyrfti að draga úr vaxtarhorfum fyr- irtækisins. Aðgerðirnar eiga að spara PepsiCo 1,2 milljarða dollara á næstu tveimur árum. camilla@mbl.is Samdráttur leiðir til uppsagna hjá Pepsi ● ÞAÐ líkan sem fjármálaráðuneytið notar við þjóðhagsspár sínar er nokkuð komið til ára sinna og færa má fyrir því rök að það endurspegli ekki nægilega vel íslenskt efnahags- umhverfi eins og það er nú. Í vefriti ráðuneytisins segir að spár þess hafi vanmetið kraft uppsveiflunnar í íslensku efnahagslífi undanfarin ár. Nýjasta þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins var gefin út hinn 1. október síðastliðinn, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur til greina að spáin verði end- urskoðuð í ljósi atburða undanfar- inna daga. bjarni@mbl.is Til greina kemur að skipta um líkan Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landsbankinn FME segir allt verð- mæti eigna hafa gjörbreyst. 96:+       !"#$% &'()( -;, #<==# ! E  !% & 0 3  (&&=9 0 3  ? %  0%   &  , ?&3; "  .E   0 3  C34  ( &    & "   6   /GN1 %)($* '+*  K  > %5;  9 !% %E !O- !% %E / %   /R' ?& ( & 'S - ( & 12 +  > %9$  -126 ! " D %- !  D  ,( 0   ,3$+  ?* =  *' #%' ' *% + $' $' + + ($$ $  ( * $%  $$ $' $ '  + +                             >$&3%   A $ 7  & T C3    )   ) )    ) )   ) )   ) ) )      ) )   ) ) # ) ) # ) ) ) ) # ) ) ) #  # )  # ) ) ) ) ) ) )  ) ) ) ) # ) ) )  # ) )  #  # ) '+9 =$&3%  ) ) ) ) ) ) ) ) ) )  ) )  ) H %   =$&= $         )     ) )                         !A !A !A !A !A !A !A !A ekki fara út í það að ræða eigna- safn einstakra fjármálafyrirtækja þegar eftirlitið er spurt um hverj- ar þessar eignir eru. Þar fyrir ut- an liggi verðmæti eignanna ekki endanlega fyrir. Í svari FME segir þó að rétt sé „að hafa það í huga að aðstæður á mörkuðum, og þ.m.t. verðmæti eigna, hafa gjör- breyst, bæði almennt og þegar lit- ið er til þess að um er að ræða fyrirtæki sem í dag er í takmörk- uðum rekstri miðað við það sem áður var“. thordur@mbl.is ýmsum atriðum, svo sem í tengslum við yfirfærslu eigna til dótturfélagsins og skilmála í lána- samningum. FME segir slíka samninga „geta haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki“. Landsbankinn taldi sig ekki fá eðlilegar for- sendur hjá breskum yfirvöldum til að geta orðið við þessu. Ráðamenn þjóðarinnar hafa ítrekað sagt að undanförnu að þeir reikni með að sala á eignum Landsbankans muni duga fyrir ábyrgðum íslenska ríkisins vegna Icesave-reikninganna. FME segist Fjármálaeftirlitið (FME) segir við- ræður við Landsbankann um að færa Icesave-reikninga bankans undir dótturfélög í Bretlandi hafa staðið yfir „mestan part þessa árs“. Í svari FME við fyrirspurn Morgunblaðsins vegna þessa segir að eftirlitið hafi hvatt Landsbank- ann til að koma Icesave inn í dótt- urfélag og að „um var að ræða nokkrar leiðir og hafði verið unn- ið að þessu í samvinnu við bresk stjórnvöld“. Til að breyta útibúi í dótt- urfélag hafi þurft að ganga frá Fjármálaeftirlitið þrýsti á Icesave um breytingar mestan part árs KAUPÞING var með starfsemi í fjórtán löndum og þar af var bankinn með útibú í nokkrum þeirra. Sam- kvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst eru þetta Svíþjóð, Noregur, Finnland og Þýskaland. Í Svíþjóð ábyrgjast stjórnvöld upphæðir frá 20.887 evrum sem ís- lenski tryggingasjóðurinn þarf að greiða. Hækka á sænskar innláns- tryggingar úr 250.000 sænskum krónum í 500.000. Samkvæmt upp- lýsingum frá sænska trygginga- sjóðnum er inni í myndinni að sænsk stjórnvöld ábyrgist grunnupphæð- ina fyrir íslensk stjórnvöld. Í Noregi var Kaupþing aðili að norska tryggingasjóðnum. Það þýðir að íslenska ríkið er í ábyrgðum fyrir grunnupphæðinni, allt þar fyrir ofan ábyrgist norski tryggingasjóðurinn. Samkvæmt upplýsingum frá finnska fjármálaeftirlitinu verða tryggingar þar hækkaðar úr 25.000 evrum í 50.000 evrur. Kaupthing Edge í Finnlandi hefur sótt um aðild að tryggingasjóðnum og fengið grænt ljós. Sem fyrr er íslenska ríkið ábyrgt fyrir fyrstu 20.887 evrunum. camilla@mbl.is Útibú Kaupþings í fjórum löndum Misjafnt er eftir löndum hvernig innlán eru tryggð og hvort heimaland borgar ● STJÓRN Marels hefur ákveðið að fara í hlutafjárútboð, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Munu 20-30 milljónir hluta verða boðnar til sölu í lokuðu hlutafjár- útboði til hæfra fjárfesta til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins og auka viðskipti með hlutabréf þess. Verð nýju hlutanna verður á bilinu 70 til 72 krónur á hlut, en síð- ustu viðskipti með bréf félagsins voru á genginu 71,7 krónur á hlut. Nýi Landsbanki Íslands hf. mun taka við áskriftum til kl. 16.00 hinn 16. október næstkomandi. bjarni@mbl.is Marel í hlutafjárútboð „ÉG á ekki von á því,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, spurður hvort til standi að greiða 500 milljóna evra lán sem bankinn tók og er á gjalddaga í dag. Fyrrverandi stjórnendur Glitnis hafa greint frá því að þeir sáu ekki fram á að geta greitt þetta lán. Búið var að loka á aðgang bankans að lausafé. Fyrir 20 dögum var því tekin ákvörðun um að ganga á fund Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og biðja um lán til þrautavara. Hröð atburða- rás fór af stað sem endaði á því að á mánudeginum 29. september ákvað ríkið að leggja til bankans 600 millj- ónir evra og eignast 75% hlut. Árni segir að nú sé verið að skoða hvað verði gert við allar skuldir Glitnis. Því sé þetta mál í bið og ekki gert ráð fyrir að lánið verði greitt í dag. Fáa óraði fyrir hvaða atburðarás færi af stað eftir ákvörðun Seðla- banka og ríkisstjórnar um að taka Glitni yfir. Lánshæfiseinkunn ríkis- sjóðs og bankanna var lækkuð í kjöl- farið. Þá varð fjármögnun þeirra banka sem eftir stóðu og voru í einkaeign, Landsbankans og Kaup- þings, erfið. Föstudagskvöldið 3. október var ljóst að forsendur fjármögnunar Landsbankans í Seðlabanka Evrópu voru breyttar. Reynt var að bregðast við því þá um helgina. Mánudagskvöldið 6. október voru neyðarlög samþykkt á Alþingi sem veitti framkvæmdavaldinu nánast ótakmarkaðar heimildir til að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja. Þriðjudagsmorguninn 7. október var Landsbankinn tekinn yfir af stjórnvöldum. Þá var stjórn Glitnis sett af að kvöldi sama dags. Nálægt miðnætti 8. október var síðan ljóst að Kaupþing færi sömu leið. bjorgvin@mbl.is Örlagaríkt lán á gjalddaga  Glitnismenn fóru í Seðlabankann til að fá lán fyrir 20 dögum  Greiða átti annað lán sem er á gjalddaga í dag  Þeir fengu neitun og í kjölfarið voru bankarnir þjóðnýttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.