Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 19
Greiðslustöðvun
Með dómi sem kveðinn var upp 9. október 2008 kl. 17.00 ákvað héraðsdómstóll í Lúxemborg
(Tribunal d’arrondissement de Luxembourg), á dómþingi um viðskiptamál, að fallast á beiðni
Kaupthing Bank Luxembourg S.A., firmaskrárnúmer B 63997, með aðsetur að 35a avenue J-F
Kennedy, L-1855 Lúxemborg, um greiðslustöðvun skv. ákvæðum 60-2 (15) í IV. kafla laga um
fjármálamarkaði frá 5. apríl 1993, með áorðnum breytingum.
Með sama dómi voru Emmanuelle Caruel-Henniaux og Franz Fayot , fyrir hönd
PricewaterhouseCoopers S.à r.l., skipuð umsjónarmenn bankans og var þeim falið það
hlutverk að hafa umsjón með eignum bankans. Jafnframt voru greiðslustöðvunni ákveðin
tímamörk allt að sex mánuðum.
Fyrir hönd PricewaterhouseCoopers S.à r.l., Emmanuelle Caruel-Henniaux og Franz Fayot.
Suspension of Payments
By judgment rendered on 9th October 2008 at 5 p.m., the Tribunal d’arrondissement de
Luxembourg (District Court) sitting in commercial matters ordered the admission of the
société anonyme Kaupthing Bank Luxembourg S.A. registered with the having its
registered office at 35a, avenue J-F Kennedy, L-1855 Luxembourg to the benefit of the
procedure of the suspension of payments in accordance with Part IV of the law dated
5th April 1993 relating to the Financial sector as amended and declared the applicability
of article 60-2 (15) of such law.
The same judgment appointed PriceWaterhouseCoopers S.à.r.l. represented by Mrs
Emmanuelle Caruel-Henniaux and Me Franz Fayot as administrators with mission to
control the management of the assets of the Bank and limited the procedure of the
suspension of payments to six months.
For conformed extract.
The Administrators
PriceWaterhouseCoopers S.à.r.l represented by Mrs Emmanuelle Caruel-Henniaux and
Me Franz Fayot.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
„UNNIÐ er að því að endurskipuleggja og efla rekstur
SPRON með tilliti til langtímahagsmuna félagsins og í
gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja.“ Þannig segir í
yfirlýsingu frá SPRON í gær.
Er í yfirlýsingunni vísað til þess að eftir yfirtöku Fjár-
málaeftirlitsins á Kaupþingi sé ljóst að forsendur fyrir
sameiningu Kaupþings og SPRON séu brostnar og því
verði ekki af samruna fyrirtækjanna að ræða. Þá segir að
ljóst sé að gjörbreyttar aðstæður á fjármálamörkuðum
hafi neikvæð áhrif á afkomu SPRON. Starfsemi sjóðsins
verði þó óbreytt.
Í yfirlýsingu frá Byr sparisjóði í síðustu viku sagði að
staða sjóðsins væri sterk. Hins vegar kom þá fram hjá
viðskiptaráðherra eftir fund með forsvarsmönnum spari-
sjóðanna að staða þeirra væri misjöfn og væri verið að
leita allra leiða til að bæta stöðu þeirra. Það á til að mynda
við um Sparisjóð Mýrasýslu, en eftir yfirtöku Fjármála-
eftirlitsins á Kaupþingi hefur byggðaráð Borgarbyggðar
óskað eftir viðræðum um framtíð sparisjóðsins.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs-
ins í Keflavík, segir að endurskipulagning á rekstri spari-
sjóðsins hafi staðið yfir frá því síðastliðið vor. „Þetta gerð-
ist hjá okkur í framhaldi af sameiningu við sparisjóðina á
Vestfjörðum og í Húnaþingi. Við erum því í hagræðing-
arferli sem mun ná alveg út næsta ár,“ segir hann.
Endurskipuleggja SPRON
Í HNOTSKURN
»Viðskiptaráðherra sagði ísíðustu viku, eftir fund
með forsvarsmönnum spari-
sjóðanna, að staða þeirra væri
misjöfn, sumir standi vel en
aðrir síður.
»Ríkið getur aukið viðstofnfé sparisjóðanna í
landinu um allt að 20%.
Ekkert verður af sameiningu SPRON og Kaupþings eftir að Fjármálaeftirlitið
yfirtók bankann Staða sparisjóðanna í landinu er mjög misjöfn og til skoðunar
HLUTABRÉFAMARKAÐIR í Evrópu og Asíu héldu
áfram að hækka í gær, þótt hækkanirnar væru ekki
sambærilegar við það sem gerðist á mánudag. Í frétt
Financial Times segir að hjólin séu eitthvað farin að
snúast á millibankamörkuðum erlendis vegna aðgerða
stjórnvalda beggja vegna Atlantsála. Nú síðast ákvað
Bandaríkjastjórn að nýta 250 milljarða dala til að
kaupa hlutafé í þarlendum bönkum, óski bankarnir eft-
ir því. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 3,23%, þýska
DAX um 2,70% og franska CAC um 2,75%. Sömu sögu
var hins vegar ekki að segja af bandarískum mörk-
uðum þar sem hlutabréf hófu daginn með hækkunum,
sem þó gengu til baka þegar líða tók á. Dow Jones
lækkaði um 0,70% og Nasdaq um 3,50%. bjarni@mbl.is
Hækkanir í Evrópu og Asíu
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
OPNAÐ var fyrir viðskipti í Kaup-
höll Ísland í gær, í fyrsta sinn síðan
fimmtudaginn 9. október. Sem fyrr
var þó lokað fyrir viðskipti með
bréf fjármálafyrirtækjanna Exista,
SPRON og Straums-Burðaráss, en
gengi bréfa Glitnis, Kaupþings og
Landsbanka var núllstillt.
Skýrir það hina gríðarlegu lækk-
un Úrvalsvísitölunnar í gær, en hún
féll um 77,42% í viðskiptum gær-
dagsins. Var lokagildi vísitölunnar
678,4 stig, en var við upphaf við-
skipta 3004,62 stig. Hefur vísitalan
ekki verið á svipuðum slóðum síðan
vorið 1996, þegar hún var í kring-
um 680 stig. Markaðsvirði hluta-
bréfa í Úrvalsvísitölunni var fyrir
opnunina í gær um 1050 milljarðar
króna, en við lokun markaða í gær
var það komið í um 276 milljarða.
Nær engin velta var með hluta-
bréf í Kauphöllinni, en hún nam að-
eins um 190 milljónum króna.
Sex fyrirtæki hafa verið skráð úr
Kauphöllinni á árinu og þrjú til við-
bótar, Atorka, Teymi og Vinnslu-
stöðin, stefna sömu leið. Þá hafa
skilanefndir Landsbanka og Glitnis
óskað eftir því að hlutabréf bank-
anna verði tekin úr viðskiptum.
Straumur er nú stærsta fjármála-
fyrirtækið í Kauphöllinni, en auk
þess standa eftir rekstrarfélög eins
og Alfesca, Bakkavör, Marel og
Össur.
Ekki verið
lægri síðan
árið 1996
83@
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SJEIK Mohammed Bin Khalifa Al-
Thani, fjármálaráðherra Katars og
bróðir emírsins þar í landi, hefur
hætt við kaup á 12,5% hlut í Alfesca.
Sjeikinn hafði ekki fengið hlut
sinn í Alfesca afhentan en sam-
kvæmt lögum um verðbréfaviðskipti
þarf að framkvæma svonefnda
skráningarlýsingu ef aukning hluta-
fjár skráðs hlutafélags í Kauphöll er
10% eða meiri. Fjármálaeftirlitið og
Kauphöllin þurfa síðan að yfirfara
skráningarlýsinguna. Það ferli stóð
yfir áður en hætt var við kaupin.
Í síðasta mánuði var greint frá
kaupum sjeiksins á 5% hlut í Kaup-
þingi á 25,6 milljarða króna. Hann
hafði þegar greitt fyrir þann hlut og
var þar ekki um hlutafjáraukningu
að ræða eins og í tilfelli Alfesca. Það
er ljóst að tap sjeiksins á Kaupþings-
viðskiptunum er verulegt.
Í tilkynningu frá Alfesca segir að
riftun kaupanna hafi verið sam-
komulag milli Alfesca og eignar-
haldsfélags sjeiksins, Q Iceland
Holding ehf., í ljósi þeirrar óvissu
sem ríkir á hinum íslenska fjármála-
markaði og mikillar veikingar ís-
lensku krónunnar.
Í tilkynningu frá Alfesca segir
jafnframt að sjeikinn hafi ítrekað
stuðning sinn og áhuga á Alfesca
sem langtímafjárfestingu og staðfest
vilja sinn til að halda áfram að vinna
með félaginu gefist tækifæri til.
Í ljósi ríkjandi aðstæðna hefur
stjórn Alfesca ákveðið að fresta aðal-
fundi félagsins, sem átti að halda
mánudaginn 20. október nk., til
þriðjudagsins 18. nóvember nk.
Sjeikinn og Ólafur Ólafsson, stjórn-
arformaður Alfesca og stór hluthafi í
Kaupþingi, eru miklir vinir og hafa
meðal annars stundað veiðar saman í
Afríku.
Sjeikinn hættir
við Alfesca-kaup
Var ekki búinn að
fá hlutinn afhentan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alfesca Ólafur Ólafsson stjórn-
arformaður á aðalfundi 2007.
NORSK stjórnvöld heimiluðu í gær-
kvöldi, að Royal Bank of Scotland
leysti til sín 9,98% hlut Kaupþings í
norska tryggingafélaginu Store-
brand. Tilkynnt var um söluna í
fyrradag en í gæmorgun frysti skila-
nefnd norska fjármálaeftirlitsins,
sem tekið hefur Kaupþing í Noregi
yfir, sölu bréfanna.
Reutersfréttastofan hafði í gær-
kvöldi eftir skilanefndinni, að salan
gæti farið fram. Eftir skoðun á mál-
inu væri ljóst, að Royal Bank of Scot-
land hefði átt veð í bréfunum og því
væri fallist á að þau yrðu leyst út.
Verðmæti hlutarins í trygginga-
félaginu Storebrand sem færður var
til RBS jafngilti um 17,6 milljörðum
íslenskra króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var um óvenjulega lágt verð
fyrir hlutinn að ræða.
Norska fjármálaeftirlitið greip inn
í stjórn Kaupþings í Noregi á sunnu-
dag og setti bankann þar í greiðslu-
stöðvun. Norsk stjórnvöld sögðu það
í verkahring tryggingarsjóðs innlána
eða skilanefndar að ráðstafa hlutn-
um í Storebrand en ekki Kaupþings.
Norðmenn
sögðu já
RBS fær tæp 10%
afhent í Storebrand