Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 17
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRN George W. Bush Banda-
ríkjaforseta kynnti í gær áform um
að nota alls 250 milljarða dollara til
að kaupa hlutabréf í bandarískum
bönkum í því skyni að endurvekja
traust á fjármálakerfinu.
Bush viðurkenndi að sem mark-
aðshyggjumanni væri sér þvert um
geð að samþykkja svo viðamikil
ríkisafskipti af bönkunum, þau
mestu í Bandaríkjunum frá fjórða
áratug aldarinnar sem leið. Hann
hefði þó komist að þeirri niðurstöðu
að ríkisafskiptin væru nauðsynleg.
„Markmiðið með aðgerðunum er
ekki að leggja frjálsa markaðinn
undir sig, heldur að varðveita hann.“
„Okkur þykir miður að þurfa að
grípa til þessara aðgerða,“ sagði
Henry Paulson, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna. „Þetta er ekki það
sem við vildum – en aðgerðir okkar í
dag eru það sem við verðum að gera
til að endurvekja traust á fjármála-
kerfi okkar.“
Knúðir til að
samþykkja aðstoðina
Bandarískir embættismenn sögðu
að 125 milljarðar dollara yrðu not-
aðir til að kaupa hlutabréf í níu bönk-
um. sem hafa þegar þegið aðstoðina,
þeirra á meðal Citigroup, JPMorgan
Chase, Bank of America, Goldman
Sachs og Morgan Stanley.
125 milljarðar dollara verða not-
aðir síðar til að kaupa hlut í öðrum
bönkum sem samþykkja aðstoðina.
Fréttastofan AP sagði að Paulson
hefði þurft að knýja nokkra af stóru
bönkunum til að samþykkja aðstoð-
ina. Fjármálaráðherrann hefði talið
nauðsynlegt að kaupa fyrst hluta-
bréf í sterkum bönkum, sem þyrftu
ekki endilega hlutafé, til að ekki yrði
litið á ríkisaðstoðina sem smánar-
blett.
Bush sagði að gert væri ráð fyrir
því að bankarnir keyptu hlutabréfin
aftur þegar fjármálamarkaðirnir
réttu úr kútnum.
Ríkið kaupir forgangshlutabréf,
en þau bera fasta vexti sem greiða
þarf áður en aðrir hluthafar fá arð.
Hugsanlegt er að ríkið hagnist á
hlutabréfunum ef bankarnir rétta úr
kútnum, en það er ekki öruggt.
Hlutafé dælt í banka
Bush segir ríkisafskiptin af bandarískum bönkum nauðsynleg til að endurvekja
traust á fjármálakerfinu Ríkið kaupir hlutabréf fyrir 250 milljarða dollara
Í HNOTSKURN
» Bankar sem fá hlutafé fráríkinu samþykkja reglur
sem takmarka föst laun, kaup-
auka og starfslokasamninga
stjórnenda bankanna.
» Stjórnin sagði að bankarmættu ekki geyma nýja
fjármagnið heldur yrðu þeir
að nota það til að lána hver
öðrum og viðskiptavinum.
» Stjórnin hyggst einnigvíkka út ábyrgðir sínar
þannig að þær nái til innlána
smáfyrirtækja.
BÖRN í fátækrahverfi Djakarta, höfuðborgar
Indónesíu, böðuðu sig ofan í tunnu með rigning-
arvatni í gær sem aðra daga.
Að minnsta kosti 80% af 250 milljónum íbúa
Indónesíu hafa ekki aðgang að rennandi vatni.
Þar sem aðgangur að hreinu vatni er takmark-
aður verður fjöldi fólks því að notast við árvatn
til drykkjar, baða og þvotta samkvæmt heimild-
um Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tunnubað í Djakarta
Reuters
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BÆÐI forsetaefnin vestanhafs, Bar-
ack Obama og John McCain, hafa
síðustu daga lagt fram tillögur sínar
vegna efnahagsvandans og lausa-
fjárkreppunnar. En ný könnun USA
Today og Gallup bendir til þess að al-
menningur sé vantrúaður á hæfni
mannanna tveggja til að leysa vand-
ann. Um 44% aðspurðra segjast hafa
trú á áætlunum Obama og aðeins
31% á tillögum McCains.
Síðustu kappræður forsetaefn-
anna verða í nótt að íslenskum tíma.
Efnahagstillögur McCains ganga
m.a. út á afnám skatta á atvinnuleys-
isbætur, lægri skatta á lífeyrissparn-
að og aukinn skattafrádrátt fyrir
fólk sem þarf að selja eignir með tapi
á markaði. McCain hefur lagt fram
hugmyndir um skattalækkanir á fyr-
irtæki í von um þannig verði hægt að
sporna við atvinnuleysi. En demó-
kratar hafa sagt að forsetaframbjóð-
andinn vilji með tillögunum gefa m.a.
olíufyrirtækjum færi á að græða enn
meira. Hagfræðingar segja að vandi
McCains sé sá að afar erfitt sé að út-
skýra tillögur hans.
Einnig háir það McCain að efna-
hagsmálin, sem yfirgnæfa allt annað
þessa stundina í huga fólks, hafa
aldrei verið hans sterka hlið. Og
áhersla hans á frjálsan markað er
ekki jafn aðlaðandi núna þegar
margir kenna sjálfum kapítalisman-
um um neyðarástandið á mörkuðum.
Obama kynnti sínar hugmyndir á
mánudag. Vill hann meðal annars að
frestað verði í 90 daga lögtökum í
húsnæði vegna húsnæðislána og
jafnframt að fyrirtæki fái skatta-
ívilnanir fyrir að fjölga störfum, 3000
dollara á hvert nýtt starf. Einnig vill
hann að lánaábyrgðir ríkisins til bíla-
framleiðenda verði hækkaðar í 50
milljarða dollara. „Við þurfum að
gefa fólki ráðrúm til að jafna sig,“
sagði Obama á fundi í Ohio.
Kjósendur vantrúaðir
Reuters
Einmitt! Starfsmenn bílaverksmiðju í Wisconsin hlýða á Obama.
AF þeim 158
milljónum
kvenna sem ala
munu börn á
þessu ári mun líf
58 milljóna vera í
hættu þar sem
þær njóta ekki
neinnar heil-
brigðisþjónustu á
meðgöngu eða
eftir fæðingu.
Þetta er meðal þess sem kom fram í
nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) sem
var kynnt í gær. Í skýrslunni var
gerð úttekt á grunnþáttum heil-
brigðisþjónustu í heiminum. Í nið-
urstöðum segir m.a. að gífurlegur
ójöfnuður ríki hvað aðgengi að slíkri
þjónustu varðar, mikill munur sé
milli landa og jafnvel milli hverfa í
sama landi.
Um 5,6 milljarðar jarðarbúa í fá-
tækari löndum heims greiða yfir
helming heilsugæsluþjónustu út í
hönd, sem verður til þess að ýta íbú-
um landanna undir fátæktarmörk.
Samkvæmt skýrslunni munar
meira en 40 árum á ævilíkum fólks í
ríkustu og fátækustu löndum heims.
Margaret Chan, framkvæmdastjóri
WHO, sagði er hún kynnti niður-
stöður að aðgerðaleysi væri ekki
valkostur, áhersla á grunnþjónustu
væri besta lausnin auk þess sem
fyrirbyggjandi lækningar gætu
skipt sköpum og dregið úr útgjöld-
um. jmv@mbl.is
Yfir 40 ára
munur á
ævilíkum
Margaret
Chan
WHO segir aðgengi
að heilsugæslu ójafnt
SÆNSKIR dómstólar dæmdu í gær
þýska konu í lífstíðarfangelsi fyrir að
berja tvö ungbörn til dauða og reyna
í framhaldinu að drepa móður
þeirra.
Í dómsúrskurði sagði fullsannað
að konan, Christine Schurrer sem er
32 ára, hefði ráðist að fjölskyldunni
með verkfæri sem líktist hamri. At-
burðurinn átti sér stað í mars síðast-
liðnum á heimili fjölskyldunnar í Ar-
boga í Svíþjóð. Verkið var framið
vegna afbrýðisemi sem blossaði upp
eftir að móðir barnanna hóf sam-
band við fyrrverandi kærasta Schur-
rer. Börnin voru eins og þriggja ára
gömul. jmv@mbl.is
Dæmd fyrir
barnamorð
MIÐALDRA og eldra fólk getur
aukið og bætt heilastarfsemi sína
með hjálp netsins að því er fram
kemur í nýrri rannsókn frá háskól-
anum í Kaliforníu. Samkvæmt
rannsókninni hefur netnotkun örv-
andi áhrif á heilastöðvar sem
stjórna ákvarðanatöku og flókinni
röksemdafærslu. Þetta kemur fram
á vefsíðu BBC.
Vísindamennirnir sögðu jafnvel
mögulegt að notkunin gæti unnið
gegn aldurstengdum breytingum
sem verða til þess að hægja á heila-
starfseminni. „Leit að efni á netinu
felur í sér flókna heilastarfsemi
sem veitir þjálfun og bætir starf-
semina,“ sagði Gary Small sem
leiddi rannsóknina. Gífurlegt fram-
boð efnis á netinu neyði fólk til að
taka ákvarðanir um á hvað skuli
smellt til að fá þær upplýsingar sem
sóst er eftir og er örvunin því tölu-
vert meiri en sú sem fæst með lestri
bóka. Rannsóknin var gerð á 24
sjálfboðaliðum á miðjum sextugs-
aldri og eldri. jmv@mbl.is
Netið örvar
heilann
Hvernig er staðan?
Heldur hefur fjarað undan
McCain síðustu vikurnar í skoð-
anakönnunum og er munurinn í
sumum þeirra nú orðinn yfir
10%. Einkum þykir uggvænlegt
fyrir McCain að í ríkjum sem oft
hafa ráðið úrslitum hefur Obama
sótt í sig veðrið. Í Ohio og Flór-
ída, sem McCain hefur talið sig
næsta öruggan um að vinna,
standa leikar nú jafnir.
S&S