Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVERS vegna skyldi Vinstrihreyf- ingin grænt framboð hafa tekið vel í hug- myndir um að mynd- uð yrði þjóðstjórn þegar séð var hvert stefndi? Í fyrsta lagi vorum við á þeirri skoðun að svo alvarlegt ástand væri greinilega að skapast að þörf væri á samstilltu átaki allra stjórnmálaflokka. Ekki svo að skilja að við séum ekki reiðubúin að leggja okkar af mörkum sem stjórnarandstaða en hitt væri heppilegra fyrirkomulag tímabund- ið eða þar til gengið yrði til alþing- iskosninga. Í öðru lagi væri fráleitt að halda stjórnarandstöðunni utangarðs í því uppbyggingarstarfi sem fram- undan væri. Varla gæti annað vak- að fyrir stjórnarmeirihlutanum en að hleypa öllum straumum lýðræð- isins að því uppbyggingarstarfi sem væri framundan. Því miður er það ekki að gerast. Þannig er nú gamall helminga- skiptadraugur kominn á kreik við endurreisn bankanna. Ekki síður eru kvíðvænlegar samningaumleit- anir við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking virðast taka fagnandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki bara lögregla alþjóðauðvalds- ins og mætir jafnan til leiks þegar þjóðir komast í þrot til að tryggja að almenningur standi skil gagn- vart alþjóðlegu vog- unarfjármagni. Al- þjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur líka reynst frjálshyggjus- innuðum stjórnvöldum dýrmætt skálkaskjól til að framkvæma það sem óvinsælt er með þjóðum, til dæmis að einkavæða velferð- arþjónustu og selja auðlindir í hendur al- þjóðlegra fjárfesta sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er fyrst og síðast í hagsmunagæslu fyrir. Leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins á laugardag talar máli peninga- frjálshyggjunnar kinnroðalaust hvað þetta varðar: „Vaxandi vilji er fyrir því innan stjórnarflokk- anna hér á Íslandi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að- stoð til að komast út úr banka- kreppunni, eins og Morgunblaðið sagði frá í gær. Það væri engin skömm að því að leita aðstoðar hjá IMF… Í ljósi sögunnar má telja líklegt að sjóðurinn setti skilyrði um harðan aga í ríkisfjármálum og peningamálum og að markaðs- lausnir verði innleiddar í geirum samfélagsins, þar sem miðstýring hefur verið allsráðandi, til dæmis í landbúnaðarmálum, menntamálum og heilbrigðismálum. Til lengri tíma litið er þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr leiðin sem við þurfum hvort sem er að fara.“ Það er rangt hjá Morgunblaðinu að þetta séu lausnir framtíð- arinnar. Þessar lausnir hafa nú verið dæmdar út af borðinu hjá al- menningi svo rækilega að ég hélt að menn voguðu sér ekki að tala á þennan hátt. Það er vissulega rétt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn læt- ur aldrei segjast. Og sannast sagna finnst mér það ekki góð til- hugsun að þeir Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra skuli í þann veginn að setjast að samningaborði um framtíð heil- brigðisþjónustunnar á Íslandi með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Og ekki treysti ég ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til þess að semja um framtíð orku- geirans við fulltrúa sjóðsins. Þess vegna vildi ég þjóðstjórn. En af sömu ástæðu vill stjórn- armeirihlutinn ekki þjóðstjórn, þaðan af síður kosningar. En ætlar þjóðin að láta þá sem verkstýrt hafa okkur inn í þessi vandræði halda áfram eins og ekkert hafi í skorist? Þurfa þau ekki alla vega að fá endurnýjað umboð? Er víst að þau sem nú stýra landinu séu best til þess fallin að standa vörð um almannahag? Það verkefni brennur á okkur sem aldrei fyrr. Nú þarf að gæta að íslenskum almannahag Ögmundur Jón- asson hvetur til þjóðstjórnar og andmælir leiðara Morgunblaðsins » Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hefur reynst frjálshyggjusinn- uðum stjórnvöldum dýr- mætt skálkaskjól til að framkvæma það sem óvinsælt er með þjóð- um … Ögmundur Jónasson Höfundur er þingflokksformaður VG. Á ÞEIM erfiðu tím- um sem þjóðin gengur nú í gegnum er brýnt að hafa kynjasjón- armið í huga við alla stefnumörkun og að- gerðir sem gripið verður til. Kreppan hefur kynjavídd. Reynslan kennir okk- ur að ráðamönnum hættir til að einblína á lausnir sem einkum gagnast körlum, svo sem vega- og brúar- gerð, viðgerðir húsa, virkjanir og verk- smiður. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er einhver hin mesta í heimi og það verður að hafa í huga þegar ákvarðanir verða teknar varðandi atvinnusköpun og aðgerðir í krepp- unni. Konur vinna einkum við hvers konar þjónustu, ekki síst við fræðslu og umönnun sem þarf að efla og virða að verðleikum. Hjól velferð- arþjóðfélaga nútímans snúast ekki nema að þjónusta við börn, sjúka og aldraða sé í lagi, þannig að bæði karlar og konur geti stundað vinnu utan heimilis. Það þarf að endumeta þau laun sem greidd eru fyrir fræðslu og umönnun eins og reynd- ar er kveðið á um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Það vantar fólk í umönnunarstörfin og þar eru miklir möguleikar til að bæta bráð- nauðsynlega þjónustu. Einnig þarf að huga að því að þeir sem eru að missa vinnuna þessa dagana eru vel menntað fólk, konur jafnt sem karl- ar, með mikla reynslu og þekkingu sem ekki má glatast. Þór Sigfússon, formað- ur Samtaka atvinnulífs- ins, fór þá athygl- isverðu leið að biðja háskóla landsins að opna þegar í stað brautir fyrir fólk til að bæta menntun sína. Það er sú aðgerð sem Finnar gripu til á sín- um tíma til að mæta þeirri kreppu sem þeir lentu í upp úr 1990 og gafst afar vel. Þeir leiddu saman stjórn- völd, fulltrúa mennta- kerfisins og aðila vinnu- markaðarins og komu sér saman um tillögur til að rétta þjóðarskút- una af. Lausnin var stóraukin menntun, eða með öðrum orðum áhersla á þekking- arsamfélagið sem tók við af iðn- aðarsamfélaginu. Þá leið mætti svo sannarlega taka til fyrirmyndar, að sjálfsögðu með þátttöku beggja kynja. Að mörgu þarf að hyggja varð- andi kynin við þær aðstæður sem nú ríkja. Beina þarf sjónum að því hvernig atvinnumissir, endurráðn- ingar, áhyggjur og fjárhagserf- iðleikar snerta hvort kyn um sig og koma í veg fyrir að konum og körl- um verði mismunað. Hér á eftir verður bent á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. 1. Hlutur hvors kyns um sig verði ekki minni en 40% í þeim stjórnum og ráðum sem skipuð verða á næst- unni, sbr. 15. gr. jafnréttislaga. 2. Gætt verði kynjajafnréttis við launasetningu innan ríkisbankanna nýju og komið í veg fyrir kynbund- inn launamun. 3. Við endurráðningu verði konur og karlar ráðin í jöfnum mæli. 4. Við uppsagnir verði gætt jafn- ræðis milli kynja. Konur jafnt sem karlar eru fyrirvinnur heimila og mun fleiri konur en karlar eru einu fyrirvinnur fjölskyldna sinna. 5. Brýnt er að fræða fólk um fé- lagsleg réttindi sín, t.d. að skrá sig þegar í stað á atvinnuleysisskrá til að missa ekki réttindi. Réttur til fæðingarorlofs getur glatast ef einn einasta dag vantar upp á samfellda vinnu í sex mánuði. 6. Spenna á vinnustöðum getur valdið auknu áreiti, einelti og kyn- ferðislegri áreitni. Stjórnendur og trúnaðarmenn verða að vera vak- andi hvað þetta varðar og grípa til aðgerða þegar í stað ef upp kemur. 7. Hætta er á auknu ofbeldi í nán- um samböndum vegna ýmiss konar erfiðleika. Brýnt er að auka þjón- ustu við þolendur ofbeldis og styrkja þær stofnanir sem vinna með þolendum, svo sem Stígamót og Kvennaathvarfið. Styrkja þarf verk- efnð Karlar til ábyrgðar þannig að það nái til gerenda um land allt. 8. Afar mikilvægt er að hafa vak- andi auga með líðan barna sem finna vel fyrir þeirri miklu spennu og kvíða sem einkennir þjóðlífið. Það þarf að ræða við þau og hjálpa þeim við að takast á við erfiðleika sem kunna að hrjá heimili þeirra, ekki síst ef um ofbeldi er að ræða. 9. Aðgerðir í atvinnumálum taki mið af báðum kynjum og þeim sem eru að missa vinnu sína. 10. Samþættingar kynjasjón- armiða verði gætt við alla stefnu- mótun eins og jafnréttislög kveða á um. 11. Konur og karlar komi jafnt að öllum ákvörðunum sem varða fram- tíð þjóðarinnar. Það er mikið verk að vinna við að koma þjóðarbúinu aftur á réttan kjöl. Þar verða bæði kyn að leggjast á árar og nýta þann sköpunarkraft sem býr í mismun- andi reynslu og þekkingu. Vonandi skilar sú vinna okkur betra sam- félagi jafnréttis og jafnaðar, sam- vinnu og samstöðu. Kynin í kreppunni Kristín Ástgeirs- dóttir hvetur til að kynjasjónarmið séu í hávegum höfð við enduruppbyggingu samfélagsins Kristín Ástgeirsdóttir »Nauðsynlegt er að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi við lausn krepp- unnar. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. GRÍÐARLEGAR hamfarir hafa átt sér stað á íslenskum fjár- málamarkaði að und- anförnu. Þrír öflugir bankar hafa riðað til falls í kjölfar hinnar al- þjóðlegu efnahagskreppu sem nú geisar og hitti skuldsett fyrirtæki hérlendis illa fyrir. Ekki bætti svo aðgerðarlítil ríkisstjórn úr. Þjóð- arinnar bíður því það erfiða en um leið spennandi verkefni að byggja upp nýtt Ísland. Mikilvægt er að þar takist vel til og að hæfileikaríkt og framsýnt fólk úr öllum áttum komi þar að málum. Staðan sem nú er uppi er mjög sérstök. Allir stærstu viðskiptabank- arnir eru nú á forræði ríkisvaldsins. Mikil uppstokkun er framundan þar sem taka þarf erfiðar ákvarðanir um framhaldið. Fólk og fyrirtæki eiga mikið undir í þessari stöðu þar sem bankarnir munu hafa mikil ítök í formi hlutafjár og lánafyrirgreiðslu. Það er því ljóst að mikil völd munu fylgja því að stýra hinum nýju rík- isreknu bönkum. Völd um hvaða fyr- irtæki lifi og hver deyi. Horfum til framtíðar Í umræðunni að undanförnu hafa forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar lýst því yfir að stjórnmálaflokkarnir eigi að tilnefna fulltrúa í stjórn rík- isreknu bankanna. En er það endi- lega hið eina rétta í stöðunni? Við Íslendingar búum að gríð- arlegum mannauði. Við eigum afar ábyrga verkalýðshreyfingu og at- vinnulíf, auk öflugra lífeyrissjóða. Háskólar landsins búa jafnframt að mikilli þekkingu sem nauðsynlegt er að nýta á tímum sem þessum. Þá höf- um við aðgang að fjölda sérfræðinga í hinum stóra heimi sem eru fúsir til að veita liðsinni á ögurstundu. Því ætti Alþingi að sammælast um að ofangreindir aðilar tilnefndu full- trúa í stjórn ríkisbankanna. Það er einfaldlega ekki kall samtímans að horfið sé aftur til þeirra tíma þegar stjórnmálaflokkarnir „áttu“ fulltrúa í stjórnum ríkisbankanna. Nú eru nýir tímar og nýjar kynslóðir. Við leysum ekki vanda framtíðar með gamaldags fortíðarúrræðum. Við þurfum að eyða þeirri tor- tryggni sem nú ríkir í samfélaginu. Þar á Alþingi að ganga á undan með góðu fordæmi í þessu máli, ásamt því að breyta eftirlaunalögunum um- deildu til samræmis við það sem tíðk- ast hjá öðru launafólki. Sé einhvern tímann þörf á því að þing og þjóð gangi í takt þá er það á tímum sem þessum. Gamaldags fortíðarúrræði Stjórnmálaflokk- arnir eiga ekki að tilnefna fulltrúa í stjórnir bankanna, segja Sæunn Stef- ánsdóttir og Birkir Jón Jónsson » Það er einfaldlega ekki kall samtímans að horfið sé aftur til þeirra tíma þegar stjórnmálaflokkarnir „áttu“ fulltrúa í stjórn- um ríkisbankanna. Sæunn Stefánsdóttir Sæunn Stefánsdótti er ritari Fram- sóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson er þingmaður Framsóknarflokksins. Birkir Jón Jónsson MARGAN lærdóm má draga af atburðum síðustu vikur og mikilvægasta lexían er sennilega sú að okkur beri að vanda til verka og láta ekki stundarhags- muni og von um fljóttekinn gróða teyma okkur til aðgerða í blindni án þess að huga vel að afleiðingunum til lengri tíma. Það skýtur því óneitanlega skökku við að nú séu uppi kröfur um að kasta til hliðar heildstæðu mati á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík vegna þess að „við höfum ekki efni á að tefja álversfram- kvæmdir“ eins og það er orðað. Það eru að mörgu leyti skilj- anleg viðbrögð að vilja grípa taf- arlaust til verka í þeirri von að draga megi með einhverjum hætti úr höggþunga þeirra áfalla sem á okkur dynja. En allra síst nú getum við leyft okkur fljót- færni og óðagot sem kann að koma okkur í koll þegar fram í sækir. Það blasir við öllum að lög, reglur og eftirlit vantaði sár- lega í aðdraganda þess að al- þjóðlega lausafjárkreppan skall á og allt hrundi. Við skulum því fara að lögum nú, hversu mjög sem einhverjum kann að þykja þau þvælast fyrir fram- kvæmdagleði. Ytri aðstæður hafa sjaldan eða aldrei verið óhagstæðari. Láns- traust Íslendinga er lítið nú um stundir og ekki á bætandi að veikja það með frekari lántökum til uppbyggingar og stækkunar álvera. Það væri óábyrg hag- stjórn að auka skuldir í stað þess að hægja örlítið á og endurvekja traust hérlendis og erlendis. Fjárfesting okkar í áliðnaði er gríðarleg og skuldirnar miklar vegna hans. Tekjurnar eru síðan að mestu leyti bundnar við ál- verð sem fer hríðlækkandi. Það er því alls óvíst að álver sé okkar besti orkunýtingarkostur til framtíðar. Það er satt að við þurfum að lifa veturinn, en við þurfum einn- ig að huga að komandi árum og áratugum. Styrkjum undirstöð- urnar undir efnahagslífið á þann veg að þær dugi einnig börnum okkar og barnabörnum. Við höf- um verið óþyrmilega minnt á ábyrgð okkar gagnvart komandi kynslóðum. Rísum undir henni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Flýtum okkur hægt Höfundur er alþingismaður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.