Morgunblaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 27
MINNINGAR
✝ Jónas R. Jónas-son, fyrrum
fulltrúi hjá Land-
síma Íslands, fædd-
ist á Sauðárkróki
1. febrúar 1911.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 6. október síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Ágústa Run-
ólfsdóttir f. 1.8.
1892, d. 23.6. 1972,
og Jónas Jónasson,
f. 4.9. 1884, d. 1912.
Jónas R. átti einn albróður, sem
dó í frumbernsku. Seinni eig-
inmaður Ágústu var Páll Jó-
hannsson, f. 1888, d. 1981, og
eignuðust þau níu börn: Ingi-
björgu, Nönnu Soffíu, Lárus
Kristin, Jóhann, Sigurð, Ragnar,
Kristján Leó, Nönnu Regínu og
Ástu Lovísu.
Jónas R. kvæntist Fanney
Jónasdóttur 13.9. 1930. Hún
fæddist 14.2. 1912 á Sauðadalsá,
V-Húnavatnssýslu, og lést
19.8.1991. Dætur þeirra eru
þrjár:
Guðrún Erla, f.
24.9. 1930; Sigrún,
f. 25.7. 1942; Fann-
ey, f. 2.12. 1948.
Guðrún Erla var
gift Baldri Jónas-
syni, d. 1976. Þau
eignuðust tvö börn,
Vilborgu og Jónas.
Sigrún var gift
Sigurvin Hannibals-
syni. Þau skildu.
Þeirra börn eru
fjögur: Svala,
Hannibal, Arnór og
Harpa Sif. Sam-
býlismaður Sigrúnar er Hans Óli
Hansson.
Fanney er gift Steinþóri V.
Guðmundssyni og eiga þau þrjár
dætur: Þórhildi, Ragnheiði og
Valgerði.
Afkomendur Jónasar R. og
Fanneyjar eru þrjátíu og fjórir.
Jónas sinnti ýmsum störfum á
unglingsárum, en vann síðan alla
sína starfsævi hjá Landsíma Ís-
lands.
Útför Jónasar R. verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 15.
Elsku afi.
Mikið er skrýtið að hugsa til þess
að eiga ekki eftir að sjá þig aftur. Þú
varst svo fastur punktur í tilveru
okkar. Það var einstakt að eiga afa
sem hélt heimili allt fram á 98. ald-
ursár, geta komið við í notalegan te-
sopa og hlustað á sögur af ævintýra-
legum ferðum þínum um landið í lífi
og starfi. Þú gast nefnt hvert manns-
barn og hvern stein í hverri sveit og
varst botnlaus uppspretta fróðleiks
um ólíklegustu málefni, allt frá Ís-
lendingasögunum til nýjasta slúð-
ursins um Britney Spears.
Margar frásagnir þínar af gömlu
tímunum minntu okkur jafnframt
rækilega á þau þægindi sem við bú-
um við í dag. Þegar þú varst fjórtán
ára í vegavinnu og þurftir að hefja
hvern dag á því að þíða klaka úr stíg-
vélunum þínum yfir prímus.
Það er úr fjölmörgum skemmti-
legum minningum að velja en um-
fram allt varstu okkur góð fyrir-
mynd. Okkur er ofarlega í huga
umburðarlyndi þitt, réttsýni og ör-
læti. Einnig var þér alltaf mest um-
hugað um aðra, allt fram á síðustu
stundu.
Þú bjóst yfir góðum húmor og
prakkarinn var aldrei langt undan.
Við sjáum ljóslifandi fyrir okkur
grallaralegt bros þitt og hvernig þú
undirstrikaðir kaldhæðnislegt grín
með sposkum svip.
Okkur fannst þú langflottasti af-
inn, algjör töffari í leðurjakkanum,
með silkitrefil um hálsinn og vel
snyrt yfirvaraskegg, eins og klipptur
út úr gamalli Hollywood-mynd.
Við munum sakna þín, ekki síst
um jólin, hver á nú að þykjast vera
með möndluna úr grautnum?
Ástarkveðjur til ömmu.
Takk fyrir samveruna allt okkar
líf.
Þórhildur, Ragnheiður
og Valgerður.
Aldurhnigin hetja hefur lokið
göngu sinni hér á jörð. Ekki þurfti
andlátsfregn Jónasar R. Jónassonar
að koma okkur, sem fylgst höfum
með heilsu hans, neitt á óvart, en
alltaf er það svo að slíkar fréttir
snerta einhvern streng í hjarta
þeirra sem til þekkja. Svo var snert-
ingin heit að kveikt var á kerti fyrir
Jónas í Gjábakka á mánudaginn eftir
að fregnin barst.
Jónas var einn þessara manna
sem hafa afar þægilega nærveru.
Ekki er auðvelt að útskýra hvers-
vegna en kannske var ástæðan hóg-
værðin og mannkærleikurinn í hug-
skoti hans. Jónas var gjafmildur og
snyrtimennska og nákvæmni var
honum í blóð borin. Hann hafði
miklu að miðla til samferðamann-
anna, enda stálminnugur um allt sem
hafði hent hann á langri ævi. Hann
hafði kynnst örbirgð og allsnægtum
af eigin raun og skynsemi hans gerði
honum kleift að sjá gæfuna í hvoru-
tveggja.
Jónas taldi sig hafa verið afar
heppinn einstakling. Á sínum mann-
dómsárum varð konuefnið á vegi
hans, kvenkosturinn og gæðakonan
Fanney Jónasdóttir. Jónas og Fann-
ey eignuðust þrjár mannvænlegar
dætur sem var honum ómetanleg
gæfa því að eftir að hann varð hjálp-
arþurfi hafa dætur hans Sigrún og
Fanney aðstoðað hann af alúð og
nærgætni. Hann taldi það grimm ör-
lög, en jafnframt mikla reynslu, að
elsta dóttir hans, Erla, hefur lengi
verið heilsulaus og ég veit að þessi
reynsla markaði djúp sorgarspor í
hans raunsæja sjálf.
Það var ekki ætlun að rita hér
æviágrip heldur aðeins að þakka
Jónasi samfylgdina og færa honum
þakkir fyrir blómin og gómsætið
sem hann gaukaði að okkur, starfs-
mönnum Gjábakka, við hin ótrúleg-
ustu tækifæri.
Með þessum ljóðlínum kveðjum
við þessa alþýðuhetju og þökkum
fyrir kímnina, fróðleikinn og þá virð-
ingu sem hann sýndi okkur, starfs-
mönnum Gjábakka.
Og nú er leiðir skiljast og vetur sest að völdum,
þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín.
Að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum
og vefji sínu fegursta skarti sporin þín.
(Jón frá Ljárskógum.)
Aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Jónasar R.
Jónassonar.
F.h. starfsmanna Gjábakka,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Jónas R. Jónasson
✝
Okkar ástkæri
GUÐMUNDUR A. ÞÓRÐARSON,
Holtsflöt 4,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
12. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn
20. október kl. 14.00.
Málfríður K. Björnsdóttir,
Guðrún H. Guðmundsdóttir,
Björn Guðmundsson, Skúlína H. Guðmundsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson,
Þórður Guðmundsson, Guðný Hrund Rúnarsdóttir,
Ólöf Ásta Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðjónsson
og afabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐLAUG MARTEINSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður til heimilis á Brúarflöt 2,
Garðabæ,
lést föstudaginn 10. október.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju, Garðabæ
mánudaginn 20. október kl. 15.00.
Guðjón Ólason,
María Guðbjörg Óladóttir, Flóvent Johansen,
Sigurlaug Maren Óladóttir, Smári Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
BRYNDÍS G. THORARENSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn
12. október.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 20. október kl. 15.00.
Kristín Thorarensen, Örn Vigfússon,
Guðríður M. Thorarensen, Þórður Ásgeirsson,
Egill Thorarensen, Ásdís Matthíasdóttir,
Guðlaugur Thorarensen, Gloria Thorarensen,
Daníel Thorarensen,
Sigurður Thorarensen, Áslaug Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Stellu vinkonu
minni kynntist ég fyrir
fjörutíu og sjö árum
þegar við fluttum með
fjölskyldum okkar í sama húsið á
Höfðabrautinni. Við bundumst fljótt
sterkum vináttuböndum sem héldust
alla tíð síðan. Við gerðum margt
saman. Í mörg ár fórum við saman í
laugina og gufu á fimmtudagskvöld-
um og í mörg ár fórum við saman í
húsmæðraorlof. Hlutverk okkar
beggja var svipað. Við vorum heima-
vinnandi húsmæður og börnin okkar
voru á svipuðu reki. Við fylgdumst
Þorgerður Bergsdóttir
✝ ÞorgerðurBergsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. maí 1928. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Akraness 6.
október síðastlið-
inn.
Útför Þorgerðar
var gerð frá Akra-
neskirkju 10. okt. sl.
með börnunum hvor
hjá annarri og glödd-
umst saman yfir vel-
gengni barna og
barnabarna.
Nú sakna ég Stellu
en minningin um ynd-
islega manneskju yljar
og ég bið henni bless-
unar á nýjum braut-
um. Ég og fjölskylda
mín biðjum afkomend-
um og öðrum aðstand-
endum Stellu blessun-
ar og ég fæ lánuð orð
Halldórs á Ásbjarnar-
stöðum.
En þegar nú að hinzta brunni ber,
brostinn er hlekkur okkar tengikeðju,
finn ég hve tregða tungu-málsins er,
túlkunin smá í einni vinarkveðju,
– skiljumst því hér í blóma sólskinsbæn,
– blóm, sem hvísla, en tala ei né skrifa –:
svo jörðin verði græn og aftur græn,
gefi þeim frið sem hverfa – og þeim sem lifa.
Þuríður Skarphéðinsdóttir.
✝ Vívíann MaryJonsson Gjö-
veraa fæddist í
Klakksvík í Fær-
eyjum 4. desember
1940. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi þriðjudag-
inn 7. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Eirik
Simon Jonsson og
Mabel Dybvik, þau
skildu. Bróðir Víví-
ann er Geir Jonsson,
bróðir samfeðra
Jögvan Eirik og systur sam-
mæðra Maj-Britt og Eli Margret.
Hún fluttist með móður sinni og
bróður, Geir, til Hvalba á Suðuroy
3 ára gömul. Þaðan fór móðir
hennar til Noregs að vinna og þau
Vívíann og Geir ólust upp hjá
móðurforeldrum í Hvalba.
Vívíann giftist Finn Eickhardt í
Danmörku. Sonur
þeirra er Erik Vil-
helm, f. 17. nóvem-
ber 1964. Þau flutt-
ust síðan til Íslands
en skildu fljótlega.
Hún giftist síðar
Alexander Gjö-
veraa. Hann fórst
með Sjöstjörnunni í
febrúar 1973. Sonur
þeirra er Geir, f. 4.
júlí 1968.
Hún var síðan í
sambúð með Erni
Ragnarssyni á
Hornafirði árin 1976-2005.
Vívíann eignaðist 5 barnabörn.
Hún starfaði sem sjúkraliði
lengst af starfsævi sinni á hinum
ýmsu sjúkrastofnunum í Fær-
eyjum, Danmörku og á Íslandi.
Útför Vívíann fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Vívíann Gjögveraa okkar góða vin-
kona ólst upp á Hvalba á Suðurey í
Færeyjum. Ung stúlka flutti hún til
Íslands og settist hér að. Hér undi
hún hag sínum vel hér en var þó alltaf
færeysk í hjarta sínu.
Við hjónin kynntumst Vívíann á
Norðfjarðarspítala fyrir nærri 40 ár-
um. Þá var hún búsett á Norðfirði
ásamt manni sínum Alexander og átti
tvo litla drengi.
Vívíann sem var sjúkraliði var dug-
leg að vinna, snör í snúningum og létt
í lund. Hún hló innilega og gerði að
gamni sínu og kom okkur til að hlæja.
Það sópaði að henni á göngum spít-
alans. Hún talaði líka með skemmti-
legum færeyskum hreim.
Eftir eitt ár á Neskaupstað fluttum
við burtu. En alltaf héldum við sam-
bandi við Víví og fjölskyldu. Hún
flutti til Færeyja í fáein ár með mann
og börn.
Árin liðu og hún varð fyrir áfalli,
missti mann sig og varð ein með
drengina sína. Hún flutti þá til
Reykjavíkur. Hún starfaði um nokk-
urt skeið á Borgarspítala sem sjúkra-
liði. Henni leið þar vel og eignaðist þar
góða vini.
Hún kom oft í heimsókn til okkar á
þessu árum. Stundum með færeyska
vini sína. Hún bauð okkur alltaf með á
allar skemmtanir Færeyingafélagsins
þar sem „farið var upp á gólv“ og
dansaður hringdans með tilheyrandi
kvæðasöng. Þar var matur frá Fær-
eyjum á boðstólum, skerpikjöt, knett-
ir og annað góðgæti. Hlakkaði hún
mikið til að smakka þetta. Og kenndi
okkur að meta þetta lostæti.
Seinna hitti hún Örn og flutti þá
austur á Hornafjörð og bjó þar nærri
30 ár. Þar fann hún sig heima og þar
ólust strákarnir upp. Vívíann vann
þar við hjúkrun aldraðra í mörg ár og
leið vel.
Í mörg ár fór hún alltaf heim til
Færeyja á Ólafsvöku. Þar hitti hún
vini og frændfólk sitt. Tók hún ferjuna
frá Seyðisfirði. Lengi átti hún bíla
sem höfðu númerið Víví, þannig að
maður sá langar leiðir hvar hún var
stödd. Hún naut þessara ferða mjög
og að halda góðu sambandi við gamla
landið sitt.
Árin liðu en alltaf vorum við í sam-
bandi bréflega eða símleiðis. Hittumst
líka í Færeyjum og annars staðar en
það gat liðið langt á milli funda okkar.
Alltaf var samt eins og við hefðum
verið nálægt hvort öðru allan tímann.
Seinustu árin voru Víví erfið á
margan hátt og hafði hún verið veik í
talsverðan tíma. Hún heyrðist ekki
kvarta mikið og gerði að gamni sínu
þegar við hittumst. Synir hennar hafa
reynst móður sinni mjög vel og vinir
hennar sömuleiðis.
Við hjón sendum fjölskyldu Vívíann
okkar innilegustu samúðarkveðjur og
þökkum henni fyrir langa vináttu og
tryggð.
Megi hún hvíla í friði.
Jóhann Marinósson.
Vívíann Mary Jonsson
Gjöveraa