Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Gullmerki Helena Kristinsdóttir, til hægri, færði Herdísi gullmerkið frá HSÍ. Neðst til vinstri er Torfhildur Torfadóttir, 104 ára vinkona Herdísar. FJÖLDI fólks samfagnaði Herdísi Albertsdóttur á 100 ára afmæli hennar á öldrunardeild sjúkrahúss- ins á Ísafirði í gær. Meðal gjafa sem hún fékk var landsliðstreyja uppá- halds handboltakempunnar, Krist- jáns Arasonar. Það var eiginkona Kristjáns, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem afhenti Herdísi keppnistreyju hetjunnar, en Kristján lék í henni á sínum tíma og hafði hann áritað gjöfina. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær er Herdís gríð- arlegur áhugamaður um handbolta og einlægur stuðningsmaður „strákanna okkar“ í landsliðinu. Það gladdi hana því mikið í gær þegar hún var sæmd gullmerki HSÍ og fékk að gjöf innrammaða lands- liðstreyju, áritaða af silfurdrengj- unum frá Ólympíuleikunum. Kristjana Sigurðardóttir, dótt- urdóttir Herdísar, segir gömlu kon- una mjög ættfróða og hún hafi náð að rekja ættir margra góðra hand- boltamanna vestur. „Það er ekki verra að þeir séu Ísfirðingar en það dugir að vera að vestan. Hún segir Kristján Arason vera úr Djúpinu og að Guðmundur Guðmundsson sé Ís- firðingur og nú er hún búin að kom- ast að því að Ólafur Stefánsson er ættaður úr Haukadal.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, færði Herdísi blómvönd fyrir hönd sveitarfélagsins og þá var hún sæmd gullmerki íþrótta- félagsins Harðar á Ísafirði. Alls komu hátt í 300 manns í af- mælisveislu Herdísar í gær. Herdís sæmd gullmerki HSÍ 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 VERÐHRUN Íslensk framleiðsla Roma Bonn Aspen-Lux Verð kr. 114.900,- Verð Kr. 187.900,- Verð Kr. 235.900,- Verðdæmi : Yfir 200 tegundir af sófasettum kr.114.900,- verð frá Aspen Verð Kr. 249.900,- Smíðum eftir þínum þörfum FRÉTTASKÝRING Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is STJÓRNENDUR Seðlabankans gefa ekki upp með hvaða hætti inn- grip á gjaldeyrismarkaðinn verða þegar krónan verður sett á flot. Sagt er að stefnan sé „óljós með vilja“. Það á að hræða fólk frá því að reyna að spila á gengi krónunnar og auka þannig á sveiflurnar. Reyndar verður erfitt að spila mikið á kerfið fyrst um sinn með spá- kaupmennsku því áfram verða gjald- eyrishöft á fjármagnsviðskipti í fyrsta atrennu. Það þýðir að aðeins verður hægt að kaupa gjaldeyri til hvers konar vöruviðskipta, kaupa á þjónustu og ferðalaga. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær telja að reynt verði að end- urvekja gjaldeyrismarkað milli banka, sem Seðlabankinn mun gera upp. Hann einn, eins og reyndar Sparisjóðabankinn, hafi virkar greiðslurásir til erlendra banka. Einungis minnka sveiflur Á millibankamarkaði verði lögð fram kaup- og sölutilboð á gjaldeyri. Fyrst um sinn muni Seðlabankinn ekki grípa mikið inn í á meðan jafn- vægisgengi, þar sem sveiflur á gengi krónunnar gagnvart erlendum gjald- miðlum eru litlar, næst. Flestir búast við að gengi krónunnar lækki nokkuð áður en það gerist. Þá mun hlutverk Seðlabankans felast í því að taka þátt í viðskiptum með krónur í litlum mæli og sem næst jafnvægisgengi. Með þessum hætti lágmarki bank- inn það magn af gjaldeyri sem þarf til að styðja við krónuna. Til er áætl- un um það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, hversu mikinn hluta af láni frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum á að nota til þess. Óráðlegt sé að fara geyst af stað til að gjald- eyrisforðinn brenni ekki upp á með- an óraunhæft gengi er varið. Ein- ungis eigi að minnka sveiflur. Margir óvissuþættir Enginn getur sagt til um hve lang- an tíma þetta ferli mun taka. Það mun ráða miklu hversu fljótt útflytj- endur eru tilbúnir að koma með gjaldeyri inn í landið og kaupa krón- ur í staðinn. Davíð Oddsson seðla- bankastjóri sagði á fundi Við- skiptaráðs í fyrradag að útflytjendur væru að skaða sjálfa sig og aðra í fullkominni skammsýni með því að draga það að koma með gjaldeyrinn sinn heim til þjóðarinnar. Margt getur tafið það að þetta gerist þrátt fyrir orð seðla- bankastjóra. Í fyrsta lagi hafa marg- ir stórir útflytjendur, eins og í sjáv- arútvegi, þegar gert ráðstafanir ytra og stofnað þar reikninga sem við- skiptavinir geta greitt inn á. Í öðru lagi ríkir vantraust á íslensku fjár- málakerfi og krónunni. Það gerir að verkum að útflytjendur telja heppi- legra að eiga evrur eða dollara. Þó er nauðsynlegt að flytja hluta af þess- um peningum heim til að greiða fyrir innlendan kostnað. Skref tvö „Óþarfi [er] að ætla að erlendir fjárfestar rjúki burtu í einni kös,“ sagði Davíð Oddsson í fyrradag. Með þessum orðum er seðlabankastjóri að höfða til útlendinga sem losna ekki við íslensku krónurnar sem þeir fjárfestu í. Lykilatriði er að þessir aðilar, sem eru sagðir ráða yfir milli 600-900 milljörðum króna, vilji ekki selja krónurnar fljótt þegar hömlur á fjármálaviðskipti verða aflagðar. „Við gerum okkur ljóst að slík höft hafa talsverð neikvæð áhrif og hyggjumst afnema þau svo fljótt sem auðið er,“ segir í áformum íslenskra stjórnvalda vegna láns frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Vonir um styrkingu Hömlum verður ekki aflétt fyrr en traust á íslensku fjármálakerfi og krónunni eykst. Þá fyrst koma Ís- lendingar með gjaldeyri aftur inn í landið. Líkur á því að erlendir fjár- festar, aðrir en þeir sem eru til- neyddir, bíði eftir að krónan styrkist aukast. Þá fá þeir meira fyrir krón- urnar. Á meðan verða þeim að standa til boða álitlegir fjárfesting- arkostir hér á landi. Fyrr verður ekki hægt að taka næsta skref. Óvissa um inngrip Hluti af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður notaður til inn- gripa á gjaldeyrismarkaði. Mikil óvissa um gengi krónunnar ÁRIÐ 1990 ákváðu bresk stjórn- völd að ganga í evrópska geng- isbandalagið ERM, sem fól í sér að aðildarríkin skuldbundu sig til að halda gengi gjaldmiðla sinna innan ákveðinna marka miðað við gengi annarra gjaldmiðla. Til dæmis var ákveðið að gengi pundsins skyldi vera 2,95 þýsk mörk og mátti ekki fjarlægjast það gengi meira en sem nam 6%. Árið 1992 var mikill halli á rík- issjóði Bretlands og verðbólga var sömuleiðis mikil. Myndaðist því þrýstingur á pundið, sem spákaup- menn nýttu sér í þeirri vissu að breska ríkið þyrfti að bregðast við til að halda genginu uppi. Meðal þeirra aðgerða sem gripið var til var hækkun stýrivaxta úr 10 í 12% og þá varði ríkissjóður milljörðum punda í að kaupa upp bresk pund til að forða genginu frá hruni. Þessar aðgerðir dugðu ekki til að hemja fall pundsins og svo fór að Bretland yfirgaf ERM 16. sept- ember, sem fékk nafnið svarti mið- vikudagurinn. Talið er að tap rík- issjóðs hafi numið um 3,4 milljörðum punda. Illa fer þegar barist er við markaðinn Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is HVER þarf ekki á allri sinni Pollý- önnu að halda á Íslandi nú um stundir? Jakob F. Ásgeirsson bóka- útgefandi er í það minnsta þeirrar skoðunar að bókin um hina já- kvæðu Pollýönnu eigi fullt erindi til landsmanna þessi jólin og hefur ráðist í að endurútgefa bókina með leyfi barna þýðandans, Freysteins Gunnarssonar. „Tilefnið er náttúrlega bara ástandið hérna,“ segir Jakob þegar hann er spurður um ástæðuna fyrir uppátækinu og hlær nokkuð prakk- aralega. „Þetta er sígild barnabók, kom út fyrst árið 1913,“ upplýsir hann. „Hún hefur verið vinsæl um allan heim. Hún er nefnilega með þennan góða boðskap sem alltaf á erindi.“ Jakob segist vilja höfða til allra, karla og kvenna og barna á öllum aldri. „Ekki síst núna. Sjaldan hef- ur verið meiri þörf fyrir bjartsýni og jákvætt hugarfar,“ segir hann. Hugmyndin kviknaði eftir að bankahrunið dundi yfir. „Þá var ansi þungt yfir öllu hérna og svo stakk góður maður þessu að mér,“ rifjar Jakob upp, „að það væri upp- lagt að gera þetta, því Pollýanna var alltaf glöð hvað sem á dundi.“ Jakob segir ákveðinn lífssannleik felast í sögunni af Pollýönnu sem gott er fyrir alla að hugsa um og til- einka sér. Sjálfur sendir hann þær bækur í búðir, sem ætlaðar eru til sölu, og hann er vongóður um við- tökurnar. „Þetta er skínandi fín þýðing hjá Freysteini Gunnarssyni, skólastjóra Kennaraskólans, og gefin út með leyfi barna hans. Já,“ kemur svo, „þetta er eiginlega bara snilldarþýðing.“ Bókin er gefin út óbreytt frá því sem hún var í upphafi. Jafnvel káp- an er sú sama. Jakob klykkir út með því að segja að allir sem hafi lesið söguna af Pollýönnu minnist hennar með ánægju. „Fólk er alltaf í Pollýönnu- leik, er það ekki?“ Góður boðskapur sem alltaf á erindi Jákvæðni Allir hafa gott af að temja sér lífsviðhorf hinnar lífsglöðu og jákvæðu Pollýönnu. Hún sér ekkert nema gleði í öllu sem gerist. „ÞÚ getur reitt þig á, að þú gleymir því, sem þér leiðist, ef þú leitar að því, sem gleður þig.“ (bls. 36) „Ég hugsaði mér, að þér hlyt- uð að vera glöð yfir því að ann- að fólk er ekki eins og þér, liggj- andi rúmfast, á ég við.“ (bls. 72) „Ég er glöð af því, að ég missti fæturna um tíma. Enginn getur vitað hvað fætur eru dásamlegir, fyrr en hann hefur misst þá og getur ekki gengið.“ (bls. 219) Sannleikur Pollýönnu Morgunblaðið/Kristinn Sendinefndin Ásmundur Stefánsson, Petya Koeva Brooks og Paul M. Thomsen kynntu samstarf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.