Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
EKKI var hægt að skilja fræga
ræðu Davíðs Oddssonar seðla-
bankastjóra á morgunfundi Við-
skiptaráðs öðruvísi en svo að það
hefðu verið mistök á sínum tíma að
færa eftirlitshlutverk með íslensku
bönkunum frá Seðlabankanum til
Fjármálaeftirlitsins. Undir þetta tók
Geir H. Haarde forsætisráðherra í
viðtali við mbl.is í fyrradag. „Á dag-
inn hefur komið að sennilega hefði
verið betra að hafa kraftana samein-
aða í einni stofnun og öflugri, þ.e.a.s.
í Seðlabankanum eins og var hér áð-
ur,“ sagði Geir.
Þetta eru athyglisverð ummæli
því báðir þessi menn voru í lykilhlut-
verkum í ríkisstjórn Íslands þegar
lögin um opinbert eftirlit með fjár-
málstarfsemi og stofnun Fjármála-
eftirlitsins voru sett árið 1998. Davíð
Oddsson var forsætisráðherra á
þessum tíma og Geir H. Haarde var
nýtekinn við embætti fjár-
málaráðherra af Friðriki Soph-
ussyni. Það kom hins vegar í hlut
Finns Ingólfssonar, þáverandi við-
skiptaráðherra, að mæla fyrir frum-
varpinu við 1. umræðu þess, sem
fram fór 17. mars 1998.
Blönduð fjármálaþjónusta
Rökin fyrir stofnun Fjármálaeft-
irlitsins kristallast í þessum hluta
ræðu Finns:
„Ljóst er að nú er boðin blönduð
fjármálaþjónusta vátryggingafélaga
og annarra fjármálastofnana. Einnig
hefur þróunin verið sú að mynda
fjármálasamstæður. Þannig hafa
lánastofnanir, vátryggingafélög og
verðbréfafyrirtæki verið tengd sam-
an annaðhvort sem dóttur- og móð-
urfyrirtæki eða í gegnum eign-
arhaldsfélög. Mörg atriði sem snerta
eftirlit með svo samþættum markaði
geta valdið erfiðleikum.
Flest bendir til þess að sameinað
eftirlit verði öruggara og árangurs-
ríkara en eftirlit fleiri aðskildra
stofnana, þótt úr ýmsum ókostum
megi bæta með samvinnu eftirlits-
stofnana og upplýsingaflæði milli
þeirra. Líklegt er að þróun á næstu
árum muni þrýsta enn á og auka
þörfina á samræmdu eftirliti á einni
hendi.
Þegar litið er til nágrannaland-
anna kemur í ljós að öll þróun er í átt
til sameiningar eftirlitstofnana.
Þannig starfa sameinaðar eftirlits-
stofnanir í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku. Í Finnlandi er einnig rætt
um sameiningu eftirlita. Þá liggur
fyrir breska þinginu frumvarp sem
gerir ráð fyrir miklum breytingum á
eftirliti breska fjármagnsmarkaðar-
ins sem fela í sér hliðstæðar kröfur
um eftirlit.
Almennt má segja að eftirlit
bankaeftirlits Seðlabanka Íslands
hafi gefist vel. Eftir því sem umfang
eftirlitsins hefur aukist og fleiri svið
fjármagnsmarkaðarins hafa verið
felld undir bankaeftirlitið má þó
segja að þessi þáttur í starfsemi
bankans hafi fjarlægst hið eiginlega
hlutverk Seðlabankans. Rök eru fyr-
ir því að eftirlit með fjármálastofn-
unum falli undir Seðlabanka þar sem
hann er lánveitandi til þrautavara.
Eftirlit með öðrum sviðum fjár-
málageirans, svo sem með verð-
bréfaviðskiptum, lífeyrissjóða-
starfsemi eða vátryggingastarfsemi,
eru fjarlægari hlutverki bankans.
Mikilvægt er að eftirlitsstofnun
fái að starfa óháð öðrum hags-
munum en þeim sem í eftirlitinu fel-
ast. Þetta verður best tryggt með
því að tryggja þessari starfsemi
sjálfstæði.
Þrátt fyrir þetta er nauðsynlegt
að tryggja góð tengsl eftirlitsstofn-
unarinnar og Seðlabanka Íslands.
Mikilvægt er að Seðlabankinn fái
áfram notið þeirrar upplýsingaöfl-
unar og þekkingar sem nú er til
staðar í bankaeftirlitinu, og að ekki
þurfi að koma til tvíverknaðar við
upplýsingaöflun. Að sama skapi er
brýnt að ný eftirlitsstofnun haldi
góðum tengslum við Seðlabankann.
Báðum stofnununum er þetta nauð-
synlegt þannig að þær geti gegnt
hlutverki sínu á sem árangursrík-
astan hátt.“
Ágúst Einarsson, þingmaður
Þjóðvaka, tók til máls að lokinni
ræðu Finns. Hann sagði m.a.:
„Við jafnaðarmenn höfum um
nokkurt skeið talað fyrir því sjón-
armiði að skynsamlegt væri að sam-
eina bankaeftirlitið og Vátrygginga-
eftirlitið í sérstaka stofnun. Þess
vegna fögnum við þessu frv. sem hér
er lagt fram af hæstv. viðskrh. Það
segir skýrt í frv. að þessi nýja stofn-
un, Fjármálaeftirlitið, eigi að hafa
umsjón með viðskiptabönkum,
sparisjóðum, lánastofnunum, vá-
tryggingafélögum, fyrirtækjum í
verðbréfaþjónustu, kauphöllum,
verðbréfamiðstöðvum, lífeyr-
issjóðum og fjárfestingarfélögum
svo að nokkur af þeim félögum séu
nefnd sem falla undir þetta frv. Hér
falla sem sagt aðilar á fjármagns-
markaði í víðum skilningi, því þarna
eru tryggingafélög einnig, undir eft-
irlitsstarf hins nýja Fjármálaeft-
irlits. Þetta er af hinu góða að okkar
mati. Eftirlitið verður skilvirkara.“
Þetta er gamalt mál
Aðeins einn annar þingmaður tók
þátt í umræðunni, Svavar Gestsson,
Alþýðubandalagi. Hann sagði m.a.:
„Þetta mál sem hér er til með-
ferðar á sér mjög langan aðdrag-
anda. Oft áður hefur verið rætt á Al-
þingi um nauðsyn þess að styrkja
þessar eftirlitsstofnanir sem hér er
verið að fjalla um. Það er ekkert nýtt
mál. Það er gamalt mál. Ég man
ekki betur en það hafi t.d. verið rætt
sérstaklega þegar seðlabankalögin
voru sett, þau sem nú eru í gildi. Ég
man eftir að við fluttum þá, ég og hv.
þáv. þm., Jón Baldvin Hannibalsson,
tillögu um að bankaeftirlitið yrði
styrkt sérstaklega, tekið út úr Seðla-
bankanum og gert að sjálfstæðri
stofnun. Fyrir því voru margvísleg
rök því við töldum að bankaeftirlitið
gæti miklu betur sinnt sínum skyld-
um ef það væri sjálfstæð stofnun.“
Eftirlitið verði öruggara
Morgunblaðið/Golli
Í bankann Finnur Ingólfsson tekur við skipunarbréfi sem seðlabankastjóri
úr hendi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 30. desember 1999.
Efasemdir eru uppi um að rétt hafi verið að færa eftirlit með bankastofnunum úr Seðlabankanum
Þegar lögin um voru sett árið 1998 voru rökin þau að eftirlitið yrði öruggara og árangursríkara
Í HNOTSKURN
»Frumvarp Finns Ingólfs-sonar um opinbert eftirlit
með fjármálastarfsemi og
stofnun Fjármálaeftirlitsins
var samþykkt á Alþingi og
tóku lögin gildi 1. janúar 1999.
» Í árslok 1999 sagði FinnurIngólfsson af sér sem við-
skiptaráðherra og Davíð
Oddsson skipaði hann seðla-
bankastjóra. Nú eru efasemdir
uppi um að rétt hafi verið að
færa bankaeftirlitið úr Seðla-
bankanum.
FRUMVARPIÐ um opinbert eftirlit
með fjármálastofnunum og stofn-
un Fjármálaeftirlitsins var lagt
fram á Alþingi 13. mars 1998.
Fyrsta umræða fór fram að kvöldi
17. mars og síðan gekk málið til
nefndar.
Önnur umræða fór síðan fram 3.
júní og stóð í tvær klukkustundir.
þriðja umræða fór svo fram 5. júní
og stóð einnig í tvær klukkustund-
ir. Loks fór fram atkvæðagreiðsla,
og var frumvarpið samþykkt með
31 samhljóða atkvæði, enginn var
á móti en 11 þingmenn greiddu
ekki atkvæði.
Já sögðu eftirtaldir þingmenn:
Árni R. Árnason, Árni Johnsen,
Árni M. Mathiesen, Ásta B. Þor-
steinsdóttir, Björn Bjarnason, Dav-
íð Oddsson, Einar K. Guðfinnsson,
Einar Oddur Kristjánsson, Geir H.
Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson,
Guðni Ágústsson, Gunnlaugur M.
Sigmundsson, Hjálmar Jónsson,
Ingibjörg Pálmadóttir, Katrín
Fjeldsted, Kristjana Bergsdóttir,
Lára Margrét Ragnarsdóttir, Lúð-
vík Bergvinsson, Magnús Stef-
ánsson, Ólafía Ingólfsdóttir, Ólafur
G. Einarsson, Páll Pétursson, Pétur
H. Blöndal, Rannveig Guðmunds-
dóttir, Sighvatur Björgvinsson,
Sigríður A. Þórðardóttir, Stefán
Guðmundsson, Valgerður Sverr-
isdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Þor-
steinn Pálsson og Össur Skarp-
héðinsson.
Þessir sátu hjá: Guðmundur Árni
Stefánsson, Guðný Guðbjörns-
dóttir, Hjörleifur Guttormsson, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Kristinn H.
Gunnarsson, Kristín Ástgeirs-
dóttir, Kristín Halldórsdóttir, Mar-
grét Frímannsdóttir, Sigríður Jó-
hannesdóttir, Steingrímur J.
Sigfússon og Svavar Gestsson
Leyfi höfðu Ágúst Einarsson, Egill
Jónsson, Guðmundur Bjarnason,
Jón Kristjánsson, Siv Friðleifs-
dóttir, Sólveig Pétursdóttir og
Tómas Ingi Olrich. Fjarstaddir voru
14 þingmenn, þar á meðal flutn-
ingsmaðurinn Finnur Ingólfsson.
Lögin um fjármálaeftirlit samþykkt samhljóða
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
MARGT mælir með því að sameina
á ný Seðlabankann og Fjármálaeft-
irlitið, að mati Gunnars Helga Krist-
inssonar stjórnmálafræðings. Það,
að sameiningin veiti tækifæri til end-
urnýjunar forystusveitar Seðla-
bankans, sé þó sennilega í minnsta
falli bónus í huga margra.
„Ég held að það sé kominn tals-
verður pólitískur vilji til að breyta
einhverju í stjórn Seðlabankans,“
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
stjórnmálafræðingur. „Hann blasir
við í Samfylkingunni og það er orð-
inn viss pirringur í Sjálfstæð-
isflokknum líka. Það leyndi sér held-
ur ekki að Davíð var að skjóta á
ríkisstjórnina í ræðu sinni.“
Endurskoða þarf lög til að af sam-
einingunni geti orðið en Gunnar
Helgi bendir á að sérstök lög gildi
um yfirstjórn bankans. „Seðla-
bankastjórar hafa meira starfs-
öryggi en aðrir embættismenn, þeir
eru ráðnir til sjö ára, ekki er skylda
að auglýsa starf seðlabankastjóra og
að vissu leyti er hann undanskilinn
starfsmannalögunum. Það liggur
hins vegar í augum uppi að yrðu lög-
in endurskoðuð væri þar með allt
upp í loft. Þá væri hægt að ákveða að
breyta allri yfirstjórn bankans og
ráða nýtt fólk, rétt eins og dóms-
málaráðherra gerði varðandi lög-
regluembættið á Keflavíkurflugvelli
nýlega.“
Forðast brottrekstrarferli
Þannig virðist oft gripið til end-
urskipulagningar embætta og stofn-
ana til að endurnýja stjórnendur í
æðstu stöðum innan þeirra. „Það er
talið að stjórnendur í opinbera geir-
anum freistist til að nota end-
urskipulagningu frekar en áminn-
ingaferli og brottrekstrarferli
starfsmannalaga,“ segir Gunnar
Helgi. „Það á hins vegar ekki við
Seðlabankann út af fyrir sig því
hann lýtur alveg sérstökum lögum.“
Hann bætir því við að margir séu
sammála því að það gætu hafa verið
mistök að aðgreina Fjármálaeftirlit
og Seðlabanka á sínum tíma og
þannig séu efnisleg rök fyrir sam-
einingunni. „Stofnun sem hefði sam-
eiginlegt hlutverk Seðlabankans og
FME hefði verið öflugri.“
Enginn hefur yfirsýn
Rétt sé að það hafi verið ákveðin
tíska í löndunum umhverfis okkur að
slíta í sundur stofnanir og gera þær
að minni, sérhæfðum einingum, m.a.
í því skyni að auðvelda mælingar á
árangri þeirra. „Almennt séð í op-
inberum rekstri hafa hins vegar
komið í ljós ákveðin vandamál við
þetta því opinberi geirinn er orðinn
mjög sundurslitinn og tættur og
missir yfirsýnina. Og það er akkúrat
það sem við sjáum gerast í þessu –
að menn tapa heildarsýninni.“
Enda benda menn hver á annan
varðandi ábyrgð, eða hvað? „Já, akk-
úrat. Og það er auðvitað vandamál
því enginn einn aðili hefur allt sem
hann þarf að hafa.“
Hægt með lagabreytingu að breyta allri yfirstjórn Seðlabankans Sameiginleg stofnun væri öflugri
eftirlitsaðili Opinberi geirinn er orðinn mjög sundurslitinn Menn hafa tapað heildarsýninni
Efnisleg rök fyrir sameiningu
Morgunblaðið/Ómar
Í eitt? Pólítískur vilji virðist vera fyrir sameiningu Seðlabanka og FME.