Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
✝ Marteinn Guð-laugsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
september 1935.
Hann lést á krabba-
meinsdeild 11 E
Landspítala v/
Hringbraut þriðju-
daginn 4. nóvember
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Arndís Krist-
rún Kristleifsdóttir,
f. 26.11. 1913, d.
17.5. 1993, og Guð-
laugur Davíðsson, f.
24.12. 1909, d. 27.10. 1986. Hálf-
systir Marteins var Ingibjörg Guð-
laugsdóttir, f. 6.7. 1935, d. 2.3.
1976. Arndís Kristrún giftist síðar
Kolbeini Guðmundssyni, f. 24.10.
1909, d. 23.1. 2000.
Hálfbræður Marteins eru Krist-
leifur, f. 3.6. 1946, maki Stefanía
Erla Gunnarsdóttir; Kjartan, f.
24.2. 1949, maki Helga Stefanía
Haraldsdóttir, og Guðmundur
Arnar f. 13.2. 1956, maki Kolbrún
Jóhannsdóttir.
Marteinn kvæntist 17.9. 1960
Kristínu Oddbjörgu Júlíusdóttur
Ína Steingrímsdóttir, f. 15.6. 1983.
Marteinn ólst upp hjá Móðurfor-
eldrum sínum: Soffíu Guðrúnu
Árnadóttur, f. 10.2. 1885, d. 13.9.
1981, og Kristleifi Jónatanssyni, f.
2.1. 1873, d. 7.2. 1946, á Efri-
Hrísum í Fróðárhreppi en fluttist
þá til móður sinnar og fósturföður
í Reykjavík, gekk í Laugarnes-
skóla og síðan í Iðnskólann í Rvk.
Lærði húsgagnasmíði í Trésmiðj-
unni Víði, öðlaðist þar meist-
araréttindi í iðninni. Stofnaði þá
sitt eigið fyrirtæki sem hlaut nafn-
ið Sedrus. Halldór Ólafsson, sem
lauk námi í húsgagnabólstrun í
Víði, gekk til samstarfs við hann
og ráku þeir Sedrus saman allt til
ársins 1987.
Eftir það starfaði Marteinn um
tíma hjá Axel Eyjólfssyni (Axis
húsgögn ehf.) En síðan hjá Sökkli
ehf. þar til hann veiktist alvarlega
í árslok 2005.
Marteinn nam einnig fræði í Sál-
arrannsóknaskólanum og var virk-
ur þátttakandi í starfsemi Sálar-
rannsóknafélags Rvíkur alla tíð
síðan. Hann var líka mikill dans-
áhugamaður og var umsjón-
amaður Danshallarinnar v/
Drafnarfell um árabil.
Útför Marteins Guðlaugssonar
fer fram frá Laugarneskirkju í
dag og hefst athöfnin kl. 13.
(þau skildu 1986.)
Foreldrar hennar eru
Margrét Jensína
Jónsdóttir, f. 4.5.
1916, og Júlíus Guð-
jón Oddsson, f. 21.5.
1915, d. 16.3. 2001.
Börn Marteins og
Kristínar Oddbjargar
eru 1) Júlíus Guðjón,
f. 17.6. 1960, maki
Thelma Hólm Más-
dóttir, f. 9.9. 1964,
börn þeirra: Daníel, f.
24.9. 1988, Sunna Sif,
f. 20.11. 1991, og
Sandra Kristín, f. 1.12. 1993 . 2)
Arnar Rúnar, f. 20.1. 1964, fyrrv.
sambýliskona Elízabeth Gunn-
arsdóttir, f. 25.2. 1963, börn þeirra
eru: Marteinn, f. 24.4. 1992, Daði,
f. 20.2. 1994 og Máni, f. 3.2. 2000.
3) Soffía Dröfn f. 20.6. 1965, maki
Haukur Magnússon, f. 12.1. 1964.
Börn þeirra eru Gabríela, f. 10.2.
1998, og Róbert, f. 1.10. 2001.
Marteinn var í sambúð um sjö
ára skeið með Bjarnheiði Magn-
úsdóttur, f. 31.1. 1951. Dætur
hennar eru Harpa Sigríður Stein-
grímsdóttir, f. 4.12. 1979, og Helga
Elsku pabbi.
Nú ert þú horfinn yfir móðuna
miklu, horfinn inn í annan heim,
heim sem gaf þér svo mikið að
fræðast um. Þú óttaðist eigi, þú
vissir hvað beið þín í ljósinu, en
samt sem áður barðist þú svo
hetjulega við illvíga sjúkdóminn
þinn til að fá að staldra lengur við
hérna hjá okkur. Það hjálpar okkur
sem eftir sitjum líka svo mikið að
sjá þig fyrir okkur halda ferðalagi
þínu áfram í heimi þar sem tvær
sólir skína, að þetta séu ekki enda-
lok, heldur upphaf, laus úr viðjum
þjáðs líkama. Oft voru erfiðir tímar
í veikindunum þínum, en þú náðir
líka að njóta lífsins, fara í ferðalög
og á mannamót og þá varstu ekkert
að spara þig því þú sagðist hafa all-
an tímann í veröldinni til að hvíla
þig.
En þrautseigja þín kom víðar við,
þá má minnast ferðalaganna um
landið þegar við vorum krakkar,
eins og þegar 5 manna fjölskyldu
var pakkað í bílinn með farangur-
inn á toppnum og ekið í Skaftafell,
árið áður en hringvegurinn var
opnaður, á malarvegunum sem þá
voru. Eða þegar Cortínan réð ekki
við árnar inn í Þórsmörk og tjaldað
var á árbakka til að láta bílinn
þorna og kom þá í ljós að allt var
þarna krökkt af berjum og hefur
fjölskyldan ekki tínt jafnmikið af
berjum hvorki fyrr né síðar.
Þú varst hlýr og yfirvegaður,
ekki alltaf maður margra orða, en
komst þínu til skila og laumaðir
lúmskum húmornum inn. En
stundum var bara svo notalegt að
þegja saman og finna fyrir nærver-
unni.
Ég veit að þú verður með okkur í
kirkjunni í dag og ég veit að þú
munt fylgjast með okkur í framtíð-
inni, fylgjast með Gabríelu og Ró-
berti vaxa og dafna og sömuleiðis
Ávaxtabílnum.
Elsku pabbi minn, minning þín
verður ljós í lífi okkar.
Þín,
Soffía.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Drengur góður, drengskapar-
maður, prúðmenni. Marteinn mátti
aldrei vamm sitt vita.
Þegar ég kom til Reykjavíkur
átta ára gömul að heimsækja eldri
systur mína og tilvonandi mág,
vildi hann sýna dreifbýlisbarninu
eitthvað sérstakt. Hann fór að háu
fjölbýlishúsi við Hátún til að leyfa
mér að upplifa að fara í lyftu. Mar-
teinn varð síðan stór hluti æsku
minnar. Sjálf bjuggu þau Obba og
Marteinn á Hofteig 36 í hlýlegu
umhverfi Laugardalsins, umvafin
fallegum görðum með rifsberja- og
sólberjarunnum og jarðarberja-
ræktun.
Stofa ungu hjónanna skartaði
fallega mahónískápnum, sem var
sveinstykki hins unga húsgagna-
smíðameistara og bar vandvirkni
hans og fágun vitni.
Aldrei létu Obba og Marteinn sig
vanta þegar ég spilaði á tónleikum í
Keflavík þó að þau væru þá komin
með lítið barn.
Marteinn setti á stofn eigið hús-
gagnasmíðafyrirtæki, Sedrus. Það
rak hann af fádæma samviskusemi,
elju og dugnaði.
Þegar við Hemmi rákumst
óviðbúið inn til þeirra hjóna á Háa-
leitisbraut, vorum við umsvifalaust
drifin að matborðinu. Þar nutum
við allra heimagerðra kræsinga
húsmóður með ívafi góðlátlegrar
kímni húsbóndans um menn og
málefni. Man ég að honum fannst
hugsuðir í stjórnmálum fremur
Marteinn Guðlaugsson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
eiginmanns, sonar, föður, afa og bróður,
ÞÓRHALLS GEIRS GÍSLASONAR
frá Brúum,
Aðaldal,
Kambahrauni 5,
Hveragerði.
Bestu þakkir fær starfsfólk og læknar gjörgæslu-
deildar í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og vinsemd.
Valgerður Jónsdóttir,
Jóhanna Halldórsdóttir,
Róbert Þórhallsson,
Þuríður Annabell Þórhallsdóttir,
Aðalsteinn Guðmundsson,
Helga Vala Svavarsdóttir,
Þorgerður Gísladóttir,
Halldór Gíslason,
fjölskyldur og aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Einbúablá 44a,
Egilsstöðum,
sem lést sunnudaginn 9. nóvember, verður
jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn
22. nóvember kl. 15.00.
Helga Berg,
Ólafur Arason, Sigrún Pálsdóttir
og ömmustrákarnir.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa, langafa og langalangafa,
HALLDÓRS ÞORSTEINS GESTSSONAR,
Skálarhlíð,
Siglufirði,
sem andaðist mánudaginn 3. nóvember.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar.
Guð blessi ykkur öll.
Líney Bogadóttir,
börn og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
JAKOBÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bíbí,
Vatnsstíg 15,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
21. nóvember kl. 13.00.
Örn Scheving,
Bragi Reynisson, Eulogia Medico,
Guðrún Hanna Scheving, Gísli Hermannsson,
Sigmar A. Scheving, Hjördís Jóhannsdóttir,
Brynja A. Scheving, Karl Jóhann Guðsteinsson,
Egill A. Scheving, Laufey Þórðardóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTJANA NANNA JÓNSDÓTTIR
frá Mýri í Bárðardal,
Rauðumýri 7,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn
25. nóvember kl. 13.30.
Konráð Erlendsson, Gréta Ásgeirsdóttir,
Karl Erlendsson, Eyrún Skúladóttir,
Jón Erlendsson,
Aðalbjörg Erlendsdóttir, Stefán Aðalsteinsson,
Helgi Erlendsson, Steinunn Kristjánsdóttir
og ömmubörnin öll.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi,
bróðir og mágur,
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Fannborg 7,
áður Kársnesbraut 72,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
19. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna s: 588-7555 eða hjúkrunarheimilið
Sóltún s: 590-6000.
Kristrún Daníelsdóttir,
Ragnheiður Ingimundardóttir, Sigurður Gunnar Sveinsson,
Guðmunda Ingimundardóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson,
Daníel Gunnar Ingimundarson, María Antonía Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Elsa Drageide, Halldór Örn Svansson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTÞÓR BORG HELGASON
skipasmíðameistari,
Njálsgötu 44,
Reykjavík,
lést mánudaginn 10. nóvember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Kristín Ingibjörg Benediktsdóttir,
Benedikt Guðjón Kristþórsson,
Unnur Björg Kristþórsdóttir,
Guðlaugur Ásgeir Kristþórsson,
tengdadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Samúðarkerti/hólkar með
huggunarorðum fást í blómabúðum.
isdecor@isdecor.is
Samúðarkerti