Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Hefur þú skaðast í slysi? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys breyta aðstæðum í starfi og frítíma. Gættu réttar þíns. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Í DAG verður opnaður á netinu nýr evrópskur menningarvefur, europeana.eu. Þar verða allar helstu menningarperlur Evr- ópuþjóðanna aðgengilegar öllum sem hafa aðgang að netinu. Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn er fulltrúi Íslendinga í þessu sameiginlega verkefni Evr- ópuþjóðanna. Á europeana.eu verða bækur, kvikmyndir, tónlist og tímarit, myndlist, fræðirit og vísindalegar rannsóknarskýrslur. Brúin virkar í báðar áttir þannig að um leið og Íslendingar fá aðgang að menn- ingarverðmætum annarra Evr- ópuþjóða, fá þær aðgang að staf- rænu efni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, s.s. hand- ritum okkar, Íslandskortum, blöð- um og tímaritum. Síðar verður opnaður aðgangur að íslenskum bókmenntum, kvikmyndum og öðrum menningarafurðum okkar. Europeana.eu mun auðvelda al- menningi, nemendum og fræði- mönnum að afla sér upplýsinga um ólíkustu málefni og bera sam- an skyld efni frá mismunandi löndum. Hingað til hafa menn yf- irleitt þurft að fara víða til að ná í nauðsynlegar upplýsingar vegna rannsókna sinna en á europeana- .eu fá þeir sem t.d. eru að rann- saka Rembrandt aðgang að öllum upplýsingum um hann á einum stað og geta skoðað verk hans, bækur og kvikmyndir um hann á netinu. Menningarperlur Evrópu- þjóða aðgengilegar á Netinu LAGT hefur verið til að mótuð verði ný sam- göngustefna fyrir Reykjavíkurborg. Mark- mið samgöngustefnunnar yrði að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi borg- arinnar og stuðla að betra og umhverf- isvænna samgöngumynstri til framtíðar. Umhverfis- og samgöngusviði yrði falið að innleiða stefnuna sem kæmi til endanlegrar samþykktar í borgarráði. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að samgöngustefnan sé liður í að draga úr bílastæðaþörf, umferðarhnútum og bæta loftgæði í borginni. Bílum í Reykjavík hafi fjölgað umtalsvert síðustu ár. Þannig fjölg- aði einkabílum í Reykjavík um 40% á ár- unum 1999-2007 en íbúunum um 7%. Fjöldi bíla á hverja þúsund íbúa var 676 á síðasta ári sem er langt umfram þær borgir sem við berum okkur helst saman við. Fjöldi daga þegar loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk er nú töluvert meiri en lög og reglur gera ráð fyrir. Starfsmenn Reykjavíkurborgar eiga að vera til fyrirmyndar á ferðum sínum um borgina og ætti borgin að sýna gott fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sína og tryggja góða aðstöðu fyrir gang- andi og hjólandi starfsfólk og viðskiptavini. Tillaga um samgöngustefnu fyrir starfsemi Reykjavíkur Samgöngustefna Reykjavíkur. BORGUN, Am- erican Express og Icelandair hafa náð sam- komulagi um sameiginlegt markaðsátak til að fjölga komum erlendra ferða- manna til Ís- lands með því að hvetja milljónir American Express-korthafa frá ýmsum löndum Evrópu til að heimsækja landið. Átakið, sem nú er hafið, kallast „Discover Ice- land“ og stendur til 30. apríl 2009. Átakið beinist að því að vekja athygli American Express- korthafa á sérstæðri náttúru og ferðamannastöðum á Íslandi um leið og kynnt verða hagstæð flug- fargjöld og gistimöguleikar, auk afsláttar hjá bílaleigum, versl- unum og veitingastöðum víðs veg- ar á landinu. Discover Iceland verður kynnt milljónum American Express- korthafa í Evrópu eftir hefð- bundnum leiðum í beinni markaðs- setningu. Fara í markaðsátak til að kynna ferðir til Íslands STJÓRN Þórs, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akranesi, telur að ljóst sé af framgöngu Evrópusam- bandsins í garð Íslands í tengslum við Icesave-málið og IMF-lánið, að sú skoðun aðildarsinna, að rödd smáríkja heyrist hátt og snjallt inn- an Evrópusambandsins sé kolröng. „Raunin er sú að hagsmunir hinna stærri ganga framar hags- munum hinna smærri.“ Rödd smáríkja heyrist ekki EURES, samevrópsk vinnumiðlun sem rekin er af Vinnumálastofnun, stendur fyrir kynningu á starfs- tækifærum erlendis í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag nk. kl. 17- 21 og aftur á laugardag nk. kl. 12- 18. Þarna verða samankomnar 16 ráðningarþjónustur víðs vegar að. Þau störf sem bjóðast spanna flest svið, þó einkum í byggingariðnaði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kynning á störf- um í Evrópu Í DAG kl. 20 verður haldinn borg- arafundur í Deiglunni á Akureyri undir yfirskriftinni „Hverjir borga og hvað mikið“. Tilgangur fundarins er að leitast við að ræða þau mál sem brenna á þjóðinni í kjölfar efnahagshrunsins. Framsögumenn verða Jón Þorvald- ur Heiðarsson hagfræðingur og Jónína Hjaltadóttir. Borgarafundur STUTT KOMIN er út bókin Sigurbjörn bisk- up um dr. Sigurbjörn Einarsson sem lést fyrr á þessu ári. Höfundur verksins, Sigurður A. Magnússon, afhenti Karli, biskupnum yfir Íslandi og syni Sigurbjörns, fyrsta eintak bókarinnar í gær. Hér er um að ræða mjög breytta og endurbætta bók sem áður kom út fyrir 20 árum. Fjallað er um síðustu 20 árin í lífi Sigurbjörns og þá hefur verið bætt við kafla um sálmaskáldið Sigurbjörn. „Ég heillaðist af þessum manni. Hann hafði veruleg áhrif á mig og ég hafði mikinn áhuga á að taka þátt í gefa bókina út. Mér finnst mjög merkilegt að lesa um hann, ekki síð- ur um æskuárin og námsárin en það sem síðar gerðist,“ sagði Helgi Jóns- son við Morgunblaðið en hann er eig- andi Tinds, sem gefur bókina út. Sigurbjörn Einarsson lést 28. ágúst sl. og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. september. Sigurbjörn átti að baki fjölþættan lífsferil. Í bókinni er brugðið upp eft- irminnilegum myndum, allt frá dauða móður hans og kröppum kjör- um bernskuáranna í Meðallandi, til erfiðra námsára í Reykjavík og Upp- sölum, prestskaparára á Skógar- strönd og í Reykjavík, kennsluára við Háskóla Íslands og langs emb- ættisferils á biskupsstóli. Hann kvæntist Magneu Þorkelsdóttur árið 1933 en hún lést árið 2006. Eignuð- ust þau átta börn og eru sex á lífi. Eftirminnilegum myndum brugðið upp af Sigurbirni Morgunblaðið/Golli Biskupsbók Sigurður A. Magnússon, höfundur bókarinnar, og Karl Sig- urbjörnsson, biskup og sonur séra Sigurbjörns, glugga í bókina í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.