Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 23
Daglegt líf 23ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni www.salka.is Fimmtudagskvöldið 20. nóv. kl. 20.00 heldur Salka upplestrarkvöld á Kringlukránni. • Ari Kr. Sæmundsen höfundur: Með stein í skónum. • Haraldur Jónsson þýðandi: Hugmyndabók. • Jón Lárusson þýðandi: Vísindin að baki ríkidæmi. • Sigurður Skúlason leikari: Síðasti fyrirlesturinn. Kvöld fyrir STRÁKANA Auk þess munu Trúbatrixurnar Myrra og Elíza bæta kvenlegu kryddi í blönduna og spila nokkur lög. Fix Töframassinn Hreinsar, fægir og verndar samtímis Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf. Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl. Svampur fylgir með - Fitu- og kýsilleysandi - Húðvænt - Náttúrulegt - Mjög drjúgt Akureyringar eru orðnir 17.500. Sá sem sem náði þeim áfanga er dreng- ur fæddur 18. október. Foreldrar hans eru Brynhildur Guðmunds- dóttir og Brynjar Örn Þorleifsson og bróðir nýfædda drengsins heitir Róbert Örn, fjögurra ára.    Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj- arstjóri á Akureyri, heimsótti fjöl- skylduna og færði foreldrunum blómvönd og Dagbók barnsins. Brynhildur og Brynjar fluttu til Ak- ureyrar frá Reykjavík 2005 til að stunda nám við VMA og Háskólann.    Nokkuð hefur verið talað um góð- ærið síðustu misseri og ég heyrði í vikunni að það kom líka til Akureyr- ar. Maður sagðist hafa séð hjón henda stóru sjónvarpstæki í nytja- gám eftir að þau keyptu sér flatskjá. Hann hirti tækið og sonur hans not- ar það við tölvuna sína. „Ég þurfti ekki einu sinni að skipta um raf- hlöður í fjarstýringunni!“    Það er alltaf gaman að heyra af íþróttamönnum sem stjórnast ekki af peningum, þótt auðvitað sé skilj- anlegt að menn vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Leikmenn eru keyptir út og suður en ég heyrði í vikunni af frábæru dæmi af hinu gagnstæða; Rakel Hönnudóttur.    Rakel er ein af „stelpunum okkar“ í kvennalandsliðinu sem leikur á EM í Finnlandi næsta sumar. Á spjall- þræði heimasíðu Þórs var því fagn- að að hún skyldi hafa samið við Þór/ KA á ný og einhver ýjaði þar að því að hún væri þar með orðin launa- hæsti íþróttamaðurinn hjá Þór (en félagið sér um rekstur sameiginlegs liðs Akureyrarfélaganna). Móðir Rakelar var fljót að blanda sér í um- ræðuna og sagði samninginn ekkert leyndarmál.    Hanna Dóra Markúsdóttir, móðir Rakelar, skrifaði á spjallið: „Sælir strákar mínir og gaman að lesa þessa umfjöllun. Samningur Rakel- ar er ekkert leyndarmál og ég skal segja ykkur hvað hún fær. Hún fær eitt par af fótboltaskóm og svo ómælda ánægju. Hún fær áfram frítt húsnæði hjá mömmu og svo fékk kvennalandsliðið árskort í lík- amsrækt. Hún fær extra aðstoð við að halda sér í formi og síðast en ekki síst þá ánægju að vera innan um frá- bært fólk sem stendur að bæði Þór og KA.“    Er ekki alveg yndislegt að lesa um dæmi eins og þetta með Rakel? Og sagan var svo sem ekki öll sögð því Hanna Dóra hélt áfram: „[Rakel] er meira að segja atvinnulaus um þess- ar mundir og við erum að reyna að finna vinnu handa henni. Hún fékk nokkur tilboð af suðausturhorninu þar sem hún var beðin að nefna hve mikið hún vildi fá og hvaða vinnu hún vildi. Samt tekur hún þessa ákvörðun. Það má vel vera að hún teljist launahæsti Þórsarinn/KA- maðurinn en hún fær ekki borgað með peningum.“    Ef hægt væri að klappa í dagblaði eða taka hatt sinn ofan, myndi ég gera það núna – til heiðurs Rakel.    Mikið assgoti var gaman á tón- leikum 200.000 naglbíta og Lúðra- sveitar verkalýðsins í íþróttahöllinni á laugardaginn. Flott músík og skemmtilegar útsetningar. Og þeg- ar LV flutti Nallann á miðjum tón- leikum var eins og vinstri fóturinn stappaði sjálfkrafa í takt og gæsa- húð breiddist út um líkamann, að minnsta kosti vinstri hlutann …    Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur aðventutónleika í ár eins og venjulega en vegna efnahags- ástandsins verða þeir í íþróttahúsi Glerárskóla en ekki Höllinni, og miðaverð lægra en áður. SN vill gefa sem flestum kost á að koma. Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson verða einsöngv- arar á tónleikunum, laugardaginn 6. desember.    Konurnar í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu skáru út og steiktu 2.500 laufabrauðskökur á dögunum eins og fram kom í blaðinu. Mest seldu þær fyrirfram en þeim sem vilja styrkja gott málefni með fjár- framlagi má benda á bankareikning klúbbsins. Númerið er 372-13- 110824 og kennitalan 190477-4879.    Braga Bergmann, almannatengli og fyrrverandi knattspyrnudómara, er margt til lista lagt. Hann er t.d. góð- ur hagyrðingur og í kvöld gefst fólki kostur á að dæma um hvort hann kann að syngja! BB og sveitin Hinir koma þá fram á Græna hattinum. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eitt par af skóm Rakel Hönnudóttir, til hægri, fær eitt par af fótboltaskóm fyrir að leika áfram á Akureyri - og fría gistingu heima hjá mömmu sinni! @ SÍFELLT fleira bendir nú til þess að þau börn sem fæðast úr frosnum fósturvísum séu heilsuhraustari en þau börn þar sem meðgöngu er komið af stað með ferskum fóst- urvísi. Þrjár rannsóknir sem kynntar voru á bandarískri frjósem- isráðstefnu sýndu allar, að sögn netmiðils BBC, að minni hætta væri á að þau börn sem komu úr frosnu fósturvísunum fæddust sem fyr- irburar eða væru of létt. Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að ein- ungis sterkustu fósturvísarnir þoli frostmeðferðina. Sérfræðingar í frjósemismálum telja þó frekari rannsókna þörf. „Þetta eru áhugaverðar rannsóknir sem ganga þvert á það sem maður býst venjulega við. Nú þarf að skoða niðurstöðurnar aftur,“ hefur BBC eftir frjósemissérfræðingnum dr. Allan Pacey. annaei@mbl.is Frostið bæt- ir heilsuna EPA Kristján Runólfsson í Hvera-gerði skrifar að það sé orð- inn nokkuð almennur siður þing- manna að hafa aðstoðarmenn og hann vill hætta þeim sið til að spara í kreppunni: Hér í landi liggur kreppa, – læt ég sem ég ráðin kunni. – Þingmenn allir ættu að sleppa, assistantavitleysunni. Assistanta enginn þarf, – á það vil ég minna. – Því skal kjósa í þingmannsstarf, þá sem nenna að vinna. Björn Ingólfsson fylgdist með mótmælunum á Austurvelli: Margan reita sá ég segg sitt í angist hár og skegg er Þinghússins á þykkum vegg þjóðin reyndi að spæla egg. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi yrkir: Þegar blásinn belgur sprakk í bönkunum á Fróni í hann gamli Gordon stakk græðgistítuprjóni. Ei til London eða Húll ætla ég við þessa smán. Aldrei vil ég verða núll í vasanum á Gordon Brown. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af kreppu og Brown

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.