Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
318. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
MENNING
LOKSINS NÝ PLATA
FRÁ GUNS’N’ROSES
BESTI VINUR MANNSINS
Lundernið ekki
alltaf sem ljúfast
ANTHONY Kristjánsson fylgist hugfanginn með fiskinum Sverri þar sem
hann syndir um í nýja búrinu sínu. Starfsfólk leikstofunnar er ekki síður
hrifið af Sverri og segir hann standa fyrir einn fjórða úr stöðugildi. Spjall-
verjar á svokölluðu Fiskaspjalli söfnuðu peningum fyrir leikstofu Barna-
spítalans og nokkrir fiskaáhugamenn fengu gæludýrabúðir til að leggja
sitt af mörkum til að bæta aðstöðu Sverris.| 21
Sverrir gullfiskur gleður börnin
Morgunblaðið/Golli
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
STJÓRN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(IMF) samþykkti samhljóða á fundi í
gærkvöldi að lána Íslendingum 2,1
milljarð Bandaríkjadala – um 294
milljarða króna – til tveggja ára til
þess að koma á efnahagsstöðugleika
hérlendis. Íslendingar fá að auki allt
að 3 milljörðum dala, um 440 millj-
arða kr., að láni annars staðar frá
skv. áætlun sem IMF samþykkti.
Danmörk, Finnland, Noregur,
Svíþjóð, Rússland og Pólland lána
Íslandi samtals allt að 3 milljörðum
dala, en ekki fékkst uppgefið hve
mikið hver þjóð myndi lána.
Þá hafa Færeyingar boðið Íslend-
ingum lán sem nemur um 7 millj-
örðum kr., um 50 milljónum dala.
Gert er ráð fyrir að fyrsti hluti
láns IMF, 827 milljónir dala, verði
veittur Íslendingum eftir nokkra
daga og síðan komi féð í átta jöfnum
greiðslum, um 155 milljónir á
þriggja mánaða fresti.
Lánið frá sjóðnum verður greitt til
baka á árunum 2012 til 2015.
Forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra lýsa báðir yfir mikilli
ánægju með ákvörðun stjórnar IMF.
„Þetta er áfangi sem við höfum
beðið eftir í nokkurn tíma. Ég tel
hann mikilvægt skref í átt til upp-
byggingar á öllum sviðum efnahags-
lífsins, sem nú er hafin af fullum
krafti,“ sagði Geir H. Haarde for-
sætisráðherra í gærkvöldi.
Geir kveðst afar þakklátur þeim
þjóðum sem leggja Íslendingum lið í
samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn. „Verkefni okkar er að vinna bug
á þeim vanda sem við okkur blasir og
að Ísland öðlist aftur þann sess með-
al þjóða sem það hafði áður en fjár-
málakreppan skall á,“ segir forsætis-
ráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra var einnig ánægð. „Við
metum mikils ákvörðun Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og það traust til
Íslands sem í henni felst. Aðkoma
IMF að endurreisn íslensks efna-
hagslífs er afar mikilvæg. Hún gefur
okkur fast land undir fætur og legg-
ur um leið grunn að þeim trúverð-
ugleika sem nauðsynlegur er til að
endurreisa ábyrgt íslenskt hag-
kerfi,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Komið hefur fram að féð frá IMF
verði notað til að styrkja krónuna og
hún verður sett á flot – þá myndast
markaðsverð á henni – um leið og
stuðningur við hana verður talinn
nægilegur til þess. | 4
IMF samþykkti lánið
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánar Íslandi 2,1 milljarð dollara og nokkrar þjóðir allt að 3 milljörðum
Lánið mikilvægt skref í átt til uppbyggingar á öllum sviðum efnahagslífsins, að mati forsætisráðherra
Grunnur að nauðsynlegum trúverðugleika til að endurreisa ábyrgt hagkerfi, segir utanríkisráðherra
Óljós inngrip á gjaldeyrismarkaði
Forsætisráðherra segir að lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði notað
til að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði. Stjórnendur Seðlabankans gefa þó
ekki upp hvernig þau inngrip verða og segja stefnuna viljandi óljósa.
Viðskipti verða háð takmörkunum
Íslendingar munu geta keypt gjaldeyri hjá bönkunum til þess að eiga í
vöruviðskiptum við útlönd, kaupa þjónustu eða til ferðalaga. Ekki verður
heimilt að kaupa gjaldeyri til þess að fjárfesta eða stunda spákaup-
mennsku.
Margir spá því að krónan veikist meira
Stuðningur Seðlabankans við krónuna verður að öllum líkindum takmark-
aður fyrst eftir að krónan verður sett á flot. Ekki stendur til að eyða gjald-
eyrisforðanum í að styðja við óraunhæft jafnvægisgengi. Flestir spá að
krónan lækki.
Mikilvægt að útflytjendur færi gjaldeyri heim
Mikilvæg forsenda þess að gjaldeyrisviðskipti á Íslandi stjórnist af framboði
og eftirspurn er að útflytjendur færi gjaldeyri til landsins og kaupi krónur.
Lamaður gjaldeyrismarkaður gangsettur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Nýjungar!
vörur
fyrir þinn innri mann
Loksins fáanlegur í sneiðum Handhægt –fjórar saman í kippu
Leikhúsin
í landinu >> 41
LÖGREGLAN á Suðurnesjum
handtók tvo menn í síðustu viku sem
grunaðir eru um mjög umfangsmik-
inn þjófnað á verkfærum og á a.m.k.
tveimur tonnum af olíu. Mennirnir
voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald,
sem rennur út í dag. Verðmæti þýf-
isins hleypur á mörgum milljónum
króna. Óskað hefur verið eftir að
bankaleynd verði aflétt af reikn-
ingum mannanna. | 2
Tvö tonn af
olíu í þýfinu
NÝTT félag hefur bæst í þann hóp
sem kannar möguleika á byggingu
gagnavers á Íslandi. Titan Global, fé-
lag í eigu Jónasar Tryggvasonar og
fleiri fjárfesta, hefur skorið staðarval
niður í þrjá kosti á suðvesturhorni
landsins. Að sögn Jónasar mun Titan
Global ekki eiga gagnaverið heldur
selja það áfram til risafyrirtækja í
upplýsingatækni, á borð við Micro-
soft, Google eða Yahoo. Fyrir eru
Verne Global og Greenstone að und-
irbúa gagnaver á Íslandi. | 18
Nú er það
Titan Global