Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
Nýjasta plata tónskáldsins og til-
raunatónlistarmannsins Jóhanns
Jóhannssonar kom út í byrjun
þessa mánaðar, en platan nefnist
Fordlandia. Þótt platan hafi ekki
farið sérlega hátt hér á landi hefur
hún þegar vakið töluverða athygli
erlendis, og hlotið mjög góða dóma.
Þannig má fletta plötunni upp á vef
Metacritic, sem tekur saman með-
altal hinna ýmsu dóma annarra
miðla, og er þá niðurstaðan 81 af
100. Inni í þeirri niðurstöðu er dóm-
ur hins virta breska tónlistar-
tímarits Q sem gefur plötunni 80 af
100 og segir meðal annars að tón-
listin sé gríðarlega falleg og að hún
flakki meira fram og til baka í tíma
en tónlist Bjarkar hafi nokkru sinni
gert – og sé þá mikið sagt.
Enn meira tímaflakk
en hjá sjálfri Björk
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ eru svona sex til átta milljónir sem horfa á þetta á
hverjum morgni,“ segir ævintýrakokkurinn Völundur
Snær Völundarson, betur þekktur sem Völli Snær, sem eld-
aði í beinni útsendingu í bandaríska sjónvarpsþættinum The
Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni á þriðjudaginn. Þátt-
urinn var að hluta til sendur út frá Bláa lóninu og var meðal
annars fjallað um íslenska vatnið og vatnsorkuna. „Svo
var líka innslag um íslenskan mat og þar kom ég til
sögunnar. Við settum upp risastórt fiskborð með fullt
af ferskum fiski til sýnis,“ útskýrir Völli Snær. „Svo
var ég að sýna allt frá hversdagslegum íslenskum
mat, til dæmis síldarrétti, ýsu í raspi og fleira og yfir
í grillaðan skötusel með kaldri skyr-, jógúrt- og
gúrkusósu, maríneraðar rækjur, hörpuskel og fleira.“
Vont veður setti þó smávegis strik í reikninginn við Bláa lónið. „Ég ætl-
aði að vera með eldunargræjurnar á borðinu, en það var ekki hægt af því
að það var svo hvasst þannig að ég fór bara á bak við hús. En ég var með
pottana heita og þáttastjórnandinn var að smakka og svona. Þetta voru
bara þrjár mínútur og mikil pressa, en samt mjög skemmtilegt.“
Aðspurður segist Völli Snær aldrei hafa eldað „fyrir“ svona marga.
„Þetta er metið mitt til þessa, það er alveg ljóst,“ segir hann og bætir
því við að þetta hafi verið mjög góð kynning. „Þeir auglýstu til
dæmis bókina mína, Delicious Iceland, og kynntu hana vel.“
Völli Snær er staddur hér á landi um þessar mundir, en
hann fer aftur heim til Bahama-eyja á morgun, þar sem hann
rekur einn veitingastað og er með annan í bígerð.
Völli Snær eldaði fyrir milljónir manna í beinni
Útvarpsstöðin Gullbylgjan er í
miklu uppáhaldi hjá mörgum enda
má þar heyra mörg af bestu lögum
sjöunda og áttunda áratugar síð-
ustu aldar frá listamönnum á borð
við Bítlana, Led Zeppelin og Pink
Floyd. Hlustendur stöðvarinnar
ráku hins vegar eflaust upp stór
eyru í gærmorgun þegar útvarps-
manni á stöðinni varð illa á í mess-
unni þegar hann kynnti lag með
bresku hljómsveitinni Rolling Sto-
nes. „Þetta voru Rolling Stones-
kapparnir frá Liverpool. Þeir eru
enn í fullu fjöri,“ sagði útvarpsmað-
urinn, sem ekki fylgir sögunni hver
er. Það hlýtur að teljast til nokk-
urra tíðinda að útvarpsmaður sem
vinnur á stöð sem sérhæfir sig í tón-
list þessa tíma viti ekki að Rolling
Stones eru frá London, en Bítlarnir
voru auðvitað frá Liverpool. Þessu
mætti líkja við íþróttafréttamann
sem héldi að Everton væri frá
London, en Chelsea frá Liverpool.
Rolling Stones eru
ekki frá Liverpool
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„NEI,“ segir Sindri Eldon, söngvari
Slugs, mæðulega. Ástæðan er að út-
gáfutónleikar sveitarinnar verða
ekki í kvöld á Kaffibarnum eins og
til stóð og voru þeir reyndar út-
gangspunktur viðtalsins. En úr því
að þú ert nú á línunni, Sindri
minn …
„Það er eitthvert hótel þarna við
hliðina á barnum og innanbúð-
armenn þar þvertóku fyrir allan há-
vaða. Og það þó að hann hefði að-
eins varað í þessar tuttugu mínútur
sem það tekur hljómsveitina þann
tíma að ljúka sér af.“
Þessi lýsing Sindra segir æði
margt um hljómsveitina hans Slugs
sem hefur valdið þónokkrum skark-
ala í tónleikahaldi borgarinnar und-
anfarin misseri. Yfirlýst lengd tón-
leikanna sem svo aldrei urðu rennir
enn frekari stoðum undir hreina
(skítuga?) og hráa krossferð Slugs.
„Málið er bara að drulla þessu
út,“ segir Sindri spakur. „Enda var
hljómsveitin stofnuð út frá leiða á
því að vera í „alvarlegum“ og út-
pældum hljómsveitum.“
Fyrsta plata Slugs, samnefnd
henni, kom út fyrir stuttu en þar má
finna slugsandi hressa lagatitla eins
og „Kynlíf með dýrum“ og „Vinir
mínir hata mig“.
„Slugs snýst fyrst og síðast um að
skemmta sjálfum okkur,“ segir
Sindri og er óðum að hressast, en
sitthvað var um morgunstírur í upp-
hafi spjalls.
„Þetta er okkar eigin rússíban-
aferð og engum öðrum er boð-
ið … en nei annars, það eru reyndar
tóm sæti í vagninum en það vill
bara enginn setjast í þau.“
Sindri segir metnað vera á sum-
um sviðum í starfsemi sveitarinnar
en grín á öðrum.
„Það er samt eins og fólk sé að
búast við einhverju af okkur í dag
sem var ekki áður. Ég vara við því
að það sé lesið of mikið í þessa sveit,
þetta eru einfaldlega fjórir fullir
gæjar að djamma. Þetta eru engar
meðvitaðar tilraunir til að sjokk-
era.“
Platan var tekin upp fyrir meira
en ári og á ýmsu hefur gengið í að
koma henni út. Og hingað til hafa
bara 100 eintök af 1.000 ratað til
landsins, sökum árferðis.
„Þeir sem hafa fest sér eintak
geta því prísað sig sæla,“ segir
Sindri að lokum og glottir við tönn.
Rokkandi rússíbanareið
Drullurokkssveitin Slugs gefur út sína fyrstu plötu, samnefnda sveitinni
„Einfaldlega fjórir fullir gæjar að djamma,“ segir Sindri Eldon söngvari
Morgunblaðið/Ómar
Bara rokk og ról Tilvist Slugs snýst um að skemmta meðlimum og öðrum. Djúpar pælingar eru afþakkaðar.
ANDI hátískuhúsa Parísarborgar
svífur yfir D-salnum í Listasafni
Reykjavíkur þegar sýningin
CRAFT verður opnuð í dag. Það er
listakonan Andrea Maack sem sýnir
þar verk sín sem eru óður til sér-
sniðins hátískufatnaðar Par-
ísarborgar.
„Ég bjó til efni með því að teikna á
sníðapappír sem var síðan breytt í
þrívíðan skúlptúr. Franski fatahönn-
uðurinn Cedric Rivrain hannaði
skúlptúrinn sem er flík en Katrín
María Káradóttir fatahönnuður setti
hana saman,“ segir Andrea. „Flíkin
er til sölu og í anda hátískunnar sér-
sníðum við hana á kaupandann.“
Sýning er sjálfstætt framhald af síð-
ustu tveimur sýningum Andreu,
SMART og WOART, þar sem hún
sýndi handlóð og ilmvatn. „Ilmvatn-
ið er líka hluti af þessari sýningu,
lyktin mun svífa yfir salnum og gest-
ir eiga að fá á tilfinninguna að þeir
séu staddir í frönsku hátískuhúsi,“
segir Andrea en ilmvatnið var sér-
staklega framleitt fyrir hana.
„Ilmvatnsframleiðendurnir settu
saman lyktina út frá sömu teikningu
og notuð er í skúlptúrinn. Ilmvatnið
verður ekki sett í framleiðslu en allir
gestir fá litla prufu með sér heim.“
Að auki opnar Andrea vefsíðuna
andreamaack.com sem Ólafur Breið-
fjörð hannaði og er í anda vefsíðna
þekktra tískuhúsa þar sem umgjörð-
in er meitluð og hnökralaus. Ingi-
björg Agnes Jónsdóttir innanhús-
arkitekt umbreytti síðan D-salnum.
Andrea stefnir að því að halda
áfram að vinna í sama anda. „Þetta
er saga sem heldur áfram og spenn-
andi verður að sjá hvað gerist næst.“
Sýningin verður opnuð í Lista-
safni Reykjavíkur kl. 17 í dag.
Sunnudaginn 23. nóvember kl. 15
verður Andrea með listamannaspjall
sem er opið öllum. ingveldur@mbl.is
Óður til sérsniðins hátísku-
fatnaðar Parísarborgar
Morgunblaðið/Ómar
Samhentar Katrín María Káradóttir, Andrea Maack og Ingibjörg A. Jóns-
dóttir vinna að uppsetningu sýningar Andreu í gærkvöldi.
Andrea Maack breytti teikningu í þrívíðan skúlptúr
Í næstu viku heldur Slugs í Skítatúrinn 2008, tónleikaferðalag sem leitt
er af Dr. Spock en einnig verða Agent Fresco með í för.
Mið. 26. nóvember: Dillon, Reykjavík
Fim. 27. nóvember: Menntaskólinn að Laugarvatni
Fös. 28. nóvember: Paddy’s, Keflavík
Lau. 29. nóvember: Félagsmiðstöðin X-ið, Stykkishólmi (einnig leikur
Endless Dark).
Sun. 30. nóvember: Akranes
Skítatúrinn 2008
Meistarakokkur Völli Snær kynnti íslenskan fisk.