Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Klippt og skorið Feðgarnir Björn Gíslason og synir hans, Kjartan og Björn Daði, eiga marga fastakúnna enda hef-
ur stofan starfað í sextíu ár. Kjartan er að snyrta fastakúnnann Jón Sigurðsson, fangavörð á Litla-Hrauni.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÉG hef alltaf verið í félagsstarfi og
hef ríka þörf fyrir að láta gott af
mér leiða,“ segir Kjartan Björnsson
rakari á Selfossi. Hann stendur fyrir
jólatónleikunum „Hátíð í bæ“ á Sel-
fossi á aðventunni og hefur staðið
fyrir þorrablóti Selfyssinga í sjö ár.
„Það er gott að breyta til. Ég
starfa við það sama alla daga, allan
ársins hring og hef gert í 26 ár. Ég
finn hjá mér þörf til að brjóta upp
hversdagslífið, gera eitthvað nýtt,“
segir Kjartan þegar hann er spurður
að því hvers vegna hann standi í
þessu. Hann var í nokkur ár söngv-
ari í hljómsveit á sveitaböllum og
hefur lengi sungið í karlakór. „Ég
hef því verið í hringiðunni,“ segir
Kjartan.
Höldum áfram að vera til
Fyrir sjö árum efndi Kjartan til
þorrablóts Selfyssinga. „Það höfðu
ekki verið haldin nein þorrablót á
staðnum í mörg ár. Menn sögðu að
þau væru bara fyrir sveitirnar. Ég
svaraði því til að Selfoss væri mín
sveit og hef haldið þorrablótin í sjö
ár. Sömu sögu má segja um tón-
leikana. Allir þessir stóru tónleikar
voru haldnir í Reykjavík og við urð-
um út undan. Ég ákvað því að halda
jólatónleika í fyrra. Þeir voru fjöl-
sóttir og tókust vel og ég ætla að
halda þá aftur. Fólk verður að halda
áfram að vera til, þótt kreppi að. Við
gerum þetta á skynsamlegum nótum
og miðaverðið er eftir því,“ segir
Kjartan.
Hann tekur ekki undir fullyrð-
ingar um að dauft sé yfir menning-
arlífinu á Selfossi. Hann nefnir að
öflugt sönglíf sé á Suðurlandi, til að
mynda tólf kórar á Selfossi. Kór-
starfinu fylgi mikil menning og
margar samkomur. Þá sé Leikfélag
Selfoss með öflugt leiklistarstarf,
svo fleiri dæmi séu nefnd. „Ég tel að
menningin og þátttaka í henni sé
leið til að dreifa athyglinni frá að-
steðjandi vandamálum, fjár-
málakreppunni núna og jarðskjálft-
unum sem tóku mjög á okkur í vor,“
segir Kjartan.
Vantar betri aðstöðu
„Það má kannski segja að menn-
ingin hér hafi ekki verið nógu áber-
andi og það vantar aðstöðu. Flestir
tónleikar eru haldnir í Selfosskirkju
sem er okkar helsta menningarhús.
Við höfum orðið að halda þorrablót-
in og jólatónleikana í íþróttahúsum
bæjarins.
Lykillinn að auknu menningarlífi
er að aðstaðan verði bætt. Selfoss er
þjónustukjarni fyrir Suðurland.
Fólk kemur hingað til að kaupa inn
og það þarf einnig að bjóða afþrey-
ingu. Við höfum glæsilegt hótel og
fjölbreyttar verslanir og þjónustu,“
segir hann.
Bæjarstjórn Árborgar vinnur að
undirbúningi menningarhúss í nýj-
um miðbæ Selfoss þar sem ætlunin
er að skapa aðstöðu fyrir allar list-
greinar og söfnin. „Maður sér fyrir
sér að það yrði glæsileg aðstaða en
spurningin er hvenær raunhæft sé
að ætla að af því geti orðið,“ segir
Kjartan. Hann telur að setja ætti
peninga í að ljúka óinnréttuðum
menningarsal í Hótel Selfoss. Þar sé
frábær salur sem hægt sé að koma í
notkun á tveimur árum fyrir til-
tölulega lítið fé.
Þörf á að brjóta upp hversdagslífið
Kjartan Björnsson rakari skipuleggur atburðina á Selfossi
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
IMAGINE PEACE
siglingar
SUNNUDAGA TIL FIMMTUDAGA
Friðarsúlan skoðuð frá sjó og landi
Tveggja tíma ferð með leiðsögn
Brottför kl 20:00 frá Skarfabakka
Viðeyjarstofa opin með kaffiveitingar
Bóka þarf fyrirfram í síma: 5553565
www.elding.is
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
®Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Ártúnshöfða - Lækjargötu – Hringbraut – Háholti
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
STJÓRNARFLOKKARNIR hyggj-
ast setja á laggirnar nefnd um sam-
einingu Fjármálaeftirlitsins og
Seðlabankans. Geir H. Haarde for-
sætisráðherra sagði að loknum þing-
flokksfundi Sjálfstæðisflokksins í
gær að hann hefði fengið hugmynd-
ina að sameiningu stofnananna í
fyrradag.
,,Ég er með henni að taka undir
það sem fram kom í ræðu seðla-
bankastjóra í fyrradag,“ sagði hann.
Forsætisráðherra gerir ráð fyrir
því að krónan fari skjótt á flot eftir
afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
á lánsumsókn íslenskra yfirvalda og
sé það bara spurning um daga.
Samfylkingin treystir ekki forystu
Seðlabankans og hefur sagt breyt-
inga þörf áður en krónan verður sett
á flot. Geir telur málin ótengd.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði
að loknum þingflokksfundi Samfylk-
ingarinnar í gær að væntanlega
þyrfti að skilgreina verkaskiptingu
og stjórnskipulag auk annars vegna
sameiningarinnar. „Það þarf ein-
hvern tíma til þess að vinna það,“
sagði utanríkisráðherra sem kvaðst
hafa efasemdir um að þeirri vinnu
yrði lokið áður en krónan yrði sett á
flot.
Utanríkisráðherra sagði aðalat-
riðið að staðið yrði vel og faglega að
því að setja krónuna á flot og að
menn væru algjörlega samstiga í því
máli, bæði stjórnvöld og Seðlabank-
inn.
Óráðið er hvenær störfum vinnu-
hóps um sameininguna lýkur og hve-
nær frumvarp verður lagt fram, að
sögn Geirs. „Það verður bara að
koma í ljós í þessu starfi hvað er
raunhæft.“
Hann kvaðst vona að vinnan gengi
hratt fyrir sig. „Það er mikilvægt að
það séu ekki óvissutímar hjá starfs-
fólki.“
Forsætisráðherra bætti því við að
með fyrirhugaðri sameiningu Fjár-
málaeftirlitsins og Seðlabankans
fælist engin ásökun um að til dæmis
starfsfólk Fjármálaeftirlitsins hefði
ekki staðið sig vel. „Ég held að þetta
sé spurning um að sameina kraftana
í stað þess að dreifa þeim.“
Utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra funduðu um þessi mál í gær-
kvöld.
Sameiningin var hugmynd Geirs
Skipa á nefnd um sameiningu FME og Seðlabankans Krónan verður sett skjótt á flot
Samfylkingin vildi breytingar fyrir fleytingu krónunnar Óráðið hvenær nefndarstörfum lýkur
Morgunblaðið/Ómar
Fagmennsku krafist Ingibjörg Sólrún segir að vinnan við fleytingu krón-
unnar verði að vera fagmannleg. Fleyta á krónunni skjótt, að sögn Geirs.
Í HNOTSKURN
»Samfylkingin segir traustmilli stjórnvalda og
Seðlabankans nauðsynlegt.
Slíkt sé ekki til staðar nú.
Breytinga sé þörf áður en
krónan er sett á flot.
» Forsætisráðherra kveðsttelja málin alveg óskyld.
» Samfylkingin er fylgj-andi sameiningu Fjár-
málaeftirlitsins og Seðla-
bankans.
Jólatónleikarnir „Hátíð í bæ“ verða
haldnir í Iðu, íþróttahúsi Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi,
þriðjudaginn 9. desember kl. 20.
Fram koma eldri barnakór og
unglingakór Selfosskirkju, Páll
Óskar og Monika, Sigrún Vala, Frið-
rik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir,
Gísli Stefánsson og Maríanna Más-
dóttir, Diddú og Karlakór Selfoss,
auk leyniatriðis.
„Þetta er ekta skemmtun fyrir
Sunnlendinga og fólk af höf-
uðborgarsvæðinu, til að upplifa
hinn sanna jólaanda,“ segir skipu-
leggjandinn, Kjartan Björnsson.
Upplifa hinn sanna jólaanda
Kjartan Björnsson
rakari skipuleggur
atburðina á Selfossi